Morgunblaðið - 15.03.1992, Síða 4

Morgunblaðið - 15.03.1992, Síða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 ERLEIMT INNLENT Kjarasamn- ingar í biðstöðu Samninganefnd Alþýðusam- bands íslands samþykkti á mánu- dag að fresta viðræðum við at- vinnurekendur og óska eftir aðild Bandalags starfsmanna ríkis og bæja að samningaviðræðunum. BSRB samþykkti á formannaráð- stefnu á þriðjudag að taka upp náið samstarf við önnur samtök launafólks. Biðstaða hefur verið í kjarasamningunum síðan vegna þess að BSRB og Kennarasam- band íslands telja sig ekki hafa fengið nægilega skýr svör af hálfu Samninganefndar ríkisins um að ekki verði hróflað við réttindum opinberra starfsmanna á samn- ingstíma næsta kjarasamnings. Loðnukvótinn aukinn Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að auka heildarloðnukvót- ann fyrir yfirstandandi vertíð um 50 þúsund tonn, úr 748 þúsund tonnum í 798 þúsund tonn. Af þessu koma 751 þúsund tonn í hlut íslenskra skipa á allri vertríð- inni. Íslensk skip höfðu um miðjan dag á föstudag veitt tæp 557 þúsund tonn og áttu því eftir að veiða 194 þúsund tonn. Kvóti Færeyinga skertur Fiskveiðikvóti Færeyinga hér við land hefur verið skertur um 2.500 lestir á yfírstandandi fisk- veiðiári, úr 9.000 lestum í 6.500 lestir, eða um tæp 28%. Þorskk- vóti þeirra verður 1.000 lestir í stað 1.500 lesta. Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra segir þessa skerðingu óhjákvæmilega ERLENT Rússar vilja burt frá Kákasus ÁTÖKIN milli Armena og Azera um Nagorno-Karabak harðna stöðugt og er jafnvel óttast, að til styijaldar geti komið milli ríkj- anna. Er héraðið í Azerbajdzhan en armenskir íbúar þess krefjast sjálfstæðis. Hefur Armenum vegnað betur að undanfömu en síðustu daga hafa Azerar verið að flytja mikið lið til átakasvæð- anna. Armenía og Azerbajdzhan eru aðilar að samveldi sjálfstæðra ríkja og í Kákasuslöndunum er samveldisherinn með um 100.000 manna lið. Nærvera þess hefur þó engu breytt um ástandið og sjálft hefur það mátt sitja undir árásum vopnaðra sveita Armena og Azera. Eru Rússar farnir að ókyrrast yfír þessu og eru uppi hugmyndir meðal þeirra að draga allt herliðið burt og binda þar með enda á 200 ára sögu beinna af- skipta af málefnum Kákasusþjóð- anna. Hefur verið rætt um, að RÖSE, Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu, reyni að miðla málum í deilu Ármena og Azera og jafnvel, að Atlantshafsbanda- lagið láni RÖSE herlið til að fylgja eftir friðarsamningum. Kosningar í Bretlandi JOHN Miijor, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til al- mennra þingkosninga 9. apríl næstkomandi og er búist við, að þær verði þær tvísýnustu eftir stríð. Hefur Verkamanna- flokkurinn held- ur vinninginn yf- ir íhaldsflokkinn í skoðanakönn- unum á fyrstu miðað við núverandi aðstæður. Færeyski sjávarútvegsráðherrann John Petersen segir að þessi ákvörðun valdi Færeyingum mikl- um vonbrigðum. Aldrei fleiri atvinnulausir í borginni Skráð atvinnuleysi á landsvísu í febrúar var 2,8% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Heldur dró úr atvinnuleysi á landsbyggð- inni