Morgunblaðið - 09.02.1992, Síða 6

Morgunblaðið - 09.02.1992, Síða 6
6 FRETTIR/IIMNLENT Vík í Mýrdal: MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1992 Tvær milljón- ir króna í hafið Morgunblaðið/KGA Þorri blótaður í nýjum Skíðaskála Þeir sem unnið hafa að byggingu nýja Skíðaskálans í Hveradölum gerðu sér glaðan dag á síðastliðið föstu- dagskvöld og blótuðu þorra að fomum sið. Fólk ku hafa skemmt sér konunglega og sungið ættjarðarlög af mikilli innlifun í þessu fyrsta teiti sem haldið er í skálanum. gengið upp að lóð Vegagerðarinnar í briminu og borið með sér föng af melgrasinu sem orðið hefur að láta í minni pokann fyrir Ægi konungi. Þó er ekki hægt að segja að að- faranótt sunnudagsins hafi verið neitt stórbrim eða stærsti straum- ur. Nauðsynlegt er fyrir Víkurbúa að fá sem haldbestar upplýsingar um hvort eitthvað það hefur breyst í veðurfari eða sjávarstraumum á síðustu árum hér við Vík svo og hvort við getum átt von á að „Æg- ir“ gamli beiji hér að dyrum á þessu eða næsta ári. Þó að Víkurbúar séu gestrisnir þá held ég að enginn bjóði honum ótilneyddur inn í stofu til sín. - R.R. Vegagerð ríkisins: Vík í Mýrdal. LANDBROT af völdum sjávar er að verða alvarlegt mál í Vík í Mýrdal ef að það heldur áfram með sama hraða þetta árið eins og verið hefur síðustu tvö til þrjú ár. Árið 1986 var boruð 60 metra djúp borhola á sandinum suður af Vík og var hún þá rúmlega 90 metra frá sjó. Árið 1989 var síðan boruð önnur hola nærri hinni, 130 metra djúp, ehda hafði íjaran lítið breyst á þessu tímabili. Til samans gáfu þessar holur um 210 sekúndulítra af rúmlega 9 gráðu volgu vatni. Hugmyndir voru uppi á þeim tíma að heija þama fiskeldi, en eins og allir vita hefur sú atvinnugrein ekki gengið áfalla- laust og héldu því Víkurbúar að sér höndum með frekari framkvæmdir við þessar holur. Siðustu tvö árin hefur sjórinn hafið ískyggilegt land- brot í átt að Víkinni og borholurnar sem stóðu 90 metra uppi í landi árið 1979 em nú komnar í sjó fram. Borholumar eru fóðraðar með 18 tommu rÖram, sem stóðu um 50 sm upp úr sandinum. Laugardaginn 1. febrúar stóðu þessi rör um 5-6 metra upp úr flæð- armálinu og daginn eftir var fóðr- ingarör dýpri holunnar brotið og holan þar með horfin og full af sandi og sjó. Nú hagar þannig til í Vík að fjörukamburinn sem ver Víkina er um einum til tveimur metram hærri en sandurinn ofan við upp að byggðinni. Fyrir tveimur áram var þessi fjörakambur um 150 til 200 metra breiður og vaxinn melgrasi, sem hefur stuðlað að því að halda honum wð og hækka hann. I dag er aðeins eftir af þessum fjörukambi um 50 metrar og víða komin skörð í hann. Þannig hefur til dæmis sjórinn Hugsanlegt að boðið verði í verk utan stofnunarinnar Vinnuflokkum gert að bjóða í verk innan stofnunarinnar Framtíðarhlutverk vinnuflokka Vegagerðar ríkisins hefur verið og er til skoðunar innan stofnunarinnar. Jón Birgir Jónsson aðstoðar- vegamálastjóri segir hugsanlegt að útvíkka starfssviðið á næstu árum með því að núverandi flokkum verði gert mögulegt að bjóða í verk utan stofnunarinnar samhliða því sem Vegagerðin auki útboð á framkvæmdum. Þá segir hann líklegt að vinnuflokkum Vegagerðar- innar verði gert að bjóða í verk á vegum stofnunarinnar í