Morgunblaðið - 08.03.1992, Qupperneq 20
20 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MARZ 1992
BODBERIGLJEPA
Ar spjöldum glæpasogunnar
RITSNILLI Pierre Lacenaires ásamt skuggalegum þunglyndis-
viðhorfum, sem fram komu i bæklingum hans, gerðu þennan
svikahrapp að eins konar andhetju. „Að drepa án iðrunar er
hámark sælunnar," skrifaði Lacenaire. „Það er ógerlegt að
eyða hjá mér hatrinu á mannkyni. Þetta hatur er afrakstur
ævinnar, niðurstaða allra hugsana minna. Ég hef aldrei vor-
kennt þeim sem hafa þjáðst, og vil ekki að mér sé sýnd sam-
úð.“ Rithöfundurinn frægi Victor Hugo var einn þeirra er höfðu
samúð með honum. Það hafði einnig rússneski rithöfundurinn
Fjodor Dostojevsky, og kynni hans af málum Lacenaires voru
meðal þess sem hvöttu hann til að skrifa bókina „Glæpur og
refsing“.
essi boðberi glæpa hlaut
nafnið Pierre Francois
Gaillard þegar hann fæddist árið
1800 í bænum Francheville í
Frakklandi, sonur auðugs jám-
kaupmanns. í endurminningum
sínum segist Gaillard hafa verið
afskiptur í æsku í skugga ofdekr-
aðs eldri bróður, og hafði þetta
mikil áhrif á hann. Hann var
námfús en þunglyndur nemandi
við Alix-framhaldsskólann þar
sem einn kennaranna sagði síðar
að hann hafi vakið athygli fyrir
bókhneigð sína. Að námi loknu
tók hann upp nafnið Lacenaire
og hélt til Pansar þar sem hann
hugðist nema lög, en fjárhags-
erfiðleikar komu í veg fyrir að
hann gæti haldið áfram námi.
Hann gegndi ýmsum störfum
fyrir kaupsýslumenn og banka,
en þegar ekki var annað í boði
gekk hann í herinn. Hann barð-
ist með uppreisnarmönnum á
Pelopsskaga í Grikklandi, en
hélt svo heim til Frakklands árið
1829. Þar hafði fjölskylda hans
orðið fyrir enn einu áfallinu.
Hann komst að því að faðir hans
var orðinn gjaldþrota, og sjálfur
stóð hann uppi peningalaus.
Um þetta leyti háði Lacenaire
einvígi við Benjamin Constant,
sem var þekktur rithöfundur,
ræðumaður og stjórnmálamaður.
Lacenaire gekk með sigur af
hólmi, en þessi reynsla gjör-
breytti skoðunum hans á iífí og
dauða. í fyrsta sinn sá hann að
unnt var að drepa mann án þess
að fínna persónulega til nok-
kurar iðrunar.
Lacenaire var fyrst dæmdur
tii fangelsisvistar árið 1829 fyrir
fjársvik. Eftir að hann var látinn
laus árið 1830 stundaði Lacena-
ire ritstörf um skeið. A næstu
þremur árum samdi hann fjölda
lýrískra ljóða, söngtexta og rit-
gerða, en tekjumar nægðu hon-
um ekki til framfæris. Þegar svo
var korriið greip hann enn til fjár-
svika, sem leiddu til þess að
hann var dæmdur til þrettán
mánaða dvalar í Poissy-fangels-
inu árið 1833.
M eðan hann beið dóms kynnt-
ist Lacenaire Vigouroux rit-
stjóra róttæka stjómmálaritsins
Bon Sens, en tímaritið var þekkt
fyrir harða gagnrýni á franskt
stjómkerfí og völd konungs. Lac-
enaire reyndist Vigouroux dygg-
ur lærisveinn, og hann féllst á
að skrifa ritgerð „Um fangelsi
og refsikerfíð í Frakklandi" fyrir
fréttablað tímaritsins. Þar lýsti
hann á nístandi hátt hryllingi
franska hegningarkerfisins. „í
þessu umhverfí siðleysis, tor-
tryggni í orðum og athöfnum,
hræðilegum og viðbjóðslegum
Franski ritsnillingurinn og
morðinginn Pierre Lacenaire.
