Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRUAR 1992 19 Háteigskirkja teiknuð af Halldóri H. Jónssyni. Ég get ekki lokið þessum kveðju- orðum án þess að minnast sérstak- lega á Margréti og heimili þeirra Halldórs. Hjónaband þeirra var ein- stakt. Þau höfðu verið gift í rúm- lega fimmtíu ár, en í öllum sam- skiptum þeirra kom fram djúp virð- ing þeirra og ást hvort á öðru. Sam- ráð þeirra var mjög náið. Á heimili þeirra var fáum hlutum ráðið án samráðs hins. Þau ferðuðust ævin- lega saman. Hin síðari ár að minnsta kosti, fór Halldór aldrei út til kvöldverðar án Margrétar. Þau voru mjög samhent um að móta glæsilegt heimili sitt á Ægis- íðu, sem ber þeim hjónum gott vitni um fágaðan smekk og mikla reisn. Þar er sérstakt að koma og gest- risni mikil. Átti Margrét mikinn hlut í öllum störfum eiginmanns síns. Ég vil að leiðarlokum flytja þakk- ir mínar og fjölskyldu minnar fyrir einstaka viðkynningu og samstarf. Eg flyt í nafni Eimskipafélags íslands og stjórnar þess einlægar þakkir fyrir mikil og heilladrjúg störf í þágu félagsíns. Ég færi Margréti Garðarsdóttur, sonunum þremur, fjölskyldum þeirra og eftirlifandi systur einlæg- ar samúðarkveðjur. Eg bið góðan Guð að styrkja þau á erfiðum tíma í sorg þeirra. Blessuð sé minning Halldórs H. Jónssonar. Hörður Sigurgestsson. Hann Halldór er látinn, var mér sagt er ég kom heim úr stuttri utan- landsreisu 7. þessa mánaðar. Þetta kom mér ekki á óvart, þar sem ég hafði hitt konu Halldórs, Margréti, nokkrum dögum áður, eða 2. febrú- ar, og sagði hún mér þá að hverju stefndi. Ég lét hugann reika 60 ár aftur í tímann, en sumarið 1931 útskrif- uðust glaðir og ánægðir stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík. Á meðal þeirra vorum við Halldór, en við sátum í svokölluðum C-bekk, eða stærðfræðideild, en i bekknum voru alls 12 nemendur. Þetta var nokkuð samstilltur hópur, og geri ég ekki ráð fyrir að við höfum ver- ið betri eða verri en aðrir sem í skólanum sátu. Auðvitað brölluðum við margt, en þar sem Halldór bjó við Bókhlöðustíg, gengt skólanum, urðu vistarverur hans fljótt eins konar miðstöð okkar. Það var hvort tveggja, að stutt var að fara, og Halldór einkar gestrisinn. Þótt við værum með ýmsar uppákomur í skólanum, og líkaði misjafnlega við kennarana, þá var það svo að þegar prófum var lokið, var ekki laust við að við fyndum til söknuðar, og ávallt höfum við fundið hlýhug til skólans, og ekki síður kennaranna, sem voru afbragðs lærifeður, og veittu okkur þá undirstöðumenntun sem okkur var nauðsynleg til frám- haldsnáms. Stundum var erilsamt hjá Hall- dóri og ef hann taldi að hann hefði orðið eitthvað á eftir í námi, átti hann það til, að tilkynna félögunum að hann ætlaði að loka sig af til að vinna upp það sem hann taldi sig þurfa. Þetta var eitt af einkenn- um Halldórs og virtum við félagarn- ir þessar óskir hans, en af þessum sökum varð námsárangur hans góð- ur. A þessum árum varð sú vinátta milli okkar, sem hélst alla tíð. Ég átti þess kost að dvelja á heimili Halldórs í nokkur skipti, en þar var manni tekið eins og einum úr fjöl- skyldunni. Foreldrar Halldórs, þau Jón Björnsson frá Bæ og Helga María Björnsdóttir, voru rómuð fyrir gest- risni og heimilisbragur allur hinn myndarlegasti. Bjuggu þau í einkar snotru húsi við Brákarey í Borgar- nesi, þar sem Jón rak umfangs- mikla sveitaverslun. Ég minnist ennþá hve Helga var umhyggjusöm við okkur unglingana og dekraði við okkur á alla lund. Á þessu myndarlega og ástúð- lega heimili óx Halldór úr grasi, og var það honum óneitanlega stoð í lífinu. Eftir stúdentspróf tvístraðist bekkjarhópurinn og völdu menn sér þá grein, sem þeir ætluðu að starfa í. Halldór fór til Svíþjóðar og innrit- aðist