Morgunblaðið - 29.01.1992, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 1992
25
Gáfu Landspítalanum hjartaómsjá
Landssamtök hjartasjúlinga færðu Landsspítalanum að gjöf 5 milljón
karóna framlag til kaupa á hjartaómsjá. Þetta er rannsóknaatæki af
nýjustu og fullkomnustu gerð, sem bætir úr þörf hjartadeildarinnar
fyrir aukinn tækjakost. Afhendingin fór fram hinn 10. janúar síðastlið-
inn að viðstaddri stjórn Landssamtakanna og læknum spítalans, en
ómsjáin verður tekin í notkun í þessum mánuði. Sigurður Helgason
formaður Landssambandsins afhenti gjöfina, en Árni Kristinsson yfír-
læknir veitti henni viðtöku.
Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir
Búnaðarfélag íslands:
Mótmælir fullvrðing-
um utanríkisraðherra
STJÓRN Búnaðarfélags íslands mótmælir harðlega endurteknum full-
yrðingum utanríkisr.áðherra um að bændasamtökin hafi beitt áróðri
gegn honum eða dreift órökstuddum upplýsingum meðal bænda um
líkleg áhrif GATT-tillagna Dunkels á íslenskum landbúnaði, segir í
ályktun Búnaðarfélags Islands sem samþykkt var 27. janúar.
I ályktun Búnaðarfélagsins segir:
„í þessu efni hefur BI leitast við að
afla sem haldbestra upplýsinga um
málið og draga ályktanir af þeim.
Því var Katli A. Hannessyni hag-
fræðiráðunaut falið að semja grein-
argerð um málið. Á grundvelli henn-
ar byggðist ályktun stjómar BÍ og
Stéttarsambands bænda sem þessi
samtök senda landbúnaðarráðherra
6. janúar sl.
Greinargerð Ketils, sem hlotið hef-
ur almenna viðurkenningu m.a. hjá
landbúnaðarráðherra og fleiri þing-
mönnum í umræðum á Alþingi,
byggir á samningsdrögunum sjálf-
um, ýmsum upplýsingum frá land-
búnaðarráðuneytinu og frá bænda-
samtökunum í NoregL
Greinargerð Ketils og ályktun
stjórnanna eru einu upplýsingarnar
sem BÍ hefur dreift. Það eru BÍ mik-
il vonbrigði að utanríkisráðherra
skyldi ekki byggja málflutning sinn
um GATT-viðræður á faglegri úttekt
um áhrif tillagna Dunkels á íslenskan
landbúnað. Ummæli utanríkisráð-
herra um bændasamtökin er hann
viðhafði í útvarpinu 24. þ.m. voru
þess eðlis að honum væri sæmst að
draga þau til baka, segir í álykt-
uninni.
Hjálparstofnun
kirkjunnar:
Þakkir fyr-
ir undir-
tektir við
fatasöfnun
FATASÖFNUN Hjálparstofnunar
kirkjunnar og Slysavarnafélags
íslands fyrir bágstadda Kúrda er
nú lokið. Yfir 160 tonn af fatnaði
verða send flugleiðis og með skip-
um til Danmerkur. Þaðan fer fatn-
aðurinn landleiðina til fjallasvæð-
anna í Kúrdistan og hefst dreifing
þar í byrjun febrúar.
Þegar Hjálparstofnun dönsku
þjóðkirkjunnar óskaði eftir að Hjálp-
arstofnun kirkjunnar safnaði notuð-
um fötum á Islandi sneru forráða-
menn Hjálparstofnunar sér til Slysa-
varnafélagsins. Samþykkti stjórn
þess strax að verða við ósk um lið-
veislu. Er skemmst frá því að segja
að félagsmenn deilda og sveita um
land allt brugðust skjótt við og tóku
að sér að annast móttöku á fatnaði
og frágang. Forráðamenn félagsmið-
stöðvarinnar Þróttheima í Reykjavík
buðust einnig til að annast móttöku,
svo og Glerárkirkja á Akureyri. Einn-
ig önnuðust ýmis önnur félög ogr>'
hjálparsveitir móttöku. Fjölmargir
aðrir sjálfboðaliðar lögðu hönd á
plóginn og félög og fyrirtæki studdu
átakið með einum eða öðrum hætti,
gáfu flutning, umbúðir, veitingar og
svo mætti lengi tekja.
