Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN SIGTRYGGSSON
tannlæknir, læknir
og fyrrum prófessor,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 11. febrúar.
Jón Örn Jónsson,
Ingvi Hrafn Jónsson,
Óli Tynes Jónsson,
Sigtryggur Jónsson,
og
Guðrún Guðbergsdóttir,
Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir,
Vilborg Halldórsdóttir,
Margrét Jónsdóttir
barnabörn.
t
Móðursystir mín,
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Arnarnesi við Eyjafjörð,
lést 1. febrúar á vistheimilinu Arnarholti.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd vandamanna,
Guðmundur Þorsteinsson.
t
Móðir mín og tengdamóðir,
KRISTÍN JÖRGÍNA BJARNADÓTTIR,
lést á Hrafnistu, DAS, laugardaginn 1. febrúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Auður Hauksdóttir, Björn Kristjánsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
SAMÚEL JÓNSSON
frá Þingdal, Villingaholtshreppi,
Víðivöllum 2, Selfossi,
andaðist að morgni 12. febrúar.
Stefanía Eiríksdóttir,
Eyrún Samúelsdóttir, Loftur Jónsson,
Jón Samúelsson, Jóhanna Reginbaldursdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir,
SOFFI'A MAGDAL SIGURÐARDÓTTIR,
Reynimel 90,
lést f Borgarspítalanum þriðjudaginn 11. febrúar.
Guðjón Símonarson,
Gróa Guðjónsdóttir, Gunnar Jónsson,
Baldur Guðjónsson, Hertha Andersen,
Sigurður Guðjónsson, Kristín Ólafsdóttír.
t
Ástkær sonur okkar, fóstursonur, dóttursonur, sonarsonur og
bróðir,
ÞORVALDUR SIGURÐSSON,
Eyrarvegi 9,
Selfossi,
lést á heimili sínu að kvöldi 11. febrúar.
Sigrún Inga Sigureirsdóttir, Sigurður Þorvaldsson,
Reynir Valgeirsson,
Guðríður Guðmundsdóttir, Sigurgeir Ingvarsson,
Aðalheiður Björnsdóttir, Björn Júlíusson
og systkini hins látna.
t
Faðir okkar,
ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON,
Seljalandsvegi 26,
ísafirði,
lést 12. febrúar.
Þóra Þorvaldsdóttir,
Guðmundur Þorvaldsson,
Rannveig Þorvaldsdóttir,
Ingunn Þorvaldsdóttir.
t
Séra ÁRELÍUS NÍELSSON
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
14. febrúar kl. 13.30.
Jarðsett veröur í Eyrarbakkakirkjugarði laugardaginn 15. febrúar
kl. 14.00. Farið verður frá Fossvogskapellu kl. 13.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Minningar-
sjóð Ingibjargar Þórðardóttur í Langholtskirkju.
Þórður Árelfusson, Rögnvaldur Áreliusson,
Maria Áreliusdóttir, Steinar Berg Björnsson,
Sæmundur Árelfusson, Hildur Jónsdóttir,
Ingvar Árelíusson, Sheila Árelfusson.
Minning:
Guðbjörg Torfa-
dóttír, Hnífsdal
Fædd 18. maí 1900
Dáin 8. febrúar 1992
I dag verður jarðsungin frá
Hnífsdalskapellu föðuramma mín
Guðbjörg Torfadóttir.
Ég er einn af þessum heppnu,
sem á bams- og unglingsárum, og
reyndar fram undir þrítugsaldurinn,
átti þess kost að alast upp í fjöl-
skyldu þar sem samgangur var
mikill á milli kynslóða. Amma Guð-
björg og afi Ingólfur bjuggu á
Stekkjunum í Hnífsdal. í litla hús-
inu innst í Stekkjargötunni. Reynd-
ar oftar kallað niðri á Bökkum.
Allan þann tíma sem ég man
vom amma og afi með búskap. Þau
höfðu kindur, hænsni, einnig hund
og kött. Minningar mínar frá þess-
um ámm tengjast því skepnuhaldi
og bústörfum, bæði sumar og vet-
ur. Á þessum ámm unnu bæði
amma og afí í frystihúsinu í Hnífs-
dal, og oft kom það fyrir að maður
var í heimsókn í hádeginu, þegar
þau komu heim í klukkutíma, borð-
aði hjá þeim og spjallaði, hjálpaði
til við að laga kaffíð, horfði á ömmu
útbúa nestið og fylgdi þeim síðan
upp Bakkana, í rútuna sem flutti
fólkið í frystihúsið. Eftir að afí heit-
inn Ingólfur féll frá, urðu sam-
skipti okkar ömmu og systkinanna
í Holti enn meiri en áður. Ástæðan
var einfaldlega sú að amma þurfti
á aðstoð að halda við búskapinn og
oftar en ekki litum við systkinin á
það sem sjálfsagðan hlut af daglega
lífínu að fara í fjárhúsin og gefa,
moka snjóinn eða rifja hey og hirða
yfir sumarið.
