Morgunblaðið - 09.02.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.1992, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1992 ERLENT INNLENT Kúveitar ræða um kaup á hlut í Olíufélaginu Samband íslenskra samvinnu- félaga hefur undanfama daga átt í viðræðum við fulltrúa frá Kúveit um sölu á 31% hlut fé- lagsins í Olíufélaginu h/f. Rætt er um að Kúveitarnir kaupi eign- arhlutinn á sexföldu nafnverði eða fyrir upphæð sem svarar rúmum 1.100 millj. króna. Landsbanki íslands hefur öll hlutabréf Sambandsins að hand- veði á móti 1.100 millj. skuld þess við bankann. Hlutabréf 01- íufélagsins eru nú skráð hjá verð- bréfafyrirtækjum á 4,5 földu nafnverði upp í 5,7 falt nafnverð. Kristján syngur í Metropolitan Kristján Jóhannsson óperu- söngvari hefur gert samning við Metropolitan- óperuna i New York um að syngja þar í tveimur óperum í febrúar á næsta ári. Um er að ræða óper- urnar Cavaleria rusticana og II trovatore og syngur Kristján aðalhlutverkið í þeim báðum. Um samninginn segir Kristján að hann sé hámark þess sem óperu- söngvari geti óskað sér. Mikið atvinnuleysi Alls voru 1.043 manns á at- vinnuleysisskrá í Reykjavík 31. janúar en á sama tima í fyrra voru þeir 372 færri. Hinn 3. febrúar var tala atvinnulausra komin upp i 1.092. Flestir á at- vinnuleysisskrá eru verkamenn og verkakonur. Þá er verulegur hópur verslunar- og skrifstofu- manna atvinnulaus. Meira at- vinnuleysi hefur ekki mælst síð- an 1969. Flest bendir til að ijöldi at- vinnulausra á landinu öllu hafi verið yfir 3% af mannafla á vinnumarkaðinum. Hlutfallið jafngildir því að um 3.800 manns hafi verið að meðaltali á atvinnu- leysisskrá í mánuðinum. Bifreiðaskoðun hagnast um 160 millj. á tveimur árum Hagnaður af Bifreiðaskoðun íslands fyrstu tvö starfsár henn- ar 1989 og 1990 nam um 160 millj. króna á núgildandi verðlagi og jókst eigið fé fyrirtækisins um rúm 139% að raungildi á þessum árum. Bifreiðaskoðunin hefur meðal annars sætt gagn- rýni vegna hárrar álagningar á skráningarplötur bifreiða og tekna vegna eigendaskipta. 11 þúsund Visa-korthafar stóðu ekki í skilum Rúmlega 11 þúsund korthafar höfðu ekki staðið skil á Jóla- Visa- reikningnum“ sínum síð- asta eindaga. Úttekt á Visa-kort frá miðjum desember til miðs janúar var um 4 milljarðar en þar fóru 900 millj. í vanskil. Tvölföldun var á óskum um greiðslufrest hjá Eurocard. ERLEIMT Aðstoð nú eðanýtt einræði TÍMINN fyrir aðstoð Vesturlanda við Rússland er að renna út og verði ekki brugðist hart við er hætta á, að fasistar eða kommún- istar taki völdin í landinu með nýju köldu stríði milli austurs og vesturs. Kom þetta fram hjá Borís Jeltsín, forseta Rúss- lands, þegar hann var í opin- berri heimsókn í Frakklandi í síð- ustu viku. Sagði hann, að næstu þrír mánuðir réðu úrslitum og gagnrýndi Frakka og franska fjármálamenn fyrir litla aðstoð og litlar fjárfestingar í Rússlandi. Þá kom það fram hjá Konstantín Kobets, hershöfð- ingja og helsta ráðgjafa Jeltsíns í hermálum, að þolinmæði her- manna í Rússlandi og öðrum fyrr- verandi sovétlýðveldum væri á þrotum vegna bágra kjara. Ættu þeir hvorki vísa vinnu né húsnæði að herþjónustu lokinni og taldi Kobets hættu á, að upp úr syði, einkum á spennu- og átakasvæð- um. í vikunni ákváðu rússnesk stjómvöld að milda nokkuð efna- hagsaðgerðimar með því að lækka virðisaukaskattinn og hækka eftirlaun, sem nema nú 550 rúblum á mánuði. Talið er, að 1.300 rúblur þurfí til að hafa í sig og á í Rússlandi en 80-90% Rússa hafa ekki þær tekjur. Valdaránstilraun í Venezúela FIMM deildir í stjórnarhernum í Venezúela reyndu að ræna völd- unum í landinu aðfaramótt sl. þriðjudags og höfðu um stund aðsetur ríkisstjórnarinnar og for- setans, Carlos Andres Perez, á valdi sínu. Tókst forsetanum í tvígang að komast undan upp- reistarmönnunum en hermenn hollir honum gerðu fljótlega út um byltingartilraunina. Undirrót uppreisnarinnar er talin vera óán- ægja með efnahagsaðgerðir stjómvalda og bág kjör