Morgunblaðið - 15.03.1992, Síða 11

Morgunblaðið - 15.03.1992, Síða 11
11 i i i I » I I I I i i grannalöndum íslands. Rýmkaðar löndunarheimildir hér við land munu væntanlega verða skoðaðar af útgerðaraðilum þessara skipa sem einn nýr valkostur af mörgum við val á löndunarstað. En heimild til löndunar hérlendis myndi varla ráða úrslitum um hvort sækja eigi á þessi mið eða ekki. Að auki gerir 3. grein frumvarpsins, sem hér er til umsagnar, ráð fyrir áframhald- andi fullri heimild sjávarútvegsráð- herra til að takmarka heimildir til að landa og sækja þjónustu í ís- lenskum höfnum, þegar um er að ræða skip, sem stunda veiðar úr sameiginlegum stofnum, sem ekki hafa verið gerðir samningar um. Eins og frumvarpið liggur fyrir er því engin áhætta tekin að því er fiskveiðihagsmuni þjóðarinnar varðar," segir í bréfi Landssam- bands iðnaðarmanna. í nýja frumvarpinu er mörkuð sú meginregla að erlendum veiði- skipum sé frjálst að leita til hafna á íslandi. Samkvæmt því gætu er- lend veiðiskip bæði landað afla sín- um til sölu hér á landi til einstakra vinnslustöðva eða á markað. Jafn- framt gætu þau umskipað afla til flutnings með flutningaskipum á markaði erlendis. Einnig gætu skip- in komið til íslenskra hafna til kaupa á kosti, olíu og veiðafærum, auk þess sem þau gætu fengið hér viðgerðarþjónustu. Sjávarútvegs- nefnd Alþingis afgreiddi frumvarpið síðastliðinn fimmtudag og sam- þykkti samhljóða breytingartillögu, að ekki væri heimil löndun erlendra skipa hér þegar um er að ræða veiðar úr sameiginlegum nytja- stofnum, sem veiðast bæði innan og utan íslenskrar efnahagslög- sögu, hafi íslensk stjórnvöld ekki gert samning um nýtingu viðkom- andi stofns við stjórnvöld hlutaðeig- andi ríkis. Gunnar Svavarsson for- maður Félags íslenskra iðnrekenda segir iðnrekendur mjög ósátta við þessa breytingartillögu þar sem við stæðum í nákvæmlega sömu spor- um og áður. „ Mér finnst þetta heimiidarákvæði eyðileggja frum- varpið. Kerfið verður svo þungt í vöfum þegar alltaf þarf að leita undanþága og þá verður mjög erf- itt að markaðssetja þjónustu hafn- anna og annarra aðila. Okkur finnst líka að með þessari breytingu sé verið að segja að aðrar atvinnu- greinar sem tengjast þjónustu og iðnaði séu annars flokks því þeirra hagsmunir skipti engu máli.“ Sameiginlegir veiðistofnar Á síðari árum hefur framkvæmd- in verið sú að erlend veiðiskip hafa fengið að koma til hafnar á ís- landi. Hinsvegar hafa þau ávallt orðið að sækja um sérstakt leyfi til sjávarútvegsráðuneytisins hverju sinni og hafa leyfin almennt ekki heimilað löndun. Leyfi hafa ekki verið veitt í þeim tilvikum er skip hafa verið að veiðum úr fiskistofn- um sem sameiginlegir eru með ís- landi og öðrum ríkjum og ekki hef- ur verið samið um nýtingu á. Frá árinu 1980 hafa tiltekin grænlensk veiðiskip fengið alla þjónustu í ís- lenskum höfnum. Er það sam- kvæmt sérstöku samkomulagi milli íslands og Grænlands, sem gert hefur verið ýmist til heils eða hálfs árs í senn. Hafa þessi skip m.a. landað afla hér á landi sem síðan hefur verið skipað um borð í flutn- ingaskip og fluttur á erlendan markað. í þessu sambandi ber að hafa í huga þær miklu breytingar sem stækkun fiskveiðilögsögunnar hafði í för með sér varðandi nýtingu fiski- stofna hér við land. Árið 1922 var landhelgin við ísland aðeins þijár sjómílur og fylgdi línan fjörumarki í flóum og fjörðum ef lengra var milli stranda en 10 sjómíiur. Við þessar aðstæður var augljós nauð- syn þess að koma í veg fyrir að erlendir aðilar gætu notað íslenskar hafnir og stundað þaðan veiðar og vinnslu á þeim fiskistofnum sem íslendingar nýttu, segir í greinar- gerð með frumvarpinu. Ennfremur segir: „íslendingar hafa nú full umráð yfir 200 sjó- SJÁBLS. 