Morgunblaðið - 15.03.1992, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJAA/EÐUR SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992
9
Lýðræðið: spegilmynd
þrenningar Guðs
Ein af þeim skilgreiningum
kristinnar trúar sem hvað
mestar deilur hefur vakið er sú sem
segir að Guð sé „þrenning". Sér-
staklega virðist þrenningin ganga
illa í Islendinga, alla vega ef marka
má kannanir um trúarskoðanir
landans. í stuttu máli, svona til
glöggvunar, byggir þrenningartrú-
in á þeirri kenningu að Guð sé í
raun og veru ekki einn, eins og við
erum vön að telja hann, heldur
þrír. Samt sé um einn Guð að ræða
(?). Þessir þrír kallast „þrjár pers-
ónur Guðs“. Sú fyrsta er skap-
arinn, sá er allt hefur gert og við-
heldur veröldinni. Önnur persónan
er Sonurinn, sá er kom til okkar í
Jesú Kristi. Þriðja persóna Guðs
er Heilagur andi, sá er Jesús lofaði
að senda lærisveinum sínum, sá
Guð sem er í,
með og hjá
okkur alla
daga. Er nema
von að slík
speki segi fólki
lítið? Er til
nokkurs að
velta sér upp úr svona löguðu?
Breytir það einhveiju fyrir okkur
þó einhveijir sjálfskipaðir fornald-
arspekingar hafi gert sér upp
furðuhugmyndir um Guð til að sýn-
ast vitrir? Eða býr eitthvað annað
og meira að baki? Heil ósköp hefur
verið ritað um þrenningu Guðs í
gegnum aldirnar. Sumt með kenn-
ingunni og annað á móti. Ekki
ætla ég, fremur en áður í þessum
greinakornum, að elta ólar við slíkt,
enda nóg af fræðimönnum til, sem
geta dundað sér við það. Aftur á
móti langar mig til að nefna eina
kenningu um þrenninguna sem oft
gengur aftur, sérstaklega hjá ýms-
um þeim er telja trúarbrögðin til
vanþroskaðra barnabreka mann-
kyns. Þeir segja að þrenningar-
kenningin sé skilgetið afkvæmi
kirkjuvalds og keisara fyrri tíma,
að þessar tvær valdastofnanir hafi
með henni soðið saman kenningu
til þess eins að tryggja sér völdin
um langa framtíð. (Þjáðust þeir
kannski af athyglisskorti?) Svo eru
það hinir sem segja að þrenningar-
kenningin sé afsprengi grískrar
heimspeki fornaldarinnar, er þann-
ig hafi smeygt sér inn undir pils-
faldinn á heilagri kirkju. Ofan-
greindar skoðanir eru efalaust
góðra gjalda verðar, þó oft séu þær
settar fram af heift og einstrengis-
skap er brýtur niður en byggir
ekkert upp og er því til lítils í
umræðu manna í niilli. Alla vega
er kristin trú mjög heimspekiieg á
köflum. Það var reyndar svo, að
árið 325 e. kr. reyndi keisari Aust-
Rómverska keisaradæmisins (sem
réð yfir flestum löndum kristninn-
ar) að banna þrenningarkenning-
una. Ástæðan var sú að hann vildi
líta á Jesú sem hvern annan mann,
vissulega fylltan af anda Guðs, en
í mesta lagi einskonar hálfguð.
Hvers vegna? Jú, keisarinn áleit
réttilega að ef Jesús hefði aðeins
verið þroskaður maður, spekingur
eða hálfguð, þá gætu aðrir, þar
með talinn keisarinn, öðlast sömu
tign. Slíkt þekkist reyndar víða
meðal trúarbragðanna. Hvað um
það. Þeir er aðhylltust þrenningar-
kenninguna voru látlaust ofsóttir
og hún varð því ekki viðurkennd
af kirkjunni og ríkisvaldinu fyrr en
árið 381 e.kr. En hvers vegna var
hún viður-
kennd? Hvers
vegna tókst
keisaranum (og
kirkjuyfirvald-
inu er studdi
hann með ráð-
um og dáð) ekki
að útrýma henni? Jú, vegna þess
að almenningur, fólkið, hinir
kristnu í iandinu, stóðu vörð um
þrenningarkenninguna með lífið að
veði. Fólkið hafði tilbeðið Jesú og
dýrkað. Það vissi og fann að hann
var hvorki spámaður, galdrakarl
eða hálf-guð, heldur „Guð af Guði,
ljós af ljósi, sannur Guð af Guði
sönnum" eins og segir í fornri trú-
aijátningu kirkjunnar frá 4. öld
eftir kristsburð.