og líklega með tilliti til þess hefur stjómin ákveðið að taka vægilega á upp- reisnarhermönnunum. Hún ætlar hins vegar ekkert að gefa eftir í efnahagsmálunum. Morðalda á N-írlandi FIMM menn vom skotnir til bana á veðmangarastofu í kaþólsku hverfí í Belfast á Norður-Irlandi í síðustu viku og höfðu þá tíu manns fallið í valinn á aðeins ein- um sólarhring. Gengur lögreglan ekki að því gruflandi, að morð- sveitir mótmælenda hafí verið að verki í veðmang- arastofunni en þær höfðu hótað að hefna átta verkamanna mótmælendatrú- ar, sem morð- ingjar IRA, írska lýðveldishersins, drápu fyrir skömmu. Daginn áður hafði geð- veill lögreglumaður skotið þijá menn í höfuðstöðvum Sinn Fein, stjómmálaflokks IRA, í Belfast og síðan sjálfan sig og þá var felldur einn liðsmanna IRA þegar hann ætlaði að veita nokkrum hermönnum fyrirsát. Norður-írar -og Belfastbúar sérstaklega em felmtri slegnir vegna þessara at- burða og óttast, að eins konar borgarastyijöld sé í aðsigi. Enn reynt við EES ENN er unnið að því að bjarga samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið, EES, og var það nið- urstaða utanríkisráðherrafundar Evrópubandalagsins, EB, að framkvæmdastjóm þess gæti sýnt meiri sveigjanleika í viðræðunum við Fríverslunarbandalag Evrópu, EFTA. Sagði utanríkisráðherra Porúgala, að EB væri staðráðið í að ganga sem fyrst frá samningn- um við EFTA. Höfuðstöðvar Evrópudómstólsins í Lúxemborg. Tekist á um grundvallar- atríði í EES-samningxmum NIÐURSTÖÐUR samningaviðræðna Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um sameiginlegan markað hafa verið í óvissu undanfamar vikur vegna athugasemda dóm- stóls EB við samningsdrögin eins og þau lágu fyrir í byijun desemb- er. Það kemur í hlut íslendinga að freista þess að leiða samning- ana til lykta en þeir tóku við forsæti í ráðherraráði EFTA um síð- ustu áramót. Hannesi Hafstein sendiherra ís- lands í Brussel var falið að stýra samningunum af hálfu EFTA og leita færra leiða í samráði við samningamenn EB. { janúar átti hann frumkvæði að því að EFTA legði fram hugmyndir um hugsan- lega málamiðlun í ágreiningnum sem snýst fyrst og fremst um fyr- irkomulag dóm- stóla og eftirlits- stofnana með framkvæmd samningsákvæða Evrópska efna- hagssvæðisins. . Jafnframt átti Hannes frumkvæði að því að kynna fulltrúum aðildar- ríkja EB innihald tillagna EFTA. Samkvæmt heimildum í Brussel mæltist það frumkvæði EFTA illa fyrir innan framkvæmdastjórnar EB sem taldi að með 'því hefðu samningamenn EFTA sniðgengið framkvæmdastjórnina. Að margra mati er hins vegar ljóst að með þessu hafi EFTA undir forystu Islendinga stuðlað að tiltölulega jákvæðum niðurstöðum utanríkis- ráðherra EB í byijun vikunnar. Ósættanleg sjónarmið? í drögum að samningi um EES var gert ráð fyrir sameiginlegum dómstól EB og EFTA þar sem EB hefði meirihluta dómara og þess vegna alla möguleika á að ráða niðurstöðum. Evrópudómstóllinn vísaði hins vegar þessum hug- myndum á bug þar sem þær fælu í sér umtalsverða hættu á að völd dómstólsins skertust. í rauninni blasir við að mikilvæg atriði í samningsumboði fram- kvæmdastjórnarinnar frá í júní 1990 stangast á. Megináhersla er lögð á það í umboðinu að sömu reglur gildi innan EES og sama túlkun á þeim verði tryggð jafn- framt því sem sjálfstæði stofnana EB sé á engan hátt skert. Að þessu gefnu er vart hægt að hugsa sér að hugmyndin um sömu túlkun gangi upp öðruvísi en með einum sameiginlegum dómstóli. EB hefur hafnað aðild EFTA að þessum dómstóli og lagt til að Evrópudóm- stóllinn gegni þessu hlutverki. Af- staða EFrA-ríkjanna er skýr, ekk- ert þeirra er tilbúið til að fallast á lögsögu erlendra dómstóla. Samkeppni í þessum viðræðum er í fyrsta lagi tekist á um samkeppnisreglur, eftirlit með framkvæmd þeirra og viðurlög vegna brota á þeim. Nú þegar hefur framkvæmdastjórn EB og Evröpudómstóllinn íhlutun- arrétt innan EFTA vegna þessa málaflokks. Sett hefur verið fram tillaga um að í EES-samningnum verði