Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992 15 „Sjá hér hve illan endi ofstjómarvaldið fær“ eftirÁsgeir Jakobsson Hún Hafrannsókn okkar lagði fram fyrstu stjórnunaráætlun sína í fískveiðum árið 1972. Áður en hún tók við stjórninni var gerð úttekt á fískbúskapnum. Árlegur meðal- þorskafli undangenginna 20 ára (1952-72) hafði verið 438 þús. tonn og síðasta ár hinnar stjómlausu sóknar, 1971, var þorskaflinn 453 þús. tonn. Ungfískur 1. og 2. árs var talinn 873 milljónir físka. Allur þorskstofninn veginn 1,5 milljónir tonna, þar af hrygningarstofninn 700 þús. tonn. Hafrannsókn var hvorki sátt við fyrra búskaparlag né ástand físk- stofnsins og vildi mæta þessum stofni með friðun og samdrætti í afla. Hann væri svo illa farinn stofninn. Ef hún fengi að stjóma myndi stofnunin sjá til þess að í árslok 1992 væri fenginn 500 þús. tonna jafnstöðu þorskafli og milljón tonna hrygningarstofn, og horfnar væru árlegar aflasveiflur náttúr- unnar. Til þess að ná þessu marki sagðist hún ætla að stjóma þorsk- aflanum niður í 2-300 þús. tonna árlegan afla í áratug eða svo (þeir em nú orðnir tveir) og friða smá- físk. Á níunda áratugnum fæmm við að njóta ávaxtanna af þessum þorsksparnaði og friðun. Nú á tvítugsafmæli Hafrann- sóknafískiríis er jafnstöðu þorskafli Hafrannsóknar ekki 500 þús. tonn, heldur 230 þús. tonn, og hrygning- arstofninn ekki milljón tonn, heldur 300 þús. tonn og þijú aflaleysisár sögð framundan. Fallið hófst strax. Átta milljónir af ungfíski eins til 2ja ára, sem Hafrannsókn tók við 1972 urðu ekki nema 342 milljónir af 3ja ára físki 1974. Og sama ár var 700 þús. tonna hrygningarstofninn fall- inn niður í 300 þús. tonn. Þar sem smáfiskur kemur ekki inn í veiðam- ar fyrr en á fjórða ári (30-200 gramma fískur veiðist ekki í vörpu með 60 fersentimetra möskva) verður þetta mikla fall á smáfíski í tvö ár ekki skrifað á reikning veið- anna. Hafrannsókn telur réttilega ekki áhrif veiða heíjast fyrr en á fjórða árs físki. Stofnunin hafði ein- faldlega gleymt að gera ráð fyrir að þessar átta milljónir ungfíska þyrftu að éta til að vaxa upp. Þeir vita margt á Hafrannsókn, en vand- ræðin sem af þeim stafa em þau, að þeir vita ekki hvað þeir vita ekki. Þessi ofansagða fisktitta- mergð hafði lent í köldum og ætis- lausum pólarsjó á sínu fyrsta til öðru aldursári. Sjór hafði tekið að kólna nyrðra upp úr 1965 og þar með sneiðast um æti á uppeldisslóð- inni. Osta- og smjörsalan: Ný tegund af viðbiti á markaðinn OSTA- og smjörsalan hefur hafið sölu á Klípu, sem er nýtt viðbit ætlað ofan á brauð. í Klípu er 33% minni fita en í öllum öðrum tegundum viðbits sem fáanlegar eru, eða aðeins 27% fita. Mjólkurbú Flóamanna framleiðir Klípu með einkaleyfí frá Svíþjóð, en þessi vara hefur hingað til eingöngu verið framleidd þar og í Frakklandi. Fitan sem notuð er við framieiðsluna á Klípu er að 4/5 hluta smjör og 1/5 hluta olía, en af þessu leiðir að hún er ekki aðeins afar fítusnauð heldur er af henni ósvikið smjörbragð, segir í frétt frá fyrirtækinu. „Það var sem sé 1972, sem örlaga Hafrann- sóknaskekkjan gerðist. Hafrannsókn vildi eng- an lærdóm draga af fiskveiðisögunni, sem sýnir hvað íslenzk fiski- slóð er viðkvæm fyrir of stórum stofni. Haf- rannsókn þekkti ekki vistkerfið nægjanlega og stjórnaði því í blindni.