Morgunblaðið - 15.03.1992, Qupperneq 13
8*
12
mílna fiskveiðilögsögu og innan
hennar halda sig flestar þýðingar-
mestu físktegundirnar sem við nýt-
um. Erlend veiðiskip hafa mjög tak-
markaða möguleika á að stunda
veiðar úr þeim fiskistofnum. Hins
vegar er þetta ekki algild regla því
nokkrir fiskistofnar veiðast bæði
utan og innan okkar efnahagslög-
sögu. Er í þeifn tilvikum enn þörf
á heimild til þess að takmarka að-
gang erlendra veiðiskipa að höfnum
þeim er stunda veiðar úr þeim stofn-
um.
Verslun og viðskipti
íslenskar vinnslustöðvar hafa á
undanförnum árum í ríkari mæli
leitað eftir kaupum á afla af erlend-
um skipum. Einkum hefur til þessa
verið um að ræða kaup á rækju.
Vegna samdráttar í afla á síðustu
árum hafa verið kannaðir möguleik-
ar á kaupum á ýmsum botnfiskteg-
undum. Jafnframt hafa augu
manna opnast fyrir því að ýmsir
tekjumöguleikar séu fyrir hendi
með viðskipti við erlend veiðiskip.
Komum þessara skipa til hafna
fylgja mikil viðskipti og fjölbreyttir
tekjumöguleikar fyrir ýmsa þjón-
ustustarfsemi í landinu.
Með því að heimila frjálsari að-
gang að íslenskum höfnum er kom-
ið til móts við þær breytingar til
fijálsræðis í verslun og viðskiptum
milli landa sem orðið hafa á síðari
árum. Með þeim fyrirvara, sem
gerður er varðandi löndun afla úr
sameiginlegum fiskistofnum verður
ekki annað séð en að breyting þessi
geti orðið okkur til hagsbóta. Sú
rýmkun á reglum um komu er-
lendra skipa til hafna sem hér er
gert ráð íyrir mun án efa leiða til
aukinna viðskipta við erlend veiði-
skip.“
Samningaviðræður
í samningum EFTA-ríkja um frí-
verslun með fisk er kveðið á um
gagnkvæman löndunarrétt fiski-
skipa samningsaðila og í samnings-
drögum um evrópskt efnahags-
svæði eni einnig hliðstæð ákvæði.
Veiðar íslendinga fara að mestu
leyti fram innan efnahagslögsögu
landsins og flestir mikilvægustu
fiskistofnarnir veiðast ekki utan
hennar. Þó eru nokkrir stofnar sem
veiðast bæði utan og innan lögsög-
unnar, t.d. karfi, ioðna og rækja á
hafsvæðinu milli íslands og Græn-
lands. Um nýtingu loðnustofnsins
hefur verið gert samkomulag við
Grænland og Noreg, en um nýtingu
annarra stofna er ósamið. Viðræður
hafa farið fram milli íslands, Græn-
lands og Færeyja um nýtingu karfa-
stofnsins, en samkomulag hefur
ekki náðst. Veiðar á úthafskarfa
frá íslandi hófust fyrir þremur árum
en aðrar þjóðir, einkum Rússar,
hófu þær fyrr. Margt er óljóst um
stærð og útbreiðslu þessa stofns en
Ijóst er að hann veiðist bæði innan
og utan efnahagslögsögu íslands.
I frumvarpinu segir að nauðsyn-
legt þyki að ráðherra geti takmark-
að þjónustu við þau skip, sem
stunda veiðar úr þeim fiskistofnum,
sem ekki hefur verið samið um
nýtingu á. Sé stofn t.d. ofnýttur
og samkomulag ekki tekist um nýt-
ingu hans, þyki óeðlilegt að erlend-
um veiðiskipum verði auðveldaðar
veiðar með því að veita þeim alla
þjónustu og heimild til löndunar
afla hér á landi. Ráðherra geti beitt
slíkum takmörkunum þegar um er
að ræða veiðar úr stofnum, sem
veiðast í islensku efnahagslögsög-
unni, hvort sem þeir fyrirfinnast
einnig í lögsögu annarra ríkja eða
á alþjóðlegu hafsvæði. Þá getur
ráðherra beitt þessu ákvæði, hvort
sem það skip sem í hlut á, er frá
ríki sem ágreiningur er við um nýt-
ingu stofnsins eða ekki. Hins vegar
gætu þessi skip leitað aðstoðar til
hafna hér á landi ef upp kemur sú
staða að þau þarfnast aðstoðar
vegna bilana eða tjóna. Þeim skip-
um myndi verða veitt sú þjónusta
sem nauðsynleg væri til þess að þau
gætu án áhættu haldið áfram ferð
sinni.
