Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 36.tbl.80.árg. FIMMTUDAGUR 13. FEBRUAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Viðræður EFTA og EB: Samkomulag strand- ar á Svisslendingum - segir Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópubandalagsins Strassborg. Reuter. JACQUES Delors, forseti framkvæmdasljórnar Evrópubandalags- ins, sagðist í gær bjartsýnn á að samkomulag tækist um stofnun evrópsks efnahagssvæðis (EES). Fyrst þyrftu Svisslendingar þó að falla frá andstöðu sinni við lausn á dómstólamálinu svokallaða. Delors ávarpaði í gæí þing Evr- ópubandalagsins og kynnti þar Reuter Clinton enn í vanda Raunir Bills Clintons, eins af fram- bjóðendum demókrata í prófkjöri fyrir forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum í nóvember, ætia seint að taka enda. Fyrst var hann sakaður um framhjáhald og svo um að hafa færst undan því að gegna her- skyldu. í gær neyddist hann til að kynna sjálfur bréf sem hann skrifaði hernum árið 1969. Þar þakkar hann tilteknum liðsforingja sem vann við herkvaðningu fyrir að hafa „bjarg- að" sér frá herþjónustunni. Clinton sagði að ónafngreindir menn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu hefðu látið ABC-sjónvarpsstöðinni afrit af bréfinu í té vegna viðtals sem stöðin ætlaði að taka við hann. Var honum sagt frá bréfinu áður en viðtalið hófst og ákvað hann þá að kynna efni þess sjálfur. Er mynd- in tekin við það tækifæri. starfsemi og fjárlög framkvæmda- stjórnarinnar á næsta ári. í ræð- unni minntist hann ekki einu orði á evrópska efnahagssvæðið en fyrir þremur árum ýtti hann hug- myndinni um slíkt úr vör við sama tækifæri. Á blaðamannafundi að ræðunni lokinni tjáði Delors sig hins vegar um EES. „Lögspakir menn í Sviss verða að hætta að líta á bandalagið sem venjuleg alþjóðleg samtök." Sagði hann að Evrópubandalagið væri einstök stofnun og Fríverslunarbandalag Evrópu (EFTA) gæti ekki búist við að samningar við EB fælu í sér sams- konar reglur og þegar um tvenn alþjóðasamtök væri að ræða. Að sögn iteuíers-fréttastof- unnar geta Svisslendingar ekki fallist á að dómstóll Evrópubanda- lagsins hafi að einhverju leyti dómsvald á. EES-samningssvæð- inu öllu. Sjá „Góðar líkur taldar..." ábls.25 Sjálfstæðissinnar í Kasmír Reuter Amanuliah Khan, leiðtogi Frelsisfylkingar Kasmírs, og stuðningsmenn hans eggja hér göngumenn á leið frá Pakistan til Indlands til dáða. Gangan var stöðvuð með valdi í gær, nokkrir þátttakendur féllu og var Khan handtekinn ásamt fleirum. Sjá „Fyrirliðinn handtekinn" á bls. 24. Samveldi sjálfstæðra ríkja: Búist við að Rússar stofni eigin her eftir leiðtogafund Moskvu, Genf, Lundúnum. Reuter. DMITRÍJ Volkogonov, varnarmálaráðgjafi Borís Jeltsíns Rússlands- forseta, sagði í gær að Rússar myndu stofna eigin her. Jeltsín myndi gefa út tilskipun um málið, líklega skömmu eftir fund leiðtoga aðild- arríkja Samveldis sjálfstæðra ríkja í Mínsk á föstudag. Volkogonov sagði þetta í viðtali | ímaja Gazeta og bætti við að allar við rússneska dagblaðið Nezavís- I rússneskar hersveitir í Rússlandi og öðrum Austur-Evrópuríkjum myndu að lokum ganga í rússneska herinn. Hann lagði þó áherslu á að samveldislýðveldin myndu einnig hafa her undir sameiginlegri stjórn. Rússar hafa til þessa reynt að CNN útvarpar „einkasímtali Yassirs Arafats": Gyðingum ekki vandaðar kveðjurnar Viðmælandi leiðtoga PLO segir upptökuna falsaða Parfs. Reuter. IBRAHIM Souss, sendifulltrúi Frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, í París og háttsettur að- stoðarmaður Yassirs Arafats, leiðtoga PLO, neitaði í gær, að Arafat hefði farið niðrandi orð- um um gyðinga í símtali þeirra tveggja, sem útvarpað var á CJVW-sjónvarpsstöðinni fyrr um daginn. Souss sagðist ætla að höfða mál á hendur CNN bæði í Frakklandi og Bandaríkjunum fyrir ærumeið- ingar og brot á lögum um friðhelgi einkalífs og eink- asímtöl. Hann sagði, að upptak- an með umræddu símtali þeirra Ar- afats frá 30. fyrra mánaðar væri „gróflega fölsuð". CNN sagðist hafa fengið upp- töku af samtalinu hjá „vestrænni löggæslustofnun". Sérfræðingar sem væru kunhugir Arafat fullyrtu, Yassir Arafat að um væri að ræða rödd leiðtog- ans, en raddfræðingur teldi ekki unnt að sanna fyrir rétti að svo væri. Umræðuefnið í samtalinu er uppistandið sem varð í Frakklandi þegar George Habash, leiðtogi Al- þýðufylkingarinnar til frelsunar Palestínu, PFLP, var lagður inn á spítala í París. Souss á að hafa sagt að fjaðrafokið væri ekki sósíal- istum að kenna, heldur leiðtogum hægrimanna, Jean-Marie Le Pen og Jacques Chirac, en „einkum gyðingum ... fjölmiðlafári gyð- inga". Þessari athugasemd fylgdi reiðilestur, sem eignaður er Ara- fat, þar sem farið er mörgum niðr- andi orðum um gyðinga og Frökk- um eru heldur ekki vandaðar kveðj- urnar. Souss sagði, að hér væri greini- lega um að ræða áróðursbragð ísraela; þeir teldu sig eiga mikið undir því núna að rýra trúverðug- leika PLO og sendifulltrúa samtak- anna í París. í vinahópi sínum væru margir gyðingar og sumir þeirra ísraelar. „Þeim er varla sjálfrátt sem ætia að saka mig um gyðingahatur," sagði Souss. halda megninu af her Sovétríkjanna fyrrverandi undir einni stjórn. Stjórnvöld í Úkraínu hafa hins veg- ar ákveðið að stofna eigin her og beitt sér fyrir mun minni samveldis- her. „Rússar hafa lýst því yfir að þeir verða ekki fyrstir til að stofna eigin her," sagði Volkogonov. „En eftir Mínsk-fundinn rennur upp sú stund er við neyðumst til að til- kynna stofnun rússnesks hers. Það verður gert með forsetatilskipun, líklega eftir 14. febrúar." Nezavísímaja Gazeta sagði að yfirmenn sovéska hersins fyrrver- andi hefðu ákveðið að leggja að Jeltsín að stofna rússneskan her svo hægt yrði að staðfesta afvopnunar- samninga Sovétríkjanna við Vestur- lönd. Án hers gætu rússnesk stjórn- völd ekki staðfest samninginn um fækkun langdrægra kjarnorku- vopna (START) og Parísar- samninginn um fækkun hefðbund- inna vopna. Volkogonov sagði að rússneski herinn yrði aðallega skipaður at- vinnuhermönnum. Ef hugmyndir um varnarsamvinnu við Banda- ríkjamenn gengju eftir ætti hernum að nægja 1,5 milljónir hermanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.