í Kungliga Tekniska Hugskol- an í Stokkhólmi og nam þar arki- tektúr. Að loknu námi kom Halldór heim en það mun hafa verið á árinu 1938, og rak þá arkitektastofu í Reykjavík. Eru til mörg myndarleg stórhýsi, sem hann hefir teiknað, og má þar m.a. nefna Bændahöll- ina, Háteigskirkju og Borgarnes- kirkju, auk fjölda íbúðarhúsa. Á þessum húsum mátti greina hand- bragð Halldórs, en þau voru bæði vönduð og falleg. Þegar Halldór kom frá námi í Svíþjóð, settist hann að í Reykjavík eins og áður segir, og bjó þá á heimili mínu, á Mið- stræti 10, en móðir mín var þá orð- in ekkja. Fór vel á með okkur og styrktist vinátta okkar enn meir. Eitt atvik frá stúdentsárunum er mér ákaflega minnisstætt. Dag nokkurn gengum við bekkjarbræð- urnir Halldór og Pétur Sigurðsson sjóliðsforingi vestur á Grímsstaða- holt, og þar nokkru vestar, mig minnir að það hafi heitið Einars- staðir, gengum við á hól nokkurn. Var fagurt veður, Skerjafjörðurinn spegilsléttur, en þarna var engin byggð né skipulögð svæði. Er við höfðum staðið þarna nokkra stund sagði Halldór, hér vil ég byggja mitt hús. Þetta gekk eftir þótt 20 ár Iiðu milli þessara orða og þess er hann hóf byggingu húss síns, sem hann bjó í til dauðdags, og bjó fallegt heimili með konu sinni, Margréti Garðarsdóttur. Hjónaband þeirra var ákaflega ástsælt og voru þau ákaflega sam- rýmd í þá rúmlegu hálfu öld sem þau bjuggu saman. Þegar litið er yfir farinn veg er margs að minnast, og allar eru þær minningar góðar, þess sárara verð- ur að kveðja góðan vin, en þó má það vera mun sárara fyrir eftirlif- andi konu hans og synina þrjá og fjölskyldur þeirra. Það er þó huggun harmi gegn, að minningin lifir um góðan föru- naut og fjölskylduföður. Baldvin Jónsson. Nú þegar útför góðvinar míns Halldórs H. Jónssonar fer fram vil ég senda honum mínar innlegustu hinstu kveðjur. Kynni okkar hófust þegar við þreyttum saman inntökupróf í Menntaskólann í Reykjavík árið 1925. Við vorum bekkjarfélagar öll árin í skólanum, þó við værum ekki í sömu bekkjardeildum. Þannig tók Halldór stúdentsprófið úr stærð- fræðideild, en ég úr máladeild. Hánn var mjög góður félagi, traustur en þó ævinlega léttur og skemmtilegur. Ég mun ekki rekja starfsferil hans hér enda býst ég við að aðrir muni gera það. Samt sem áður langar mig að minnast á nokkur atriði. Þegar Halldór hafði lokið arkitektsprófi sínu í Svíþjóð hóf hann störf hér heima og það er hreint með ólíkindum hve miklu hann kom í verk og hafði margs konar störf á hendi. Hann teiknaði fjölmörg hús af ýmsum stærðum og finnst mér mörg þeirra vera hrein listaverk, eins og til dæmis Háteigskirkjan í Reykjavík. Auk aðalstarfs gegndi hann fjölda trún- aðarstarfa, var meðal annars í stjórn margra fyrirtækja og oftast sem formaður. Halldór var mjög farsæll í sínum störfum og auk þess var hann svo lánsamur að kvongast fyrirmyndar og ágætis konu árið 1940, Margréti dóttur Garðars Gíslasonar stórkaupmanns. Hún bjó manni sínum fagurt heim- ili. Tíu árum eftir að þau giftust reisti Halldór glæsilegt íbúðarhús á Ægissíðu 88 og að sjálfsögðu hafði hann teiknað það sjálfur. Þau hjónin eignuðust þrjá syni. Elstur þeirra er Garðar húsameist- ari ríkisins, næstelstur Jón hæsta- réttarlögmaður og yngstur er Hall- dór Þór verkfræðingur, en hann starfar nú sem flugmaður. Þegar við héldum upp á 50 ára stúdentsafmæli okkar, buðu Hall- dór og Margrét eiginkona hans öll- um samstúdentum okkar, þeim sem til náðist og mökum þeirra, heim til sín á hið fagra heimili við Ægiss- íðu. Það var ein glæsilegasta veisla sem ég hef verið í, þjónar í einkenn- isbúningum með hvíta hanska gengu um beina og annað eftir því. Þetta var mjög skemmtileg og eftirminnileg samkoma. Á sjötugsafmæli