Morgunblaðið - 29.01.1992, Side 27
Svava H,
dóttir —
Fædd 8. janúar 1914
Dáin 15. janúar 1992
Mig langar til að minnast elsku
ömmu minnar, Svövu Halldóru Pét-
ursdóttur, er lést á Borgarspítalan-
um að kvöldi 15. janúar síðastliðins.
Þegar maður lítur til baka rifjast
upp í liuga manns allar þær ánægju-
stundir er við áttum með henni.
Alltaf var jafn gaman að koma í
heimsókn til elsku ömmu og afa í
Akurgerði, þar sem þau bjuggu
lengst af. Amma var mikil húsmóð-
ir og hafði gaman af því að fá fólk
í heimsókn, enda var ætíð gest-
kvæmt hjá þeim. Við krakkarnir
nutum þá góðs af öllum kökunum
og öðru góðgæti sem amma hafði
búið til.
Sögur sagði amma okkur oft,
kenndi okkur kvæði og ýmis heil-
ræði gaf hún okkur sem hafa kom-
ið að góðum notum á lífsleiðinni.
Eitt stðrsta áhugamál ömmu,
sem má segja að hafí verið hennar
líf og yndi, var garðurinn þeirra.
Hann var prýddur fjölmörgum fal-
legum blómum og tijám sem nutu
umhyggju hennar. Oft spurði maður
ömmu: Hvað heitir þetta blóm, og
þá var amma fljót að svara. Minnis-
stæðar eru mér stjúpurnar um-
hverfis tjömina þar sem við krakk-
arnir léku okkur oft.
Ég þakka elsku ömmu minni all-
ar ánægjustundirnar sem við áttum
saman og megi Guð geyma hana.
Elsku afi, söknuður okkar er
mikill, en megi góður Guð styrkja
þig í sorginni.
Allt vex eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með fijóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fijótt,
lit og blöð niður lagði, -
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgrimur Pétursson)
Aggi og fjölskylda.
í dag verður jarðsett elskuleg
svilkona mín, Svava Pétursdóttir.
Háð hefur verið hetjuleg barátta
og því hvíldar þörf. Svava var af
þeim meiði komin, þar sem mótlæt-
inu var tekið með ró og stillingu
og ævinlega horft til þess sem skap-
ar þá birtu í lífinu, sem trúin ein
getur gert. Hún þekkti það frá
barnæsku. Svava var húsmóðir á
stóru heimili, þar komu margir í
mat og kaffi, enginn mátti fara
matarlaus frá henni. Þar ríkti rausn
og myndarskapur þeirra hjóna. Það
eru ófáir, sem átt hafa í erfiðleikum
og mætt hafa vináttu og hjálpsemi
þeirra hjóna. Svava var einstaklega
vel gerð kona, glöð og jákvæð við
alla, hún fann sárt til með þeim,
sem áttu erfitt og var rík af góð-
vild og kærleika. Svava sagði alltaf
að allir væru svo góðir við sig, en
málið var það að hún gerði allt fyr-
ir alla. Hún var mikill fagurkeri og
gerði kröfu til umhverfis síns, enda
naut hún sín í garðinum á vorin
með tijánum sínum og blómunum,
að ég tali nú ekki um dalíurnar
enda var hún í dalíuklúbb og naut
sín þar. Hún kom sérstaklega vel
fyrir sig orði. Einu sinni var ég
stödd hjá þeim hjónum og systur
Hróbjartar voru þar líka, þær fóru
að hæla honum hvað hann væri
góður við hana. Það væri munur
að eiga svona góðan mann. Þá
læddist útúr Svövu, þið hafið ekki
búið með honum og glettnin skein
út úr andlitinu.
Svava og Hróbjartur voru mjög
samrýnd hjón, hann mat hana mik-
ils, enda átti hún stórt hjarta.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég svilkonu mína og þakka
henni fyrir samverustundirnar, sem
við áttum. Elsku Hróbjartur,
Steina, Lúther, Sonni, Óbi, tengda-
börn, barnabörn, megi hækkandi
sól og góðar minningar milda sökn-
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1992
27
, PéturS’
Minning
uðinn og gefa ykkur styrk. Guð
blessi minningu Svövu Pétursdóttir.
Ó góða sál til friðar feginsheima
far þú nú vel á Guð þíns náðarfund
en minning þína veit og vinir geyma
þótt vegir skiljist hér um litla -stund.
(Guðlaupr Guðlaugsson.)
Bogga.
Hún andaðist á Borgarspítalan-
um 15. janúar s.l. 87 ára að aldri.