Hjálparstofnun kirkjunnar þakkar
landsmönnum öllum frábærar undir-
tektir við þessa einstöku söfnun. Þá
eru slysavarnamönnum færðar sér-
stakar þakkir fyrir þeirra hlut en án
þeirra hefði söfnunin naumast verið
framkvæmanleg. ' Einnig þakkar^
Hjálparstofnun sjálfboðaliðum sem
gáfu sig fram og aðstoðuðu við pökk-
un og frágang.
Björn Ingi Bjarnason afhenti f.h. Önfirðingafélagsins Eiríki Finni
Greipssyni oddvita Flateyrarhrepps afmælisalmanak.
Stórafmælisár Flateyrar:
200 ára verslunar-
afmæli og Flateyr-
arhreppur 7 0 ára
Flateyri.
í GARÐ er gengið margfalt afmælisár á Flateyri. Flateyrar-
hreppur verður 70 ára og einnig á staðurinn 200 ára
verslunarafmæli og með talið 100 ára afmæli ráðherrabústað-
arins í Reykjavík sem áður stóð á Sólbakka við Flateyri.
Önfirðingum finnst þeir eiga svolítið í þessu húsi en ekki er
nú líklegt að það verði heimt til baka eins og handritin forð-
um. Afmælishátíðin verður haldin helgina 25.-28. júní nk.
í byijun janúar var boðað
til fundar í Vagninum á Flat-
eyri. Þar voru komnir þeir Bjöm
Ingi Bjamason og Sigurdór
Sigurðsson, brottfluttir Flateyr-
ingar, færandi hendi fyrir hönd
Önfirðingafélagsins með af-
mælisalmanak að gjöf til Flat-
eyringa. Björn Ingi átti hug-
myndina að gerð dagatalsins og
með vinnu hans og margra að-
ila varð það að veruleika.
Þetta er myndarlegt framlag,
gefið út í 2.000 eintökum og
almanakinu hefur verið dreift
vítt og breitt um landið og er-
lendis líka. Einnig færðu þeir
félagar f.h. Önfirðingafélagsins
björgunarsveitinni á staðnum
flotgalla af dýrustu gerð.
Almanakið er prýtt fallegum
myndum úr Önundarfírði, göml-
um og nýjum. Mikið af upplýs-
ingum fylgir hverjum mánuði,
stofndagar félagasamtaka, af-
mælisdagar merkra manna úr
Önundarfirði og merkra atburða
í Önundarfirði og Flateyri.
Þarna fléttast á skemmtilegan
hátt nýr og gamall tími. Það
má lesa um atburð allt frá 25.
júní 1239 er Önfirðingar beijast
með Þórði kakala í Flóabar-
daga, 5. apríl 1889 Hvalveiði-
skip Ellefsens koma til Flateyr-
ar, 1892 Hans Ellefsens hval-
veiðimaður byggir íbúðarhús á
Sólbakka. Það hús er nú ráð-
herrabústaður í Reykjavík. 6.
ágúst 1901 Hvalveiðistöð Ell-
efsens á Sólbakka brennur
ásamt jjölmörgu öðru.
Því hefur verið fleygt hér
fyrir vestan að von sé á hval-
veiðiskipum siglandi með mann-
skap á afmælishátíðina. Björn
Ingi sagði full mikla bjartsýni
að ætla að flytja ráðherrabú-
staðinn heim aftur það kæmi
þess í stað líkan af húsinu. En
við Önfirðingar vinnum að því
með öllum ráðum að gera þetta
hús að félagsheimili fyrir okkur
í Reykjavík, sagði Björn Ingi.
Undirbúningur er þegar haf-
inn að afmælishátíðinni á Flat-
eyri og hjá Önfírðingafélaginu
og er von á miklum fíölda fólks
til að taka þátt í gleðinni í júní.
- Magnea.
R EYKJ AVll^MFÍ
Hin viðurkenndu KAWAI
HUÓMBORÐ
--J-----------
0£j skemmtarar viö ALLRA hæfi
á frábæru veröi frá
5.900,-
KAWAI
Það er aldrei of
seint að byrja !
LAUGAVEGI 96 S 600935