„Að drepa án iðrunar
er hámark sæl«nnar,“
skrilaði franski ritsnill-
ingurinn Lacenaires, en
mál hans varð hvatinn
að hví að Dnstnievskíj
skritaði ritverkið
„Glæpur ug refsing".
frásögnum af glæpum fer vesæll
unglingurinn að skammast sín
fyrir þann snefil af sakleysi og
siðsemi sem hann bjó enn yfír
áður en hann var færður í fang-
elsi. Hann fer að skammast sín
fyrir að vera minni þorpari en
samfangar hans, hann óttast háð
þeirra og fyrirlitningu. Því þið
skuluð ekki láta ykkur detta í
hug að virðing og fyrirlitning
finnist ekki einnig í galeiðunni,
sem sést á því að sumir refsi-
fangar standa betur að vígi innan
múranna en í samfélagi þar sem
allir fyrirlíta þá...“
Þrátt fyrir nýfengna frægð
sem greinahöfundur var Lacena-
ire ásáttur við það að vera svindl-
ari og þjófur að atvinnu. Eftir
lausn úr fangelsi árið 1834 fékk
Lacenaire til liðs við sig Pierre
Victor Avril, fyrrum trésmið sem
einnig hafði lagt glæpina fyrir
sig. „Ég var hugsuðurinn, Avril
valdbeitandinn," sagði Lacena-
ire. Þeim datt í hug að tæla bank-
asendiboða til sín undir því yfír-
skyni að þeir þyrftu að innleysa
falsaða ávísun, vitandi að sendi-
boðarnir báru jafnan talsverða
fjármuni á sér til að geta sinnt
hlutverkum sínum.
Lacenaire valdi sendiboða sem
hann kannaðist við. Þessi sendi-
boði, Chardon að nafni, hafði
setið í fangelsi með Lacenaire
fímm árum áður og höfðu þeir
þá haft óbeit hvor á öðrum.
Seinna sagði Lacenaire, „ég hef
losnað við allar ástríður mínar
nema eina, hefndarþorsta."
Að morgni 14. desember,
1834, mættu þjófamir tveir
heima hjá Chardon við Martin-
stræti. Chardin hleypti þeim inn
í forstofuna, en áður en hann
gat spurt þá um erindið höfðu
þeir tekið hann kverkataki. Á
meðan Chardon reyndi að losna
úr greipum Avrils stakk Lacena-
ire hann þrívegis með rýtíngi,
en síðan veitti Avril honum bana-
höggið með öxi. Þegar þeir
heyrðu til lasburða móður Char-
dons í næsta herbergi, sló Lac-
enaire har.a með þjöl og tók svo
rúmdýnu og tróð henni yfir and-
lit hennar. Avril bar út talsvert
af borðbúnaði, eina ausu og
svarta silkihúfu. Verðmæti þess
sem þjófamir tóku nam rétt rúm-
um 500 frönkum, mun minna
en þeir höfðu reiknað með þegar
þeir skipulögðu verknaðinn.
Engu að síður virtust Lacenaire
og Avril ánægðir. Þeir héldu upp
á þennan „fullkomna glæp“ með
koníaksdrykkju á krá einni, en
héldu síðan heim til sín.
Fulltrúar lögreglunnar fundu
líkin tveimur dögum síðar.
Gamla konan hafði verið of mátt-
vana til að losa sig við rúmdýn-
una, og hafði því kafnað.
Tveimur dögum eftir morðin
kom Lacenaire í banka við Mont-
orgueil-stræti og kynnti sig fyrir
gjaldkeranum sem „Monsieur
Mahossier". Hann kvaðst vilja
semja um greiðslu frá einum af
skuldunautum sínum, og að
ganga þyrfti frá málinu hinn 31.
desember. Þegar Lacenaire var
farinn sagði gjaldkerinn sendi-
boða að fara með 3.000 franka
á tiltekið heimilisfang eftir að
hann hefði lokið öðrum erindum
sínum. Sendiboðinn var 18 ára
piltur, Genevay að nafni, og fór
hann eftir fyrirmælum gjaldker-
ans. Hann mætti hjá Lacenaire
síðdegis á gamlársdag. Þegar
honum hafði verið hleypt inn
lagði sendiboðinn peningana á
borðið og var um það bil að fara
þegar Francois (sem var þekktur
undir nafninu Rauðskeggur),
fyrrum hermaður sem Lacenaire
hafði keypt til verksins, sló til
hans aftan frá. Genevay hlaut
svöðusár á öxl eftir sömu þjölina
og notuð hafði verið á Chardon
og æpti af sársauka. Hróp hans
heyrðust út á götu og Rauð-
skeggur, sem var nýliði á glæpa-
sviðinu, varð felmtri sleginn og
lagði á flótta.