S'JtAÍé .51 tiUðMitliiii'jn tkttfAJöií'JUítók
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992
VIUUM SELJA ÞJONUSTU
GEGN ÞVÍ AD FÁ AFLANN
- segir framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Odda hf. á Akureyri
HÓPUR þjónustufyrirtækja á Akureyri ásamt Akureyrarhöfn og
atvinnumálanefnd bæjarins hefur síðan um áramót skoðað mögu-
leikana á því að laða erlend veiðiskip til Akureyrar. Þegar og ef
nýtt frumvarp, sem nú liggur fyrir þingheimi, verður að lögum,
verður farið í það að leita viðskiptasambanda og horfa norðan-
menn helst til rússneskra veiðiskipa. „En á meðan við biðum und-
irbúum við okkar heimavöll," segir Torfi Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Odda hf. á Akureyri.
Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri K. Jónsson á Akureyri, Jón
Þórðarson, forstöðumaður sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akur-
eyri og Torfi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Odda
hf. á Akureyri.
Við erum að kanna hvort mögu-
leiki sé á því að fá til Akur-
eyrar erlend fískiskip svo
hægt sé að selja þeim hér vörur
og þjónustu gegn því að þau fái
að landa hér sínum afla, sem físk-
vinnslufyrirtækjin á svæðinu
keyptu svo þau gætu betur nýtt
afkastagetu sína en nú er. í þessu
sambandi erum við fyrst og fremst
að hugsa um vöruskipti og fyrir
fiskinn fengju' erlendu skipin þá
þjónustu sem þau óskuðu eftir,"
segir Torfi. Þó hér sé fyrst og
fremst um að ræða akureyrsk fyr-
irtæki, sem eru að taka höndum
saman, er ekkert því til fyrirstöðu
að önnur fiskvinnslufyrirtæki á
Norðurlandi njóti góðs af enda eru
samgöngur mjög góðar, að sögn
*■
g held að landanir erlendra skipa
inn á íslenska fiskmarkaði
myndu hafa mjög jákvæð áhrif
á fiskvinnsluna í ljósi mikils hráefn-
isskorts í yinnslunni, að minnsta
hér á suð-vestur horninu á undan-
förnum árum. Ég tel að íslensku
fískmarkaðirnir séu fyllilega sam-
Torfa. Nú þegar hefur verið rætt
við forsvarsmenn fiskvinnslufyrir-
tækja á Ólafsfirði og Húsavík sem
eru mjög jákvæðir í málinu. Torfi
segir að aflaverð myndi hugsan-
lega mótast af samkeppni við aðr-
ar þjóðir um afla erlendu skipana,
og yrði verðið þar af leiðandi held-
ur lægra en fengist á innlendu
fiskmörkuðunum.
„Við erum að láta kanna það
fyrir okkur hvaða skip hugsanlega
gætu nýtt sér þá þjónustu, sem
hér er til staðar, og samkvæmt
þeim upplýsingum sem við höfum,
er fj'öldi rússneskra togara að veið-
um í Barentshafi sem landar milli
40 og 50 þúsund tonnum af þorski
árlega í Noregi, en á yfirstandandi
ári hafa norsk stjórnvöld heimilað
keppnisfærir í verði miðað við þá
markaði sem þessi skip hafa verið
að landa á nú undanfarið, til dæm-
is í Noregi og Bretlandi.
