Morgunblaðið - 29.01.1992, Síða 29

Morgunblaðið - 29.01.1992, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 1992 29 Gunnlaugur P. Helga son - kveðjuorð Fæddur 10. október 1940 Dáinn 19. janúar 1992 Að leiðarlokum Jeitar hugurinn til horfínna daga. Á þessari stundu fínnst mér það næsta ótrúlegt að tæp 28 ár skuli vera liðin síðan fundum okkar Gunnlaugs P. Helga- sonar bar fyrst saman. Við vorum vinnufélagar í tæp 28 ár. Hann og elskuleg kona hans Erla Kristjáns- dóttir störfuðu bæði sem flugliðar hjá Loftleiðum er ég steig mín fyrstu spor í heimi flugsins. Maður fann fljótt að nærvera Gunnlaugs gaf manni traust og öryggi. Yfír- veguð og glæsileg framkoma hans prýddi hann alla tíð. Þama fór maður sem vissi sínu viti, kunni sitt fag en barst lítið á. Ég spurði eitt sinn flugstóra hjá Flugleiðum um hvað menn ræddu á þessum löngu næturflugum yfír hafið. Hann svaraði um hæl: „í rauninni snýst þetta um „hversu gott er að þegja með fólki.“ og þá datt mér vinur minn Gunnlaugur P. Helgason í hug. Ég hafði ein- mitt reynt það svo þægilega með honum, einn sólríkan góðviðrisdag í Chicago. Við vorum bæði sóldýrk- endur og ákváðum að fá okkur gönguferð niður að Michigan-vatn- inu og sleikja sólina. Þetta var góð- ur dagur, mikið spjallað um lífíð og tilveruna. En það sem mér er minnisstæðast, er hve auðvelt var að þegja með Gunnlaugi - þetta var fyrir nokkrum árum, en þetta var síðasta flugferðin mín með Gunnlaugi. Fundum okkar bar ekki aftur saman fyrr en dag nokkurn á síð- asta sumri er hann leit inn á innan- landsflugið þar sem ég var að vinna þennan dag - þama stóð hann - greinilega fársjúkur, en glæsilegur sem fyrr. Mér var brugðið, vantaði orð og í það skiptið var þögnin óþægileg. Hann sá vandræði mín og kom mér strax til hjálpar svo fyrr en varði var samtal okkar orð- ið skemmtilegt. Við ræddum meðal annars sjúk- dóminn, sem hann barðist við með svo aðdáunarverðu æðmleysi, það var svo fjarri honum að láta bug- ast. Af þessum fundi fór ég ríkari en áður. I veikindum sínum var hann enn að gefa öðram af sjálfum sér. En ég sá hann ekki aftur. Hann varð undir í baráttunni við krabba- meinið. En það er líka hægt að tapa með glæsileik og það gerði Gunnlaugur P. Helgason. Nú þegar hann er horfinn er missirinn mestur Erlu og sonum þeirra. En minning- in um góðan dreng mun lifa. Erlu og fjölskyldutlni allri sendi ég mínar hugheilu samúðarkveðjur. Ema Hrólfsdóttir. Sólin skein svo fallega yfír Kyrrahafínu sunnudagsmorguninn 19. janúar. Alveg eins- og manni finnst veðrið alltaf hafa verið í bernsku. Það var alltaf sól þegar við Magga og Gulli lékum okkur í dýraleik á Skólabrautinni á Sel- tjarnamesinu, þar sem ég fyrst kynntist Erlu og Gunnlaugi, fímm ára gömul. Birta og hlýja er líka það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þeirra. Eg held að Gunnlaugur hefði ekki viljað að sín yrði minnst með löngum lofræðum. Þess gerist held- ur ekki þörf. Það getur ekki hafa farið fram hjá neinum, sem þekkti Gunnlaug, hversu yndislegur maður hann var. Það er ekki að ástæðu- lausu að þegar illa gekk varð manni fyrst hugsað út á Bakkavörina til Érlu og Gunnlaugs, sem alltaf áttu endalausa hlýju og skilning. Ég kveð með söknuði einn blíð- asta og traustasta mann sem