En að öllum sögulegum vanga-
veltum slepptum þá er kenningin
um hinn þrí-eina Guð grundvöllur
allra vona manna um réttlæti og
betri heim. Hinn eini Guð, sem
mætir okkur í þremur persónum,
vinnur hveija stund að því að gera
heiminn betri, nálgast heiminn,
leiða heiminn fram á veginn. Orðið
„persóna" er komið úr orðasafni
grísku leikritaskáldanna fornu eins
og svo margt annað gott er við
notum hvern dag án þess að gefa
því gaum. „Persóna" grísku leikrit-
anna var sá er lét röddina hljóma
í gegnum grímu (til að hún heyrð-
ist betur). Þannig sjáum við Guð
eins og þtjár persónur, þijú hlut-
verk á leiksviði heimsins. Þannig
er honum lýst um allt Nýja testa-
mentið. Því er ef til vill réttara að
segja sem svo að Guð þrenningar-
innar sé ekki EINN Guð heldur
EITT Guð. Hvað skyldi ég nú eiga
við með því? Faðirinn er skapar
allt. Sonurinn er kemur til okkar í
Jesú Kristi og Andinn er dvelur
hjá okkur og í okkur starfa saman
í einu heilu, óskiftu og órjúfanlegu
samfélagi. Samfélag þeirra er
EITT og HEILT. Það er EITT sam-
félag þriggja persóna. Innsta eðli
Guðs er þá samfélagið við náung-
ann, enda endurspeglast samfélag-
ið og kærleikurinn innan þrenning-
arinnar í þeim kærleika sem Guð
sýnir með því að vilja eiga samfé-
lag við okkur mennina. Þessi kenn-
ing um Guð þrenningarinnar sem
byggir á Biblíunni, er að sjálfsögðu
fullkomlega ósamræmanleg öllum
einveldis- og einræðishugmyndum.
Eingyðistrúin, það að trúa aðeins
á einn Guð, hefur oft verið notuð
sem skálkaskjól einræðisins í gegn-
um aldirnar. Hinir ýmsu harðstjór-
ar hafa sagt sem svo: „Úr því að
Guð einn stjórnar öilu, hlýtur stjórn
eins manns á jörðinni að vera það
sem hinn eini Guð vill.“ Þrenning-
arkenningin er í algerri andstöðu
við þetta. Guð er vissulega einn
Guð, en um leið er hinn eini Guð
samfélag hinna þriggja. Ekki
EINN heldur EITT. Þess vegna
endurspeglar samfélag hinna
mörgu innsta eðli Guðs og vilja,
samfélag er byggist á kærleika til
náungans. Það samfélag finnur sér
síðan fai’veg innan lýðræðisins,
þegar réttur allra er virtur og
manngildið fær að njóta sin. Slíkt
lýðræði er því miður að verða frem-
ur sjaldgæft, því skrílræðið er á
svo mörgum sviðum að ná yfir-
höndinni. Þar sem meirihlutinn
kúgar minnihlutann er hvorki um
réttlæti eða heilsteypt samfélag að
ræða heldur kúgun engu betri en
kúgun einræðisins eða flokkræðis-
ins eins og við þekkjum það á þess-
ari öld. Þrenningarkenningin verð-
ur ávallt fyrir árásum fasista, nas-
ista, komúnista og annarra einræð-
issinna því þeir þola ekki lýðræðið
sem sprettur upp úr hugmyndinni
um hinn þrí-eina Guð. Hinn þrí-eini
Guð er líka fleinn í holdi þeirra er
maka krókinn á blóðþyrstum múg
skrílræðisins og lifa á því að bijóta
fólk niður í fjölmiðlum og fleygja
hræjunum fyrir lýðinn. Og það allt
í nafni lýðræðis! En til þess að
maðurinn geti átt samneyti við Guð
þarf hann fyrst að fá tækifæri til
þess að vera maður með öllu því
sem þgð felur í sér. Næsta sunnu-
dag skulum við líta saman á
mennskuna sem er forsenda þess
að maðurinn geti átt samfélag við
samfélagið sem við köllum Guð.
