Morgunblaðið - 29.01.1992, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 1992
BÚRHVALURINN á Þykkvabæjarströnd var urðaður í gær. Hvalurinn
var 40-50 tonna þungt og 16.25 metra langt fullvaxið karldýr. Talið
er að hvalurinn hafi drepist á hafi úti og rekið á land í miklu brimi
á miðvikudag eða fimmtudag í síðustu viku. Kristinn Markússon, bóndi
i Dísukoti í Þykkvabæ, fann hvalinn er hann gekk fjörur síðastliðinn
Þykkvabæjarhvalurinn urðaður
Morgunblaðið/Þorkell.
föstudagsmorgun. Gísli Víkingsson, dýrafræðingur, segir árlega berist
fréttir af 2-5 hvölum sem reki á land. Ekki er vitað hvað hvalurinn,
sem nú rak að landi, er gamall en starfsmenn Hafrannsóknarstofnun-
ar vinna nú að því að aldursgreina hann með hliðsjón af tönnum sem
teknar voru úr hvalnum á sunnudaginn.
Bíldudalur:
Fyrsta rækj-
an í Rækjuver
á vertíðinni
Bfldudal.
RÆKJUVER hf. tók á móti
fyrsta rækjuaflanum til vinnslu
á þessari vertíð í gær. Það var
Pétur Þór BA sem landaði 29
kössum af blandaðri rækju eða
rúmu tonni.
Pétur Þór BA er í eigu Rækju-
vers og er hann fyrsti báturinn
sem veiðir rækju fyrir fyrirtækið
á þessari vertíð.
Að sögn Ottós Valdimarssonar,
skipstjóra á Pétri Þór, er rækjan
blönduð, en þeir fengu aflann úr
þremur hollum.
Vinnsla hefst í Rækjuveri á
föstudag í þessari viku. Óljóst er
með aðra rækjubáta hvort þeir
hyggjast fara á veiðar strax, en
búist er við að flestir hefji veiðar
áður en langt um Iíður.
R. Schmidt
VEÐUR
ÍDAGkl. 12.00
HeimiW: VeSurslofa íslands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær)
VEÐURHORFUR í DAGf 29. JANÚAR
YFIRLIT: Skammt suðaustur af Hvarfi er 968 mb djúp og víðáttumik-
il laegð, sem hreyfist norður en yfir Bretlandseyjum er 1044 mb
hæð. Langt suðsuðvestur í hafi er vaxandi 1007 mb lægð, sem
hreyfist allhratt norðnorðaustur.
SPÁ: Allhvöss sunnanátt um mest allt land en þó hægari suðvest-
anátt vestast. Rigning eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu
en að mestu þurrt- á Norðaustur- og Austurlandi. Hlýtt áfram, en
heldur kólnandi vestast.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Lengst af verður nokk-
uð hvöss sunnanátt og hlýindi um austanvert landið en vestan til
verður hægari breytileg átt og mun svalara. Norðáustaniands verð-
ur úrkomulítið en rigning eða slydda í öðrum landshlutum.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda •
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
\J Skúrir /
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
TT.
&
rl
VEÐUR bi 40 /1/1 VÍÐA UM HEIM
Khl£,UU / gdst híti 3o isi. iima vaður
Akureyri ' 5 skýjaö
Fteykjavík 3 skúr
Bergen 5- aiskýjað
Helainki 7 skýjað
Kaupmannahöfn 4 sútd
Narssarssuaq •f-6 skafrenningur
Nuuk -t-13 snjókoma
Ostó 0 þoka
Stokkhólmur 4 skýjað
Þórshöfn 7 skýjað
Algarve 13 léttskýjað
Amsterdam 9 þokuruðningur
Barcelona 12 Skýjað
Beriín 0 þokumóða
Chlcago *3 þokumóða
Feneyjar 5 heiðskírt
Frankfurt 1 alskýjað
Glasgow 2 þoka
Hamborg 0 þokumóða
London 6 skýjað
Los Angeles 10 heiðskirt
Luxemborg 0 skýjað
Madrid 6 skýjað
Malaga 7 rigning
Mallorca 14 skýjað
Montreal *17 helðskírt
NewYork + 1 léttskýjað
Ortando vantar
París 3 hálfskýjað
Madelra 16 skýjað
Róm 11 heiðskirt
Vín vantar
Washington vantar
Winnípeg +9 skafrenningur
Yerðfall a karfa
í þýskum höfnum
VERÐ á karfa hefur fallið í Þýskalandi undanfarið en verðið hafði
verið mjög hátt, að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar framkvæmdastjóra
Aflamiðlunar. Hann segir að framboðið hafi verið óvanalega mikið
fyrstu sl. mánudag og þriðjudag. Aflamiðlun hefði veitt heimild til
útflutnings á 24 gámum af karfa og ufsa til Þýskalands til sölu í þess-
ari viku en væntanlega yrðu 28-29 gámar á markaðnum.
Engey RE seldi 199 tonn í Þýska-
landi á mánudag og þriðjudag í þess-
ari viku fyrir 96,75 kr. meðalverð.