ég hef kynnst og bið algóðan Guð að veita Erlu, Gulla, Bjössa og öllum syrgjendum Gunnlaugs ástúð sína og styrk. Iris. Kveðja frá Flugvirkjafélagi íslands Gunnlaugur P. Helgason, flugstjóri, lést langt um aldur fram. Margir okkar félagsmanna áttu því láni að fagna að starfa náið við hlið hans sem flugvélstjórar, og aðrir kynnt- ust honum gegnum störf sín við daglegt eftirlit flugvéla. Okkur ber öllum saman um að farið hafi drengur sem var sómi sinnar stéttar. Við minnumst Gulla Pé sem eindæma prúðmennis. Fjölskyldu hans sendir Flugvirkj- afélag Islands innilegar samúð- arkveðjur. Minning: Sigríður Hannesdóttir Fædd 23. ágúst 1909 Dáin 31. desember 1991 Hún Sigríður langamma er dáin. Okkur langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Amma og afi, Gunnlaugur Jóns- son, bjuggu mest allan sinn bú- skap á Hjallavegi 32. Þegar afí dó, í júlí 1983, bjó amma áfram á Hjallaveginum, en síðustu árin bjó hún í Selvogsgrunn 3. Þó að hún amma væri komin yfir áttr- ætt, var hún alltaf ung í anda og laðaði að sér ungt fólk á öllum aldri. Við ömmu var hægt að tala um hvað sem var. Hún átti mjög auðvelt með að setja sig inn í áhugamál unga fólksins. Alltaf varð hún jafn glöð þegar við kom- um að heimsækja hana. Amma var í dagvistun við Dal- braut. Hún átti ekki til orð yfir það hvað hún væri lánsöm að fá að vera þar og hvað mikið væri gert fyrir gamla fólkið. Vanþakk- læti eða geðvonsku átti hún ekki til. í október sl. veiktist amma og var lögð inn á Borgarspítalann. Hún var mikið veik, en í desember hresstist hún það mikið að við vorum farin að vona að hún myndi ná sér upp úr þessum veikindum. Hún sagði að það væri nú ekki mikið mál að eyða jólunum á þessu sjúkrahúsi. Hér vildu allir allt fyr- ir hana gera. Hún hló mikið að því þegar Rebekka litla kom í heimsókn og spurði hvað amma væri að gera á þessu hóteli. Helg- ina fyrir jól fórum við systurnar að heimsækja hana í síðasta sinn og þá leið ömmu svo vel. Hún var svo hress og glöð að sjá okkur. Pabbi sagði að nú -■væri gamli prakkarasvipurinn kominn á hana aftúr. Það er ómetanlegt að hafa fengið að hitta hana þannig. En um jólin fór henni að hraka aftur og á gamlársdagsmorgun kvaddi þún þennan heim. Jólin 1990 dvaldi amma hjá okkur á Akranesi. Það var yndis- legt að fá að hafa hana hjá okkur síðustu jólin sem hún hress. Það er erfítt að sætta sig við að amma sé farin frá okkur. Sér- staklega á Rebekka litla erfitt með að skilja það. Þegar hún er eitt- hvað leið segir hún stundum skæ- landi: „Ég vil fá ömmu Siggu“. En við vitum að nú líður henni vel hjá Gunnlaugi afa. Guð geymi elsku langömmu Sigríði. Fanný og Rebekka Einarsdætur. Minning: Ólafur H. Stefáns- son, Stykkishólmi Hún var ekki löng lífsganga þessa vinar míns, en þeim mun ríkari af gleði og dugnaði. Hann var mikill unnandi hins góða og fagra í heiminum, snemma kominn á vit söngs og hljóma og í gegnum það eignaðist hann góða félaga. Þeir stofnuðu hljómsveit sem víða varð kunn og aflaði sér sérstaks lofs á Bindindshátíðinní í Galta- lækjarskógi, og þegar hún kom þar fyrst fram var alveg sjálfsagt að hún kæmi þangað aftur og nú um sl. áramótin léku þeir félagar sam- an hér. Kjörorðið var Erfíðleikamir em til að sigra þá. Það er bara allt hægt ef við