frá janúar en á höfuðborgar- svæðinu jókst atvinnuleysi hins vegar um 28%. Fyrstu tíu daga febrúarmánaðar fjölgaði atvinnu- lausum í Reykjavík enn, eða um 120 manns, og voru þá 1.447 skráðir atvinnulausir. Friðarviðræður á íslandi? Hussein Jórdaníukonungur átti hér sólarhrings viðdvöl á leið sinni til Vesturheims um síðustu helgi. í viðræðum sínum við Hussein og ráðherra hans sögðust Davíð Oddsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra ekki mundu biðjast und- an því að Jórdanir nefndu ísland sem eitt þeirra landa sem til greina kæmu sem gestgjafaland fyrir næstu umferð friðarvið- ræðna fyrir botni Miðjarðarhafs. Skandia á islenskan fjármagnsmarkað? Norræna . tryggingafélagið Skandia hefur sýnt áhuga á að kaupa Verðbréfamarkað Fjárfest- ingafélagsins hf. Búist er við til- boði félagsins í vikunni. dögum kosningabaráttunnar en hann verður þó að bæta verulega við sig eigi hann að fella stjórn íhaldsmanna. Mikill samdráttur hefur verið í bresku efnahagslífí um nokkuð langt skeið og munu efnahagsmálin því verða ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Verður nokkur skattalækkun, sem boðuð var með fjárlagafrum- varpinu, helsta tromp íhalds- flokksins og hún hefur mælst vel fyrir hjá almenningi. Hörmulegt slys í Gautaborg ÞRETTÁN manns létust og tugir manna slösuðust á fimmtudag þegar tveir mannlausir sporvagn- ar runnu stjórnlaust niður brekku í Gautaborg. Lentu þeir á þremur bílum og á hópi fólks, sem beið við eina sporvagnastöðina. Lög- regluþjónar, sem sáu hvað verða vildi, gátu ekið á undan vögnunum með blikkandi ljós og sírenu og er talið, að það hafi komið í veg fyrir enn skelfílegra slys. Er ís- lensk stúlka meðai hinna slösuðu en meiðsli hennar voru ekki alvar- leg. Rannsókn fer nú fram á þess- um atburði en á vögnunum er þrefalt hemlakerfi og áttu þeir ekki að geta runnið stjórnlaust eins og raunin var á. Úkraína heldur kjarna- vopnum LEONÍD Kravtsjúk, forseti Úkraínu, tilkynnti á fimmtudag, að hætt hefði verið flutningum skammdrægra kjarnavopna til eyðingar í Rússlandi. Sagði hann, að engin trygging væri fyrir, að vopnunum yrði eytt auk þess sem pólitísk óvissa og upplausn yllu því, að vopnin gætu lent í óvina- höndum. Kvað hann það stefnu Úkraínumanna að láta engin vopn af hendi nema til eyðingar. Er þessi stefnubreyting Úkraínu- manna nýjasta dæmið um ágrein- ing þeirra og Rússa í hermáium og sýnir auk þess, að þeir hafa illan bifur á ástaridinu og hugsan- legri þróun í Rússlandi. Reagan o g páfi mynduðu leynibandalag gegn komm- únismanum 1 Austur-Evrópu Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og kona hans, Nancy, ræða við Jóhannes Pál páfa II í Washington 1987. Bandaríska tímaritið Time birti nýlega grein þar sem skýrt er frá því að Ronald Reagan, fyrr- verandi Bandaríkjaforseti, og Jóhannes Páll páfi II hafi ákveð- ið á fyrsta fundi þeirra í Páfa- garði 7. júní 1982 að hefja leyni- lega herferð til að flýta fyrir hruni kommúnismans í Austur- Evrópu. „Þetta var eitt af mestu leynibandalögum sögunnar," hefur tímaritið eftir Richard Allen, þáverandi þjóðaröryggis- ráðgjafa