Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992 Björgvin Elís Þórs son — Minning Fæddur 13. maí 1973 Dáinn 1. febrúar 1992 Hve glöð er vor æska. Það kem- ur í hug okkar, er við mætum okk- ar fallega og glaða æskufólki. Og þannig var Björgvin, það var sann- arlega gleði, sem fyllti hjörtu okkar allra, er við eignuðumst lítinn frænda 13. maí, einmitt þegar vor- sólin er að færa okkur birtu og yl eftir hretviðri vetrar. Koma hans í þennan heim vék burt skuggum hins kalda vetrar og hann átti svo oft eftir að hlýja okkur með sínu yndislega brosi. Hann ólst upp við ástríki og umönnun mömmu og pabba, við leik og störf æskunnar. I vöggugjöf hlaut hann góða náms- hæfni, gekk vel í skóla, var kominn í 3ja bekk MS. Einnig var hann mikill áhugamaður um íþróttir, sér- staklega handbolta, enda að komast í meistaraflokk Fram. Við okkar elskulega og góða frænda bundum við miklar vonir. Við sáum framtíð hans fyrir okkur bjarta og fagra, eins og hann var sjálfur. En svo kom reiðarslagið. Eitt vetrarkvöld lenti hann í bílslysi og lést af afleiðingum þess. Við sitjum eftir með sorg í hjarta og spyijum: Hvers vegna var hann tekinn frá okkur? Því máttum við ekki njóta návistar hans lengur? En við fáum ekkert svar. En það er sagt að þeir deyi ungir, sem guðimir elska og verði guðs vilji. Við verðum að trúa því að guð hafí kallað hann svo ungan til sín til æðri starfa. Megi algóður guð styðja og styrkja for- eldra hans og bræður í þeirra þungu sorg. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt.“ (V. Briem.) Amma, Kalli, Guðleif, Alli og frændsystkini. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) í dag kveðjum við góðan vin okkar og bekkjarfélaga, Björgvin Elís Þórsson eða Bigga eins og all- ir kölluðu hann. Þegar okkur barst fréttin um andlát Bigga urðum við harmi slegin og stórt hefur skarð myndast í hópinn, sem aldrei verður fyllt. Öllum líkaði vel við Bigga og honum við aðra. Það var alveg sama hvað brallað var innan bekkjarins, Biggi tók þátt í því og var oft frum- kvöðullinn að uppátækjunum. Það voru ófá strokleðrastríðin sem Biggi kom af stað, sem pirraði suma en kætti aðra. Ekki má gleyma þegar aftasta sætaröðin í bekknum ásamt Bigga gluggaði í íþróttasíður dag- blaðanna og spáði og spekúleraði í úrslit helgarinnar. Biggi var ávallt jákvæður og brosandi svo bókstaf- lega geislaði af honum lífsgleðin. Allt sem Biggi tók sér fyrir hendur gerði hann vel og hætti ekki við hálfklárað verk. Lýsingin „drengur góður“ á sjaldan eins vel við og þegar Bigga er lýst, því hann vildi öllum vel og var þeim innan handar er aðstoðar þurftu. Við vottum fjöl- skyldu Björgvins og ástvinum hans okkkar dýpstu samúð. Megi Guð vera með þeim og styrkja þau í þessari miklu sorg. Minningin um Bigga mun ávallt lifa með okkur. Bekkjarsystkini 3D, Menntaskólanum við Sund. Hann Biggi er dáinn. Þessi harm- afrétt flaug eins og eldur í sinu á milli okkar vinanna og fyrrverandi bekkjarfélaga. Þessu var erfitt að trúa en þetta var staðreynd engu að síður. Biggi gekk í gegnum grunnskól- ann með okkur. Þessi hópur var sérlega samheldinn og margar góð- ar minningar koma upp í hugann þegar horft er um öxl. Biggi bar með sér einstakan þokka og virðuleika og lífsgleðin geislaði af honum. Hann var mörg- um eiginleikum gæddur. Hann var í lúðrasveit Mosfellsbæjar og spilaði einnig handbolta. En þegar Mennt- askólinn tók við tók handboltinn hug hans allan og var hann mjög efnilegur á því sviði sem og öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Vegna þessarar harmafregnar komum við fyrrverandi