Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992 . þú£> muno& L óoona, Otlu aá hún h 'itti ntýjcL ho.ttinn minn. ■" Ast er... LOST ÆND FOUND 4-2/ ... að gefa annað tækifærí. TM Reg. U.S Pat Off. — alt rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate Þetta hlýtur að vera kveðja til þín frá fyrri manninum. Hann var ætíð engum líkur. Eitthvað fitusnautt svo ég fitni nú ekki og ís með súkkulaði til að létta skapið, takk. HOGNI HREKKVISI /T ,H\/eRNIG> LIKSAR ÞÉR VI& Nýj"0 DyRMAR?" BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Stöndum vörð um Lánasjóðinn frá Kristjáni Frey Helgasyni: EKKI var mér skemmt að horfa á Ólaf G. Einarsson lýsa því yfir í sjónvarpinu, að aðgerðir hans í málefnum Lánasjóðsins hefðu engin áhrif á möguleika efnaminni stúdenta til náms. Ég á aðeins eitt ár eftir í skóla, því útséð er með framhaldsnám í væntanlegu lánakerfi. Þó gæti farið svo að ég neyddist til að taka þetta eina ár á tveimur, til þess að losna við að taka lán í nýja kerfinu og reyna að fá hlutastarf til þess að geta framfleytt fjölskyldu minni, nægar eru skuldirnar fyrir. En áhyggjur mínar eru mestar af námsmönnum framtíðarinnar. Eftir 3—7 ára nám koma flestir út slippir og snauðir. Búnir að eyða öllum sínum skyldusparnaði í húsaleigu og með langan námslánahala á bakinu. Með þessa forgjöf hefja þeir lífsgæðakapp- hlaupið ógurlega. Langflestir fara að vinna hjá ríkinu, á einhverjum spítalanum eða skólanum. Oft hef ég lesið um og heyrt menn komna yfir miðjan aldur, segja frá því hreyknir, að þeir hafi nú unnið fyrir sínu námi. Eitt vil ég segja við þessa menn. Þið voruð engir kraftaverkamenn og síst er æskan í dag dugminni en þið voruð. Þið fóruð á sjó eða í síld og unnuð á meðan þið stóðuð í lappirnar. Þetta er ekki hægt í dag. Á tímum aflasamdráttar eru sjómennirnir hættir að tíma því að fara í frí og ekki er hægt að vinna í fiski því að hann fer að mestu óunninn út til Englands og Þýskalands. Því er ekki um upp- grip að ræða hjá námsmönnum í dag. Mikil vinna á námsmönnum er einnig illa þokkuð hjá lánasjóðn- um, fyrir það er þeim refsað. Ein er sú þörf sem er ákaflega rík í okkur öllum, það að eiga þak yfir höfuðið. Hvernig á þetta fólk að geta eignast nokkurn skapaðan hlut? Með 60—80 þús. á mánuði, 40% í tekjuskatt, að ógleymdum öllum þeim þjónustugjöldum sem núverandi ríkisstjórn hefur sett á. Ofan á þetta bætist að þurfa nú að greiða 8% af launum sínum fyrir námslánin, sem nú eiga að bera vexti. Það hefur verið mín skoðun að Lánasjóðurinn eigi að vera félags- legur jöfnunarsjóður. Það hefur verið ríkjandi í umræðunni að of mikið sé af þessum „háskólakvik- indum“. Þetta hef ég heyrt frá verkamönnum og sjómönnum. Þetta þykir mér miður, því allir menn vilja að börnin þeirra verði eitthvað allt annað og meira en þeir sjálfir höfðu tök á. Ég trúi því að verkamenn og sjómenn hafi mikinn metnað fyrir hönd barna sinna. Þeir ættu því að hugsa sinn gang áður en þeir agnúast út í „þessi háskóla- kvikindi". Lánasjóðurinn var ekki síst hugsaður fyrir börn þessa fólks. Hér áður fyrr gátu einungis börn presta og sýslumanna gengið menntaveginn. Hætt er við því að svipuð staða gæti komið upp í dag, eini munurinn yrði sá að í stað barna presta og sýslumanna, væru komin böm sægreifa og Sameinaðra verktaka. Lánasjóður- inn kemur okkur öllum við. Eigi að ríkja jafnrétti til náms á ís- landi, verðum við að standa sam- eiginlegan vörð um Lánasjóðinn. KRISTJÁN FREYR HELGASON Hraunbæ 154 Reykjavík Imedeen frá Erni Svavarssyni: ELÍN spyr um Imedeen, efni sem byggir upp húðina, og gerir hana yngri. Við í Heilsuhúsinu erum nýbúin að fá þessa vöru í búðina. í framhaldi af fyrirspurn Elínar get ég upplýst eftirfar- andi um Imedeen. Sá sem á heiðurinn af þessu bætiefni er 25 ára austurrísk- sænskur læknir, Atti-la Dahlgren. Faðir hans, lífefna- fræðingurinn Ake Dahlgren stýrði fyrir nokkrum árum rann- sóknarverkefni um frumeinda- samsetningar. Þessar rannsókn- ir leiddu m.a. til þróunar á bæti- efni fyrir húðina sem lagaði ótímabæra öldrun hennar. Atti-la, ásamt hópi sérfræðinga, hóf strax frekari rannsóknir