Morgunblaðið - 09.02.1992, Side 44
FORGANGSPÓSTUR
UPPLÝSINGASÍMI 63 71 90
MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK
SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Iðnaðarmenn:
Mesta at-
vinnuleysi
í rúm 20 ár
ATVINNULEYSI meðal múrara,
rafvirkja og trésmiða í Reykjavík
hefur ekki verið meira í yfir tutt-
ugu ár. Utlit er fyrir að enn bæt-
ist á atvinnuleysisskrá um næstu
mánaðamót.
Grétar Þorsteinsson, formaður
Sambands byggingarmanna, sagði
að á höfuðborgarsvæðinu væru um
25 manns á atvinnuleysisbótum í
Trésmíðafélaginu. Tíu manns hefðu
verið skráðir í desember og 15 bæst
við í janúar.
Helgi Steinar Karlsson, formaður
Múrarafélags Reykjavíkur, sagði að
yfir 40 múrarar væru á atvinnuleys-
isskrá í Reykjavik. Atvinnuleysi í
stéttinni hefði ekki verið meira síðan
1967-1968.
Um 1% félagsmanna í Rafiðnaðar-
sambandi íslands er á atvinnuleysis-
skrá og er útlit fyrir að atvinnuleys-
ið aukist á næstunni, að sögn Magn-
úsar Geirssonar, formanns Rafíðn-
aðarsambands íslands. Alls eru um
1.700 félagar i sambandinu, raf-
júndavirkjar, raflínumenn og raf-
virkjar, þannig að 17 eru atvinnu-
lausir. „Ástandið er verst á höfuð-
borgarsvæðinu. Þetta er verra en
nokkurn tíma hefur verið. Þegar síð-
ast var verulegt atvinnuleysi, 1970,
fór fjórðungur af öllum rafvirkjum
til starfa á Norðurlöndum,“ sagði
Magnús.
Snúlla slær
mjólkurmet
KÝRIN Snúlia á Efri-Brunná
í Saurbæjarhreppi mjólkaði
10.259 kg á síðasta ári og
setti þar með afurðarmet.
Fyrra met átti Fía á Hríshóli
í Eyjafirði, 9.551 kg árið 1983.
Eigandi Snúllu er Sturlaugur
Eyjólfsson og var hann með
afurðarhæsta kúabúið á landinu
í fyrra. Mjólkuðu kýr hans að
meðaltali 6.468 kg á árinu.
Meðalársnyt kúa í fyrra var
4.179 kg.
Meðalársnyt hefur ekki verið
hærri frá því skýrsluhald naut-
griparæktarfélagsins hófst.
Sjá frétt á bls. 21a.
Ásdís í flugtaki á Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Á innfelldu myndinni sést þessi fyrsta Fokker 50 flugvél Flugleiða í tilraunaflugi.
Fyrsti Fokkerinn kominn í loftið
ÁSDÍS, fyrsta Fokker 50 flugvél Flugleiða, fór í sitt fyrsta flug í
liðinni viku. Gekk flugið vel, samkvæmt upplýsingum Flugleiða.
Fokker hefur lokið öllum sínum prófunum á vélinni og flugmenn
Flugleiða fara með hana í reynsluflug á morgun, mánudag. Vélin
verður afhent Flugleiðum á Akureyri næstkomandi laugardag.
Fokker-verksmiðjurnar í Hol-
landi eru að smíða fjórar Fokker
50 flugvélar fyrir innanlandsflug
Flugleiða. Verða þær afhentar fé-
laginu á næstu mánuðum. Fýrstu
vélinni, Ásdísi, verður flogið til
Akureyrar þar sem hún verður
afhent við hátíðlega athöfn næst-
komandi laugardag. Næsta vél
verður afhent á Egilsstöðum 29.
þessa mánaðar og hinar tvær á
Isafirði og Egilsstöðum í apríl og
Ásdís fór í sitt fyrsta flug síðast-
liðinn mánudag og á föstudag var
búið að fljúga henni samtals í rúm-
ar sex klukkustundir. Samkvæmt ‘
upplýsingum Kristins Halldórsson-
ar yfírmanns tæknideildar Flug-
leiða er Ásdís fyrsta vélin sem í
er settur sérstakur búnaður til að
auka hleðslumöguleika vélanna.
Auk þess eru skrúfublöðin betur
samhæfð til að minnka hávaða og
titring. Starfsmenn Flugleiða hafa
lokið öllum skoðunum á Ásdísi og
reynslufljúga henni á morgun.
Viðræðunefnd Borgarspítala og Landakots leggur til að spítalarnir sameinist:
Tillaga um að Sjúkrahús Reykja-
víkur verði rekið af hlutafélagi
Viðræðunefnd stjórna Sjúkra-
stofnana Reykjavíkurborgar og
Sjálfseignarstofnunar St. Jósefs-
spítala leggur til að rekstur Borg-
arspitala og Landakotsspítala
verði sameinaður og þegar verði
skipuð undirbúningsnefnd til að
vinna að því. Nefndin leggur til
að stofnað verði rekstrarfélag
með aðild borgarinnar og sjálfs-
eignarstofnunarinnar undir nafn-
inu Sjúkrahús Reykjavíkur, og að
kannað verði til hlítar hlutafé-
lagsform fyrir rekstrarfélagið en
fasteignir spítalanna verði í hönd-
um eignafélags sem ríkið og
Reykjavíkurborg standi að.