Höfundur er fræðslufulltrúi
Þjóðkirkjunniir á Austurlandi.
IIRISTNIA
KROSSCÖTUIVI
eftirÞórhall Heimisson
VEÐURHORFUR í DAG, 15. MARZ
YFIRLIT í GÆR: Á Grænlandssundi er 1.018 mb hæð, sem fer minnkandi
og þokast austur, en suður af Hvarfi er vaxandi lægð sem mun hreyfast
austnorðaustur og fer hún að hafa áhrif á veður hér við land i nótt, fyrst
suðvestan- og vestanlands.
HORFUR í DAG: Austan- og suðaustanátt, allhvasst eða hvasst og snjókoma
um sunnan- og vestanvert landið fram eftir degi, en hægari og él síðdegis.
Vaxandi suðaustanátt norðaustanlands og snjókoma síðdegis. Minnkandi
frost um allt iand.
HORFUR Á MÁNUDAG:
Fremur hæg suðvestanátt um mest allt land, nema á Vestfjörðum og vestan-
verðu Norðurlandi, þar verður norðaustanátt, sums staðar allhvöss. Sunnan-
lands má búast við skúrum en slydduéljum á norðanverðum Vestfjörðum.
Hiti 2 til 3 stig.
HORFUR Á ÞRIÐJUDAG:
Fremur hæg vestan- og norðvestanátt. Smáél norðan- og norðaustanlands,
en að mestu úrkomulaust annars staðar. Frost 3 til 5 stig.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6.00 í gær að ísl. tíma
Staður hiti veður Staður hiti veður
Akureyri ^■15 úrk. í grennd Glasgow 0 snjóél
Reykjavík +13 skafrenningur Hamborg 0 skýjað
Bergen 0 skýjað London 4 skýjað
Helsinki 1 slydduél LosAngeles 14 léttskýjað
Kaupmannahöfn 1 skýjað Lúxemborg 3 skýjað
Narssarssuaq +1 snjókoma Madríd 1 heiðskirt
Nuuk +7 snjókoma Malaga 7 þokumóða
Ósló +1 léttskýjað Mallorca 5 þoka
Stokkhólmur +2 skýjað Montreal +14 heiðskírt
Þórshöfn +8 skúrir New York +2 hálfskýjað
Algarve 8 heiðskírt Orlando 14 alskýjað
Amsterdam 2 haglél París 8 skýjað
Barcelona 6 hálfskýjað Madeira 14 hálfskýjað
Berlín 1 snjóél Róm 9 þokumóða
Chicago +3 snjókoma Vín 1 rigning
Feneyjar 3 heiðskírt Washington +1 léttskýjað
Frankfurt 4 rigning Winnipeg +5 snjóél
Svarsími Veðurstofu íslands - veðurfregnir: 990600.
o 'ö Q Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk,
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.
r r r * / * * * * • í * 10° Hitastig
r r r r r * / r * r * * * * * V V V V Súld
Ftigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka S
Kvöld-, nœtur- og helgarþjónusta apótekanna i Reykjavík dagana 13. marz til 19.
marz, að báðum dögum meðtöldum, er i Breiðholts Apóteki, í Mjódd. Auk þess
er Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1, opin til kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema
sunnudag.
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog i Heilsuverndarstöð Reykjavík-
ur við Barónsstig frá kl. 17 til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og
helgidaga. Nánari uppl. i s. 21230.
Lögreglan í Reykjavík: Neyðarsimar 11166 og 000.
Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndimóttaka rúmhelga daga 10-16, s. 620064.
Tannlæknavakt - neyðarvakt um helgar og stórhátíðir. Simsvari 681041.
Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær
ekki til hans s. 696600). Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami simi. Uppl.
um lyfjabúðir og læknaþjón. i simsvara 18888.
Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram í Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sór ónæmisskírteini.
Alnæmi: Læknir eða hjukrunarfræðingur veitir upplýsingar á miðvikud. kl. 18-19 i
s. 91-622280. Ekki þarf að gefa upp nafn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann
styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra i s. 28586. Mótefnamælingar vegna
HIV smits fást að kostnaðarlausu i Huð- og kynsjúkdómadeild, Þverholti 18 kl.
9-11.30, á.rannsóknarstofu Borgarspitalans, virka daga kl. 8-10, á göngudeild Lands-
pítalans kl. 8-15 virka daga, á heilsugæslustöðvum og hjá heimilislæknum. Þag-
mælsku gætt.
