Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1992 HANDKNATTLEIKUR Bar skylda til að taka þátt í þessu - sagði Kristján Arason, sem hefur gefið kost á sér í landsliðið fyrir B-keppnina KRISTJÁN Arason ákvað í gær að gefa kost á sér í íslenska landsliðið og ieika með því í B-keppninni í Austurríki í mars. „Handboitinn hefur gert mikið fyrir mig og mér fannst mér bera skylda til þess að taka þátt í þessu verkefni, eft- ir mikla pressu frá landsliðs- þjálfaranum," sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið í gær. Kristján Arason gaf Þorbergi Aðalsteinssyni svar í gær — hann svaraði kalli þjálfarans og verður með landsliðinu í B-keppninni í mars. Kristján fer með landsliðinu í æfingamótið í Austurríki 22. til 26. janúar og verður með í öllum undirbúningi liðsins fram að B- keppni og í hópnum í keppninni sjálfri. „Eg vildi koma strax inní undirbúninginn hjá landsliðinú. Ég tel mig ekki vera í toppæfingu núna, enda hefur mikill tími farið í að þjálfa FH. Það er annað að leika sjö leiki eins og í B-keppn- inni, en að leika einn og einn leik með FH. Landsliðsdæmið leggst ágætlega í mig, annars hefði ég ekki gefið kost á mér. Það er vissu- lega stór þröskuldur að komast í gegnum B-keppnina, en ætti að vera hægt,“ sagði Kristján. Hann sagði að íslenska liðið, eins og það er í dag, væri ekki eins sterkt og það var 1988 - 1990. „í liðinu 88 - 90 voru leikmenn á besta aldri, 27 til 28 ára, og með mikla leikreynslu og samæfíngu. Það eru margir framtíðarleikmenn í liðinu núna og einnig ieikmenn sem ég hef spiiað mikið með. ís- lenska landsliðið á eftir að ná langt í framtíðinni, sérstaklega vegna þess að „Austurblokkin" er ekki eins sterk og áður.“ Kristján sagðist hafa mætt mikl- um velvilja hjá FH og vinnuveit- anda sínum, VÍB. Það hefði gert honum kleift að taka þátt í þessu verkefni iandsliðsins og væri hann mjög þakklátur fyrir það. Guð- mundur Karlsson hefur yfirumsjón með þjálfun FH meðan Kristján er í undirbúningi landsliðsins. Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari, var mjög ánægðúr með að geta notið krafta Kristjáns í B-keppninni. „Það er engum biöð- um um það að fletta að Kristján styrkir liðið mjög mikið. Ég er mjög ánægður með að fá hann inní liðið núna,“ sagði Þorbergur. Landsliðsþjálfarinn sagði að enn væri það inni myndinni að fá Einar Þorvarðarson, markvörð, til að koma inní hópinn. „Aðrir eru ekki inní myndinni," sagði hann og átti þá við Alfreð Gíslason og Sigurð Gunnarsson. Petr Baumruk Baumruk semur við Hauka til 1995 Tékkneski landsliðsmaðurinn Petr Baumruk, sem leikið hefur með 1. deildarliði Hauka í Hafnarfírði frá því sumarið 1990, hefur gert nýjan þriggja ára samning við félagið — til vors 1995. Samhliða því að leika með meist- araflokki þrjú næstu keppnistímabil mun Baumruk sjá um þjálfun nokk- urra yngri flokka Hauka eins og, hann hefur gert hingað til. Baumruk, sem er 29 ára, hefur tekið þátt í undirbúningi tékkneska landsliðsins fyrir ólympíuleikana í Barcelona í sumar og væntir þess að vera með í endanlegum leikhópi. PH\UPS blásari sanvo vasadisko. PH\UPS Ka«Wé\- SÚPÉSvÉcvúT^O,' útvarp 09 |É mTERCOUtt C 900.' terbaútvarp. If I KR.STGR. KaeliskaP^I:—~ brby!9Í!5Í2— SUPEBTECH JO KR.STGR SANYO 21 tommumasion-| PHH-CO þvottavel. bí\taek\. PHU.\PS rai- magnsrakve\. PH»UPS 21 tornmti Utasjónvarp- StJpÍRTECN J O,900'* geislaspila'1- ii Heitnlle®'0 w i i í i i í i i € i « k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.