Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992 Afnám viðskiptabanns á Suður-Afríku: Verðum samstiga norræn- um verkalýðsfélögum - segir Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður verkalýðsfélagsins Dags- brúnar, segir að enn hafi ekki verið tekin afstaða innan Dagsbrúnar til samþykktar ríkisstjórnarinnar um að aflétta viðskiptabanni á Suður-Afríku. Hann segir að fyrst ætli Dagsbrún að hafa samráð við verkalýðsfélög á Norðurlöndum. Gunnar Þór Gíslason, fram- kvæmdastjóri Mata hf., telur að með því að hefja aftur innflutning á ávöxtum frá Suður-Afríku geti það hugsanlega leitt til lækkaðs vöruverðs. „Við tökum ekki formlega afstöðu til þessa máls fyrr en afstaða verka- lýðsfélaga á Norðurlöndum verður ljós. Við ætlum að vera í takt við þá varðandi þetta mál og við ætlum ekki að verða fyrri til að aflétta af- stöðu okkar,“ segir Guðmundur. Hann segir að ætlunin sé að koma með yfirlýsingu varðandi afnám við- skiptabannsins eftir helgi. Fyrirtækið Mata hf. er eitt þeirra fyrirtækja, sem flutti inn vörur frá Suður-Afríku áður en viðskipta- bannið var sett á árið 1988. Gunnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri, segir það alveg ljóst að með því að aflétta viðskiptabanninu opnist möguleikar á hagstæðari innkaupum á matvöru til landsins. „Við fluttum mikið inn af vínbeijum og appelsín- um fyrir viðskiptabannið. Við lítum það björtum augum ef opna á aftur fyrir viðskipti við Suður-Afríku og það er einnig ástæða fyrir neytendur að gleðjast, en á þeim vörum, sem við fluttum inn þaðan eru yflrburðar- gæði og verðið er auk þess mun hagstæðara,“ segir Gunnar Þór. Ó. Johnson & Kaaber hf. flutti inn Del Monte ávexti frá Suður-Afríku. Ólafur Ó. Johnson, markaðsstjóri fyrirtækisins, segir að vegna við- skiptabannsins hafl verið farið að flytja inn Del Monte vörur frá Evr- ópu og við það hafl verðið hækkað. „Mikið af verksmiðjum Del Monte í Suður-Afríku hefur hins vegar verið lokað vegna viðskiptabanns margra landa. Þess vegna er mjög hugsan- legt að ekki verði hægt að fá þessar vörur á því verði sem áður var hægt,“ segir Ólafur. Hann segir jafnframt að ef Del Monte í Suður-Afríku nái sér aftur á strik geti vel verið að möguleikar á frekari innflutningi þaðan opnist aftur. „Við höfum einnig kannað lí- tillega möguleika á að skipta við aðra aðila þar en það er í raun ekk- ert öruggt í því hvað við gerum í þessum rnálurn," segir Ólafur. VEÐUR 3° JL V Helmltó: Veðurstola (slands (Byggt ö veðurspá kl 16.1S I gær) ÍDAGkl. 12.00 VEÐURHORFUR I DAG, 13. FEBRUAR YFIRLIT: Um 500 km suðsuðvestur af Reykjanesi er 948 mb lægð, sem þokast austur og grynnist. Yfir Grænlandi er 1015 mb hæð. SPÁ: Allhvöss austanátt og snjókoma eða slydda um norðanvert landið en suðaustan stinningskaldi og slydduél syöra. Hiti 0 til +3 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Suðaustlæg átt, víðast fremur hæg og sennilega hlýtt. Skúrir eða slydduél um sunnan- vert landið, en annars þurrt. Svarsími Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt ' Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað / / / * / * r r * r r r r r * r Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V $ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og flaörirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka FÆRÐ A VEGUM: Greiðfært er um flesta vegi landsins nema á Vestfjörðum. Á Suður- landi er vart ferðaveður í nágrenni Vikur og i Öræfasveit. Á Aust- fjörðum og Norðausturlandi er smávegis snjór á vegum og gæti færð versnað þar ef hvessir eins og spáð er. Greiðfært er fyrir Hvalfjörð og vestur um Snæfellsnes og um Dali til Reykhóla en víða er hvassviðri. Fært er frá Brjánslæk til Patreksfjaröar og það- an til Tálknafjarðar en ekkert ferðaveður er á Hálfdán. Fært er norður yfir Holtavörðuheiði til Hólmavíkur en Steingrímsfjarðar- heiði er aðeins fær jeppum og stórum bílum, en þaðan er fært til ísafjarðar en hálka er á þeirri leið. Breiðadals- og Botnsheiði eru ófærar. Greiðfært