Verðið hafði hins vegar failið jafnt
og þétt í síðustu viku en þá fékk
Ögri RE 156 króna meðalverð á
mánudag, Skagfirðingur SK 142
krónur á miðvikudag og Sléttanes
ÍS 112 krónur á fimmtudag.
Rán HF selur 150 tonn í Þýska-
landi í dag, miðvikudag, en Hoffell
SU, annar af togurum Hraðfrysti-
húss Fáskrúðsfjarðar hf, selur þar
185 tonn á morgun. „Þetta er í þriðja
skipti á jafnmörgum árum, sem Hof-
fellið lendir í verðfalli en skipið fer
einungis í eina söluferð á ári. í þessi
þrjú skipti hafa verið 50-70% fleiri
gámar á markaðnum en leyfilegt
hefur verið. Það er sama hvort það
er ráðuneytið eða Aflamiðlun, sem
sér um þetta,“ segir Eiríkur Ólafsson
útgerðarstjóri.
Hann segir að skipin þurfi að
sækja um leyfi til sölu með eins til
þriggja mánaða fyrirvara. „Síðan eru
gámar settir inn til uppfyllingar en
samkvæmt skeyti, sem ég fékk frá
Aflamiðlun klukkan 11 á föstudag,
veitti hún leyfi til útflutnings á 21
gámi, eða 237 tonnum af karfa og
31 tonni af ufsa. Hins vegar eru
a.m.k. 30 gámar komnir út,“ segir
Eiríkur. Vilhjálmur -Vilhjálmsson
segir að þetta skeyti hafi verið mis-
tök hjá Aflamiðlun.
„í Þýskalandi selja þijú íslensk
skip í hverri viku og okkur finnst
alveg forkastanleg vinnubrögð að
bæta 21 gámi ofan á þessi skip,“
segir Eiríkur. „Þá krafðist ég þess
strax á mánudag að framkæmda-
stjóri og formaður Aflamiðlunar
myndu fara fram á það við þá, sem
hafa sent út gáma án leyfis, _að þeir
létu endursenda fiskinn til íslands.
Ef þeir hins vegar neituðu því yrði
þeim ekki veitt leyfi til útflutnings á
ferskum fiski í eitt ár.
Aflamiðlun er nauðsynleg til að
stýra fiski inn á þessa markaði en
meðan hún hefur engan refsivönd,
eða þá einungis dúnvönd, gengur
þessi stýring ekki. Það skiptir menn
ekki nokkru máli, þó þeir séu stopp-
aðir af í 2-3 vikur. Þeir hægja bara
aðeins á sér og fiska síðan meira í
næstu viku á eftir.
Ég er ansi hræddur um að þetta séu
ætíð sömu aðilarnir, sem eru að
senda út fisk án leyfis og að mínum
dómi er það ekkert annað en
skemmdarverkastarfsemi," segir Ei-
ríkur.
Reglum breytt um
bílastæði í borgarráði
BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögur að breyttum reglum um bíla-
stæði sem ætlað er að bæta nýtingu á bílastæðum I miðbænum og í
bílastæðahúsum. Lagt er til að tekin verði upp ný gerð mæla, miða-
mæla án hámarkstíma og að þeir taki 10 krónur og 50 krónur. Gert
er ráð fyrir að tímagjald í stöðumæla og í bílastæðahús verði óbreytt
fyrst um sinn og jafnframt að boðið verði sérstakt kynningarverð á
mánaðargjald og það lækkað á Bakkastæði og í Kolaporti en verði
óbreytt eða hækkað á Bergstöðum, Vesturgötu 7 og við Tjarnargötu.
Breytingarnar taka gildi 1. mars.
í greinargerð Stefáns Hermanns-
sonar aðstoðarborgarverkfræðings,
er lagt til að tekin verði upp bíla-
stæði íbúa í þeim hverfum, þar sem
eru stöðumælar eða fjölmælar. Hver
íbúðareigandi getur keypt eitt kort,
sem veitir rétt til að leggja eigin bíl
við stöðumæli í eigin hverfi. Árlegt
gjald er 5.000 krónur.
Gert er ráð fyrir óbreyttu gjaldi i
venjulega stöðumæla við Laugaveg
og í miðbænum og hámarkstími ein
klukkustund en tvær víðast annars-
staðar. Gjald í miðamæla verði 60
krónur fyrir hveija klukkustund í
miðbænum og við Laugaveg en 40
krónur í nálægum götum. Enginn
hámarkstími er á miðamælum.
Lagt er til, að kynningarverð á
Bakkastæði verði 2.000 krónur á
mánuði en er nú 4.500 krónur, í
Kolaporti 2.000 krónur en er nú
5.500 krónur á mánuði. Mánaðar-
gjald á stæði við Tjamargötu, hækk-
ar úr 5.500 krónum í 6.000 krónur.
Gjald á stæðumrí Vesturgötu 7 og í
Bergstöðum verður óbreytt eða
5.500 krónur á mánuði. Þá er gert
ráð fyrir að mánaðargjald fyrir stæði
á Tollstöðvarþaki verði 2.000 krón-
ur, 100 krónur fyrir hálfan dag og
200 krónur fyrir allan daginn.
!