Fæddist á Ökrum Mýrarsýslu 8.
janúar 1915. Fiuttist sex vikna með
foreldrum sínum til Stykkishólms
og ólst þar upp. Tuttugu og fjög-
urra ára flyst hún til Reykjavíkur
og er ári síðar gift Hróbjarti Lút-
herssyni, heilbrigðisfulltrúa í
Reykjavík. Börn þeirra tvö: Stein-
unn Jóhanna hárgreiðslumeistari
og Lúther Almar símasmiður.
Hún var elst okkar níu systkina
og ég þremur árum yngri en hún.
Ég var þriggja ára þegar hún greip
mig úr höndum aðeins eldri stráka,
er ég hafði ráðist gegn, án annars
árangurs en vera margbarinn, og í
dag 74 ára að aldri rís nálægð þess-
arar minningar, öryggiskenndin slík
að ég finn mig storka ofureflinu í
vernd þessarar stóru systur. En hún
verndaði mig ekki aðeins gegn
strákum, heldur og ekki síður gegn
sjálfum mér, því sem unglingur
þótti ég ódæll og uppátektarsamur
og er það víst enn.
Ég var barn þegar hún fylgdi
mér í skólann fyrsta veturinn og
sótti mig jafnframt í öllum vondum
veðrum og ávallt lét hún mig ganga
í skjóli af sér, ef því var viðkomið.
Ég var ekki gamall þegar ég flækt-
ist um plássið með strákum fram í
rauða myrkur, þá brást ekki að hún
væri komin til að vita hvort eitt-
hvað haft komið fyrir mig eða sækja
mig, og aldrei fór hún svo heim að
hún hefði mig ekki með sér. Eitt
sinn fékk ég stráka til að beija
hana í burtu, þá settist þessi systir
mín grátandi á stein og þaðan
hreyfði hún sig ekki fyrr en ég var
tilbúinn að fara með henni heim.
I hvert sinn er ég kom til borgar-
innar í sumarleyfi frá Hornbjargs-
vita var ávallt eins og litli bróðirinn
væri kominn til hennar. Þannig
voru viðbrögð hennar allt til þeirrar
stundar er hún á Borgarspítalanum
hætti að geta talað, sama systur-
lega ástúðin, sama umhyggjan,
sama verndarafstaðan, sömu vel-
meintu áminningarnar um að vera
nú góði drengurinn, heiðarlegur,
sannorður, réttlátur og fara vel að
öllu. Ég segi ekki að árangurinn,
hvað mig snerti, hafi verið í sam-
ræmi við umhyggjuna, en í öllu vildi
hún mér og öðrum systkinum sín-
um, eins vel og frekast varð á kosið.
Allt varð að gera vel sem hún
kom nálægt, enda bar heimili þeirra
hjóna þess bestan vott. En kröfu-
hörð var hún án þess að áminning-
ar hennar miðuðu að öðru en bæta
það sem betur mátti fara, en jafn-
framt ósérhlífin og vinnusöm allt
þar til lífsvonin hvarf henni. Hún
var heimakær, en þrátt fyrir það
félagslynd og naut sín vel í góðum
félagsskap, eignaðist fáa vini en
úrvals manneskjur. Um miðbik
ævinnar fékkst hún töluvert við
hannyrðir og eftir hana liggur þó
nokkuð magn af lystilega gerðum
útsaumi. Jafnframt ofansögðu helg-
ast minningin um hana af hjaita-
lagi hennar, hversu umtalsfróm hún
var, af góðvild hennar gagnvart
hveijum er hægt var og rétta þurfti
hjálparhönd, var stórveitul við gesti.
Ég held því ekki fram að hún hafi
verið annmarkalaus, en hún var
heilsteypt kona í öllu er máli skipti,
og þótt hún haft árum saman átt
við allmikil veikindi að sríða, þá
breytti það henni í engu nema að
svo miklu leyti sem líkamsburðir
háðu henni.
Oft hef ég furðað mig á því
hversu algengt það er í dánarminn-
ingum um karlmenn, að tæpast er
minnst á hversu merkilegur hvati
og lífsfyiling konan hefur verið í
lífi þeirra, hversu fijór sá hvati
getur verið, ýtinn, upphefjandi og
stuðningsríkur. Maðurinn einn er
ei nema hálfur, með öðrum er hann
meiri en hann sjálfur, stendur þar.
Að sjálfsögðu á þetta við um hvort
kynið sem er. Ég fullyrði að lífslán
Svövu var hvereu mikinn dreng-
skaparmann hún átti að eiginmanni
þar sem Hróbjartur Lúthersson var.