Samtckin 78: Upplýsingar og ráðgjöf i s. 91-28539 mánudags- og fimmtudagskvöld
kl. 20-23.
Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein, hafa viðtalstíma á
þriðjudögum kl. 13-17 I húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlið 8, s.621414.
Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718.
Mosfells Apótek: Opið virka daga 9-18.30. Laugard. 9-12.
Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12.
Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12.
Garðabær: Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 51100. Apótekið: Virka daga kl. 9-18.30.
Laugardaga kl. 11-14.
Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardögum kl. 10-14. Apótek Norður-
bæjar: Opið mánudaga - fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum 10
til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14. Uppl. vaktþjónustu i s. 51600.
Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100.
Keflavik: Apótekiö er opið kl. 9-19 mánudag til föstudag. Laugardaga, helgidaga og
almenna fridaga kl. 10-12. Heilsugæslustöð, simþjónusta 4000.
Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum
kl. 10-12. Uppl. um læknavakt fést i símsvara 1300 eftir kl. 17.
Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. - Apótekiö opið virka daga til kl. 18.30. Laugardaga
kl. 10-13. Sunnudaga kl. 13-14. Heimsóknartimi Sjúkrahússins kl. 15.30-16 og kl. 19-19.30.
Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Neyðarathvarf opið allan sólarhringinn, ætlað börn-
um og unglingum að 18 ára aldri sem ekki eiga i önnur hús að venda. Opið allan
sólarhringinn. S. 91-622266. Grænt númer 99-6622.
Símaþjónusta Rauðakrosshússins. Ráðgjafar- og upplýsingarsimi ætlaður börnum
og unglingum að 20 ára aldri. Ekki þarf að gefa upp nafn. Opiö allan sólarhringinn.
S: 91-622266, Grænt númer: 99-6622.
LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, Ármúla 5, opið kl. 12—15 þriðjudaga
og laugardaga kl. 11-16. S. 812833.
G-samtökin, landssamb. fólks um greiðsluerfiðleika og gjaldþrot, Vesturvör 27, Kópa-
vogi, opið 10—14 virka daga, s. 642984, (simsvari).
Foreldrasamtökin Vimulaus æska Borgartúni 28. s. 622217, veitir foreldrum og
foreldrafél. upplýsingar: Mánud. 13-16, þriöjud., miðvikud. og föstud. 9-12. Áfengis-
og fikniefnaneytendur. Göngudeild Landspitalans, s. 601770. Viðtalstimi hjá hjúkrun-
arfræðingi fyrir aðstandendur þriðjudaga 9-10.
Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 611205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem
beittar hafa verið ofbeldi i heimahúsum eða orðiö fyrir nauðgun.
Stigamót, Vesturg. 3, s. 626868/626878. Miöstöð fyrir konur og börn, sem orðið
hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Virka daga kl. 9-19.
MS-félag islands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s. 688620.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra bama. Pósth. 8687 128 Rvik. Simsvari allan sólar-
hringinn. S. 676020.
Lífsvon — landssamtök til verndar ófæddum börnum. S. 15111.
Kvennaráðgjöfin: Simi 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22. Fimmtud. 13.30 og 20-22.
Vinnuhópur gegn sifjaspellum. Tólf spora fundir fyrir þolendur sifjaspella miðviku-
dagskvöld kl. 20-21. Skrifst. Vesturgötu 3. Opið kl. 9-19. Simi 626868 eða 626878.
SÁÁ Samtök óhugafólks um áfengisvandamálið, Siðumúla 3-5, s. 82399 kl. 9-17.
AL-ANON, aðstandendur alkohólista, Hafnarstr. 5 (Tryggvagötumegin). Mánud.-
föstud. kl. 9-12. Laugardaga kl. 10-12, s. 19282.
AA-samtökin, s. 16373, kl. 17-20 daglega.
FBA-samtökin. Fullorðin börn alkohólista. Fundir Tjarnargötu 20 á fimmtud. kl. 20.
I Bustaöakirkju sunnud. kl. 11.
Unglingaheimili ríkisins, aðstoð við unglinga og foreldra þeirra, s. 689270 / 31700.
Vinalína Rauða krossins, s. 616464 og grænt númer 99-6464, er ætluð fullorðnum,
sem telja sig þurfa að tjá sig. Svarað kl. 20-23 öll kvöld.
