Morgunblaðið - 29.01.1992, Síða 18
MÓRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÁNÚAR 1992
18
Georgía:
Stjórnarher-
inn nær Poti
á sitt vald
Poti. Reuter.
Stjórnarhermenn í Georgíu
náðu í gær á sitt vald hafnarbæn-
um Poti við Svartahaf og einu af
siðustu vígjum Zviads Gamsak-
húrdía, fyrrverandi forseta, eftir
harða bardaga.
Flestir bæjarbúa styðja Gamsak-
húrdía en héldu sig innan dyra og
veittu enga mótspyrnu þegar her-
sveitimar réðust inn í bæinn. „Stríð-
ið er nýhafið. Það á allt eftir að loga
í óeirðum og andspyrnu," hrópaði
einn bæjarbúanna, sem lýsti her-
mönnum stjómarinnar sem glæpa-
mönnum og eiturlyijasjúklingum.
Talið var í gær að Gamsakhúrdía
hefði farið til bæjarins Grozníj í rúss-
neska lýðveldinu Tsjetsjen-íngúshet-
ía við landamærin að Georgíu.
Suður-Afríka:
Honecker
íMoskvu
Erich Honecker, fyrr-
um leiðtogi Austur-
Þýskalands, sést hér
rölta um lóð sendiráðs
Chile í Moskvu en
þangað flúði hann fyrir
rúmum sex vikum til
að komast hjá því að
verða sendur til Þýska-
lands. Á myndinni má
einnig sjá Margot,
eiginkonu Honeckers.
Stækkun heimamarkaðar SAS:
Stríðsyfirlýsing við
Finnair og Flugleiðir
SAS-flugfélagið hefur ákveðið að stækka svokallaðan heimamarkað
sinn og fella Finnland, ísland, Eystrasaltsríkin, Pólland og Norður-
Þýskaland undir það markaðssvæði sem hingað til hefur takmarkast
við Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Hyggst félagið bjóða betri þjónustu
á þessu svæði, bæði þeim sem ferðast á dýrari fargjöldum og almenn-
um ferðamönnum, og aukin flugþægindi.
í fréttaskýringu, sem birtist í
danska blaðinu Berlingske Tidende
sl. fimmtudag, segir að SAS sé að
undirbúa sig undir samkeppni við
stóru alþjóðlegu flugfélögin. Kemst
blaðið þannig að orði að SAS ætli
að „ryksuga" flugfarþega upp af
norræna markaðnum og nágranna-
löndunum til að standast samkeppni
við risana. í stað þess að beina kröft-
um sínum eingöngu að um 18 millj-
ónum íbúa Svíþjóðar, Noregs og
Danmerkur, verður svonefndur
markhópur félagsins stækkaður í 40
Tíu leiðtogar hvítn öfgasam-
takanna AWB handteknir
milljónir manna.
Jafnframt segir í grein Beriingske
Tidende að ákvörðun SAS jafngildi
stríðsyfirlýsingu á hendur fínnska
fiugfélaginu Finnair og Flugleiðum
og hún staðfesti ennfremur að sam-
starfíð við svissneska flugfélagið
Swissair hafí ekki skilað þeim ár-
angri sem vonast hefði verið eftir.
I greininni kemur fram að SAS
hyggist bæta þjónustuna við farþega
úr atvinnulífinu sem eru tíðir gestir
á dýrara farrými í þotum félagsins.
Eiga þeir von á svefnstólurn, auknum
þægindum, meira fótarými, betri
þjónustu, 30 kvikmyndum að velja
úr hverju sinni, þremur misnrunandi
aðalréttum á lengri flugleiðum, svo
eitthvað sé nefnt. Farþegar í túrista-
klefa eiga von á betri tíð um næst-
komandi áramót því þá verður breidd
milli sæta aukin um sex sentimetra
og öl og sterkir drykkir boðnir ókeyp-
is. Þá verður hætt að taka gjald fyr-
ir heyrnartæki hyggist ferðamenn
njóta tónlistar eða kvikmynda sem
sýndar era meðan á flugi stendur.
Jóhannesarborg. Reuter.
EUGENE Terre Blanche, leiðtogi suður-afríska nýnasistaflokksins
Andspyrnuhreyfingar Búa (AWB), var handtekinn í gær ásamt níu
öðrum háttsettum félögum flokksins. Þeir verða ákærðir fyrir að stofna
til átaka á borgarafundi sem F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, ávarp-
aði í ágúst í fyrra.
Tveir félagar í AWB og blökku-
maður biðu bana er átök brutust út
milli 300 flokksfélaga og lögreglu-
manna í bænum Ventersdorp
skömmu áður en forsetinn ávarpaði
fund í bænum. Ventersdorp er
heimabær Terre Blenche og þar eru
höfuðstöðvar flokksins.