á því. Dr. Allan Lassus, gerði svo- nefnda blindprófun þar sem hópi 30 kvenna var skipt þannig að helmingur þeirra fékk Imedeen en hinn helmingurinn óvirkar töflur. Báðir hóparnir töldu sig vera að taka Imedeen. Konurnar sem voru valdar höfðu allar dæmigerðar skemmdir af völd- um of mikilla sólbaða. Meðalald- ur hópsins var 50 ár, en þykkt húðar þeirra og teygjanleiki var í sama ástandi og húð kvenna á aldrinum 60—80 ára. Eftir að hafa notað Imedeen í 3 mánuði batnaði húðin. Þykkt húðarinnar jókst að meðaltali um 75% og teygjanleikinn um 45%. Bati var einnig sjáanlegur hvað varðar hrukkur, húðflekki og þurra húð. Engin breyting átti sér stað hjá þeim sem fengu óvirku töflurnar. Imedeen hefur verið sam- þykkt hjá Lyfjaeftirliti ríkisins en við gátum aðeins fengið lítið magn afgreitt til að byija með. ÖRN SVAVARSSON Heilsuhúsinu. Víkverji skrifar Ggróskan er með ólíkindum mik- il í menningarlífinu um þessar mundir. Um síðustu helgi rak hver stórviðburðurinn annan. Ný íslenzk kvikmynd var frumsýnd, Islenzka óperan frumsýndi Othello og á mánudagskvöld var íslenzk tónlist send beint til 20 Evrópulanda í flutningi um 500 listamanna. Er mál manna að tónleikarnir í Hall- grímskirkju hafi verið mikill Iistvið- burður. Á ijölum leikhúsanna í Reykjavík eru í gangi 9 leikverk og íslenzkur söngleikur er sýndur á Akureyri um þessar mundir. Og áfram mætti telja. XXX Hin nýja kvikmynd Ásdísar Thoroddsen, Ingaló, hefur fengið góða dóma gagnrýnenda. Er það gleðilegt, því Ásdís er ný- græðingur á sviði kvikmyndunar. Áf skrifum gagnrýnenda má ráða að Ásdís reyni ekki að færast of mikið í fang. Hún reyni að segja litla sögu úr íslenzku umhverfi og takist ætlunai-verk sitt að mestu leyti. Víkverji er ekki enn búin að sjá myndina en hyggst fara við fyrsta tækifæri. Víkveiji sá Börn náttur- unnar í fyrra og hreifst mjög af þeirri kvikmynd. Þar var Friðrik Friðriksson einmitt að segja litla sögu úr íslenzku umhverfi með hreint ágætum árangri. Enda hefur myndin vakið mikla athygli víða um heim og nú eru menn jafnvel farnir að gæla við þá hugmynd að hún verði í hópi 5 erlendra kvikmynda, sem keppi um Óskarsverðlaunin bandarísku. Of svo fer, yrði það gífurlegur ávinningur fyrir íslenzka kvikmyndagerð. Víkveiji hefur lengi verið þeirrar skoðunar að kvikmyndir eins og Börn náttúrunnar séu heppileg við- fangsefni fyrir íslenzka kvikmynda- gerð, sem vart hefur slitið barns- skónum enn. xxx Víkveiji sat í vikunni afar fróð- legan fund með yfirmönnum iögreglunnar í Reykjavík um sam- skipti lögreglunnar og fjölmiðla. Mjög mikilvægt er að þessi sam- skipti séu góð. Bæði lögreglan og ljölmiðlar vinna fyrir almenning þótt með ólíkum hætti sé. Komið hafa upp hnökrar í samstarfinu á seinni árum, sérstaklega þegar um stóratburði er að ræða. En lögreglu- yfirvöld í Reykjavík hafa lagt mikið kapp á að bæta samskiptin við fjöl- miðla á allra síðustu árum og í heildina má segja að það sé orðið mjög gott. Enda er það allra hagur að svo sé. Ber að þakka þetta starf lögreglustjórans Böðvars Braga- sonar og hans manna. Því miður eru dæmi um önnur lögregluembætti í landinu sem vilja sem minnst samstarf hafa við fjöl- miðla og reyna að öllum mætti að draga úr fréttaflutningi af lögreglu- og sakamálum. Víkveiji telur þessa stefnu ranga og beinlínis vinna gegn hagsmunum almennings. xxx Af og til birtast bréf í lesenda- dálkum dagblaðanna þar sem kvartað er yfír of mikilli íþróttaum- ijöllun sjónvarpsstöðvanna. Víkveiji er á öndverðri skoðun. Kannanir hafa sýnt að þriðjungur sjónvarps- áhorfenda fylgist mjög vel með íþróttaefni í sjónvarpi. Enda hafa báðar sjónvarpsstöðvarnar lagt sig fram við að sinna vel þessum hópi. RUV sýnir daglega frá vetrar- ólympíuleikunum og á sunnudaginn var Stöð 2 með mjög góða dagskrá frá körfuknattleik, knattspyrnu og handknattleik. í sumar mun RÚV sýna mikið íþróttaefni og ber þar hæst Evrópukeppnin í knattspyrnu og Ólympíuleikarnir í Barcelona. Fyrir hönd íþróttaunnenda þakkar Víkveiji íslenzkum fjölmiðlum fyrir mikla og góða umfjöllun um íþrótt- ir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.