Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRUAR 1992 Morgunblaðið/Sigurbjörg Hjörleifsdóttir Frá afhending'u „gulldisksins". Frá vinstri: Jón Stefánsson kórstjóri, Halldór Torfason, formaður kórs- ins og Sigurbjörg Hjörleifsdóttir dreifingarstjóri. Kór Langholtskirlqu hlaut „gulldisk“ KONTRATEN OR í GERÐUBERGI Á AÐALFUNDI kórs Lang- holtskirkju hinn 5. þ.m. var af- hent gullplata sem viðurkenn- ing fyrir að 3.000 eintök seldust af hljómdiskinum „Barn er oss fætt“ fyrir síðustu jól. Þar sem kórinn var sjálfur útgefandi varð hann að afhenda sjálfum sér viðurkenninguna! Það var einn kórfélaga, Alfred Wolf- gang Gunnarsson gullsmiður, sem sá um hönnun gulldisksins, en Sigurbjörg Hjörleifsdóttir dreifingarstjóri afhenti gripinn. í skýrslu formanns kom fram að kórinn hafði komið fram tuttugu og þrisvar sinnum á árinu með mismunandi viðamiklar efnisskrár, en stærstu verkefni ársins voru Jóhannesarpassían eftir Bach og Requiem eftir Mozart. Sá kórfélagi sem fékk viðurkenningu fyrir bestu mætingu yfir árið hafði mætt 105 sinnum og má af því ráða hversu viðamikið starfíð er. Halldór Torfason lét af embætti formanns kórsins eftir fjögurra ára í ályktuninni segir: „Um leið og samtökin taka undir að rík ástæða er til aðhalds og spamaðar í opin- berum rekstri og til samdráttar í ríkisumsvifum, hvetja þau stjóm- völd til þess að hefja nú þegar undir- búning að þeim breytingum í skatt- starf en við tók Sigrún Stefáns- dóttir. Æfingar standa nú yfir á Matt- heusarpassíunni eftir Bach, en það er viðamesta verk sem kórinn hef- ur flutt og jafnframt hið síðasta af tónverkum hans sem kórinn flyt- ur. Verkið verður flutt á skírdag og föstudaginn Ianga, 16. og 17. apríl. lagningu, millifærslu persónuaf- sláttar, barnabótum, örorkubótum, lífeyri og tekjutryggingu sem sam- tökin hafa ítrekað bent á að nauð- synlegar em til að tryggja jafnan rétt heimavinnandi fólks á við rétt annarra". ________Tónlist___________ Jón Ásgeirsson Sverrir Guðjónsson er, að því ég best veit, eini íslendingurinn sem lagt hefur fyrir sig þennan söngmáta, sem viðhafður var um aldir í Evrópu og er reyndar enn. Miklar tónbókmenntir hafa verið skrifaðar fyrir kontratenóra, ver- aldlegar og kirkjulegar. Öll þekkjum við ástæðuna fyrir því að drengir voru látnir halda bamsrödd sinni með óhugnan- legri aðgerð sem gerð var á þeim, sópran var rödd þeirra kölluð og kom í stað „veikara“ kynsins í hlutverk innan kirkjunnar og óperunnar. Kontratenór sam- svarar ekki sópranröddinni, held- ur hefur þessi tenórgerð miklu frekar lit altraddarinnar. Þessi beiting raddarinnar getur verið, að mér skilst, hvoru tveggja til- lærð eða meðfædd. Ég játa mig vanmátta til að skilgreina þessa raddgerð nánar, en eitt er víst, engum meðal-músíkölskum manni þýðir að reyna að halda uppi heilum tónleikum á þessum nótum og halda til enda eftirtekt áheyrandans, til þarf góðan tón- listarlegan bakgrunn og sjálf- stætt ömggt mat á viðfangsefn- inu. Sverrir er auðheyrilega þess- um gáfum gæddur, taktskyn hans er mjög næmt og hann mótar verkefnin smekklega og hvert lag fær sína ákveðnu upp- Sverrir Guðjónsson byggingu, sem virðist gegnhug- suð. Dálítils óróa gætti í röddinni í fyrstu lögunum eftir Purcell, Sverrir komst fljótlega yfir það og söngur hans yfirleitt táhreinn í því sem eftir kom. Fyrri hluti efnisskrárinnar var auk Purcells eftir Sari, Scarlatti, Finzi, Tippet og John Speight, þrjú lög sem hann kallar „Three Shakespeare Songs“ og voru kannski það for- vitnilegasta fyrir hlé. Þijú stutt stemmningslög og það fyrsta kannski mest unnið. Eftir hlé komu snjöll lög eftir þá Þorkel, Atla Heimi og Gunnar Reyni, sem Sverrir túlkaði mjög skemmtilega. Þekkt ensk þjóðlög komu í kjölfarið og féllu í góðan jarðveg. Tvö gyðingaþjóðlög söng hann mjög fallega og síðast þrjú íslnesk þjóðlög sem Sverrir flutti með nokkuð nýju sniði, en eftirtektárverðu. Aukalag - „Röslein auf der Heiden“ söng Sverrir til fyrsta kennara síns - Sigurðar Demetz, - sem var á tónleikunum, en Sverrir hafði verið í námi hjá honum 10 ára gamall, og De- metz þá sagt honum að læra fyrrnefnt iag. Kannski má segja að ekki hafi reynt mikið á Jónas Ingimundarson við píanóið að þessu sinni - og þó, það er ekki auðvelt að nota píanóið rétt und- ir söng sem þennan þar sem Camball eða Lúta hefði oft hæft betur, enda fannst mér Jónas stundum á mörkunum að spila of sterkt. Jónas Ingimundarson Landssamtök heimavinnandi fólks; Vilja bæta hag heim- ilanna og fjölskyldna „GLEYMUM ekki