Það er gríðarlega mikil vinnslu-
geta ónýtt á þessu svæði og hægt
að taka við mikilli aukningu á fiski
löndun á 46 þúsund tonnum af
rússneskum togurum. Þá hafa
þeir farið í nokkrum mæli til Fær-
eyja, en við teljum okkur geta
boðið upp á mun betri þjónustu
en Færeyingar auk þess sem við
teljum okkur vera. mjög sam-
keppnisfæra í verði á þjónustu.
Talið er að hver grænlenskur
togari, sem kemur hingað til lands
til löndunar, kaupi þjónustu fyrir
5-10 milljónir í hvert skipti. Við
horfum hinsvegar til þess að geta
selt Rússum meira, hugsanlega
með tiltölulega
litlum fyrirvara án
þess að til komi
verðlækkun að
neinu marki. Fyr-
irtækin byggju við
meira og öruggara
framboð, en væru
ekki í sífelldri
óvissu um hvort
þau hefðu hráefni
til næsta dags eins og nú er. Við
getum boðið þessum skipum alla
þjónustu við löndun og sölu á afla.
Við getum einnig séð um að útvega
þeim útgerðarvörur, olíu og aðrar
nauðsynjar og séð um að greiða
viðkomandi þjónustuaðilum fyrir
þær vörur. Þannig yrði tryggt á
einfaldan hátt að allir fengju greitt
fyrir sínar vörur og þjónustu.
einhvern vinnslubúnað í skipin sín,
því hér á Akureyri er bæði tækni
og þekking til staðar auk góðra
samgangna. Þess má jafnframt
geta að sjávarútvegsdeild Háskól-
ans á Akureyri hefur tekið virkan
þátt í þessum undirbúningi. Ef vel
til tekst, teljum við að líkur séu á
töluverðum viðskiptum, sem að
sjálfsögðu yrðu lyftistöng fyrir
byggðarlagið, nú þegar atvinnu-
ástandið er eins og það er,“ segir
Torfi Guðmundsson.
Ég er á því að aðrar reglur eigi
að gilda um þau skip, sem veiða
úr sameiginlegum veiðistofnum sem
ekki hefur verið samið um nýtingu
á milli Islendinga og annarra þjóða.
Það er afskaplega hæpið að við ís-
lendingar, sem rekum hér harða
fískfriðunarstefnu, ætlum svo á
sama tíma að auðvelda öðrum þjóð-
um að auka afköst skipa sinna við
veiðar úr sameiginlegum stofnum
með því að leyfa þeim að landa hér
á ístandi. Hinsvegar er mjög brýnt
að á þessu máli verði tekið sem
fyrst og gerðir verði samningar um
þessar veiðar þannig að við gætum
heimilað þessum aðilum að landa
hér á landi til hagsbóta fyrir inn-
lend fískvinnslu- og þjónustufyrir-
tæki,“ segir Grétar.
BRÝNT AÐ SEMJA UM SAM-
EIGINLEGA FISKISTOFNA
- segir framkvæmdastjóri Fiskmarkaðarins hf. í Hafnarfirði
„Ég held tvímælalaust að forráðamenn fiskmarkaðanna á Islandi
fagni þessari breytingu, sérstaklega í ljósi þess að kvóti hefur minnk-
að og fiskmörkuðum fjölgað nú að undanförnu," segir Grétar Frið-
riksson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðarins hf. í Hafnarfirði.
Grétar
Friðriksson
LONDUNARRETTURINN
MIKILVÆGUR í SAMNINGUM
- segir fyrrverandi sjávarútvegsráðherra
„Mín skoðun er sú að landanir erlendra togara úr sameiginlegum
stofnum, sem ekki hefur verið samið um, ættu að vera bannaðar.
Síðan ætti ríkisstjórn á hverjum tíma að hafa heimild til að semja
um annað ef það greiðir fyrir samskiptum á sviði sjávarútvegs-
mála eða ef menn meta það réttlætanlegt út frá hagsmunum þjóð-
arinnar,“ segir Halldór Asgrímsson, fyrrum sjávarútvegsráðherra.