viljum. Þessi blossandi áhugi varð til þess að ég veitti honum athygli, sérstaklega á fund- um í stúkunum okkar sem hann var alltaf tilbúinn að veita sitt lið- sinni og það gekk. Hann kom oft til mín bæði að ráðgast um næsta fund og eins hitt að ræða um fram- tíðina, ræða um tónlistina og svo um hljómsveitina, sem hann var ekki í vafa um að ætti eftir að veita mörgum yl og ánægju. Mörg voru þau efni sem í umræðurnar komu og sá ég fljótt hve glöggur hann var, bæði að meta hið góða og brynja sig hættunum. Það fór því ekki á milli nála að ég mátti vænta góðs af honum til hjálpar í erfiðu starfi mínu að félagsmálum hér. Þessa vil ég nú minnast þegar leiðir á vegum þessa heims og annars skilja. Ég vil líka nota þetta tækifæri til að minna á glaða og góða drenginn hann Olaf og þakka fyrir samfylgdina. Hún var alltof skömm. En Drottinn ræður og það er alltaf fyrir bestu hversu sárt sem það kann að stinga í bili. Og það er líka vissa mín að hann hefir ekki verið kallaður héð- an til einskis. Það er huggun vinum og astvinum. Ólafur var tæpra 19 ára er hann lést. Hafði átt við erfiðan sjúkdóm að stríða og í þeirri baráttu stóð hann sig hetjulega, það er líka blessun og gott að minnast. Foreldrar hans Jóhanna Guð- brandsdóttir og Stefán Ólafsson sjá nú á eftir góðum dreng, svo og systkini og vinir. Það er einnig guðs gjöf. í barnastúkunni okkar sungum við: Guð er með oss, óhætt er oss, + Þökkum öllum, sem sýndu okkur samúð við andlát og útför HARÐAR MÁS MAGNÚSSONAR frá Hólmatungu og vottuðu minningu hans virðingu. Systkini og aðrir vandamenn. undir merkjum hans. Þetta vissum við Ólafur báðir. Guð blessi minningu hans. Arni Helgason. + Þökkum innilega öllum ættingjum og vinum auðsýnda samúð við andlát og útför AXELS HALLGRÍMSSONAR. Bestu þakkir til Vfrnets hf. og starfsfólks þess fyrir höfðingsskap fyrr og síðar. Elín Baldvinsdóttir, Sigrfður Steinunn Axelsdóttir, Ósk Axelsdóttir, Dóra Axelsdóttir, tengdasynir og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR HELGASONAR. Helga Magnúsdóttir, Björn Ólafsson, Jóhanna Magnúsdóttir, Páll Þ. Pálsson, Magnús Björnsson, Anna Sigríður Björnsdóttir, Kristinn Fannar Pálsson, Magnús Gauti Pálsson, Sólveig Kolbrún Pálsdóttir. + Hjartans þakkir fyrlr auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BÁRÐAR OLGEIRSSONAR, Vallarbraut 2, Njarðvik. Eyrún Helgadóttir, Olgeir Bárðarson, Gunnhildur Ólafsdóttir, Ingólfur Bárðarson, Halldóra J. Guðmundsdóttir, Halldór Bárðarson, Guðlaug Bárðardóttir, Ólafur Guðmundsson, Oliver Bárðarson, Guðrún Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför útfarar GUÐNA INGIMUNDARSONAR RAKELAR SIGRÍÐAR GÍSLADÓTTUR fyrrum bónda, i frá Sölvabakka, Hvoli f Núpasveit. Skólabraut 3, Sérstakar þakkir til starfsfólks á 2. hæð Sjúkrahúss Húsavíkur. Seltjarnarnesi. Guðríður Gísladóttir, Sigurður Ingimundarson, Sigríður G. Kristjánsdóttir, Friðgeir ingimundarson, Helga Vigfúsdóttir, Sigurður F. Sigurðsson, Benedikt Davíðsson, Sigríður J. Kristjánsdóttir, j Jón Sigurðsson, Sigra Þorgrímsdóttir, Rannveig Benediktsdóttir, Erna Benediktsdóttir, ) Magnea S. Sigurðardóttir, Sveinn Björnsson Guðmundur Örn Benediktsson og barnabörn. og fjölskyldur. Í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.