I yfirlýsingu viðræðunefndarinn-
ar, sem samþykkt var á föstudag
en rædd á fundi yfirstjórnar Landa-
kots í gær, segir að mikilvægt sé
að við sameiningu sjúkrahúsanna
verði núverandi starfsfólki þeirra
tryggð störf.
„Við vonum að til þessa sameigin-
lega rekstrar komi fjárveitingar af
þeim óráðstöfuðu fjárveitingum sem
Til umræðu að eldri nemendur
leiðbeini nýnemum í Háskólanum
Hugmyndir um að taka bílastæðagjöld af stúdentum
ALLRA leiða til sparnaðar er nú Ieitað í Háskóla íslands, enda
telur Sveinbjörn Björnsson háskólarektor að þrátt fyrir innheimtu
75 milljóna króna í skólagjöld og 36 milljóna króna sparnað í rekstri,
. sem þegar hefur verið gripið til, vanti 145 milljónir upp á að end-
ar nái saman. Meðal annars er rætt um að innheimta bílastæða-
gjöld af þeim hundruðum stúdenta, sem daglega leggja bílum sin-
um á háskólalóðinni. Þá er ljóst að engir peningar verða lagðir í
háskólasjónvarp á árinu.
Af fleiri sparnaðarhugmyndum,
sem ræddar hafa verið í Háskólan-
um, er að færa frá skólanum þjón-
ustu Alþjóðaskrifstofu, Upplýs-
ingaskrifstofu um nám erlendis og
námsráðgjafar. Þá er rætt um að
eldri nemar taki að sér að leiðbeina
nýnemum. Rektor segir að næsta
skref sé að afla tillagna frá deild-
um háskólans um það í hvaða
greinum ætti helzt að hætta
kennslu til að spara peninga.
„Ein hugmynd, sem hefur verið
nefnd og hljómar kannski fárán-
lega í byijun, en er ekki svo vit-
laus, er að innheimta einhvers
konar bílastæðagjald af stúdent-
um, sem leggja á háskólalóðinni.
Það er varla hægt að komast að
húsunum hér fyrir bílum,“ segir
háskólarektor í samtali við
Morgunblaðið í dag. „Það getur
vel verið að við leitum hjálpar hjá
borginni um hvernig bezt sé að
standa að því, að minnsta kosti til
að hafa upp í viðhald lóðarinnar."
Um fyrirhugað Háskólasjónvarp
segir rektor að ekki komi til greina
að leggja fé í það af rekstrarfjár-
veitingu háskólans eins og aðstæð-
ur séu núna. „Það stendur alls
ekki til að nýta neina fjármuni af
ríkisfé til þessarar starfsemi á ár-
inu. Ef eitthvað gerðist í þessu
máli á árinu yrði það fyrir styrki,
sem við fengjum frá öðrum, og ég
á nú ekki von á því,“ segir Svein-
björn.
Sjá samtal við Sveinbjörn
Björnsson á bls. 37.
eru í fjárlagafrumvarpinu, þannig
að samdráttur verði ekki eins mikill
og nú lítur út fyrir. Þannig verði
jafnvel hægt að afturkalla þessar
uppsagnir áður en langt um líður,“
sagði Olafur Örn Arnarson yfirlækn-
ir á Landakotsspítala en hann situr
í viðræðunefndinni. Öllu starfsfólki
Landakots hefur verið sagt upp og
að óbreyttri fjárveitingu er útlit fyr-
ir að ekki verði hægt að endurráða
stóran hluta þess.
Sighvatur Björgvinsson heilbrigð-
isráðherra sagðist ánægður með yf-
irlýsingu viðræðunefndarinnar þar
sem að þessu hefði verið stefnt.
Hann sagði að skoðað yrði hvemig
óráðstöfuðum fjárveitingum verður
deilt út til reksturs sjúkrahúsa. „Við
fjármálaráðherra þurfum að fara
yfir þetta og reyna að sjá hvað
hægt er að gera. Hins vegar er búið
að afgreiða fjárlög og við höfum
ekki úr meiri peningum að spila en
þar eru,“ sagði Sighvatur.
I þeim hugmyndum sem viðræðu-
nefndin hefur fjallað um er gert ráð
fyrir að sameiningin taki lengri tíma
en áður var rætt um og ljúki árið
1997. Þá verður fallinn úr gildi
samningur ríkisins og St. Jósefs-
systra um rekstur Landakots en St.
Jósefssystur hafa lagst gegn sam-
einingu spítalanna.
Sjá einnig viðtal við Sighvat
Björgvinsson á bls. 16-17.