Morgunblaðið - 08.03.1992, Side 14
14' C }
seer sham .8 auoAauMvius cHGAjanuoHor
MORGUNBLAÐIÐ -SUNNUDAGUR '8. MARZ 1W
eftir Urði Gunnarsdóttur
„NEI, ÉG er ekki hjúkrun-
arfræðingur,“ segir hún eins
og afsakandi, „ég er hag-
fræðimenntuð“. Helga Val-
fells hefur oftar þurft að
leiðrétta þennan misskilning
um starfsvettvang sinn en
hún hefur tölu á. Hún er
nýlega komin heim eftir
hálfs árs dvöl í Gíneu þar
sem hún vann að matvæla-
dreifingu fyrir Rauða kross-
inn. Helga, sem er 27 ára,
hafði aðeins verið rúma viku
á Veraldarvakt Rauða
krossins þegar hún var send
til hjálparstarfa. Það er
fróðlegt að heyra frásögn
ungrar konu af starfi í landi
þar sem um 80% landsmanna
eru múhameðstrúar og eiga
fremur von á því að íslenska
stúlkan geti læknað þá en
skipulagt matvæladreifingu.
DÖGUM SÍÐAR VAR ÉG í GÍNEU
Matvæladreifingin vakti jafnan mikla athygli í þorpunum. Konurnar fremst á myndinni bíða þess að fá mánaðarskammt en utan girðingarinn-
ar fylgist fjöldi fólks með enda lítið um að vera í þorpunum þegar dreifingunni sleppti.
Gengið frá mánaðarskammti fyrir 50 manns af sykri og salti. í balan-
um til hægri er hluti af baunaskammtinum. Fyrir aftan sést í tómar
matarolíutunnur.
Eg hef lengi haft
áhuga á hjálpar-
starfi en hélt eins
og svo margir aðrir
að einungis læknar
o g hjúkrunarfólk
sinntu því á vegum
Rauða krossins.
Fyrir forvitni sakir spurðist ég fyrir
um þetta og var þá sagt að einnig
væri þörf fyrir fólk úr öðrum starfs-
stéttum. Ég sótti því námskeið fyrir
sendifulltrúa sem Rauði krossinn
hélt síðasta vor, ein fárra sem ekki
voru úr heilbrigðisstéttunurn. Þarna
sátum við tvær stúlkur frá íslands-
banka, vissar um að röðin kæmi aldr-
ei að okkur. Þremur dögum eftir að
námskeiðinu lauk, va_r stallsystir mín
hins vegar á leið til írak, tíu dögum
síðar var ég komin til Gíneu,“ segir
Helga. Stallsystir hennar starfar nú
við matvæladreifingu í Gíneu en auk
þess er íslendingur við hjálparstörf
á Fílabeinsströndinni.
Sá tími sem Helga fékk til und-
irbúnings, liðlega vika, mun vera
óvenju rúmur undirbúningstími, þeir
sem eru á Veraldarvakt Rauða
krossins fá allt niður í eins dags
fyrirvara. Helga starfaði sem ráð-
gjafí við Verðbréfamarkað íslands-
banka þegar Gíneuförin kom til og
fékk þegar frí frá störfum. Hélt svo
til lands, sem hún vissi fátt annað
um en að væri i Vestur-Afríku og
að þar ætti hún að vinna að mat-
væladreifingu.
GETUR ÞÚ AÐSTOÐAÐ MIG,
HJÚKRUNARKONA?
Rúm 80% Gíneubúa eru múslimar
og franska er opinbert tungumál.
Helga segist vissulega hafa kviðið
þessu tvennu, „ég var orðin ryðguð
í frönskunni og fyrstu tvær vikurnar
þagði ég þegar enginn skildi ensku.
Þá leist sumum samstarfsmönnun-
um hreint ekki á að fá einhvern
stelpukrakka til starfa, sögðu að
múslimamir bæru enga virðingu fyr-
ir konum og hefur eflaust heldur
ekki litist á hversu ung ég er. Reynd-
in varð allt önnur, Gíneubúarnir voru
jafnvei enn kurteisari við mig en
Starfmenn gíneíska Rauða krossins skrifa niður nöfn flóttamanna þegar þeir ná í matarskammtinn. í
N’Zerekore fór skráningin fram í hálfbyggðri mosku.
■ Skoðun mín er
sú að betra sé að
gefa öllum eitthvað
af matr einnig þeim
sem ekki þurfa
nauðsynlega ú hon-
um að halda, frem-
ur en að sleppa ein-
hverjum sem þarfn-
ast aðstoðar.
karlmennina. Mér var sagt að það
kæmi mér aðallega til góða að vera
hvít og að starfa fyrir Rauða kross-
inn, sem allir þekkja.
Sömu menn og efuðust um ágæti
þess að kona kæmi til starfa töldu
að ég ætti eingöngu að starfa á
skrifstofu Rauða krossins en koma
ekki nærri matvæladreifíngunni. Ég
fékk þó fljótt að reyna mig og síðar
bættust fleiri konur í hópinn. Hann
var fjölbreytilega samansettur, auk
mín voru franskur jarðfræðingur,
lögfræðingur landi hans, bandarísk
kona, sem var lærður skógræktar-
fræðingur en hafði fallhlífarstökk
að atvinnu, rúmenskur verkfræðing-
ur, kólumbískur félagsfræðingur, ít-
alskur meðferðarfulltrúi og við-
skiptafræðingur frá Benín. Það, að
við skyldum vinna fyrir Rauða kross-
inn, sannfærði marga um að við
værum læknar og hjúkrunarkonur,
ég var oft beðin um aðstoð, þar sem
viðkomandi væri með bronkítis eða
einhvern annan sjúkdóm.“
Gínea er á vesturströnd Afríku,
um tvöfalt stærri en ísland. { ná-
grannaríkinu Líberíu hefur staðið
yfir blóðug borgarastyijöld frá árs-
lokum 1989, sem er ekki að fullu
lokið. Um ein milljón manna hefur
flúið landið frá 1990 til Gíneu, Fíla-
beinsstrandarinnar og Sierra Leone,
sem er milli Gíneu og Líberíu. Þegar
Líberíuher réðist inn í Sierra Leone
1991, jókst flóttamannastraumurinn
enn til austurhéraða Gíneu, alls hafa
um 440.000 manns flúið til Gíneu.
Sameinuðu þjóðirnar hafa að mestu