Morgunblaðið - 02.02.1992, Page 9

Morgunblaðið - 02.02.1992, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRUAR 1992 C 9 sparibækur með hæstu vöxtum og smám saman óx sparifé hennar. Þegar henni höfðu safnast 3.500 dollarar setti hún auglýsingu um það í eitt bæjarblaðanna að sú upp- hæð stæði þeim til boða er gæti komið fram með nýja vitneskju í málinu. Enginn varð til þess að sinna auglýsingunni. Joseph frétti um þetta í klefa sínum í Joilet. Hann gerði sér engar vonir um það að tilraunir móður hans og tilboð bæru nokkum árangur. Loks missti hann allan móð árið 1937 þegar hann hafði setið tæp fímm ár inni því að þá sótti Helena kona kona hans um skilnað. „Þú losnar aldrei héðan,“ sagði hún við hann. „Drengirnir okkar þarfnast föður. Góður maður hefur beðið mig um að giftast sér... og ég vil það.“ Joseph samþykkti þetta í algerri uppgjöf, en hann var kaþólskur, strangtrúaður, eins og öll ætt hans, og í hjarta sínu fannst honum hann vera kvæntur henni allt til dauð- ans. Hið kirkjulega brúðkaup eitt hafði skipt hann máli. Hin borgara- lega hjónabandsathöfn var einskis virði í hans augum. Þegar Bandaríkjamenn gengu til liðs við Evrópumenn og Kínveija í seinni heimsstyijöldinni fór yngri bróðir hans í stríðið. Hann sendi vasapeningaskammtinn sinn heim til móður sinnar í Chicago og smám saman óx í sonarbjargarsjóði henn- ar. Þegar hann var orðinn 5.000 dollarar setti hún auglýsingu í smá- auglýsingadálk Chicago-blaðsins Daily Times 10. október 1944. Hún var svona: 5000 $ verðlaun handa þeim sem bendir á morðingja Lundys lög- regluþjóns 9. desember 1932. Hringið í síma GRO 1758 milli kl. 12 og 7 e. hád. Ung blaðakona, Terry Colangelo, rak augun í klausuna. Hún sýndi hana yfirmanni sínum, Karin Walsh, staðarfréttastjóra blaðsins. Henni þótti líka sem þarna gæti eitthvað forvitnilegt og fréttnæmt verið á seyði. Hún fól fréttamannin- um Jim McGuire, sem áður hafði verið rannsóknarlögregluþjónn, að kanna málið nánar. Hann gerði svo og skýrði Karin Walsh frá því að fátæk móðir sakfellds lögreglu- þjónsmorðingja hefði sett auglýs- inguna í blaðið. „Þú verður að reyna að komast að því hvemig hún gat önglað þess- ari upphæð saman,“ sagði hún. „Hver veit nema það leynist merki- leg saga á bak við það.“ McGuire fékk sér til aðstoðar gamlan og reýndan liörkufréttanagg, Jack M. McPhaul. Sá hafði fyrr á árum fengizt við glæpafréttamennsku en var nú í því að endurrita og stytta fréttir annarra og yngri manna. „Mér þótti gott að komast í gamla slaginn aftur,“ sagði hann síðar. Hálfan ellefta mánuð voru þeir að dusta rykið af gömlum réttarskjöl- um og ræða við fjölda manns sem átti heima í gamla hverfinu eða hafði búið þar 1932. Það gerði þeim erfitt fyrir hve margir höfðu skömm á blaðamönnum_ og voru tregir til að tala við þá. Á þessum árum fór mikið frægðarorð af dr. Leonarde Keeler, sem hafði fundið lygamæl- inn upp. Daily Times samdi nú við hann og fangelsisyfirvöld um að hann væri með mælitæki sín í klef- ann til Majczeks .og spyrði hann spjörunum úr. Þótt árangur slíkra mælinga væri ekki leyfilegt framlag í réttarhöldum var vitað að næði Majczek góðum árangri í