Halldór nefnir sem dæmi að
samningur hafi verið gerður
við Grænlendinga árið 1980
er varðaði landanir úr sameiginleg-
um rækjustofni og hafi þeim samn-
ingi æ síðan verið framlengt. Talið
var mikilvægt að auka samskipti
við Grænlendinga til þess að koma
af stað viðræðum
milli þjóðanna um
skiptingu og nýt-
ingu annarra
sameiginlegra
stofna. Fyrir
þremur árum var
síðan samið um
skiptingu loðnu-
stofnsins og jafn-
framt um það
samið að löndunarréttur yrði
tryggður hér á landi. Um aðra
sameiginlega stofna hefúr hins-
vegar ekki verið samið, „en ég er
þeirrar skoðunar að það eigi að
reyna til þrautar að ná samningum
um þessa sameiginlegu stofna og
í þeim samningum eigi m.a. að
semja jafnhliða um löndunarrétt á
íslandi,“ segir Halldór.
Halldór telur að skammtíma-
sjónarmið njóti í ræðu og riti sumra.
talsmanna algjörs ftjálsræðis í
þessum efnum, og nefnir m.a.
málflutning Össurar Skarphéðinss-
onar, þingmanns Alþýðuflokks,
sem telur ekkert vera því til fyrir-
stöðu að t.d. þýskir togarar gerðu
út frá Hafnarfirði vegna atvinnu-
ástandsins á Suðurnesjum. „Auð-
vitað getum við ekki komið í veg
fyrir að veiðar eigi sér stað utan
okkar landhelgi, en ég tel að
löndunarrétturinn eigi að vera liður
í heildarsamningum um nýtingu
auðlindanna. Ég legg á það áherslu
að allar slíkar umleitanir haldi
áfram og ég trúi því að samningar
munu takast, fyrr eða síðar.“
Halldór
Asgrímsson
GRÆNLENDINGAR ABYRGÐ-
ARLAUSIR í VIÐSKIPTUM
- segir formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna
„Við erum samþykkir breytingu laganna á þann veg að öllum
erlendum skipum sé frjálst að sækja hingað þjónustu og löndun
afla, svo fremi að hann hafi ekki verið veiddur úr stofnum, sem
eru sameiginlegir okkur og öðrum þjóðum, og ekki hefur samist
um hvernig nýta skuli,“ segir Krislján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegsmanna.
Kristján segir að þar sé um að
ræða karfa, grálúðu og
rækju sem væru sameigin-
legir íslendingum og Grænlend-
ingum, og áherslurnar væru þann-
ig að karfinn skipti mestu máli,
næst grálúð'an og í þriðja lagi
rækjan. „Við megum ekki gera
erlendum aðilum það mögulegt að
sækja í sameiginlega stofna þó svo
að Grænlendingar bregði á það ráð
að selja þeim veiðirétt, alveg án
nokkurra rannsókna og án nokk-
urs mats á því hvað viðkomandi
fiskistofn þolir, en
nú fyrir nokkrum
dögum seldu
Grænlendingar
Rússum níu þús-
und tonna karfak-
vóta ofan á 45
þúsund tonna
kvóta, sem þeir
áður seldu Efna-
hagsbandalaginu.
Efnahagsbandalagslöndin hafa
hinsvegar ekki getað veitt nema
um fímm þúsund tonn vegna þess
að þau hafa ekki getað gert út frá
íslandi. Við myndum hugsanlega
geta aukið okkar karfaveiðar ef
Grænlendingar hættu þessu þar
sem að þetta er fiskur, sem geng-
ur á milli lögsaga. Að mínu mati
hafa Grænlendingar, því miður,
verið mjög ábyrgðarlausir í við-
skiptum með þessa stofna. Þá virð-
ist ekkert varða um það hvort
stofnarnir séu ofveiddir eða ekki.
Stundarhagurinn einn og sér ræð-
ur ferðinni hjá þeim. Ég vil hindra
þessa þróun með því að veita þeim
ekki aðgang að íslenskum höfnum.