Skautar/skíði. Uppl. um opnunartima skautasvellsins Laugardag, um skiðabrekku i
Breiðholti og troðnar göngubrautir i Rvik s. 685533. Uppl. um skiðalyftur Bláfjöll-
um/Skálafelli s. 801111.
Upplýsingamiðstöð ferðamála Bankastr. 2: Opin vetrarmán. mán./föst. kl. 10.00-
16.00, laugard. kl. 10.00-14.00.
Fréttasendingar Ríkisútvarpsins til útlanda daglega á stuttbyigju: lltvarpað er
óstefnuvirkt allan sólarhringinn á 3295,6100 og 9265 kHz. Hádegisfréttum er útvarp-
að til Noröurlanda, Bretlands og meginlands Evrópu: Daglega kl. 12.15-12.45 ó
15790 og 13830 kHz. og kvöldfréttum. Daglega kl. 18.55-19.30 á 11402 og 13855
kHz. Til Kanada og Bandarikjanna: Daglega: kl. 14.10-14.40 á 15770 og 13855 kHz.
Hádegisfréttir. Daglega kl. 19.35-20.10 á 15770og 13855 kHz. kvöldfréttir. Daglega
kl. 23.00- 23.35 á 15770 og 13855 kHz. Að loknum lestri hádegisfrétta á laugardög-
um og sunnudögum er lesið fréttayfirlit liðinnar viku. ísl. timi, sem er sami og GMT.
SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar
Landspitalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin. kl. 19-20..
Sængurkvennadeild. Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartimi fyrir feður kl.
19.30-20.30. Fæðingardeildin Eiriksgötu: Heimsóknartimar: Almennur kl. 15-16.
Feðra- og systkinatími kl. 20-21. Aðrir eftir samkomulagi. Barnaspítali Hringsins:
Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni 10B: Kl. 14-20
og eftir samkomulagi. - Geðdeild Vífilstaðadeild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Landa-
kotsspítali: Alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: Heimsóknartimi annarra en
foreldra er kl. 16-17. - Borgarspitalinn i Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30
til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. a laugardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnar-
búðin Alla daga kl. 14-17. - Hvitabandið, hjúkrunardeild og Skjól hjúkrunarheimili.
Heimsóknartími frjáls alla daga Grensásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30
- Laugardaga og sunnudaga ki. 14-19.30. - Heilsuverndarstöðin: Heimsóknartimi
frjáls alla daga. Fæðingarheimili Reykjavikur Alla daga kkl. 15.30-16.00. - Klepps-
spítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga
kl. 15.30 til ki. 17. - Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum.
- Vífilsstaðaspítali: Heimsóknartimi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St. Jósefs-
spitali Hafn.: Álla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlið hjúkrunarheimili i Kópa-
vogi: Heimsóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikurlæknishér-
aðs og heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð
Suöumesja. S. 14000. Keflavík - sjúkrahúsið: Heimsóknartimi virka daga kl. 18.30-
19.30. Um helgar og á hátiðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri - sjúkra-
húsið: Heimsóknartimi alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og
hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysavaröstofusimi fró kl. 22.00-8.00,
s. 22209.
BILANAVAKT
Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hitaveitu, s. 27311, kl. 17 til kl.
8. Sami simi á helgidögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar bilanavakt 652936
SÖFN
Landsbókasafn íslands: Aðallestrarsalur opinn mónud. - föstud. kl. 9-19 og laugar-
daga kl. 9-12. Handritasalur mánud.-fimmtud. kl. 9-19 og föstud. kl. 9-17. Útlánssal-
ur (vegna heimlána) mánud.-föstud. kl. 9-16.
Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla islands. Opið mánudaga til föstudaga kl.
9-19. Upplýsingar um útibú veittar i aðalsafni, s. 694326.
Borgarbókasafn Reykjavikur: Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbóka-
safnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheima-
safn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud. -
fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn - Lestrarsalur, s.
27029. Opinn mánud. - laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s. 27640.
Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud. - föstud. kl. 15-19. Bókabílar, s. 36270. Viökomu-
staðir viðsvegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafnið i Gerðubergi fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn miðvikud. kl. 10-11.
Sólheimasafn, miðvikud. kl. 11-12.
Þjóðminjasafnið: Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudag kl. 12-16. Leiðsögn
um safnið laugardaga kl. 14.
Árbæjarsafn: Opið um helgar kl. 10-18.