prófinu myndi frétt um það vekja talsverða athygli og auka mjög líkurnar á því að hann yrði náðaður. Dr. Keel- er lagði nú alls konar spurningar fyrir Majzcek bæði um morðið og allt hugsanlegt annað. Honum var svo rótt þegar hann svaraði að nál- in bifaðist varla. Aðeins einu sinni tók ritnálin kipp sem benti til ósann- inda. Það var þegar hann svaraði sannleikanum samkvæmt að hann væri fráskilinn. Þetta eina frávik sagði hann ljúga þegar hann þó sagði satt um hjónaskilnaðinn. Þetta skýrði dr. Keeler þannig að í sínu rammkaþólska hjarta gæti Pólveijinn ekki samþykkt skilnað. Keeler komst að þeirri niðurstöðu að Majczek segði örugglega alltaf satt og rétt frá öllum málsatvikum. Blaðamenn birtu skýrslu um rannsókn sína á forsíðu blaðsins. Þeir töldu lögregluna hafa lagt fram ósönn og fölsuð málskjöl í réttar- haldinu og að Vera Walush, brugg- sölukonan gamla, hefði framið meinsæri. Formlega skýrslu sendu þeir til náðunarnefndar Illinois-ríkis og fóru þar fram á náðun. Almenn- ingur fékk áuga á málinu aftur. Fólk af pólskum ættum, sem er mjög fámennt í Chicago, sameinað- ist um að gera náðun fangans að réttlætismáli. Hinn 15. ágúst 1945 ákvað Dwight Green, ríkisstjóri í Illinois, að notfæra sér „hinn göfuga rétt sem embættinu fylgir“ og verða við náðunarbeiðninni. Sama dag gekk Joseph Majczek út í frelsjð eftir meira en tólf ára innisetu. Úti fyrir biðu meðal annarra blaðamennirnir tveir og yngri sonur hans, sem hann hafði aldrei séð áður. Saga hans varð víðfræg. Hún var notuð sem dæmi um það að sam- hljóða úrskurður tólf valinkunnra sæmdarmanna í kviðdómi getur reynst rangur og að réttlætið geti sigrað um síðir dragi tíminn ekki slæðu gleymskunnar yfir hinn rang- lega dæmda. Enn er von meðan vinir muna og gefast ekki upp. Móðurást leyfir ekki að móðir gleymi syni sínum. Kvikmyndin fræga, „Call Nort- hside 777“, sem gerð var árið 1948, var að töluverðu leyti gerð eftir þessari sögu. James Stewart lék þar fréttamann, en þar höfðu Jack McPaul og Jim McGuire verið steyptir saman í einn mann. En hvað varð um Theofbre (Teddy) Marcinkiewiecz? Gleymdist hann? Nei, sem betur fer mundu menn eftir honum líka. Mál hans reyndist þó öllu torsóttara. Thomas Lynch, dómsforseti í sakadómi Cook-sýslu, tók málið upp að nýju. Gangur þess reyndist tafsamur í dómkerfinu. Að lokum felldi Hæstiréttur Bandaríkj- anna úrskurð um það að dómstólum í Illinois-ríki bæri að hraða gangi málsins eftir föngum og gæta þess vandlega að engar óeðlilegar tafir yrðu á rekstri þess. Lynch dómfor- seti ákvað að Marcinkiewicz fengi annað tækifæri fyrir dómi og í febrúar 1950 var honum loks sleppt lausum, en þó með strangri áminn- ingu. Hann fluttist heim í gamla húsið sitt þar sem stjúpmóðir hans og fjórar systur bjuggu enn. Gamla frú Vera Walush var nú flutt lengst norður í borg þar sem hún átti og rak ölknæpu í LaSalle- stræti. Blaðamenn þyrptust að henni með penna og myndavélar á lofti. Hún læsti fyrst að sér en samdi síðan um það við blaðamennina að hún myndi svara einni spurningu. Blaðamennirnir suðu nú saman ákaflega ófrumlega setningu sem kom þó beint að kjarna málsins: „Hvað finnst þér um það að