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 HOFUM KASTAÐ FRA OKKUR STÓRFELLDUM VIÐSKIPTUM - segir afgreiðslustjóri Eimskips í Hafnarfirði „Við erum og höfum verið að kasta frá okkur stórfelldum viðskipt- um með því að leyfa ekki erlendum togurum að landa hér á landi. Við höfum hreinlega verið að loka okkur af í viðskiptalegu tilliti," segir Jóhann Guðmundsson, afgreiðs 1 ustjóri Eimskips í Hafnarfirði. * sama tíma og fiskvinnslan hefur verið að kvarta undan fiskleysi, hefur erlendum togurum verið bannað að landa hér á landi. Menn liljóta að sjá að ef þessu banni yrði aflétt, myndi það skapa stóraukin viðskipti fyrir alla aðila sem yrði að sjálfsögðu til góðs en ekki ills. Útlendingar veiða þann fisk, sem þeir hafa heimild til ur sameiginlegum veiði- stofnum íslendinga og annarra þjóða, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það þýðir ekkert að fara í fýlu út af því. Erlend skip hafa komið’ hingað með reglulegu millibili og óskað löndunar, en því hefur ítrekað verið synjað af sjávarútvegs- Jóhann ráðuneytinu, Guðmundsson vegna þess að 70 ára gömul lög segja annað. Eg er mjög óhress yfir því að ekki skuli vera fyrir löngu búið að opna fyrir það að erlendum skipum sé leyft að landa hér sínum afla. Þau gætu ýmist sent aflann beint út á erlenda markaði með íslensk- um flutningafyrirtækjum eða land- að honum á innlenda fiskmarkaði eða beint til innlendra fiskvinnslu- fyrirtækja. Jafnframt fengju skip- in alla þá þjónustu, sem þau ósk- uðu eftir hér á landi, svo sem við- gerðir, veiðarfæri, kost og olíu, auk hótelþjónustu fyrir áhafnir sínar og flugferðir með íslenskum flug- félögum þegar skipta þarf um áhafnir svo eitthvað sé nefnt. Geysilega margir aðilar eiga hags- muna að gæta, en ég undrast mest^það samstöðuleysi sem ríkt hefur í þessu máli. Eg hef ekki hitt nokkurn mann, sem er mótfallinn því að leyfa er- lendum skipum löndun hér. Það virðast allir gera sér grein fyrir þjóðhagslegri hagkvæmni þess. En samtakaleysið hefur verið með ólíkindum," segir Jóhann Guð- mundsson. BÁTASÝÍVING HJÁ TÍTAN UM HELGINA KL. 10-19 LAUGARDAG OG SUNNUDAG Nú er sá tími árs til ad láta sig dreyma. Fyrirflestum eru sportbátar og tómstundasiglingar fjarlægur draumur, en nú býður TÍTAN HF uppá áraumsýn að Lágmúla 7. Fjöldi sportbáta og tilfieyrandi búnaður á ótrúlegu verði. „Draumórar fiugsar þú kannski, en fiver veit, þú gætirfundið þig i bátsfari drauma þinna þegar vorar." Mszsbrb ■ naLPtun Snekkjur Seglskútur -fp Jeanneau LasGr^4.7 Se9|bá,ar sillinger Gummibátar FQRCE Outbocjrds Utanborösmótorar 3-150 HP Sjóþotur F O B T $ Þurrgallar og sjóskíðabúnaöur SICUNCASKÓUNN kynnir siarfsemi sína Karlakórinn Stefnir iiytur sjómannalög kl. 16.00 bdða dagana SNARF&R! FÉLAG SPORTBÁTÆKSENDA Kynnir starfsemi sína acktnioshs Kynning TITANhf v . -J TÍTAN hf. LÁGMÚLA 7 - SÍMI 8 14-077 Kynning DUICK5ILU= K ynning G etraun verðlaun er y \/S sS'' ■^e/ N efnið Iimm vörumerki sem _\T*s' TÍTAN HF. hcfur r/ 3 nutnna QS 260 gutnihúlur LSv'' umboð fyrir? að verðmæti ftr. 65.960 V- '' 1 S\ ’----------------- COMBhCAIVIP T jaldvagnar Nafn H eimilifang Siitii_______ ■/ Scndist til TÍTAN H F. fyrir 22.03 1092

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.