Reagans. Reagan og páfi beindu einkum sjónum sínum að Póllandi, fjöl- mennasta ieppríki Sovétríkjanna í Austur-Evrópu, enda er páfi þaðan. Báðir voru sannfærðir um að hægt yi-ði að frelsa Pólland ef Páfagarð- ur og Bandaríkjastjórn tækju hönd- um saman um að grafa undan pólsku kommúnistastjórninni og halda lífí í verkalýðshreyfingunni Samstöðu, sem var bönnuð þegar herlög voru sett í landinu árið áð- ur, 1981. Samstaða starfaði á laun með aðstoð bandarísku leyniþjón- ustunnar CIA og fulltrúa páfa þar til starfsemi hennar var heimiluð aftur árið 1989. Hreyfíngunni var séð fyrir tækjum í tonnatali - fax- tækum (þeim fyrstu í Póllandi), prentvélum, senditækjum, símum, stuttbylgjuútvörpum, myndbands- vélum, Ijósritunarvélum, telex- tækjum og tölvum. Öllu þessu var smyglað til Póllands með hjálp presta, bandarískra njósnara og fulltrúa bandarískra og evrópskra verkalýðshreyfínga. Samstaða fékk fjármuni úr sjóðum CIA, leyni- reikningum í Páfagarði og frá vest- rænum verkalýðshreyfingum. Aðstoðarmenn Reagans og páfa segja að þeir hafi neitað að sætta sig við skiptingu Evrópu eins og hún var ákveðin á Jaita-fundinum og yfírráð kommúnista yfír Austur- Evrópu. Þeir hafí verið sannfærðir um að fijálst Pólland yrði sem rýt- ingsstunga í hjarta sovéska heims- veldisins og ef Pólveijar tækju upp lýðræði myndu önnur Austur-Evr- ópuríki fara að dæmi þeirra. Reagan og páfi ræddu líka ann- að sem þeir áttu sameiginlegt. Reynt hafði verið að myrða þá með sex vikna millibili árið 1981 og báðir töldu þeir að Guð hefði bjarg- að þeim þar sem hann hefði falið þeim sérstakt hlutverk. Áætlun Reagans Reagan kom á fundinn með áætlun sem miðaði að því að stuðla að efnahagshruni í Sovétríkjunum, ijúfa tengsl þeirra við hin Varsjár- bandalagslöndin og knýja fram umbætur innan Sovétríkjanna. Áætlunin fól meðal annars í sér eftirfarandi: • Hernaðaruppbygging Banda- ríkjamanna sem var þegar hafin, en hún miðaði að því að gera það of dýrt fyrir Sovétmenn að keppa við Bandaríkin á þessu sviði. Geim- varnaáætlunin varð þungamiðjan í stefnu Reagans. • Leynilegar aðgerðir sem mið- uðu að því að hvetja umbótahreyf- ingar í Ungveijalandi, Tékkósló- vakíu og Póllandi til dáða. • Fjárhagsaðstoð við Varsjár- bandalagslöndin í samræmi við vilja þeirra til að vernda mannrétt- indi og koma á umbótum í átt til lýðræðis og fijáls markaðsbúskap- ar. • Efnahagsleg einangrun Sovét- ríkjanna. Komið yrði í veg fyrir að Sovétmenn fengju hátæknibúnað og tækniþekkingu frá Vesturlönd- um og Japan. • Aukin notkun útvarpsstöðv- anna Radio Liberty, Voice of Amer- ica og Radio Free Europe til að koma boðskap Bandaríkjastjómar til skila í Austur-Evrópu. Páfi fékk aðgang að upplýsingum frá CIA Barátta Bandaríkjastjórnar og Páfagarðs fyrir því að halda lífinu í Samstöðu hófst um leið og Wojci- ech Jaruzelski hershöfðingi setti neyðarlög 13. desember 1981. Reagan gaf þegar í stað út fyrir- mæli um að páfi fengi allar upplýs- ingar sem bandaríska leyniþjónust- an hafði varðandi ástandið í Pól- iandi, meðal annars upplýsingar frá pólskum aðstoðarvarnarmálaráð- herra