bekkjarfé- lagar úr Grunnskóla Mosfellsbæjar saman og rifjuðum upp minningar um góðan strák og frábæran hæfi- leikamann sem fékk að njóta sín svo stutt hér á jörðu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Ur Hávamálum) RÝMINGARSALA 'KataÚuT tixCuu&útt&ur tií <iaíu CORDATA CS-40, PC-tötva, 640Kb, 20Mbdiskur, einl. skjir............25.000 CORDATA PC-400tölva, 512Kb, 20Mbdiskur, einl. skjár................25.000 CORDATA CS-4220,286tölva, 640Kb, 20Mbdiskur, einl. skjár...........39.000 CORDA TA 102 hnappa lyklaborO.......................................5.000 ‘tR.úutiuaariaCa d áuotu&uxu töCvu&úuo&i CITIZENMSP-15prentari, 9nála, breidur, 160st/sek...................19.000 CITIZEN MSP-40 prentari, 9 nála, 240 stjsek.......................17.000 CITIZEN MSP-50 prentari, 9 nála, 300 stjsek.......................19.000 CITIZENProDot9, 9nálaprentari, 240st/sek..........................19.000 CITIZEN arkamatari fyrir MSP-10 eða MSP-20 prentara................5.000 CITIZEN arkamatari fyrir LSP-10,120D+ eða LSP-100prentara...........5.000 VAES 8-bita Ethemetnetkort..........................................8.000 Öll verð eru miðuð við staðgreiðslu. Ábyrgð á notuðum búnaði er 2 mánuðir, en eins árs ábyrgð á nýjum. MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12 - sími 688944 \______________________________________ J Við vottum foreldrum, bræðrum og ættingjum, okkar dýpstu samúð og vonum að þau hljóti aukinn styrk í sorginni. Bekkjarsystkini úr Grunnskóla Mosfellsbæjar. „Tiiviljun er ráðgáta sem örlögin leggja fyrir mann“ sagði þýska skáldið Friedrich Hebbel. En hvað er tilviljun og hvað eru örlög? Við grundvallarspumingum fást víst ekki óyggjandi svör. Nemandi okkar, Björgvin Elís Þórsson, var skyndilega kallaður burt laugardaginn 1. febrúar sl. á morgni lífs síns. Var það tilviljun eða voru það örlög? En hvílíkt órétt- læti. Strax á haustdögum 4989, þegar Björgvin settist í fyrsta bekk Menntaskólans við Sund, veittum við honum sérstaka athygli fyrir heiðan svip og hispurslausa fram- komu. Við nánari kynni óx álit okk- ar. Björgvin hafði marga góða kosti. Hann sýndi námi sínu áhuga og sannaði með góðum vitnisburði gáf- ur sínar og færni. Það var líka al- veg sama hvernig kennslan tókst til hjá kennurunúm; alltaf var Björgvin jafn jákvæður og góðlát- lega brosandi. Það var bjart yfir þessum unga manni og það er birta yfir minningu hans. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kenna honum. Á því lærðum við margt. Ástvinum hans vottum við innilega samúð. Brynja, Guðmundur og Hjördís, kennarar við Menntaskólann við Sund. Það er þungbært að setjast niður til að skrifa minningu um vin sem er dáinn aðeins átján ára gamall. Kvaddur á braut án nokkurra skýr- inga og mörg eru tregatárin sem þpssi skelfilega staðreynd veldur. Ég kynntist Bigga haustið ’89. Þá vorum við bæði að hefja nám við Menntaskólann við Stund og vorum við bekkjarfélagar. Okkur varð vel til vina og hélst vináttan næstu vetur þó svo að við værum ekki lengur saman í bekk. Biggi var einstaklega bjartur yfirlitum, alltaf hress og glaður og gæðin skinu af honum. Það var alltaf gam- an að hitta hann og hann var góður vinur. Öllum líkaði vel við hann, enda var hann vinamargur og vel liðinn hvar sem hann kom. Við slíka harmafregn sem þessa vill maður leita svara við spuming- um sem engin svör fást við. Eg þakka Björgvini allt of stutta sam- fylgd en góða. Minningin um góðan dreng og félaga lifir í hjarta mínu. Fjölskyldu Björgvins og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Hanna Margrét. Kveðja