bæði Majczek og Marcinkiewieez skuli nú ganga fijálsir þrátt fyrir eiðsvar- inn vitnisburð þinn um morðsekt annars?" „Ekki nokkurn skapaðan hlut,“ æpti sú gamla út um gluggann og skellti honum síðan aftur. Við- skiptavinum hennar íjölgaði mjög fyrst á eftir því að margan fýsti að sjá hina forhertu ölselju. Svo fór að lokum að Joseph og Helen giftu sig aftur eftir manna lögum, en kirkjulega vígslu þótti honum óþarft að endurtaka þar sem hún gæti aldrei fallið úr gildi. Þau fluttust í annað hverfi, líka í suður- hluta Chicagoborgar. Hann fékk fast starf við dómhring Cook-sýslu. Skömmu eftir áramótin 1982- 1983 setti James, sonur þeirra hjóna, auglýsingu í Sun Times í Chicago þar sem hann óskaði eftir hvers konar upplýsingum er gætu leitt ménn á sporið eftir hinum raunverulegu morðingjum. Enginn gaf sig nokkru sinni fram. Joseph Majczek andaðist 30. maí 1983. ÞORRINN í SKRÚÐI Sími 29900 Við höfum bætt við þorramat á matseðilinn í Skrúði. Þar getið þið notið þessa þjóðlega matar í vistlegu umhverfi garðskálans. Að sjálf- sögðu er hlaðborðið glæsilega áfram á sínum stað. Ný tækifæri í útgerð Sj ávarútvegsráðstefha 6. febrúar 1992 á Hótel Loftleiðum kl. 10.00 -17.30 Landssamband fslenskra útvegsmanna og Hampiðjan hafa, með aðstoð Hafrann- sóknastofnunarinnar, ákveðið að standafyrir g' ávarútvegsróðstefhu undir yfírskriftinni: JNý tækifæri í útgerð". Hún er ætluð ráðamönnum sjávarútvegsfyrirtækja, yfirmönnum á fiskiskipum, vinnslusfjórum, markaðsmönnum, opinberum aðilum og öðrum áhrifamönnum og ákvarðanatakendum í sjávarútveginum. Dagskrá: Hvatning til veiða á nýjum tegundum, Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra. Vannýttir sjávarstofnar fyrir útgerð íslendinga, dr. Jakob Magnússon, aðstoðarforstjóri, Hafrannsóknastofnuninni. Veiðar á vannýttum tegundum með botn- og flotvörpu, Guðmundur Gunnarsson, sölustjóri, Hampiðjunni. Veiðitæknileg vandamál við veiðar á nýjum tegundum, Guðni Þorsteinsson, sviðsstrjóri, Hafrannsóknastofnuninni. Viðhorf og reynsla togaraútgerða til nýtingar vannýttra stofna, Helgi Kristjánsson, útgerðarstjóri, Sjólastöðinni. Möguleikar báta til að veiða nýjar tegundir, Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður, Rifi. Vinnsla og markaðssetning nýrra tegunda, Svavar Svavarsson, framleiðslu- stjóri, Granda. Geymsla og vinnsla nokkurra fisktegunda á sjó, dr. Grímur Valdimarsson, forstjóri, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Veiðimöguleikar i lögsögu annarra rikja, Páll Gíslason, framkvæmdastjóri, ICECON. Ráðstefnustjóri: Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri ÚA. Ráðstefnugjald er kr. 7.500 sem innifelur veitingar og ráðstefnugögn. Ef fleiri en einn þátttakandi kemur frá sama fyrirtæki eða stofnun greiðast krónur 7.500 fyrir fyrsta þátttakanda, en krónur 5.500 fyrir aðra. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Áslaugar eða Margit í síma (91) 62 2411 eða sendið telefax til (91) 62 34 11. Búist er við mikilli aðsókn og eru þátttakendur beðnir að tilkynna sig sem fyrst. HAMPIÐJAN 1 Roír^iiiTOl blabilb Metsölublað á hvetjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.