Morgunblaðið - 02.02.1992, Side 20

Morgunblaðið - 02.02.1992, Side 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) (P* Einbeittu athygli þinni að þró- un og tjáningu sköpunarhæfí- leika þinna, en búðu þig undir að fá dræmar undirtektir í byij- un. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú hefur glöggt auga fyrir fjár- málum núna. Þú velur að auka tekjur þínar fremur en að taka peninga að láni. Maki þinn er ekki samþykkur því að ráðast í ákveðin kaup sem þú hefur mælt með. Tvíburar (21. maí - 20. júní) J» Málsnilld þín bregst þér ekki nú fremur en venjulega og þú átt léttan leik við að koma hugsunum þínum á framfæri. Hins vegar er allsendis óvíst að maki þinn gangist inn á sumar af tillögum þínum. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >"$8 Einkaviðræður vekja vonir um að hagur þinn vænkist brátt. Gættu þess að láta afskiptleysi eða áhugaleysi einhvers ekki valda þér áhyggjum. Þú ert í góðu áliti. Ljón (23. júl! - 22. ágúst) Nú er tilvalið fyrir þig að fara út með vinum þínum. Þú verður að taka á þig aukna ábyrgð í dag vegna bamanna. Hristu af þér slenið í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Viðskipti sem þú gerir í dag hafa á sér svip trúnaðar. Þú færð sérstaka innsýn í ákveðin mál í dag. í kvöld á heimilið alla athygli þína. (23. sept. - 22. október) Jgáfi Farðu að finna vini þína í dag. Ferðaáætlanir sem þú hefur gert kunna að breytast núna. En fyrir það fyrsta verður þú að gera upp hug þinn og taka endanlega ákvörðun. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú færð bakþanka vegna fjár- festingar sem þú hugðist ráð- ast í. Talaðu við samstarfs- menn þína í tíma og stattu við allar þínar fjárhagsskuldbind- ingar. Bogmaöur (22. nóv. - 2l. desember) Talaðu hreint út við §ölskyld- una og dragðu ekkert undan. Þú verður eirðarlaus í kvöld, en gættu þess að taka tillit til tilfinninga annarra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Morgunninn verður verka- drjúgur hjá þér, en eftir hádegi gengur allt með hraða snigils- ins. Láttu ekki hugfallast þótt þú komist ekki yfir allt sem þú ætlaðir þér. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þú ert á sömu bylgjulengd og ástvinur þinn. Láttu neikvæða afstöðu annarra ekki hafa áhrif á þig. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) -SD Starfshæfni þín er best fyrri hluta dagsins. Taktu áhyggj- umar úr starfinu ekki heim með þér. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vtsindalegra staóreynda. DYRAGLENS /UERBK /LLA lS/£> pAB t>E<S4fZ/*/tDUR £YÐiR ó'L LU/H DBSIUUM í ' . VEIBAR., E/NS OS t 'PAS f CXS KEMUR HE/M MB£> M/MNA £A/ EKKt HEITTf GRETTIR TOMMI OG JENNI LJOSKA V Iu FERDINAND SMÁFÓLK I MEAN,M0W CANV0U TELLONE PER50N YOL) LIKE MERM0RETHAN THE OTHEK 1 PEK50NWITH0UT HURTIN6 THAT p^PER50N'5FEELIN65? Ég á við, hvernig er hægt að segja einni persónu að manni líki betur við hana en hina persónuna, án þess að særa tilfinningar þeirrar persónu? _ Ef það væri köttur og mús, ætti ég ekki í nokkrum vandræðum! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Yfirvofandi hjartastunga set- ur spaðageim suðurs í hættu. Norður ♦ K1063 y kg7 ■ ♦ DG ♦ ÁK53 Suður ♦ DG985 y D52 ♦ Á94 ♦ 82 Vestur Norður Austur Suður — 1 lauf Pass 1 spaði Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur hefur vörnina með hjartaás og meira hjarta. Þar með er sú hætta fyrir hendi að austur komist inn á spaðaás og gefi félaga stungu í hjarta. Þá veltur samningurinn á tígulsvín- ingu. Er nokkuð hægt að gera í þessu máli annað en spila trompi og vona það besta? Norður ♦ K1063 y KG7 ♦ DG ♦ ÁK53 Vestur Austur ♦ 72 ♦ Á4 y Á9 y 108643 ♦ K108753 ♦ 62 ♦ G94 +D1076 Suður ♦ DG985 y D52 ♦ Á94 ♦ 82 Sagnhafi á kost á snotrum millileik. Hann byrjar á því að spila laufi þrisvar og trompa. Spilar svo spaða. Austur gefur félaga sínum stungu í hjarta, en vestur á þá ekkert nema tíg- ul eftir og verður að gefa þar slag í staðinn. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á Skákþingi Reykjavíkur sem nú stendur yfir kom þessi staða upp í viðureign þeirra Jóhanns H. Sigurðssonar (1.860), sem hafði hvítt og átti leik, og Jónas- ar Jónassonar (1.840). Svartur lék síðast 29. — Bf5 — e6, en rétt var. 29. — Bxbl. Nú sneri' hvítur taflinu við: 30. Hxe6! - fxe6, 31. Dxe6+ - Kg7, 32. De7+ - Kg8, 33. De6+ - Kg7, 34. De5+ - Kg8 (34. - Kh6, 35. Rg5 er einnig slæmt) 35. Be4 — Dxd6 (Nú lendir svart- ur í töpuðu endatafli, en hann varð að mæta hótuninni 36. Bd5+) 36. Dxd6 — Hxd6, 37. Bxa8 og svartur gaf nokkrum leikjum síð- ar. í áttundu umferðinni á miðviku- dagskvöldið missti Guðmundur Gíslason forystuna er hann tapaði fyrir Lárusi Jóhannessyni. Lárus og Sævar Bjarnason eru þar með efstir með 6V2 v., en Haukur Ang- antýsson getur náð þeim, því hann á vænlega biðskák. Óvæntustu úrslitin í áttundu umferð vora þau að Kristján Eðvarðsson vann Dan Hansson og er í þriðja sæti ásamt fleirum með 6 v.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.