Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANUAR 1992 17 I l Hólmfríður Einars- dóttír - Minning Fædd 7. október 1903 Dáin 1. janúar 1992 Einn al' hinum hógværu borgurum Hólmara hefir kvatt jarðneska til- veru. Hólmfríður var búin að lifa góðan dag og skila sínu hlutverki. Hafði kynnst ýmsum kjörum erfiðum og eins þegar fer að rofa til eftir kreppuárin. Æðrulaus tók hún hverri tilbreytingu og nýtti sér það sem henni fannst eftirsóknarvert. Hún var gift Finni Karli Jónssyni frá Purkey sem hér var áberandi í lífi og starfi bæjarins, sat um skeið í hreppsnefnd og gegndi trúnaðar- störfum. Ævin var ekki margbrotin, innan veggja heimilisins var starfssviðið og um ferðalög út um allt var ekki að ræða. Hún ól eins og góð eigin- kona og húsmóðir upp tvö böm þeirra hjóna og þar var ekki kastað til hönd- unum og þess ber líka merki. Ég kom nokkrum sinnum á heimili þeirra hjóna. Kyrrláta stund var rætt um lífsviðhorfin og kröfurnar. En hjá Hólmfríði voru þær fyrst og fremst til hennar sjálfrar og ekki kunni hún að æðrast né öfunda. Það fann ég strax. Hún lagði sitt mat á lífið og reyndi að laga sína lífsgöngu eftir því sem henni hafði verið kennt í æsku. Heiðarleikinn og að standa við það sem lofað var, og leggja öðrum lið eftir getu, og hún var ekki í vafa um að svo sem menn sá, verður upp- skeran. Væri betur að sá hugsunar- háttur sæist víðar. Ekki svo að skilja að hún teldi framfarir ekki til bóta, en ef framfarir stuðluðu að einskis- verðri eyðslu komu spurningar til hennar. Seinustu æviárum eyddi hún hér á sjúkrahúsinu. Þangað lá vegur minn oft og gafst eftir heim- sóknir þangað tóm til að hugleiða hvað ég hefði lært af ferðum mínum. Og alltaf jgáfu þær heimsóknir mér eitthvað. I rósemi skal yðar styrkur vera, segir heilög ritning okkur. Þannig voru seinustu árin og sátt við alla var sviðið yfírgefíð. Með þessum fáu línum vil ég þakka þessari góðu konu fyrir marg- ar eftirminnilegar samveru- og sam- ræðustundir. Þær gáfu mér mikið. Hólmfríður var samnefnari svo margs góðs í okkar margbreytilegu tilveru. Guð blessi minningu hennar. Arni Helgason. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Þetta orðatiltæki finnst mér eiga vel við um jól og áramót, þegar allir sem geta heimsækja sínar heimaslóðir til að njóta samvistar með sínum nánustu, en kveðja síðan með'von um endurfundi. Þannig var einnig á mínu heimili. Eftir yndisleg áramót og nýjársdag var komið að kveðjustund er dóttir mín og fjöl- skylda hennar halda heim. En á sömu stundu var hringt frá sjúkrahúsinu og tilkynnt að Fríða amma væri að kveðja hinstu kveðju. Hennar langar mig að minnast nokkrum orðum. Okkar samleið er orðin nokkuð löng, eða síðan ég flutt- ist hingað til Stykkishólms árið 1957 með fjölskyldu minni frá Flatey. Fljótlega fékk ég vinnu í Kaupfélagi Stykkishólms og þar kynntist ég Hólmfríði. Þangað kom hún rétt fyr- ir lokun dag hvem vegna sinna starfa, en hún skúraði þar í um 40 ár. Alltaf kom hún hrein og strokin, með þykku fléttumar sínar vafðar um höfuðið. Síðan kynntist ég syni hennar, Einari, og fluttist fljótlega á heimilið, þar var mér tekið sem kærri dóttur. Ég var svo heppin að kynnast tengdaforeldrum mínum tilvonandi í önn dagsins. Á heimili þeirra á Hafn- argötu 11 (nú 13) hér í bæ, var oft margt um manninn og glatt á hjalla þótt húsakynni væm ekki stór. Eða eins og bömin þeirra, Ólöf og Einar, segja oft, það var líkast hóteli. Sér- staklega komu margir meðan áætl- unarferðir vom milli Stykkishólms og Hnúksness og eyjanna í Dala- sýslu. Allir voru velkomnir til lengri eða skemmri dvalar. Karl Jónsson, tengdafaðir minn, ættaður frá Purk- ey, var vinmargur og frændrækinn, bauð hann mörgum að líta inn, þá var alltaf til heitt á könnunni með tilheyrandi hjá Fríðu, þó fyrirvarinn væri stuttur. Finnur Karl, tengdafaðir minn, en það hét hann fullu nafni, andaðist 29. janúar 1979. Á þessum fyrstu ámm okkar kynna, var dóttirin Ólöf farin úr föð- urhúsum og búsett í Vestmannaeyj- um, hennar maður er Garðar Á. Sveinsson rafvirki. Þau fluttu síðar til Reykjavíkur. Ég minnist þess hve tilhlökkunin var alltaf jafn mikil þeg- ar þau vom væntanleg í heimsókn og alltaf voru jólagjafirnar frá þeim teknar upp fyrstar. 1960 eignuðumst við Einar dóttur- ina Olgu Sædísi, þá bjuggum við enn á Hafnargötunni, voram reyndar að byggja framtíðarheimilið á Höfða- götu 19. Olga varð mikill sólargeisli afa og ömmu. Hún var ekki há í loft- inu þegar Fríða amma tók hana með í heimsókn til gömlu kvennanna í bænum, til að gleðja þær og hjálpa. Svo árið 1966 þegar sonur okkar, Þorvarður Karl, fæddist, fékk hann sömu hlýju og ástúð frá ömmu og afa. Fríða hafði mikið yndi af harmonikkutónlist og var létt á sér í dansi. Alltaf man ég hvað við hlóg- um dátt eitt sinn þegar hún reyndi að kenna mér erfitt spor í marsúrka. Og enn, hin síðari ár, þegar hún dvaldi á St. Franciskusspítalanum, eða frá 1983, kom glampi í augun og bros fram á varirnar, þegar ég minntist danskennslunnar forðum. Við Fríða mín höfum frá fyrstu kynnum átt saman aðfangadags- kvöld jóla, nú síðast þótt hún væri þreytt brosti hún til okkar, það var hennar jólakveðja. Ég kveð Fríðu með þakklæti fyrir mig og mína. Fyrir hönd fjölskyld- unnar vil ég þakka alla umhyggju sem Hólmfríður naut á St. Franciskusspítalanum í Stykkis- hólmi. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól fegin hvíldinni verð. Guð minn gefðu þinn frið gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andfésdóttir) Pálína G. Þorvarðardóttir fgar á kr. 10.000.000, 24 vinningar á kr 2.000.000, 17 vinningar á kr. 5.000.000. 68 vinnir.gar á kr. 1.000.000. ^ukavinningar á kr. 250.000. 192 aukavinningar a kr. 50.000. Samtals 75.000 vinningar á kr. 2.721.600.00 0. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.