almennum útboðum. flokkum Vegagerðarinnar yrði gert að bjóða í framkvæmdir stofnunar- innar í samkeppni við verktaka. Þannig væri þróunin í nágranna- löndunum. Hann sagði að í slíkum tilvikum þyrfti væntanlega að fela aðilum utan stofnunarinnar eftirlit með verkunum. Jón Birgir sagði ekki líklegt að vinna verkfræðinga og tæknifræðinga, til dæmis við hönnun vega og eftirlit, yrði boðin út. Það þekktist hvergi. Mesta mánaðarúrkoma í 33 ár í Borgarfirði; Aðeins tveir þurr- Snjóflóð féllu á Ós- hlíðarveg Snjóflóð féllu á Óshlíðarveg á föstudag og aðfaranótt laug- ardags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á ísafírði féllu 20-25 snjóflóð á veginn á föstudag og vár hann lokaður mestallan dag- inn. Þá féllu nokkur snjóðflóð á veginn aðfaramótt laugardags. Vegurinn var opnaður um hádeg- isbil í gær. Jón Birgir sagði í samtali við Morgunblaðið að skipulag vinnu- flokka Vegagerðarinnar hefði verið til endurskoðunar og töluverðar breytingar verið gerðar fyrir tveim- ur árum. „Við stefnum að því að okkar flokkar verði áfram jafngóðir verktökum," sagði Jón Birgir. Hann tók það fram að Vegagerðin þyrfti alltaf að hafa fasta vinnuflokka í öryggisskyni. Allir vinnuflokkar yrðu að standa sig, annars væri lík- legt að flokkar umfram tiltekið lág- mark yrðu lagðir niður. „Til þess að flokkarnir geti verið samkeppn- isfærir við verktaka verðum við að eiga möguleika á að fara inn á al- menna verktakamarkaðinn," sagði Jón Birgir. Hann sagði að ekki stæði til að auka starfsemi vinnu- flokkanna og ef þeir fengju verk- efni utan stofnunarinnar þyrfti Vegagerðin að auka útboð á vega- framkvæmdum. Hann nefndi lagn- ingu slitlags fyrir sveitarfélög sem dæmi um hugsanleg verkefni utan stofnunarinnar sem gætu hentað vinnuflokkunum. Hann sagðist ekki reikna með að farið yrði út á þessa braut í ár en hugsanlega gæti það gerst smám saman á næstu árum. Vegagerðin er með fjóra brúar- vinnuflokka á sínum vegum en þeir voru níu fyrir nokkrum áram. Hún er með tvo slitlagsflokka og einn efnisvinnsluflokk auk viðgerðar- flokka og flokka um sérhæfð verk- efni. Um það bil 60% af verklegum framkvæmdum á vegum Vegagerð- arinnar eru boðin út, vinnuflokkar stofnunarinnar annast um 40% framkvæmdanna. Jón Birgir sagði líklegt að vinnu- ir dagar Grund, Skorradal. VARLA hefur sést til sólar hér um slóðir síðan snemma í haust. Þá örfáu þurru daga sem komið hafa hefur oftast verið alskýjað. Við skoðun á úrkomumælingum við Andakílsárvirkjun kemur í ljós að einungis tveir dagar voru þurrir í janúar og sex dagar í desember. Þessa tvo mánuði var úrkoman samtals 861 millimetri sem er meira en heilsársúrkoma í minnstu úrkomuárum. Og ekki er úrkoman hætt því enginn þurr dagur hefur komið það sem af er febrúar. Úrkoman við Andakílsárvirkjun í janúar mældist 485,8 millimetrar. Svo mikil mánaðarúrkoma hefur ekki mælst hér síðan í nóvember 1958. Einhver úrkoma var alla daga mánaðarins utan tvo. Mest var úr- koman 12. til 15. janúar, þá var úrkoma þriggja sólarhringa samtals 142,4 millimetrar. Þá daga flæddu borgfirsku árnar yfir bakka sína, eins og fram hefur komið. í desemb- er var úrkoman 375,3 mm og voru 6 heilir dagar úrkomulausir. Samtais er úrkoman þessa tvo mánuði 861 mm. Til