Genevay lifði af árásina og
gat gefið lögreglunni skýrslu.
Canler fulltrúi hjá rannsóknar-
lögreglunni vissi ekki hvar hann
ætti að hefja rannsókn á glæpn-
um því svo virtist sem um venju-
lega líkamsárás og rán væri að
ræða. Honum tókst þó að rekja
slóð árásarmannanna til sveita-
krárinnar Faubourg du Temple
þar s_em Rauðskeggur var í fel-
um. Á skrá yfir dvalargesti stóð
nafnið „Mahossier". Veitinga-
konan mundi eftir þessum gesti
sem einnig hafði notað nafnið
„Monsieur Baton“. Rauðskeggur
var færður á fund Genevay sem
strax þekkti árásarmann sinn.
Þá var eftir að ná Baton eða
Mahossier, ef þar var um einn
og sama manninn að ræða.
Canler lögreglufulltrúi yfir-
heyrði 500 grunaða áður en hon-
um tókst að fínna Baton í fang-
elsi í París. Eftir að hann hafði
fengið nokkra drykki til að gera
hann málglaðari og fyrirheit um
frelsi minntist Baton vinar sem
hét Gaillard, en nafnið þýðir í
raun sá léttlyndi. Baton hafði
verið fyrstur til að kynna Rauð-
skegg fyrir Lacenaire. En Canler
reyndist erfitt að hafa upp á
þeim léttlynda, því Lacenaire
hafði gert varúðarráðstafanir,
og meðal annars svikið Avril fé-
laga sinn, sem nú sat í næsta
klefa við Rauðskegg í Poissy-
fangelsinu. Hann hafði verið
handtekinn fyrir skjalafals.
Fangarnir höfðu haft tíma til að
íhuga sín mál, og þeir ákváðu
að vísa Allard yfirmanni rann-
sóknarlögreglunnar á Lacenaire.
Þegar lögreglumenn komu til að
handtaka hann játaði þessi
meistari samsærisins á sig morð-
ið á Chardon, árásina á Genevay
og nokkra minni glæpi. „Þér er
það auðvitað ljóst að þetta gerir
út af við þig,“ sagði Canler. „Ég
veit það. Það skiptir engu ef það
gerir einnig út af við þá,“ svar-
aði Lacenaire glottandi.
Meðan Lacenaire sat í fangelsi
heimsóttu hann þeir Victor
Hugo og Théophile Gautier,
nafntoguðustu rithöfundar
Frakklands, sem hlustuðu af at-
hygli á morðingjann flytja frum-
samin ljóð. Úr klefa sínum þar
hjá andmælti Rauðskeggur há-
stöfum. „Þetta er nú meiri mæl-
skan. Kjaftaskur, kjaftaskur.
Það hlusta allir á Lacenaire.
Þeir fara brátt að klappa honum
lof í lófa.“ Réttarhöldin yfir af-
brotamönnunum þremur hófust
í Cour d’Assises í Seine umdæmi
12. nóvember 1835. Veijandi
Lacenaires var fyrmm skólafé-
lagi hans frá Alix, en lögfræð-
ingurinn andaðist í miðjum rétt-
arhöldum. „Ég þvæ hendur mín-
ar,“ sagði Lacenaire, og vitnaði
þar til orða Pontúsar Pilatusar.
Hann var sáttur við örlög sín.
Réttarhöldin stóðu í fjóra daga
og þeim lauk með sakfellingu.
Rauðskeggur var dæmdur til
lífstíðar fangelsis. Avril og Lac-
enaire voru dæmdir til dauða.
Hinn 9. janúar 1836 voru þeir
tveir fluttir til St. Jacques-hliðs-
ins í suðurhluta Parísar. Lacena-
ire horfði beint í augu böðuls
síns og sagði: „Ekkert mál. Ég
er óhræddur!" - Og því næst féll
öxin.