frá Handknattleiks- sambandi íslands Ungur íþróttamaður og landsliðs- maður í handknattleik, Björgvin Elís Þórsson, er látinn. Björgvin lést í bílslysi laugardaginn 1. febrú- ar sl., aðeins átján ára að aldri. Björgvin fékk snemma áhuga á íþróttum og þá sérstaklega hand- knattleik. Hóf hann æfíngar með Ungmennafélaginu Aftureldingu í Mosfellsbæ og varð íslandsmeistari með 5. flokki félagsins árið 1985. Björgvin gekk síðan í Fram og varð íslandsmeistari með félaginu í 2. flokki árið 1990 og var valinn í meistaraflokk félagsins sama ár. Björgvin var valinn í unglingalands- liðshóp íslands í handknattleik árið 1989 og lék nokkra landsleiki fyrir hönd íslands. Björgvin var sannur íþróttamað- ur jafnt á leikvelli sem utan vallar og í alla staði góð fyrirmynd okkar ungu kynslóðar. Núna í vetur hafði þjálfari hans í Fram valið hann til að gegna fyrirliðastöðu í sínum ald- ursflokki. Björgvin stundaði nám á félagsfræðibraut Menntaskólans við Sund og var áhugasamur náms- maður. Stjórn Handknattleikssambands Islands og unglingalandsliðsnefnd senda föður Björgvins, Þór Rúnari, Guðrúnu móður hans, fósturföður, bræðrum, ættingjum, skólasystkin- um, íþróttafélögum hans og öllum vinum, sínar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Björg- vins Elísar Þórssonar. Handknatt- leikssambandið vottar látnum íþróttamanni virðingu sína. Handkanttleikssamband Is- lands, Jón Hjaltalín Magnús- son, Gunnar Kvaran. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er segir hið fomkveðna. Fyrir mér birtust þessi sannindi í andláti eins besta drengs sem ég hef kynnst. Vinur minn Björgvin Elís eða Biggi eins og hann var kallaður yfirgaf þetta jarðlíf að kvöldi þess 1. febrúar sl. Kvöldið áður höfðum við ræðst við í síma og hafði farið jafn vel á með okkur og alltaf. Þessi einstæði léttleiki ogjákvæðni einkenndi hann þá sem alla aðra daga. Tæpum sólarhring síðar kvaddi Biggi okkur. Kvaddi þeta jarðlíf sem var honum svo kært og alla þá fjölmörgu er nú eiga um sárt að binda. A sinn ljúfa og blíða hátt hafði Biggi eignast fjölda góðra vina. Það eina sem hann gerði var að vera hann sjálfur. Þannig hafði hann áunnið sér traust og vinskap minn. Þó tvö ár skildu okkur að var sá munur aldrei til staðar. í mínum huga var hann allt- af jafnaldri minn, hann hafði þann þroska til að aldrei fannst mér hann vera neitt annað. Við kynntumst þegar hann var 15 ára og ég að verða 17. Við áttum mjög margt sameiginlegt og þó sérstaklega á sviði áhugamála. Þar áttu íþróttirn- ar hug okkar allan. Biggi heitinn var mikill íþróttamaður og var m.a. í handboltalandsliðinu í yngri flokk- um. Hann var einnig mikill knatt- spyrnuáhugamaður og skíðamaður. í þeim greinum náðum við vel sam- an, þá sérstaklega á skíðum en við vorum báðir félagar í skíðadeild Hrannar í Skálafelli. Ánægjustund- irnar voru margar með félögunum en þó alltof fáar. Það var í raun sama hvar Biggi kom, alls staðar naut hann fádæma vinskapar og hylli. Samhljómur er það sem kemur upp í huga minn er ég hugsa um hvemig vinskap okkar var háttað. Maður hittir ekki marga á lífsleið- inni sem eiga svo vel við mann að maður hvorki geti né vilji fela neitt fyrir þeim. Sumir hitta einn, aðrir engan. Ég átti því láni að fagna að kynnast Bigga. í vinskap okkar kom aldrei neitt upp á, það hljóp aldrei snurða á þráðinn og við þrættum ekki. Þeir sem þekktu Bigga eða þeir sem hafa átt jafn góðan vin og ég skilja þetta. Og þetta sem ég er nú að rifja upp var svo eðlilegt, okkur var ekki ætlað neitt annað en að vera sammála og samstíga í athöfnum og ákvörð- unum. Biggi var ljósgeisli í lífi hvers er honum kynntist. Jákvæðnin, ljúf- mennskan og hans blíða bros olli því að hann var hvers manns hug- ljúfí. Slíkur drengur skilur eftir sig stórt skarð en þó umfram allt sælar minningar. Minningin um góðan dreng lifír og ég þakka máttarvöld- unum fyrir þann stutta tíma er ég og Biggi áttum saman í þessu lífi. Fjölskyldunni Reykjabyggð 5, ætt- ingjum og vinum, votta ég mína dýpstu samúð, og öllum þeim er nú eiga um sárt að binda. Megi algóður faðir styðja ykkur og styrkja. