Morgunblaðið - 08.03.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MARZ 1992
--,----,—,-------i—;---;—i-------—r-
C 15
séð um að útvega matvæli til flótta-
mannanna og að skrá þá en Rauði
krossinn hefur séð um dreifingu
matvælanna. Helga segir eitt
stærsta vandamálið sem upp kom
hafa tengst skráningunni. Til að fá
mat, urðu flóttamennirnir að láta
skrá sig og þar með sanna að þeir
væru raunverulega flóttamenn.
„Stór hluti fólks er hins vegar ekki
læs, margir kunna ekki á kerfið og
erfitt er að ná til þeirra. Því voru
ekki allir flóttamennirnir skráðir og
fengu þar af leiðandi ekki mat. Það
var ákaflega erfitt að horfa upp á.
Skoðun mín er sú að betra sé að
gefa öllum eitthvað af mat, einnig
þeim sem ekki þurfa nauðsynlega
á honum að halda, fremur en að
sleppa einhverjum sem þarfnast
aðstoðar.
Þá gerði það okkur erfiðara fyrir
að einungis lítill hluti flóttafólksins
var í flóttamannabúðum, flestir sett-
ust að í þorpum í austurhluta Gíneu.
Margir Líberíumanna voru af sömu
ættbálkum og Gíneubúar og áttu
jafnvel ættingja þar. Gíneumenn eru
fátækir, þó þeir veki jafnan athygli
á því að þeir hafi verið fyrstir til
að sjá flóttafólkinu fyrir mat. Og
að sjálfsögðu kom upp togstreita
milli flóttafóiks og heimamanna,
mörgum Gíneubúum þótti hart að
sjá flóttafólk fá mat gefins, þegar
þeir þurftu að vinna fyrir honum.
Þá áttu margir í málaerfiðleikum,
þar sem enska er opinbert mál í
Líberíu en franska í Gíneu.“
FLÓTTAMAÐURINN ER
ÆVINLEGA Á LEIÐINNI HEIM
Helga segist hafa ímyndað sér að
í starfi sínu í Gíneu myndi hún
standa andspænis hungri og van-
næringu. Þegar til kom hafi ástand-
ið hins vegar ekki verið svo slæmt.
„Það var að miklu leyti að þakka
^ ^
« - M
Morgunblaðið/Sverrir
Helga Valfells: „Þegar rætt er um neyðarhjálp verður að hafa það í
huga að flóttamaðurinn er alltaf á leið heim, hann er sjaldnast reiðubú-
inn að setjast að í landinu sem hann hefur flúið til.“
enn, lýkur tæplega á meðan bylting-
armaðurinn Charles Taylor er enn í
Líberíu. Atökunum hefur hins vegar
að mestu linnt og hluti flóttamann-
anna snúið aftur. Því hefur lítið bor-
ið á fréttaflutningi frá Líberíu, sem
gerir Rauða krossinum erfitt fyrir
með fjáröfiun. Það gefur augaleið
að það er erfiðara að fá fólk til að
leggja fram fé til landa, sem það
hefur litla hugmynd um hvernig
ástatt er um.“
í fréttum frá Líberu var áberandi
hversu mikil grimmd hefði ríkt í
stríðinu þar. Helga segir að þrátt
fyrir grimmdina hafi fólk sýnt ótrú-
lega ró og verið sátt við hlutskipti
sitt. „Það var til dæmis óneitanlega
sérstakt að sjá hvað níu ára gömul
stúlka var róleg þegar hún lýsti því
hvernig uppreisnarmenn myrtu móð-
ur hennar og fleiri konur að henni
ásjáandi."
Rauði krossinn hafði bækistöð í
N’Zerekore, sem er stærsti bærinn
á svæðinu sem flóttamennimir voru
á. „Já bær, þarna búa um 200.000
manns en samt þótti mér staðurinn
miklu minni en Reykjavík," segir
Helga. Vel var búið að starfsmönn-
um Rauða krossins, sem bjuggu í
steinhúsum. „Mér leist nú ekkert
óskaplega vel á húsakostinn þegar
ég kom, en það breyttist fljótt, ekki
síst eftir að hafa sér hvemig aðrir
bjuggu."