Halldórs bauð hann til veislu sem fram fór í sölum neðstu hæðar Bændahallarinnar, einu af þeim stórhýsum sem hann hafði teiknað. Honum voru haldnar margar og góðar lofræður enda átti hann það skilið. Þarna var sam- ankominn fjöldi manns og miklar og góðar veitingar voru fram born- ar. Þetta var eftirminnileg stór- veisla og góð skemmtun. Margt af okkar gömlu bekkjar- systkinum og samstúdentum sem ég hef verið í sambandi við hafa beðið mig fyrir sínar innilegustu kveðjur til Halldórs og kærar sam- úðarkveðjur til fjölskyldu hans. Við Þórdís kona mín samhryggjumst innilega frú Margréti, börnum þeirra hjóna og fjölskyldum þeirra. Við biðjum Halldóri guðsblessun- ar á þeim leiðum sem hann nú hef- ur lagt út á. Blessuð veri minning hans. Erlingur Þorsteinsson. Að heilsast og kveðjast - það er lífsins saga. Fyrir nákvæmlega 50 árum, þegar undirritaður hóf störf hjá Garðari Gíslasyni h.f. var heilsast og kynni hófust, sem ávallt urðu nánari og innilegri eftir því sem árin liðu. Það var hlutskipti Halldórs að stjórna útflutningsverslun fyrirtæk- isins, þar til rekstri var hætt fyrir nokkrum árum. Eins og kunnugt er, var Halldór arkitekt að mennt, og má sjá margar glæsibyggingar í þessari borg, sem hann er höfund- ur að, en auk þess hlóðust á hann ýmis aukastörf og fjölmargt sem kallaði að á sama tíma. En alltaf vírtist hann hafa nægan tíma fyrir fyrirtækið. Það var gott að vinna með hon- um. Hann var yfirvegaður, aðgæt- inn og heiðarlegur í hvívetna. Auk þess var hann ráðhollur vinur, sem hlustaði á persónuleg vandamál og átti sinn þátt í að leysa þau. Margs er að minnast. Þakkir eru nú fluttar þá kveðjustund er upp runnin. Samúðarkveðjur sendum við hjónin frú Margréti, sonum þeirra og fjölskyldum. Blessuð veri minning Halldórs H. Jónssonar. Gunnlaugur J. Briem. Málverka- og ljóðasýning- ar á Kjarvalsstöðum í VESTURSAL stendur yfir sýning á verkum í eigu Reykjvíkur- borgar eftir eldri meistarana. Þeir eru m.a.: Jón Engilberts, Jón Stefánsson, Asgrímur Jónsson, Gunnlaugur Blöndal, Kristin Jóns- dóttirj Júlíana Sveinsdóttir, Jóhann Briem og Gunnlaugur Sche- ving. I austursal stendur yfir sýning á verkum í eigu Reykjavíkur- borgar eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval. Og í austursal stendur yfir sýn- ing á ljóðum eftir Hannes Sigfús- son. Næsta helgi verður síðasta sýningarhelgi. Á laugardögum og sunnudögum kl. 16.00 er sérstök safnaleiðsögn fyrir sýningargesti á Kjarvalsstöð- um. Sérfræðingur safnsins mun taka á móti gestum í anddyri Kjarvalsstaða og skoða með þeim sýningu Kjarvals og eldri meistara úr Listasafni Reykjavíkur. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 10.00 til 18.00 og er veit- ingabúðin opin á sama tíma. (Ur fréttatilkynningu) HRINGDU OG FAÐU SENT EINTAK. Pöntunarlistinn kostar 250 kr. + póstburðargjald. PÖNTUNARLÍNA 91-653900 R i- Orugg festing...með ábyrgð! Helstu söluaðilar BMF á íslandi: Höfuðborgarsvæðið: Húsasmiðjan hf., Reykjavfk. Húsasmiöjan hf., Hafnarfirði. Vesturland: Akur hf., Akranesi. Kaupf. Borgfirðinga, Borgamesi. Skipavlk hf., Stykkishólmi. Vestfirðir: Pensillinn hf., Isafirði. Norðurland vestra: Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga. Torgíð hf., Slglufirði. Kaupf. Skagfirðinga, Sauðárkróki. Norðurland eystra: KEA byggingavörudeild, Lónsbakka, Akureyri. Skapti hf„ Akureyri. Kaupf. Húnvetninga, Blönduósi. Kaupf. Þingeyinga, Húsavlk. Austurland: Kaupf. Héraðsbúa, Egilsstöðum. Kaupf. Fram, Neskaupstað. K.A.S.K. HOfn, Hornafirðl. Suðurland: Kaupf. Rangæinga, Hvolsvelll. Höfn-Þrfhyrningur, Hellu. S.G. buðin, Selfossi. Húsey, Vetmannaeyjum. Suðuraes: Jarn & skip, Kellavlk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.