Þau voru mjög samhent og bættu
hvort annað upp. Ég hef engan
mann þekkt, sem er jafnheilt góð-
menni, jafnfús að rétta hjálparhönd,
hvernig sem á hefur staðið fyrir
honum. Hann reyndist móður okkar
og þeim systkinum okkar er áttu
um sárt að binda, slíka alúð, góð-
vild, hjálpsemi og h'vers konar fyrir-
greiðslu, að slíkt verður aldrei full-
þakkað. Slíkur maður bregður mik-
illi birtu yfir hvað í mannfólkinu
getur búið.
Jafnframt sínum bömum ólu þau
hjónin upp, að nær öllu leyti, fyrst
dótturson sinn Hróbjart og síðar
sonarson sinn er einnig heitir Hró-
bjartur, svo og dóttursoninn Pétur
eftir tólf ára aldur, jafnframt því
sem barnabörn þeirra dvöldu þar
tímunum saman. Ekkert fannst
þeim hjónum sjálfsagðar en gera
allt fyrir afkomendur sína, maka
þeirra og börn, er þau frekast gátu,
og mátti ekki á milli sjá hvorra
hlutur var þar meiri.
Nú er það einhvern veginn svo,
að þar sem karlmaðurinn er fyrir-
vinnan daglangt utan heimilis, þá
kemur það að sjálfsögðu í hlut hús-
móðurinnar að sjá um viðameiri
þætti uppeldisins. Unglingar eru
bæði misjafnir í meðferð og um-
brotasemi, það er því ekki víst að
agasöm móðir, er telur sig gera það
besta sem hún veit, sé litin jafn
réttlátum eða vinsamlegum augum
og faðirinn, er á stundum reynist
eftirlátari og aðfinnslulausari þegar
heim er komið, en móðirin sem
hefur þeim uppeldisskyldum að
gegna er hvað mestu varða. En
hvað um það: Þeir barnssynir þeirra
er náð hafa aldri og menntun til
átaka og umsvifa í þjóðfélaginu,
hafa reynst með betri borgurum
jafnvel í fremstu röð, hvor á sínu
sviði. Það eru mikil verðmæti í upp-
alendum.
Nú er það ekki svo að allir þess-
ir drengir hafi alltaf reynst engil-
börn frá degi til dags, fremur en
börn yfirleitt. Ef ég nú nefndi slíkt
við systir mína, jafnvel í spaugi,
þá varði hún þá og hvítþvoði af slíkri
fylgni og hörku, að engu var líkar
en ljónynja væri að veija afkvæmi
sín. Á þá mátti aldrei falla blettur.
Það er athyglisvert hvað lífsmynst-
ur látins ættingja eða vinar rís í
vitund manns að þeim látnum;
hversu nándin verður ásækin, sterk,
yfirsýn á líf þeirra víðfeðm, innileik-
inn við kynnin af þeim dýpri, for-
dæmið áhrifameira, samkenndin
altækari með hvaða lífsformi sem
er, og hversu sterkar það sækir á
mann að skoða lífið frá sjónarhóli
dauðans, ekki af ótta við hann,
heldur til fyllingar þeim gildum er
reynslan í hveiju lífsskrefí færir í
fang manni eða maður sækir eftir
og mótar mann. Ég held maður
óttist ekki dauðann sem slíkan tel
mig hafa djúpkeypta reynslu fyrir
því óttinn mun fremur bundinn því
að slitna úr tengslum við allt það
er maður ann. Heimvon til annars
lífs er efalaus stuðningur þeirra er
glatað hafa lífsvon, þeim er á annað
borð trúa á eitthvert form guðsins.
Ef ég man rétt, segir Sigurður
Nordal í erindum sínum um líf og
dauða, að hin fornu orð, Memento
mori — mundu að þú átt að deyja,
hafi hljómað með básúnurödd í
gegnum aldirnar, eða eitthvað í þá
veru. Það er því ekki fráleitt að
álykta að í dulvitund fólks liggi
þessi vissa, og seitli um rætur dag-
legra hugsana mannsins, þótt bein
hugsun um návist dauðans sé ekki
í þönkum hans nema við sérstakar
aðstæður.
Ég minnist þess hversu fögur
henni þótti sagan,„Ferðin sem aldr-
ei var farin“ er ég sagði henni inn-
tak hennar eitt sinn, er við ræddum
þessi mál. Og ég held henni hafi
verið það eðlislægt að haga lífsferð
sinni í samræmi við grunntón þeirr-
ar sögu, án þess þó hún hafi verið
upphaflegur hvati. Svava bjó yfir
hreinni, sterkri guðstrú. Þar varð
henni ekki haggað, enda alin upp
í þá veru, og því sannfærð um ann-
að líf hjá guði sínum. Ég varð aldr-
ei var við að dauðinn sem slíkur,
væri henni efni til ótta.