“ Það var sem sé 1972, sem örlaga Hafrannsóknaskekkjan gerðist. Hafrannsókn vildi engan lærdóm draga af fískveiðisögunni, sem sýn- ir hvað íslenzk fískislóð 'er viðkvæm fyrir of stórum stofni. Hafrannsókn þekkti ekki vistkerfið nægjanlega og stjórnaði því í blindni. Þorskstofninn hafði haldist uppi köldu árin eftir 1965, af því að þessi sex ár hafði verið veitt í stjóm- lausu sókninni nóg til þess að stofn- inn féll ekki þessi síðustu ár stjóm- lausu sóknarinnar, þrátt fyrir óhag- stæð skilyrði á uppeldisslóðinni. Stofninn féll strax og dregið var úr veiðum og smáfískur friðaður inn á köldu slóðina. Tuttugu ára stjóm- unarsamdráttur Hafrannsóknar og stjórnvalda í þorskafla nemur 1 milljón 581 þús. tonni frá heildar- þorskafla stjómlausu sóknarinnar 1952-72 (8 milljón 763 þús. tonn á móti 7 milljónum 182 þús. tonn- um). Hafrannsókn ber sig upp við þjóðina undan því, að aflasamdrátt- ur hennar hafi ekki verið nægjan- lega fylgt og segir þar muna orðið 500 þús. tonnum. Hefðu 500 þús. tonnin gert allan muninn? Því trúir núverandi sjávar- útvegsráðherra og boðar herta Haf- rannsóknastefnu. Hann er heitur trúmaður, ráðherrann. Það verður ekki í öðrum stað að fínna hans líka í trúarhita en í Hafnarhvoli við Ásgeir Jakobsson Tryggvagötu, þar sem Vottar Je- hóva hafa bækistöð sína. Margt gott má um það trúfélag segja, en hinn þríeini guð Vottanna, faðir, sonur og heilagur andi, er misvitur. Maður hélt að heilagur andi hefði dottið út í kosningunum síðustu, en hann gekk þá aftur tvíefldur í Hafrannsóknastefnunni. Það em því allar líkur á að maður lifí það, að skrifa eftirmælagrein um íslen- skan sjávarútveg, þar sem hver Hafrannsóknaráðherrann tekur við af öðrum. Við andstæðingar Hafrannsókn- ar í aflabrögðum höfum jöfnum höndum vitnað í Shakespeare (Something is rotten in the state of Denmark) og Hallgrím Péturs- son, „Sjá hér hve illan endi“, og fleiri andans menn og signt okkur í hvert sinn og Hafrannsókn er nefnd, en allt komið fyrir ekki. Þessum inngangi læt ég fylgja afmælisljóð, sem ég hef nú ort til Hafrannsóknar og þrenningarinnar. Sjá hér hve illan endi ofstjómarvaldið fær. Aflinn í alvalds hendi aumari í dag en í gær. Nær því að engu orðinn því ólukkans fískiforðinn fellur jafnt og hann grær. - Hafrannsókn rær og rær - Þorrann og góuna þreyði þrenningin aftur í skut. Hún grætur þar glötuð seiði og glataðan aflahlut. En stjómað mun styrkri hendi og stefnunni ekki breytt. Allt hefur óvissan endi nema aflinn í ekki neitt Það verða ýmsir nú til að minn- ast afmælis Hafrannsóknar. Einn er hann dr. Schopka. Þar er nú gat í ósonlagið. Það er enginn tími til að stoppa í það nú, enda dugir ekk- ert stopp. Það verður að sauma alla flíkina upp fyrir hann. Höfundur ér rithöfundur. WETimf! ©Q FJ hjá krbns oestrft KINGLUSPORT KYNNIR VETRARFATNAÐ FRA: m Rank Shorter OG FLEIRUM: FATNAÐURINN SEM VEITIR HLYJU OG VERND í KULDA OG VONDUM VEÐRUMl HANN ER 45 ÁRA, BUICK 1947 KKINGLA BILALEIGAN ALP -AVIS ER MEÐ KYNNINGU Á STARFSEMI SINNI. SCANDIA ÍSLAND KYNNIR TYGGINGAR SEM í BOÐI ERU HJÁ FÉLAGINU. KRINGLUSPORT, BORGARKRINGLUNNI, SÍMI: 679955

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.