heimilunum og fjölskyldunum í landinu“, er yfir- skrift á fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borist frá Lands- samtökum heimavinnandi fólks. Þar segir að samtökin vilji vekja athygli á að með þeim breytingum, sem orðið hafa og séu nú að gerast á kjörum þjóðarinnar, svo sem við nýjustu aðgerðir sljórn- valda til sparnaðar í rekstri mennta- og þjónustustofnana, sé grund- vallareiningu samfélagsins, fjölskyldunni og heimilinu, ætlað að axla vaxandi hlutverk. Samtökin segjast því vænta þess, að aðgerðum stjórnvalda verði fylgt eftir með löggjöf til úrbóta sem tryggi jafnan rétt heimavinnandi fólks á við rétt þeirra, sem úti vinna. es-7/oo □ 80386SX-16 örgjörvi □ 1Mb minni (st. 18 Mb) □ 42Mb diskur O 3.5" drif 1.44Mb □ 14" VGA litaskjár (640x480 - 256Kb) □ 102 hnappa lyklaborð □ Windows 3.0a OMS-DOS 5.0 □ Microsoft samhæfð mús □ Afgreidd tilbúin til notkunar ásamt kynningu frá PC tölvuklúbbnum (töflureiknir, ritvinnsla, skák, leikir o.fl.) kr. 99.900 stgr. Einnig VISA raðgreiðslur Aukabúnaður: 5.25" drif 1.2Mb.............8.000 1Mb minnisslækkun............6.000 Super-VGA skjárlstaö VGA.....3.000 Citizen 24ra nála prentari..28.500 80387-16 reikniörgjörvi.....19.000 ‘f&var percur áaufictt detn'? MICROTOLVAN Suðurlandsbraut 12 - sími 688944 Gódan daginn! Gamlir meistarar Myndlist Eiríkur Þorláksson Einhverra hluta vegna hefur sú þróun orðið hér á landi að menningar- og listastofnanir þjóð- arinnar eru oft gagnrýndar kröft- uglega fyrir það sem almanna- rómur er ósáttur við, en þeim er hins vegar sjaldan hrósað á fjöl- miðlavettvangi fyrir það sem al- menningur telur meira við sitt hæfr. Laun heimsins eru vanþakk- læti, segir einhvers staðar, og má til sanns vegar færa. Á nýliðnu ári var sýningahald á Kjarvalsstöðum oft harkalega gagnrýnt, þar sem hlutur nýlistar af ýmsu tagi var mjög áberandi, auk þess sem alþjóðlegar sýningar voru fleiri en ýmsir gátu sætt sig við. Því er einkennilegt að fylgj- ast með hversu Iítil viðbrögð hafa komið fram við fyrstu sýningum á Kjarvalsstöðum á þessu ári, þar sem eldri íslensk myndlist er sett í öndvegi. Hafa þeir hinir sömu, sem hneyksluðust hvað mest á hinu nýja, þá ekki nennu í sér til að hrósa hinu hefðbundna? í vestursal Kjarvalsstaða stend- ur yfir sýning á verkum eldri ís- lenskra meistara úr eigu Lista- safns Reykjavíkur, sem á að lík- indum orðið meira safn góðra listaverka en flesta grunar. Hér hafa verið valin saman nokkur verk eftir nafnkunna listamenn: Ásgrím Jónsson, Eyjólf J. Eyfells, Finn Jónsson, Gísla Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Gunnlaug Sc- heving, Jóhann Briem, Jón Engil- berts, Jón Stefánsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Kristin Pétursson, Kristínu Jónsdóttur, Mugg, Snorra Arinbjamar, Svein Þórar- insson, Þorvald Skúlason, og Þór- arin B. Þorláksson. Flest þessi verk hafa lengst af verið uppi í opinberum stofnunum Reykjavíkurborgar, meðal annars í Höfða, en á Kjarvalsstöðum ligg- ur frammi skrá um þau verk sem prýða þennan móttökustað borg- arinnar. Auk þess hefur hluti myndanna sést á ýmsum sýning- um í gegnum árin, þannig að mörg þeirra eru vel þekkt meðal listunnenda; sýningin er því að sumu leyti eins og að endurnýja kynni við gamla og góða vini. Sú myndlist, sem hér getur að líta, er hluti af þeirri myndlistar- hefð, sem ríkti á Islandi fram yfir miðja öldina. Landslagsverkið var í öndvegi, en síðan hvarf það af trönum listamanna um langt ára- bil; það er helst á allra síðustu árum sem nýjar kynslóðir lista- manna hafa tekið að fást við þetta myndefni á ný. Sýning af þessu tagi gefur listunnendum því gott tækifæri til að bera hin eldri verk í huganum saman við það sem nú er að geijast á þessu sviði. Endurtekin kynni við verk þess- ara listamanna eru einnig vel til þess fallin að festa stöðu þeirra í huga sýningargesta. Þannig má leiða líkur að því að mynd Ásgríms Jónssonar, „Eyjafjallajökull (LR- 148), og mynd Gunnlaugs Blönd- al, „Stúlka með greiðu (LR-65), svo tvö dæmi séu tekin, verði tal- in meðal öndvegisverka í íslenskri listasögu. Hið stóra verk Jóns Stefánssonar, „Hraunteigar við Heklu (LR-14), vinnur á við hvern fund, og er án efa eitt besta verk listamannsins. Það er góð byrjun á nýju ári að rifja upp það besta frá fyrri tíð, og ætti þessi sýning því að vera listunnendum ágætt andlegt fóður við upphaf listahátíðar-árs. Sýningin „Úr Listasafni Reykjavíkur" stendur til sunnu- dagsins 16. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.