samanburðar má geta þess að algeng ársúrkoma samkvæmt mælingum við Anda- kílsárvirkjun hefur verið 1200-1600 mm undanfarin ár. Meðalársúrkom- an undanfarin 39 ár er 1.403,9 mm þannig að þessa tvo vetrarmánuði er kominn rúmlega helmingur venj- ulegrar ársúrkomu. Þess ber að geta að á síðasta ári var óvenjulega mikið úrkoma, 2.045,2 mm, og er það næsmesta úrkoma við Andakílsárvirkjun frá upphafi mælinga. Aðeins árið 1953 er hærra en þá var úrkoman 2.216,1 mm. Á þessum 39 árum sem úr- koma hefur verið mæid við virkjun- íjanúar ina hefur ársúrkomin minnst orðið 795,6 mm, árið 1952. D.P. -----» ♦ f--- Hrossakjöt flutt út fyrir 46 milljónir Útflutningsverðmæti hrossa- lgöts sem flutt var út til Japan á síðasta ári nam 46 miljjónum króna, og þar af fengu bændur 20.5 iniiljónir, sláturleyfishafar 8.5 milljónir og flugfélög 17 millj- ónir. Flutt voru út rúmlega 97,2 tonn af kjöti af 1.186 hrossum, en þar af var „pístólukjöt" tæp 73,6 tonn og unnið kjöt rúm 23,7 tonn. Japanir hafa óskað eftir áfram- haldandi útflutningi frá íslandi eins lengi og hrossakjöt væri til og stæðist gæðakröfur, en hins vegar er útflutningi nú lokið þar sem ekki fást lengur hross til slátrunar. Samkvæmt upplýsingum Félags hrossabænda hefur í janúar og byij- un febrúar verið slátrað um 150 hrossum, sem farið hafa utan á veg- um Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna. Hækkandi verð á Japansmark- aði ásamt þeim árangri sem slátur- samlag Skagfirðinga hefur náð með því að hafa flutt út unnið hrossakjöt af um 500 hrossum hefur vakið von- ir hrossabænda um að hér sé búið að finna varanlegan markað fyrii' afurðir, sem enginn möguleiki er á að afsetja hér. Enginn opinber stuðningur er með útflutningi hrossakjöts, en hann nýt- ur verðjöfnunar sem framleiðendur bera. . . ______________ Kúðafljót: Ny brú á dag- skrá 1994-1995 Selfossi. FORHÖNNUN er hafin á nýrri veglínu og brú yfir Kúðafljót. Samkvæmt fyrstu hugmyndum er reiknað með að vegalengdin frá Skálm að Eldvatni styttist um 9 kílómetra. Ljóst þykir að vetrarumferð verði mun greiðari um þennan nýja veg en þann gamla sem veiyulega lokast í fyrstu snjóum. Nýi vegurinn verður um 11 kílómetra langur. Reiknað er með að hann sveigi af núverandi vegi á móts við Laufskálavörður og komi inn á núverandi veg skammt austan við brúna yfír Eldvatnið. í langtímaáætlun vegagerðar- innar er gert ráð fyrir að ný brú yfír Kúðafljót verði byggð á árun- um 1994-1995. Gerðar voru vatnamælingar á fljótinu við fyrir- hugað brúarstæði í haust þegar hlaup kom í Eldvatnið. Þær mæl- ingar sýndu að í vorleysingurn er mun meira vatn í fljótinu en þeg- ar Eldvatnshlaup verður. Út frá gögnum vatnamælinga Orku- stofnunar mun lengd brúarinnar verða ákveðin en fyrstu hugmynd- ir gera ráð fyrir 300 metra langri brú. Á langtímaáætlun Vegagerðar- innar er gert ráð fyrir að lokið verði við að leggja bundið slitlag Kortið sýnir nýja veginn og brúarstæðið yfir Kúðafljót. á Suðurlandsveg frá Reykjavík til Fagurhólsmýrar í Öræfum um svipað leyti og byggingu Kúða- fljótsbrúar lýkur. Með brúarbygg- ingu á Markarfljóti og Kúðafljóti styttist þessi vegalengd um 15 kílómetra á árunum 1992-1995. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.