Morgunblaðið - 29.01.1992, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 1992
31
SMIT
Madonna ber af sér
sögusagnir um eyðnismit
Popparinn Madonna var nýlega
heiðruð fyrir ósérhlífin störf
í þágu eyðnirannsókna, en hún
hefur bæði lagt fram mikið fé til
rannsókna og forvarna og verið í
fararbroddi herferða sem hafa haft
sama markmið. Madonna tók við
viðurkenningarskjali í kvöldverðar-
boði í Beverly Hills fyrir nokkru
og þar mætti hún á svæðið ásamt
nýjasta kærastanum. Sá heitir
Luke Perry og er feykivinsæll
nýliði í sjónvarpsþáttaröð sem ber
heitið „Beverly Hills 90210“.
Sá kvittur hefur verið á kreiki
vestra að Madonna hafi verið
greind með eyðnismit. Hefur
margur lagt trúnað á slíkt tal
vegna margra sagna um fjörug
ástamál Madonnu og ótal elskhuga
auk þess sem nokkuð hefur þótt
draga úr sviðsljósagleði hennar á
sama tíma og hún hefur látið til
sín taka í vaxandi mæli í barátt-
unni gegn eyðni. Við þetta tæki-
færi sagði hún að sögusagnir sem
þessar ættu við engin rök að styðj-
ast og söngkonan og vinkona henn-
ar, Patty Austin, sem var kynnir
kvöldsins tók undir það er hún
Madonna og Luke Perry.
sagði að Madonna hefði verið byrj-
uð að beijast gegn eyðni „löngu
áður en slíkt komst í tísku“, eins
og hún komst að orði.
Söngglaðir Þingeyingar.
Morgunblaðið/Silli
KORSÖNGUR
Hreimur skemmtir Húsvíkingum
Karlakórinn Hreimur, sem æft
hefur af miklu kappi í vetur,
hélt söngskemmtun, miðvikudags-
kvöldið 22. janúar, í Barnaskóla-
salnum á Húsavík fyrir fullu húsi
og við mjög góðar viðtökur áheyr-
enda.
Stjómandi kórsins er Robert
Faulkner og undirleikari Juliet
Faulkner en þau hafa undanfarin
ár kennt við Hafralækjarskóla og
eflt sönglíf í sveitinni og hafa hjón-
in nú í vetur tekið að sér stjórn
kirkjukórs Húsavíkur og þykir
Húsvíkingum fengur að því.
Einsöngvarar með kórnum eru
bræðurnir Baldvin Kr. og Baldur
Baldvinssynir og Einar Hermanns-
son, sem nú var að þreyta sína
frumraun sem einsöngvari og var
honum vel tekið sem og bræðrun-
um sem lengi hafa skemmt Þingey-
ingum með einsöng sínum og tvi-
söng.
Hreimur er skipaður söngmönn-
um úr sjö sveitarfélögum og þurfa
sumir þeirra að aka yfir 100 km
að loknu dagsverki til æfinga og
sýnir það mikinn áhuga og fórn-
fýsi.
Það er umhugsunarvert, hvernig
hægt er við slíkar aðstæður að
halda uppi þvílíku menningarlífi,
þegar ekki er hægt að fá menn í
fjölmenninu til að halda uppi kór-
starfi, en karlakórinn Þrymur sem
hér starfaði áður með miklum
blóma hefur nú allmörg undanfarin
ár sofið svefninum væra.
- Fréttaritari
í sálarfrœði
Námskeið sem byggir á nýjum rannsóknum
um þróun kvenna og mótun persónuleikans.
Áhersla er lögð á samstarf og innbyrðis
samskipti kvenna á mismunandi vettvangi.
MEÐAL EFNIS
Sálarlíf kvertna. Samstarf kvenna:
fyrirmyndir og náin tengsl. Vinátta, öfund og samkeþpni.
Olík viðbrögð kvenna og karla. Innbyrðis átök og úrlausnir.
Líjsskeið og persónul Aðgreining, frumkvæði,
egstaða. árangur.
LÁ,
Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir
Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal.
Nánari upplýsingar og skráning í
sfmum Sálfræðistöðvarinnar 21110
og 623075 milli kl. 11—12.
SÁLFRÆÐISTÖÐIN
Ég þakka öllum þeim Jjölmörgu, sem glöddu
mig með heillaóskum, gjöfum og heimsóknum
á 90 ára afmœli minu 22. janúar sl.
Guð blessi ykkur öll.
Soffía Túbalsdóttir.
AUGLÝSING UM STYRKI
TIL RANNSÓKNA OG
ÞRÓUNARVERKEFNA
Stjóm Verkefna- og námsstyrkjasjóðs
Kennarasambands íslands auglýsir styrki til
kennara sem vinna að
rannsóknum, þróunarverkefnum eða
öðrum umfangsmiklum verkefnum í skólum.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu
Kennarasambands íslands, fræðsluskrifstof-
um og hjá trúnaðarmönnum KÍ í skólum.
Umsóknum ber að skila á skrifstofu
Kennarasambands íslands,
Grettisgötu 89, 105 Reykjavík,
fyrir 1. mars 1992.
VeisIueJdhúsið Skútan
býdur fjölbreytt úrval
af veislumat.
Heitur veislumatur,
pottréttir, kalt borð og
ýmislegt annað sem getur
kryddað tilveruna og
komið gestum á óvart.
Við bjóðum vistlegan
veislusal ef á þarf að
Iialda.
Við byggjum á langri
reynslu í matargerð og
undirbúningi veislu-
halda, og okkar besta
auglýsing er ánægðir
viðskiptavinir.
SKUTAN
í fararbroddi
VEISLUSALUR / VEISLUELDHÚS
Dalshrauni 15, 220 Hafnarfjörður .
símar: 51810, 651810. telefax: 652367
| Blaóió sem þú vaknar við!