Ef ég man rétt, þá var kona eins
dóttursonar hennar í hættu stödd
við fæðingu síns fyrsta barns. Þeg-
ar dró að fæðingu annars barnsins
var hún talin áhættusöm og því
kvíði móðurinnar mikill. Ég hafði
tal af henni skömmu áður en hún
fór á fæðingardeildina. Þá var hún
gjörbreytt. Órugg og með birtu í
svip heilsaði hún mér með sínum
eðlislæga brosandi hlýleika, ótta-
laus með öllu. Ég spurði hvað hafði
gerst. Þá svaraði hún: Svava ætlar
að sitja hjá mér þegar ég á barnið.
Með varmadjúpri þökk fyrir sam-
fylgdina og sameiginleg kveðja frá
systkinum hennar.
Jóhann Pétursson.
Með fáum orðum langar mig til
þess að ininnast ömmu minnar,
Svövu Halldóru Pétursdóttur, sem
lést á Borgarspítalanum eftir erfið
og löng veikindi.
Að setjast niður og skrifa kveðju-
orð um ömmu er eitthvað svo fjar-
lægt, amma var alltaf til staðar
þegar maður þurfti á að halda, var
svangur, vantaði hlýju eða ráðlegg-
ingar, var amma þar. Fyrst man
ég eftir ömmu í Akurgerðinu, þar
sem hún og afi bjuggu í rúm 30 ár.
Margs er að minnast þaðan þeg-
ar maður fór í heimsókn til þeirra,
að sjálfsögðu í mat, og átti að
kveðja, þá annað hvort faldi maður
sig eða lést vera sofandi, því að
vera hjá ömmu og afa var svo heill-
andi, alltaf nóg að fólki og mikiðv
líf og fjör. Amma var mikil félags-
vera vildi að allir kæmu í heimsókn
til sín, enda Akurgerði oft nefnt
„Hótel Svava“.
Starfsdagur ömmu var langur;
upp fyrir allar aldir og seinust til
náða, þá var hún nú búin að metta
margan munninn. Yndi hafði hún
af blómum, eins og þeir sem til
hennar þekktu muna. Ræktaður var
heill skrúgarður við húsið og amma
kunni nöfnin á öllum þessum blóm-
um sem þar voru. Það þótti ungum
snáða nú skrítið. Oft stóð ihaður
með barnsaugun starandi þegar
hún talaði við þau og spurði hana:
Talar þú alltaf við blómin amma?
Elsku Pétur minn, blóm hafa líf''
alveg eins og við, þau sjá okkur
ekki, en þau hlusta á það sem
maður segir. Amma vissi allt.
Ást fyrir öllu fólki bar amma
mikla. Ef einhver átti um sárt að
binda vegna ástvinamissis, eða
mátti sín minna, tók hún það mjög
nærri sér. Amma hafði stórt hjarta.
Mér er minnisstætt að hún las
alltaf einn kafla í Biblíunni á kvöid-
in. Sagði hún mér að hún hafði
gert samning við Guð. Amma miðl-
aði mikilli ást og hlýju til okkai*-
Unnar og gaf okkur gott veganesti
út í lífið. Við vorum -ekki gömul
þegar hún gaf okkur peninga sem
hún hafði safnað í langan tíma, og
sagði okkur að kaupa trúlofunar-
hringa fyrir þá. Hún lifði fyrir börn-
in sín.
Amma hafði góða frásagnargáfu.
Oft sátum við saman og sagði hún
okkur með glampa í augum frá
prakkarastrikum okkar bræðra frá
yngri árum; þá lék hún á als oddi.
Minningin um góða og fjölhæfa
ömmu varir að eilífu.
Mig langar að kveðja elsku ömmu
mína með tveimur versum sem hún
kenndi mér:
79
Trúðu á tvennt í heimi
tign sem æðsta ber
Guð í alheims geimi
Guð í sjálfum þér.
Vertu guð faðir faðir minn
í frelsarans Jesú nafni
hðnd þín leiði mig út og inn
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pétursson.)
Elsku afi, missir þinn er mikill.
Guð geft þér styrk.
Pjetur og Unnur.
MORSE CONTROL
Stjórntæki fyrir vélar og gíra, spil o.fl. Stýrisvélar og stýri. Mikið úrval fyrirliggjandi.
Flestar lengdir og sverleikar af börkum. Fyrir allar vélategundir og bátagerðir.
ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122