sem var á mála hjá CIA. Bandaríkjastjórn lét Páfagarði einnig í té upplýsingar og skýrslur frá Ryszard Kuklinski, háttsettum embættismanni í höfuðstöðvum pólska hersins sem var á mála hjá CIA þar til í nóvember 1981 er honum var komið frá Póllandi eftir að hann hafði varað við því að Sovétmenn væru reiðubúnir að gera innrás í landið ef pólska stjómin setti ekki herlög. Bandarísku embættismennirnir, sem tóku þátt í þessu verkefni, voru allir kaþólikkar, þeirra á með- al William Casey, yfirmaður CIA, Richard Allen þjóðaröryggisráð- gjafi og Alexander Haig utanríkis- ráðherra. Páfi hitti sjálfur bandaríska embættismenn að máli til að geta metið atburðina í Póllandi og ár- angurinn af aðgerðum Bandaríkja- manna. Hann hafði síðan samband við Reagan, annaðhvort bréflega eða í síma. Casey kom því sem næst alltaf fyrst við í Róm þegar hann fór til Evrópu eða Miðaustur- landa til að geta rætt við Jóhannes Pál páfa. Gorbatsjov þakkar páfa Sovétmenn og stjórn kommún- ista í Póllandi létu smám saman undan síga. Fangelsi vom tæmd, ákærur á hendur Lech Walesa, leið- toga Samstöðu, voru látnar niður falla, innbyrðis átök brutust út í kommúnistaflokknum, og efnahag- ur landsins hrundi vegna öldu verk- falla og mótmæla sem gekk yfir landið, auk refsiaðgerða Bandaríkj- astjórnar. Míkhaíl Gorbatsjov, þáverandi forseti Sovétríkjanna, skrifaði ný- lega grein í ítalska dagblaðið La Stampa þar sem hann lét í ljós þá skoðun að breytingarnar í Austur- Evrópu hefðu ekki getað átt sér stað ef páfa hefði ekki notið við. Hann fór ennfremur mjög lofsam- legum orðum um páfa og sagði að hann hefði haft mjög mikil áhrif á skoðanir sínar og lífsviðhorf. Kasparov sigurvegari á skákmótinu í Linares Linares. Reuter. GARRÍJ Kasparov, heimsmeistari mótinu í Linares á Spáni. í 13. Júgóslavann Ljubomir Ljubojevic Kasparov tapaði engri skák á mótinu og fékk eins og fyrr segir 10 vinninga af 13 mögulegum. Eini maðurinn, sem komst nálægt því að ógna sigurgöngu Kasparovs var Hollendingurinn Jan Timman en hann stendur verr að vígi í biðskák- inni við Rússann Valeríj Salov, sem keppti raunar fyrir Spán á mótinu. Salov átti peðinu meira þegar skák- in fór í bið og Timman getur í besta í skák, bar sigur úr býtum á skák- )g síðustu umferðinni vann hann og hlaut 10 vinninga alls. falli gert sér vonir um jafntefli. Önnur úrslit í siðustu umferð voru þessi: Anatólíj Karpov, Rússlandi, gerði jafntefli við Artúr Júsúpov, sem er rússneskur einnig en keppir fyrir Þýskaland. Viswanathan Ánand frá Indlandi sigraði Alexander Beljavskíj frá Úkraínu; Jonathan Speelman, Bretlandi, og Evgeníj Bareev, Rússlandi, gerðu jafntefli; Borís Gelfand, Hvíta Rússlandi, sigraði Nigel Short, Bretlandi; Vassílíj ívantsjúk, Úkraínu, vann Manuel Illescas, Spáni. Röð keppenda með fyrirvara um úrslit í tveimur biðskákum var þessi:: Kasparov 10 v.; Timman 8 v. og biðskák; ívantsjúk 8 v.; Karpov 7,5 v.; Gelfand og Anand 7 v.; Bareev 6.5 v.; Salov 6 v. og biðskák; Jús- úpov 6 v.; Illescas 5,5 v.; Ljubojevic 4.5 v. og Speelman og Short 3,5 v.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.