I N’Zerekore varð Helga vitni að
blóðugu stríði milli ættbálka sem
stóð í tvo daga. Hún segist ekki
hafa verið í hættu en hélt sig þó
innandyra báða dagana, enda voru
tæplega 400 manns myrtir. „Mér
kom einna mest á óvart hversu fljótt
daglega lífið komst í sama horf og
fyrir þessar eijur, rétt eins og allt
væri í lagi. Þetta æðruleysi var í
sérkennilegri andstöðu við þá til-
hneigingu fólks að ýkja hlutina svo
fram úr hófí að erfitt var að átta sig
Líberískir flóttamenn veifa matarmiðum við matardreifinguna til að sýna fram á rétt sinn til að fá mat. Morgunblaðið/Helga Valfells
þeirri matvæladreifíngu sem þegar
var hafin, svo og því fólki sem hafði
aðstoðað flóttamennina, sem margir
voru úr sömu ættbálkum. En vissu-
lega var mikill skortur meðal flótta-
mannanna og frá því að ég kom og
þar til ég fór sá ég mikla breytingu
til batnaðar."
Skráðir flóttamenn voru um
230.000 og starf Rauða krossins var
að skipuleggja dreifmgu, dreifa mat-
vælum og þjálfa starfsmenn gíneska
Rauða krossins til að taka yfír starf-
semina. Erfitt reyndist að halda
tímaáætlun þar sem hópurinn þurfti
yfir vonda vegi að fara og takast á
við vandamál sem upp komu á hvetj-
um stað. Til dæmis var erfitt að
koma í veg fyrir þjófnað, en Helga
segir veru alþjóðlegra hjálparstofn-
■ Þad kom mér
ékaflega é óvart að
sumt flóttafólkiÖ
skyldi afþakka það
sem að því var rétt.
Ég hofði ímyndað
mér allt annað en
að flóttafólk væri
kræsið.
ana hafa dregið mjög úr slíku. „Oft
hefur verið deilt á hjálparstofnanir
fyrir að þær gefi fólki mat til lengri
tíma, í stað þe_ss að aðstoða fólk til
sjálfshjálpar. I Gíneu hefur verið
reynt að aðstoða Líberíumenn við
að rækta matvæli en það gekk ákaf-
lega illa. Ástæða þess er sú að flótta-
fólk er flestallt á leiðinni heim og
fínnst ekki taka því að koma sér
fyrir og hefja ræktun.“
GRIMMILEG STYRJÖLD
Héruðin þar sem Helga vann að
matvæladreifingunni eru nálægt
átakakasvæðum í Sierra Leone og
Líberíu og því heyrðust skothvellir
og sprengingar glöggt yfir landa-
mærin. „Þessu stríði er ekki lokið
á hvað var að gerast eða hafði gerst.“
Helga segir það sérstakt að koma
til Gíneu, því þangað koma nær
éngir ferðamenn og þar eru lítil
merki vestrænnar menningar.
„Gínea var lokað land til ársins 1984,
en þá lést Seko Touré sem hafði
verið einvaldur frá 1958. Síðustu
árin hefur herforingjastjórn verið við
völd og landið hefur opnast nokkuð,
þó minna en mörg nágrannaríkin,
t.d. Líbería, en þar eru bandarísk
áhrif mjög greinileg. Fjöldi fólks
hafði sjaldan séð hvíta manneskju
fyrr og mér leið stundum einS og
furðuveru innan um fólkið sem hóp-
aðist í kringum okkur. Það var ævin-
lega einhver sem vildi spjalla við
okkur og spyija okkur spjörunum
úr, enda þótti það megnasta ókurt-
eisi að láta okkur ein. Sjálfri fannst
mér óþægilegast hversu mikill mun-
ur var á mér, sem hafði allt til alls,
og fólksins sem átti varla til hnífs
og skeiðar.“
EKKI SAMA HVAÐAN
GRJÓNIN KOMA
Þau matvæli sem dreift var voru
að megninu til hrísgijón, en einnig
var dreift baunum, niðursoðnum
fiski, kjöti, tómötum og jurtaolíu auk
teppa. „Miklu máli skipti að dreifa
mat sem fólk þekkti. Eitt skiptið var
gefinn farmur af fiskimjöli, sem fólk-
ið borðaði þurrt og drakk svo ókjör-
in öll af vatni ofan í til að slökkva
þorstann. Það var ekki að sökum
að spyija, langflestir urðu fárveikir.