Andspymuhreyfíng Búa og
nokkrir aðrir öfgaflokkar leggjast
gegn viðræðum um nýja stjórnar-
skrá og hafa hótað að beita valdi
RÁÐSTEFNA
UM RÍKISÚTVARP
Staða rfkisútvarps og framtífiarhlutverk
31. janúar 1992 kl. 13.15
í Efstaleiti 1,5. hsil
Staða Ríkisútvarpsins í stjórnkerfinu
Þorbjörn Broddason, formaður útvarpsréttarnefndar.
Hlutverk Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni
Ingunn Svavarsdóttir, oddvíti, Kópaskeri.
Hlutverk Ríkisútvarpsins í menningarlífi
Njörður P. Njarðvík, dósent.
Skyldur Ríkisútvarpsins ífrétta- og uppiýsingadreifingu
Bjarni Sigtryggsson, dagskrárgerðarmaður.
Þjónustuhlutverk Ríkisútvarpsins
Vilmar Pedersen, fulltrúi SSR í Nordfag.
Afnám einkaleyfis útvarps og sjónvarps
Guðmundur H. Garðarsson, fyrrum alþingismaður.
Framtíð breska ríkisútvarpsins og sjónvarpsins BBC
Stephen Milligan, ritstjóri Economist.
Staða Ríkisútvarpsins f samkeppni við einkastöðvar
Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri.
Sala eða einkavæðing Ríkisútvarpsins
Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri.
Dreifikerfi Ríkisútvarpsins
Eyjólfur Valdimarsson, framkvæmdastjóri.
Staða Ríkisútvarpsins meðal þjóðarinnar
Stefán Ólafsson, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar.
Ráðstefnustjórar
Ólafur Sigurðsson og Sigurður G. Tómasson.
Ráðstefnan er öllum opin. Ráðstefnugjald er 1.500,-
kr. og 3.500,- kr. fyrir þá, sem vilja fá fyrirlestra að
ráðstefnu lokinni.
Þátttakendur skrái sig til þátttöku eigi síðar en 30. janúar
1992. Skráning fer fram í móttöku í Efstaleiti.
(í síma 69300).
Starfsmannasamtök Ríkisútvarpsins.
til að hindra tilraunir til að binda
enda á minnihlutastjórn hvítra
manna í landinu.
Lögreglan í Jóhannesarborg beitti
táragasi til að dreifa hundruðum
mótmælenda á útifundi á vegum
blökkumannahreyfingarinnar Þjóð-
arráðs pan-afríkanista (PAC) á
mánudag. Leiðtogi flokksins, Benni
Alexander, og ellefu aðrir voru hand-
teknir fyrir að stofna til átaka en
látnir lausir gegn tryggingu.
Pan-afríkanistar Ieggjast gegn
stjórnarskrárviðræðunum og hafa
neitað að taka þátt I þeim. Andries
Treurnicht, leiðtogi íhaldsflokksins,
sem vill áframhaldandi kynþáttaað-
skilnað, hafnaði í gær tilboði de
Klerks forseta um þátttöku í viðræð-
unum.
Roelf Meyer, varnarmálaráðherra
Suður-Afríku, vísaði á mánudag á
bug staðhæfingum Cyrils Ramap-
hosa, framkvæmdastjóra Afríska
þjóðarráðsins (ANC), um að de Klerk
forseti hefði vitað um starfsemi
„dauðasveita" í byggðum blökku-
manna og ekki reynt að leysa þær
upp. Afríska þjóðarráðið telur að
sveitimar starfí á veguin hers og
lögreglu og hafi myrt marga þeirra
4.800 blökkumanna sem hafa beðið
bana í byggðum blökkumanna und-
anfarin tvö ár. Stjómin segir hins
vegar að átökin hafí brotist út vegna
illdeilna ættbálka og stríðandi fylk-
inga blökkumanna.
Varnarmálaráðherrann sagði
einnig að ekkert væri hæft í fregnum
um að yfírmenn hersins og lögregl-
unnar styddu ekki stjórnmála-
umbætur forsetans. Hann sagði
enga hættu á að hægrimenn innan
hersins reyndu að ræna völdunum.