Við þessa samvera með ömmu
fór ekki hjá því að við kynntumst
henni, skapferli hennar og lífsskoð-
unum. Og það verður að segjast
eins og það er, að amma var dug-
leg, ákveðin og stundum ósveigjan-
leg. Það veit ég að ef amma hefði
verið karlmaður, hefði henni sjálf-
sagt verið lýst sem duglegum skip-
stjóra. Hún var hörkukerling.
Ég held ég megi segja að til við-
bótar ástúð og kærleika milli full-
orðinnar konu og barnabams, þá
urðum við amma góðir og ævilang-
ir vinir. Hvemig eða af hverju það
gerðist veit ég ekki, kannski af því
við vomm hæfilega ólík eða lík, eða
af því við bæði vom hálfgerðir ein-
farar.
Þær minningar sem spruttu fram
í hugann þegar ég frétti andlát
ömmu, vom um bústörfín, þegar
við vomm saman í hænsnahúsi eða
fjárhúsi, úti á túni að slá eða hirða,
fara í beijamó eða uppi á fjalli að
smala fé eða draga í dilka. Eða
þegar við sátum við eldhúsborðið,
horfðum saman á sjónvarpið, fómm
saman með bænimar á kvöldin þeg-
ar ég svaf í húsinu hjá henni eftir
að hún varð ein, eða spiluðum vist
eða „manna“ með Boggu í Hregg-
nasanum eða Veigu Villa. Á þessum
tíma var ég þiggjandi og lærði að
umgangast fólk, lærði um fólk og
siði, hlustaði og spjallaði við lífs-
reyndar manneskjur sem höfðu
mikla reynslu og kunnáttu af lífinu.
Af allri umgengni við ömmu, vini
hennar og störf, hef ég lært gríðar-
lega mikið og á henni mikið að
þakka.
Það var svo 1982 sem hlutverk-
um okkar var að nokkm snúið við.
Þá stóð til að amma flytti úr húsinu
sínu á Stekkjunum og í íbúðir aldr-
aðra á Isafírði. Amma blessunin var
nú ekki sérlega hrifín af þeirri hug-
mynd í upphafi, en lét þó af því
verða. Það merkilega gerðist að
þessi áætlun um flutning ömmu
varð til þess ásamt fleira, að ég
sótti um og fékk starf og íbúð í
þessu húsi. Hvort það var vegna
ömmu, eða amma flutti vegna mín
veit ég ekki enn, en alla vega varð
þetta til þess samskipti okkar ömmu
og fjölskyldu minnar urðu enn meiri
en áður.
Nú var það amma sem kom í
kaffí eða borðaði hjá mér og pass-
aði börnin ef þannig bar við.
Þegar síðan amma veiktist og
þurfti á Sjúkrahúsið á ísafírði, tal-
aði hún oft um það hversu heitt
hún óskaði þess að mega deyja án
þess að þurfa að liggja lengi og
bíða, vitandi að spurningin var bara
um tíma en ekki heilsu. Því miður
varð ömmu ekki að þessari ósk
sinni, því' hún þurfti að liggja á
sjúkrahúsi í um 7 ár. En nú er
kallið komið og fyrir það veit ég
að hún er þakklát.
Ömmu þakka ég allar samvem-
stundimar, bæði fyrr og síðar, og
fyrir það að hafa átt hana sem vin
og með hennar stuðningi komist til
vits og ára.
Ég og fjölskylda mín biðjum Guð
að geyma ömmu í nýjum heimkynn-
um.
Halldór, Ingileif, Helgi Hrafn,
Guðbjörg og Guðmundur
Ingi.
í dag, fímmtudag 13. febrúar,
verður jarðsett frá Hnífsdalskapellu
tengdamóðir mín, Guðbjörg Torfa-
dóttir, áður til heimilis á Stekkjar-
götu 40, Hnífsdal.
Hún fæddist 18. maí árið 1900
á bænum Asparvík í Kaldrananes-
hreppi í Strandasýslu.
Foreldrar hennar vora hjónin
Anna Bjamadóttir og Torfí Björns-
son er þar bjuggu. Börn þeirra
hjóna vom átta og em nú aðeins
tvö þeirra á lífí, Torfhildur og Ey-
mundur, sem bæði dveljast á Hlíf
á ísafirði.
Upp úr aldamótum var lífsbarátt-
an hörð og óvægin, og á mann-
mörgu æskuheimili Guðbjargar
ríkti mikil fátækt, en samheldni
foreldranna tryggði börnum þeirra
ávallt mat og fatnað eftir því sem
til þurfti.