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir sálu rnína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma, og ljúfa engla geyma, öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Jochumsson) Hans Guðberg Alfreðsson. Góður vinur er dáinn, vinur sem hafði allt að bera sem góðan vin prýðir. Við sem eftir stöndum erum full saknaðar og spyijum hvers vegna hann? Hvers vegna var hann hrifínn svo ungur á brott frá okk- ur? Við erum harmi slegin en minn- ingarnar um Bigga hrannast upp, brosið hans ber hæst. Brosið hans var engu líkt, alltaf pírði hann aug- un þegar brosið breiddist yfir andlit- ið. Brosið hans Bigga náði vel til augnanna og lýsti hans innra manni. Hann var sem sagt ætíð brosmildur, ákaflega myndarlegur og skemmtilegur strákur sem heill- aði alla sem hann umgekkst. Það lýsir Bigga best að hann vildi að öllum liði vel og gerði allt sem í hans valdi stóð til að stuðla að vel- líðan annarra en þó sérstaklega sinna nánustu. Eigin hagsmunir sátu ekki alltaf í fyrirrúmi. Þó að við félagar og vinir hans eigum um sárt að binda og söknuð- urinn sé ríkjandi í hugum okkar þá er það huggun að vita af Bigga í björtu umhverfi meðal hinna bestu. Þúsund orð fá ekki lýst tilfinning- um okkar í garð Bigga en minning- amar eru dýrmætar. Það voru okk- ar forréttindi að vera vinir Bigga, hann er dýrmætur vinur. Þó hann sé horfínn, lifir vináttan og góður orðstír hans. Elsku Guðrún og fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur á sorgar- stundum. Minningin um góðan son, góðan bróður og góðan vin, styrkir og hjálpar okkur öllum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Hjördís og Harpa. Okkur í ítölskuvali Menntaskól- ans við Sund langar að minnast góðs vinar og félaga, Björgvins Elíss eða Bigga eins og hann var kallaður. Hann lést af slysförum fyrsta febrúar síðastliðinn. Þegar við byijuðum í ítölsku í haust hvarflaði það aldrei að okk- ur, að einn úr hópnum myndi hverfa svo fljótt á braut. Biggi hafði mik- inn áhuga á ítölsku og ítalskri menningu. Hann ætlaði í framhaldi af náminu að láta drauminn rætast og dvelja á Ítalíu næsta sumar. Biggi var sérstaklega jákvæður og hlýr með góða kímnigáfu. Okkur finnst erfitt að hugsa til þess að sjá ekki aftur brosandi andlit hans. Við viljum votta ættingjum og vin- um hans okkar dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng mun lifa í hugum okkar allra. Sorgin reisir hallir í hafdjúpi þinna augna í hafdjúpi hreinu, bláu, meðan hljóðlátt þú grætur. Útlæg verður gleðin sem áður þar bjó. Ekki tjaldar sorgin til einnar nætur. (Hannes Pétursson) ítölskuval Menntaskólans ’við Sund. Mig langar í örfáum orðum að minnast systursonar míns, Björg- vins Elíss Þórssonar, Bigga, eins og vinir og ættingjar kölluðu hann, er lést 1. febrúar síðastliðinn. Biggi leit fyrst dagsins ljós 13. maí 1973. Fæðingin var erfið og biðin okkur öllum löng. Þakklæti og gleði fylltu hug okkar er piltur- inn loks skaust í heiminn, vel skap- aður og heilbrigðui;. Úti var sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.