SAS segist ætla að laða til sín
farþega sem vilja hámarksþægindi
með því að hafa sex svefnstóla til
reiðu fremst í Boeing-767 þotum sín-
um á langleiðum en 2.000 danskra
króna aukagjald þarf að greiða fyrir
þau sæti. Segir félagið það takmark
sitt að bjóða ódýrustu fargjöld á
fyrsta farrými sem völ verði á. Þann-
ig verði t.d. svefnfargjald fram og
til baka milli Kaupmannahafnar og
Tókýó 25.620 danskar, jafnvirði 238
þúsunda ÍSK. Þá verður fargjöldum
fyrir almenna ferðamenn breytt og
tekin upp svonefnd „Jackpot“-gjöld
en með þeim verður hægt að komast
fyrir 1.000 danskar krónur, jafnvirði
9.300 ÍSK, milli skandinavísku höf-
uðborganna, fyrir 1.500 til London
og fram og til baka til Madríd og
Rómar fyrir 3.000 danskar krónur.
Nemur lækkunin á fiugleiðinni til
London 36%.
Hvenær hélstu síðast
framhjá kontinní þínní?
Málefnaleg umræða og bandarískir fjölmiðlar — ósættanlegar andstæður?
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞETTA VAR það sem þurfti til þess að fjölmiðlar tækju loks við sér:
Ásakanir um að sigurstranglegasti frambjóðandi demókrata hefði hald-
ið framhjá konunni sinni. Og það í tólf ár. Með konu, sem lét af frétta-
mannastarfi til að verða söngvari í næturklúbbi, og er nú opinber
starfsmaður í Arkansas þar sem meintur elskhugi hennar er ríkisstjóri.
Þar til ásakanirnar komu fram
hafði umræðan í kosningabaráttu
demókrata fyrir forkosningarnar í
New Hampshire verið mjög málefna-
leg. Efst á baugi voru heilbrigðismál
og leiðir til að auka atvinnu og binda
enda á kreppu. William Clinton frá
Arkansas þótti vænlegastur til að
fara með sigurorði af George Bush
forseta og peningar streymdu í kosn-
ingasjóði hans.
Á fimmtudag birti æsifréttaritið
Star svo viðtal við Gennifer Flowers
og hélt því fram að samtöl hennar
við ríkisstjórann væru til á segul-
bandi þar sem órækar sönnur væru
færðar á ástarsamband þeirra. I
kosningaherbúðum Clintons var öllu
vísað á bug þótt viðurkennt væri að
hann þekkti konuna. En þar höfðu
menn einnig búist við einhveiju af
þessu tagi. Orðrómur um lauslæti
Clintons hefur verið á kreiki frá því
að hann gaf kost á sér í haust. Hins
vegar telst vikublaðið Star ekki
traustur pappír meðal betri fjölmiðla
og sagður betur fallinn til fiskum-
búða eða skúringa en heilnæms lestr-
ar. Því hefur það vakið bæði hneyksl-
an og reiði að fjölmiðlar skyldu hveij-
Bill Clinton Reuter
ir um aðra þvera grípa málið á lofti.
Um helgina var haldinn fundur
hér í Boston þar sem fram komu
bæði Clinton og Jeiry Brown, forset-
aframbjóðandi og fyrrum ríkisstjóri
Kaliforníu. Þegar Clinton hafði lokið
máli sínu þyrptust fréttamenn með
segulbönd og myndavélar á lofti að
frambjóðandanum og dengdu á hann
spumingum um Flowers. Clinton
svaraði hvergi. Á meðan gekk Jerry
Brown inn í salinn og beið þess að
verða kynntur. Fréttamenn virtu
hann ekki viðlits.
Á mánudag hélt Flowers blaða-
mannafund um meint ástarsamband
sitt. Fundurinn var sýndur í beinni
útsendingu á CNN og blaðamenn
drógu ekki af sér. Einn blaðamaður
vék umbúðalaust að kjarna málsins
og spurði Flowers hvort þau hefðu
notað veijur á ástarfundum sínum.
Um kvöldið var Clinton umfjöllunar-
efni fyrstu fréttar í fréttatímum sjón-
varpsstöðvanna þriggja, ABC, CBS
og NBC. í gærmorgun voru forsíður
dagblaða undirlagðar.
Látið hefur verið að því liggja að
linni fjölmiðlar ekki látum muni Clin-
ton verða að draga framboð sitt til
baka, hvort sem málið sannast eður
ei. Clinton heldur enn áfram að auka
forskot sitt á aðra demókrata í skoð-
anakönnunum, en sagt er að fjár-
sterkir stuðningsmenn haldi nú að
sér höndum til að sjá hvað setur og
gæti kosningabarátta Clintons því
misst skriðþunga.
Og hvað finnst almenningi? Átta
af hveijum tíu segja að þetta sé eink-
amál og komi engum við nema þeim
hjónum. Fjölmiðtar eigi því að láta
kyrrt liggja.