Árnagarður: Handritasýning til 1. sept., alla virka daga kl. 14-16.
Ásmundarsafn i Sigtúni: Opið alla daga 10-16.
Akureyri: Amtsbókasafnið: Mánud.-föstud. kl. 13-19. Nonnahús alla daga 14-16.30.
Náttúrugripasafnið á Akureyri: Opiö sunnudaga kl. 13-15.
Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. Sýningarsalir: 14-19 alla daga.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi. Opið alla daga 12-18 nema mánudaga. Sumarsýning
á islenskum verkum i eigu safnsins.
Minjasafn Rafmagnsveitu Reykjavikur við rafstöðina við Elliðaár. Opið sunnud. 14-16.
Safn Ásgrims Jónssonar, Bergstaðastræti: Opið alla daga nema mánudaga kl.
13.30-16.
Húsdýragarðurinn: Opinn virka daga, þó ekki miðvikudaga, kl. 13-17. Opinn um
helgar kl. 10-18.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Högg-
myndagarðurinn opinn daglega kl. 11-16.
Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18.
Listasafn Sigurjóns Olafssonar, Laugarnesi: Opið laugardaga og sunnudaga kl.
14-17.
Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið sunnudaga milli kl. 14 og
16. S. 699964.
Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir sunnud. þriðjud. fimmtud.
og laugard. 13.30-16.
Náttúrufræðistofa Kópavogs: Opin sunnudaga kl. 13.30-16. Á öðrum tímum eftir
samkomulagi.
Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opiö mán.-fimmtud. kl. 10-21. Föstud. 10-19.
Lesstofan opin frá mánud.-föstud. kl. 13-19.
Byggðasafn Hafnarfjarðar: Opið laugard. og sunnud. kl. 14-18 og eftir samkomu-
lagi. S. 54700.
Sjóminjasafn islands, Hafnarfirði: Opið laugardaga'og sunnudaga frá kl. 14-18.
Bókasafn Keflavikur: Opið mánud.-miðvikud. kl. 15-22, þriðjud. og fimmtud. kl. 15-19
og föstud. kl. 15-20.
ORÐ DAGSINS Reykjavík sími 10000.
Akureyri s. 96-21840.
SUNDSTAÐIR
Sundstaðir i ReykjaviV: Þessir sundstaðir: Laugardalslaug. Vesturbæjarlaug og Breið-
holtslaug eru opnir sem hér segir: Mánud. - föstud. 7.00-20.30, laugard. 7.30—
17.30, sunnud. 8.00-17.30. Sundhöll Reykjavikur. Mánud. - föstud. kl. 7.00-19.00.
Lokað i laug kl. 13.30—16.10. Opið i böð og potta fyrir fullorðna. Opið fyrir böm frá
kl. 16.50-19.00. Stóra brettið opið frá kl. 17.00-17.30. Laugard. kl. 7.30-17.30,
sunnud. kl. 8.00-17.30.
Garðabær. Sundlaugin opin mánud.-föstud.: 7.00-20.30. Laugard. 8.00-17 og sunnud.
8-17.
Hafnarfjörður. Suðurbæjarlaug: Mánudaga - föstudaga: 7.00-21.00. Laugardaga:
8.00-18.00. Sunnudaga: 8.00-17.00. Sundlaug Hafnarfjarðar: Mánudaga — föstudaga:
7-21. Laugardaga. 8-16. Sunnudaga: 9-11.30.
Sundlaug Hveragerðis: Mánudaga - fimmtudaga: 7-20.30. Föstudaga: 7-19.30. Helg-
ar: 9-15.30.
Varmárlaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga - fimmtud. kl. 6.30-8 og 16-21.45,
(mánud. og miðvikud. lokaö 17.45—19.45). Föstudaga kl. 6.30-8 og 16—18.45. Laugar-
daga kl. 10-17.30. Sunnudaga kl. 10-15.30.
Sundmiðstöð Keflavikur: Opin mánudaga - föstudaga 7-21, Laugardaga 8-18. Sunnu-
daga 9-16.
Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga - föstudaga kl. 7-20.30. Laugardaga og sunnu-
daga kl. 8-16.30. Siminn er 41299.
Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga — föstudaga kl. 7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnu-
daga 8-16. Simi 23260.
Sundlaug Sehjamamess: Opin mánud. - föstud. kl. 7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10-
17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.