En hrísgijónin skiptu mestu máli,
fólk varð helst að fá hrísgijón í hvert
mál. Til að eyðileggja ekki markaði
Gíneumanna, voru keypt af þeim
hrísgijón. Líberíumennirnir fúlsuðu
sumir við þeim framan af og vildu
miklu fremur bandarísk hrísgijón.
Þeir eru ákaflega hallir undir allt
sem bandarískt er, t.d. stutterma-
boli með alls kyns vörumerkjum á.
Það var ákaflega sérkennilegt að sjá
blátæka flóttamenn spóka sig í
Gucci-bolum.
Það kom mér ákaflega á óvart
að sumt flóttafólkið skyldi afþakka
það sem að því var rétt. Eg hafði
ímyndað mér allt annað en að flótta-
fólk væri kræsið. En fulltrúar flótta-
mannanna voru oft efnameiri og
menntaðri en lunginn af flóttamönn-
unum og bjuggu jafnvel við betri
aðstæður. Þeir þurftu síður á mat-
vælaaðstoð að halda og samþykktu
því ekki hvað sem var.“
FÉLAGSLYNDI OG
ÞOLINMÆÐI
Það má ljóst vera af þessari frá-
sögn Helgu að hagfræðimenntun
hennar hafi ekki verið það sem mest
reyndi á, heldur miklu fremur á
mannlega eiginleika. „Þeir sem eru
í hjálparstarfi verða að vera félags-
lyndir og þolinmóðir. Maður er sjald-
an einn og það kemur sífellt eitthvað
óvænt upp á, eitthvað sem kemur í
veg fyrir að hlutirnir gangi eins og
áætlað er. Ég kynntist íjölda fólks
á þeim tíma sem ég var í Gíneu og
það var mér mikils virði, ekki síst
að kynnast Gíneubúum og Líberíu-
mönnum. Við lærðum af hvert
öðru, ég um landið þeirra og þeir
um ísland, því ég nýtti mér hvert
tækifæri til .að stunda landkynn-
ingu. Þjóðerniskennd Gíneubúa er
mjög sterk og minnir um margt á
okkur íslendinga enda var mér
sýndur meiri skilningur og áhugi
þegar ég sagði fólki frá því að
Island hefði verið nýlenda, rétt
eins og Gínea.“
Helga var 27 ára þegar hún lagði
upp í þessa ferð, einhleyp og barn-
laus, segist ekki hafa getað farið
með svo skömmum fyrirvara ef hún
hefði verið búin að festa ráð sitt.
En hvað var breytt þegar hún sneri
aftur? „Aðallega hugniyndir mínar
um þriðja heiminn. Ég hafði gert
mér þær ranghugmyndir að þar
væri mikið öryggisleysi, allir væru
þar fátækir og óhamingjusamir.
Auðvitað blöskraði mér margt, þorri
fólks er ólæs og réttarríkið og her-
stjórnin setja mark sitt á land og
.þjóð. En mér fannst sérstaklega
gaman að uppgötva hversu ólíkir
Afríkublökkumenn eru blökkumönn-
um í Bandaríkjunum. Þeir síðar-
nefndu eru svo miklu meðvitaðri um
það að þeir séu dökkir á hörund en
blökkumenn í Gíneu, sem hafa ekki
upplifað kynþáttamisrétti á sama
hátt.
Vinnan í Gíneu var mér hollur
skóli og færði mér sanninn um að
heimurinn fer minnkandi, við fær-
umst nær hvert öðru. Enn er þó
óravegur milli okkar hér á Norður-
hveli, þar sem tal um kreppu tröllríð-
ur öllu og allt er svo flókið, og íbúa
Gíneu þar sem lífið er einfaldara og
að mörgu leyti eðlilegra. Þar er
maður annaðhvort glaður eða leiður,
svangur eða ekki. Ég fæ ekki séð
að velmegunin hafi gert okkur mikið
hamingjusamari en fólk sem á varla
fyrir mat.“