Þegar Guðbjörg var á fímmta ári
fellur faðir hennar frá og allir heim-
ilishagir breytast á svipstundu. Mik-
il fátækt verður að örbirgð og þrúg-
andi óvissa tekur við af öryggi sam-
hents heimilis.
Það fór líka svo að Anna, móðir
Guðbjargar, neyddist til að leysa
+
Elskuleg móðir okkar,
BENTÍNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. þessa mán-
aðar kl. 10.30.
Börnin.
+
Systir okkar og mágkona,
ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR JOHNSON,
áðurtil heimilis
á Sólvallagötu 16,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. febrúar
kl. 15.00.
Pétur Kristjánsson,
Haraldur Kristjánsson, Gerða Herbertsdóttir.
upp heimili sitt og að þeirra tíma
siðvenju var börnunum tvístrað
hveiju í sína áttina. Einstæð móðir
á þeim tíma hafði ekkert val, og
gat ekki komið neinum vörnum við
til þess að halda fjölskyldu sinni
saman.
Guðbjörg var flutt nauðug að
Hafnarhólmi í Steingrímsfirði, þar
sem hún dvaldist til sjö ára aldurs
að hún fluttist að Sandnesi og þar
dvaldi hún til þess að hún er fullra
17 ára. Guðbjörgu leið allvel á
Sandnesi og þaðan átti hún þess
kost að ganga í skóla sem reyndar
var farskóli. Ljóst er að hún lauk
fullnaðarprófi með ágætiseinkunn.
Um aðra eiginlega skólagöngu var
ekki að ræða á þeim tíma.
Árið 1917 eignaðist Guðbjörg son
sem skírður var Torfi, og var faðir
hans Einar Sigvaldason á Sand-
nesi. Þetta barn sitt missti hún er
það var þriggja ára gamalt, og var
það henni mikið harmsefni.
Guðbjörg Torfadóttir var
snemma með afbrigðum handlagin,
og kom það fram bæði við sauma
og hannyrðir sem og önnur húsverk.
Það fór því snemma gott orð af
dugnaði hennar og verklagni, og
er víst að þessir eiginleikar urðu til
þess að henni bauðst betri vist en
ella hefði orðið, eftir að hún komst
af unglingsámm. I
Frá Sandnesi fluttist Guðbjörg
að Kollafjarðarnesi og dvaldi þar í
þijú ár, en vorið 1921 bauðst Guð- ^
björgu að ráðast sem kaupakona
vestur að Djúpi í Æðey. Það tæki-
færi greip hún fegins hendi enda
kom það á daginn að þessi ráðstöf-
un varð henni til mikilla heilla.
í Æðey leið henni vel og á þvi
gagnmerka og fjölmenna heimili
fengu hæfileikar Guðbjargar notið
sín, enda varð hún vinsæl af verkum
sínum.
í Æðey mun hún hafa dvalið í
rúm sex ár. Síðustu árin í Æðey
hafði hún kynnst Ingólfi Jónssyni
frá Bolungarvík, sem þá var vinnu-
maður á Látmm í Mjóafirði.
Árið 1928 fluttu þau til Hnífs-
dals þar sem þau gengu í hjónaband (
17. maí 1930 og bjuggu æ síðan.
í fyrstu bjuggu þau á ýmsum
stöðum í þorpinu í húsum sem nú <J
em löngu horfín, bæði utan og inn-
an ár, en árið 1934 keyptu þau
húseignsemstóðinnstviðStekkjar- (
götu og fluttust þangað. Þar bjuggu
þau árið 1936 með þremur elstu
bömum sínum þegar mikið ofviðri
í febrúar eyddi heimili þeirra og þau
stóðu eftir allslaus.
Heimilisfaðirinn var að heiman
við vinnu við Fossavatn f Engidal
er atburðurinn átti sér stað. Mælt
er að hann hafí haft á orði er hann
frétti hvað gerst hafði að hann
hafi aldrei verið ríkari. Konu hans
og böm sakaði ekki.
Eftir þetta áfall hófst baráttan
að nýju, og enn réðust þau í húsa-
kaup. í þetta sinn á Stekkjargötu
40. Þar bjuggu þau síðan þar til
Ingólfur lést, 17. janúar 1969. Eft- g
ir það bjó Guðbjörg þar til ársins
1982, að hún fluttist á Hlíf, íbúðir
aldraðra á Ísafírði. g
Guðbjörg og Ingólfur eignuðust *
fímm böm sem öll em á lífí. Þau
em: Guðrún, fædd 1925, býr á g
Fomusöndum, V-Eyjafjallahreppi, "
var gift Jóni Hafliða Magnússyni,
en hann lést sl. sumar. Torfí, fædd-
ur 1930, býr í Reykjavík, var giftur