greint á milli „blandaðra mála“, þ.e. mála sem snerta aðild innan EFTA og EB, og „hreinna rnála" sem eru mál sem snerta einungis aðila innan annars hvors bandalagsins. í hreinum málum yrði lögsaga við- komandi bandalags óskert en um öll blönduð mál mætti fjalla innan EB ef framkvæmdastjórn banda- lagsins krefðist þess. EFTA hefur haldið fast í þá reglu að blönduð mál falli undir EFTA ef meira en 33% af veltu fyrirtækja er innan EFTA. EB hefur lagt til að Evrópu- dómstóllinn verði áfrýjunardóm- stóll í öllum tilvikum. EES-reglur í öðru lagi er tekist á um túlkun á reglum EES sem varða aðra þætti en samkeppnismál. Báðir samningsaðilar eru sammála um nauðsyn þess að sami skilningur sé á ákvæðum samningsins og koma verði í veg fyrir að samning- urinn þróist á mismunandi vegu meðal aðildarríkja hans. Eina leið- in til að tryggja þetta er að stofna sameiginlegan dómstól, því hefur verið hafnað. Evrópubandalagið hefur lagt til að reynt verði að leysa ágreiningsmál sem mest í sameiginlegri stjórnarnefnd EES. Það þýðir að leitað verði pólitískra lausna á ágreiningsmálunum. Á þetta geta EFTA-ríkin fallist en vilja jafnframt geta skotið málum t.d. til Evrópudómstólsins til um- sagnar eða úrskurðar án þess að niðurstöður hans verði bindandi fyrir EFTA. Önnur ágreiningsmál í þriðja lagi er tekist á um mái sem ekki snerta reglur EB beinlín- is og mál sem kunna að rísa vegna þess að einhver EFTA-ríki neiti að taka upp nýjar EB-reglur sem eiga að gilda innan EES. í samn- ingnum er gert ráð fyrir að komi til þessa geti EB gripið til gagnað- gerða. Rætt hefur verið um að sá hluti samningsins sem viðkomandi reglur ná til verði tímabundið felld- ur úr gildi eða EB geti gripið til annarra gagnaðgerða. EFTA-ríkin hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að hægt verði að vísa slíkum mál- um til gerðardóms. Gerðardómur- inn yrði skipaður einum dómara frá hvorum aðila og oddamanni sem báðir aðilar kæmu sér saman um. Þröngur stakkur Þegar umsögn Evrópudómstóls- ins lá fyrir í desember komú samn- ingamenn bandalaganna sér sam- an um grundvallaratriði sem taka skyldi mið af í áframhaldandi samningaviðræðum. Fullt tillit skyldi tekið til umsagnar Evrópu- dómstólsins. í engu skyldi breyta EES-samningnum eins og hann lá fyrir á annan hátt en varðaði kaf- lann um dómstóla. Málamiðlun mætti ekki fela í sér breytingar á Rómarsáttmálanum. Stefnt yrði að því að finna einfaldar lausnir þannig að standa mætti við fyrri tímasetningar. Málamiðlunin yrði að tryggja sjálfstæði samningsað- ila og samræmi í túlkun EES- reglna. Ljóst er að samningamönnum er ætlað að lyfta Grettistaki á næstu dögum. Það er sennilega ekki út í hött að kalla á krafta- verk. Segja má að breytt afstaða innan beggja bandalaga til samn- ingsins kunni að auðvelda einhvers konar bráðabirgðalausn. Hún bygðist á því að einungis væri verið að semja til skamms tíma þar sem flest EFTA-ríkjanna verði búin að sækja um aðild að EB áður en þetta ár er liðið. Á hinn bóginn vex þeirri skoðun fylgi inn- an EB að EES geti vel dugað sem samstarfsvettvangur við ríkin í Mið- og Austur-Evrópu þar til þau eru tilbúin til fullrar aðildar. Verði þetta viðhorf ofan á er ljóst að ekki verður tjaldað til einnar nætur með samningnum. Flestir telja að íslendingar einir innan EFTA vilji EES-samninginn samningsins vegna og innan EB eru litlar líkur taldar á íslenskri umsókn að band- alaginu á næstunni. Það er Ijóst að fyrirkomulag samkeppnismála og dómstóla varða íslendinga ekki eins miklu og önnur EFTA-ríki enda eru líkurnar á því að til mála- rekstrar komi vegna íslendinga eða íslenskra fyrirtækja taldar litl- ar. Þess vegna þykir ekki ósenni- legt að bráðabirgðalausn henti ís- lendingum og er röksemdin þá sú að þeir hljóti að semja fljótlega um breytingar á EES-samningnum verði þeir orðnir einir eftir í EFTA. BAKSVID Krislófer M. Kristinsson skrifarfrá Brussel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.