Morgunblaðið - 29.01.1992, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1992
fólk í
fréttum
OEÐLI
Mannætum fjölgar
á hvíta tjaldinu
Mannætur hafa rutt sér til rúms
í kvikmyndum vestanhafs
seinni misserin og aukið á hrollvaka
spennumynda, því fátt þykir óhugn-
anlegra en þegar geðveikur af-
brotamaður leggur sér fórnarlömb-
in til munns. Segja má að þetta
hafi bytjað með túlkun Anthony
Hnpkins á morðingjanum Hannib-
al„The Cannibal" Lecter í spennu-
myndinni Lömbin þagna. Robert
DeNiro heldur merkinu á lofti í
nýkominni kvikmynd, „Cape Fear“,
og líklegt er talið að James Spader
verði þriðja mannæta hvíta tjaldsins
á tiltölulega skömmum tíma.
DeNiro leikur geðveikan morð-
ingja í umræddri kvikmynd þar sem
hann leikur annað aðalhlutverkið,
en Nick Nolte fer með hitt í leik-
stjórn Martins Scorsese. Höfundur
handritsins, Wesley Strick, segir að
atriðið hafi ekki einu sinni verið í
upprunalegu handriti hans, en því
hafi verið bætt við til að auka á
áhrifamátt augnabliksins. „Bob
fékk leynimyndbönd frá geðsjúkra-
húsum þar sem nauðgarar og morð-
ingjar hafa lýst í smáatriðum glæp-
um sínum í samtölum við geð-
lækna. Hann horfði á 200 klukku-
stundir af slíkum viðtölum til þess
að túlkun sín yrði fyrsta flokks,"
sagði Strick. Eins og venjulega lifði
DeNiro sig mjög inn í hlutverkið.
Pérsóna sú sem hann túlkar á að
vera hraust mjög. DeNiro hefur
áður étið utan á sig kílóatugi til
að falla betur að hlutverki og hann
hefur nauðrakað höfuð sitt í sama
tilgangi. Að þessu sinni lyfti hann
lóðum fimm klukkustundir í senn
að nóttu til svo vikum skipti til að
falla betur að þessu hlutverki.
í kvikmyndinni „Chicago Loop“
leikur James Spader geðtruflaðan
einstakling sem hefur þessa um-
ræddu áráttu. Eitt atriði myndar-
innar, sem er í lokavinnslu, er sér-
staklega ógeðfellt eftir því sem blöð
vestra segja frá. Talsmaður fyrir
framleiðendur myndarinnar vill þó
taka fram, að endanieg ákvörðun
um atriðið hefur ekki verið tekin.
Vel geti farið svo að það verði fellt
út af velsæmisástæðum.
laus.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra setur afmælishátíðina
með pompi og prakt. Til hliðar við ráðherrann eru Gísli Marteinn
Baldursson, formaður Nemendafélagsins, og Elvar Aðalsteinsson,
formaður afmælisnefndar.
25 ÁRA AFMÆLI
Hátíðahöld
alla vikuna
Nemenda,félag Verslunarskól-
ans er 25 ára um þessar
mundir og verða hátíðahöld í
skólanum af þessu tilefni alla
þessa viku. Afmælishátíðin var
formlega sett á mánudag að við-
stöddu fjölmenni en meðal gesta
voru forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, og Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra en
hann var einn af stofnendum
félagsins fyrir 25 árum.
Gísli Marteinn Baldursson,
núverandi formaður Nemendafé-
lagsins, segir að margt verði til
skemmtunar á afmælishátíð fé-
lagsins. Nefnir hann sem dæmi
tónleika, fyrirlestra, spurninga-
keppni og ræðukeppni auk þess
sem dansleikur verður haldinn í
skólanum. Gísli segir að allir séu
velkomnir á skemmtanir þessar
og aðgangur að þeim sé ókeypis.
Meðal gesta við setningu afmælishátíðarinnar var forseti ís-
lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sem hér gæðir sér á afmælist-
ertunni í hópi nemenda.
Myndin er tekin á fyrstu Aikido-æfingu í Gallerí Sport. Það er kenn-
arinn, Marteinn Þórðarson, sem sveiflar andstæðingi sinum svo létti-
lega.
AIKIDO
Kennsla hafin á
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
SUÐURIANDSBRAUT 8, slMI 814670
4
Hornfirðingar!
Árlegt þorrablót verður haldið í félagsheimili
Kópavogs laugardaginn 8. febrúar.
Miðapantanir fyrir 1. febrúar hjá Erlu Ásgeirs-
dóttur, sími 41241, Jónasi Beck, sími 31600 og
Védísi Skarphéðinsdóttur, sími 16997.
nýrri sjálfsvarnaríþrótt
Sunnudaginn 19. janúar var í
fyrsta sinni á íslandi hafin
kennsla á Aikido, sem er nútíma
sjálfsvarnarlist þróuð út frá
bardagatækni og siðmenningu sam-
úræjanna. Grundvöll að þessari
tækni lagði Morihei Uyeshiba. Þessi
sjálfsvarnarlist er kennd í Gallerí
Sport í Mörkinni 8 og er Marteinn
Þórðarson kennari.
Samkvæmt upplýsingum Sigur-
jóns Gunnsteinssonar er þetta í
fyrsta skipti, sem Aikido er kennt
hér á landi, ef frá er talið stutt
námskeið og kynningu, sem Gunnar
Gunnarsson sálfræðingur hélt árið
1984. Auk Aikido er kennt karate,
judo, taikwon-do og taiji, sem er
kínversk leikfimi.
Að sögn Siguijóns einkennir
Aikido hringlaga hreyfingar, sem
ávallt samræmast árás andstæð-
ingsins. Takmarkið er að víkja sér
undan, en samtímis taka yfir stjórn-
ina og gera ógnvaldinn skaðlausan
án þess að skaða hann.