er um allt Norðurland en þar er spáð versnandi veðri. Vegagerðin VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akúreyri +4 alskýjað Reykjavtk 2 úrkomaígrennd Bergen vantar Helsinki vantar Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq 46 skafrenningur Nuuk 421 skafrenningur Ósló vantar Stokkhólmur vantar Þórshöfn vantar Algarve 17 skýjaö Amsterdam 11 súid Barcelona vantar Beriín 7 skýjaö Chicago •f6 alskýjað Feneyjar 7 súld Frankfurt 9 súld Glasgoty 10 rigning Hamborg 7 súld London 12 rigning Los Angeles 13 skúr Uixemborg 9 súld Madríd 11 skýjað Malaga 17 léttskýjað Mallorca 15 þokumóða Montreal 426 iéttskýjað NewYork 48 lóttskýjað Orlando 10 þoka París vantar Madeira 18 skýjað Róm 16 þokumóða Vín 9 alskýjað Washington +2 skýjað Winnipeg 420 alskýjað Morgunblaðið/Ámi Sæberg í þessum fríða hópi á fæðingardeild Landspítalans leynist sjálf- sagt 100 þúsundasti íbúi Reykjavíkur. Reykvíkingar voru 100.005 í gær SKRÁÐIR íbúar í Reykjavík voru í gær eitthundrað þúsund og fimm talsins. Þessi tala miðast við að stofn íbúaskrár frá 1. des- ember sl. breytist ekki. v Undanfama daga hefur verið ljóst að íbúatala Reykjavíkur næði 100 þúsundum í febrúar. Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær voru íbúarnir skráðir 99.996 síðdegis á þriðjudag. í gær kom í ljós, að þijú böm höfðu fæðst Reykvíkingum á þriðjudaginn, þó þau væm ekki skráð fyrr en dag- inn eftir og því var fjöldinn í raun 99.999 á þriðjudag. í gær bætt- ust svo sex við til viðbótar. Eyþór Fannberg, forstöðumað- ur manntals Reykjavíkurborgar, sagði að þessi íbúafjöldi miðaðist við að stofn íbúaskrár frá 1. des- ember sl. breyttist ekki. Enn ætti eftir að skrá dauðsföll síðastliðnar vikur og niðurstöður kæra vegna lögheimilisskráninga yrðu ekki ljósar fyrr en í apríl. Því væri ekki hægt að benda á einhvern ákveðinn einstakling sem þann 100 þúsundasta. Eftir stæði samt sem áður, að í skrám manntalsins væru íbúar Reykjavíkur, miðað við kl. 17 í gær, 100.005. Númer af hjá skuld- ugum bíleigendum f TOLLSTJÓRI hefur óskað eftir því við lögreglu að klipptar verði númeraplötur af þúsundum bifreiða, vegna vangoldinna bifreiða- gjalda á síðasta ári. Lögreglan mun hefjast handa á næstu dögum. Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Morgunblaðið að lög- reglunni í Reykjavík hefði borist listi yfír nær þrjú þúsund bifreiðar í borginni, sem skuld hvíldi á vegna vangoldinna bifreiðagjalda. „Við sinnum þessu á næstunni, eftir því sem mannafli leyfír, en það er vert að benda bifreiðaeigendum á að gera skil hið fyrsta, svo þeir komi ekki að bifreiðum sínum númera- lausum á næstunni." Tollstjóri hefur sent lögreglu um allt land slíkar beiðnir og munu skuldugir bifreiðaeigendur nema a.m.k. sex þúsundum. 4 i Jón Sigtryggsson fyrrv. prófessor látiim JÓN Sigtryggsson fyrrverandi prófessor við tannlæknadeild Háskóla Islands lést að kvöldi þriðjudagsins 11. febrúar 83 ára að aldri. Jón Sigtryggsson fæddist á Ak- ureyri 10. apríl 1908, sonur hjón- anna Sigtryggs Benediktssonar veitingamanns og Margrétar Jóns- dóttur. Jón varð stúdent frá Mennt- askólanum á Akureyri 1931, lauk læknanámi frá Háskóla íslands 1937 og tannlæknaprófí frá Tann- læknaháskólanum í Kaupmanna- höfn 1939. Jón starfaði við sjúkrahús á ís- landi og í Danmörku á kandidats- árum sínum en 1941 hóf hann störf við tannlækningar í Reykjavík og fékk almennt lækningaleyfí sama ár. Hann var skipaður dósent í tann- lækningum við læknadeild Háskóla íslands 1944 og prófessor við sömu deild 1950 og gegndi þeirri stöðu til 1978. Eftir Jón liggja ýmsar greinar og rit um tannlækn ngar. Hann var ritstjóri Árbókar Tannlæknafélags íslands um árabil. Jón Sigtryggsson var sæmdur fálkaorðunni fyrir tannlæknastörf. Hann var heiðursfélagi Tannlækna- Jón Sigtryggsson. félags Íslands og var skipaður heið: ursdoktor við tannlæknadeild HÍ 1987. I Jón var kvæntur Jórunni Tynes en hún lést 1978. Þau eignuðust fimm börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.