Ef við hinsvegar veitum þeim að-
gang, erum við í leiðinni að .gera
þeim auðvelt fyrir og þá mun þetta
gerast í enn ríkari mæli en reynd-
in er í dag. Ég óttast þessa þróun.
Löndunarbannið er ekki sett af
mannvonsku einni saman. Við vilj-
um einfaldlega að samkoinulag
náist um nýtingu þessarra stofna,
þjóðanna á milli, en hingað til
hafa Grænlendingar ekki fengist
til neinna raunhæfra viðræðna, að
öðru leyti en því er viðkemur loðn-
unni,“ segir Kristján.
Krislján
Ragnarsson
3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992
13
Pétur Grétarsson
Einleiks-
verk fyrir
slagverk
PÉTUR Grétarsson slagverks-
leikari heldur þriðjudaginn 17.
mars einleikstónleika í Borgar-
leikhúsinu. Hér er um að ræða
fyrstu einleikstónleika íslensks
síagverksleikara hér á landi.
Á tónleikunum flytur Pétur fjög-
ur einleiksverk fýrir ýmis slag-
verkshljóðfæri auk tveggja dúetta,
annars vegar með Kjartani Óskars-
syni klarinettuleikara og hins vegar
Eiríki Erni Pálssyni trompetleikara.
Helmingur efnisskrárinnar er ís-
lenskur en þar gefur að heyra verk
ungra íslenskra tónskálda, þeirra
Áskels Mássonar, Lárusar H.
Grímssonar og Tryggva M. Bald-
vinssonar. Hinn helmingurinn er
eftir erlend tónskáld þau Gitta
Steiner, William Kraft og ungveij-
ann Istvan Lang.
Pétur Grétarsson er fæddur í
Reykjavík 1958 og lærði slagverk
í Tónlistarskólanum i Reykjavík og
Berklee College of Music í Boston.
Tónleikarnir verða í litla sal
Borgarleikhússins og hefjast þeir
kl. 21.00.
Dúx spiritus
fyrir viðlcvæma
og feita húb
a
i
I
§
Dúx spiritus er mild
djúphreinsandi
náttúrusápa fyrir
feita húð. Dúx skilur
eftir raka í húáinni
og viáheldur eblilegu
sýrustigi pH 5,5.
snyrtivörur fó
JMtacinéosIi Classic -tölvurnar
eru með 2 Mb innra minni og 40 Mb harðdiski.
Allar Macintosh-tölvurnar eru með íslensku
stýrikerfi, sem auðveldar til muna þegar verið er
að læra á tölvuna, auk þess sem tölvunotendur
temja sér að tala íslensku en ekki torskildar og
flóknar skipanir. Macintosh Classic er nú á
sérstöku fermingartilboði, aðeins 88.878,- kr. eða
9 - stgr.
IVIacimtosli LC -tölvurnar eru
með 4 Mb innra minni og 80 Mb harðdiski.
Þær er hægt að fá þær með mismunandi
útfærslum, hvort sem er með svarthvítum skjá
eða litaskjá. Macintosh LC fylgir hið frábæra
stýrikerfi: System 7 á íslensku og hún er nú á
sérstöku fermingartilboði, aðeins 184.707,- kr.
m/12" sv/hv. skjá eða aðeins
175.472,-
stgr.
Appl e StyIe"Wriier-
prentarinn er einstakur í sinni röð. Þetta er
bleksprautuprentari með 360 x 360 punkta
upplausn á fertommu, sem er meiri upplausn en
t.d. algengir leysiprentarar. Apple StyleWriter-
prentarinn er með sjálfvirkan arkamatara fyrir allt
að 50 blöð, hvort sem er einlit eða áprentuð
bréfsefni. Apple StyleWriter er nú á sérstöku
fermingartilboði, aðeins 41.869,- kr. eða
39.776,-
9 ^ stgr.
Að auki er til mikið úrval forrita og leikja, músamottur,
diskageymslur, harðdiskar, minnisstækkanir og
ýmislegt fleira, fyrir þá sem eiga Macintosh-tölvu.
Apple-umboðið
Skipholti 21, Sími: 91-624800