Morgunblaðið - 15.03.1992, Page 23
MOKGuyBuy»}» MIMIMINGAR stNmuAauR 19^2 ,23
Jóhanna E. Svend
sen — Minning'
Fædd 9. janúar 1921
Dáin 6. mars 1992
Föstudaginn 6. mars lést í Landa-
kotsspítala Jóhanna Elísa Svendsen
á 72. aldursári. Ég kynntist Jó-
hönnu fyrst þegar Engelhart, eldri
sonur hennar og maðurinn minn
unnu saman við bílaviðgerðir í bíl-
skúrnum heima hjá henni og Birni
í Kópavoginum. Þeir unnu oft fram
eftir kvöldi og alltaf var þeim boðið
inn í kaffi og meðlæti og var þá
oft setið og spjallað.
Jóhanna var einstaklega myndar-
leg húsmóðir, gestrisin í meira lagi
og aldrei kom maður svo að ekki
væru bornar fram góðgerðir. Hún
var mjög lagin í höndunum og
saumaði mikið og þegar hún frétti
að ég ætlaði að sauma á elstu dótt-
urina íslenska búninginn fyrir ferm-
inguna hennar lét hún sig ekki
muna um að koma og hjálpa mér
við saumaskapinn og við hættum
ekki fyrr en saumaður hafði verið
upphlutur á allar þijár dætur mínar.
Það eru margar vinnustundir sem
liggja í slíkum saumaskap og ef
ekki hefði notið hjálpar hennar er
ég efins að verkinu hefði verið lok-
ið. Hún sagði mér þá að hana hefði
alltaf langað til að eiga stelpur svo
að hún gæti saumað á þær kjóla
með pífum og leggingum, en á þess-
um árum átti hún synina tvo en
engin barnabörn. Hún fékk þó ósk-
ir sínar uppfylltar síðar og eignað-
ist sonardætur sem örugglega hafa
fengið kjóla sem amma saumaði.
Jóhanna hafði gaman af að ferðast
og fórum við fjölskyldurnar stund-
um saman í ferð, oftast til beija
og var þá gist í tjaldi eða sæiuhús-
um.
Ein slík ferð er mér minnisstæð,
þá fórum við í Kerlingarfjöll og
stönsuðum í Fossrófum, þar dró
Jóhanna upp stífstraujaða svuntu
og dúk til að leggja á matarborðið,
sem var jörðin. Maturinn fram bor-
inn eins og heima í eldhúsi, ég man
hvað ég var hissa því hjá mér í
ferðum var snarl og kalt kjöt en
ekki heitur matur með baunum og
sultu. Þetta var yndisleg máltíð í
fallegu umhverfi og björtu veðri.
Jóhanna var glæsileg kona, björt
yfirlitum með þykkt ljóst hár, hún
var snögg í hreyfingum og kunni
vel að koma fram enda ekki óvön
að framreiða hjá ráðherrum og öðru
fyrirfólki í veislum og heimahúsum.
Nú ríkir sorg og söknuður hjá fjöl-
skyldu og vinum sem sjá á bak
mikilhæfri eiginkonu og móður. Við
sendum Birni, sonum hans og fjöl-
skyldum þeirra, innilegar samúðar-
kveðjur.
Birna, Þorgeir og fjölskylda.
Fátækleg orð ná ekki að lýsa
Jóhönnu svo nokkru nemi, enda
kynnti hún sig best í lifanda lífi
með skemmtilegri og skörulegri
framkomu.
Ég kynntist Jóhönnu fyrir 20
árum og höfum við verið miklar
vinkonur síðan. A mínum náms-
árum byrjaði ég á því að elda fyrir
fólk í heimahúsum. Jóhönnu fannst
ég auðvitað mjög ung sem ég líka
var, hún var óspör á ráðleggingarn-
ar, fræddi mig á hvað hún hefði
séð hina gera. Alltaf var hún fljót
að gera gott úr því sem miður fór.
Þar var Jóhanna á heimavelli, hún
taldi það ekki eftir sér að leiðbeina
og hjájpa öðrum. Jóhanna var bæði
smekkleg, snyrtileg og vinnusöm.
Jóhönnu var þetta þjónustueðli í
blóð borið, það var hennar starf
bæði utan heimilis og heima.
Hún var glaðlynd að eðlisfari,
kunni að fagna með fagnendum og
syrgja með syrgjendum. í þau 20
ár sem ég hef þekkt Jóhönnu hefur
trygglyndi hennar sýnt sig í öllu,
það var alltaf hægt að leita til henn-
ar hvort sem um barnapössun,
saumaskap eða aðstoð við gesta-
móttöku var að ræða. Hún var allt-
af að hlúa að öðrum. Ég veit að
vel hefur verið tekið á móti Jóhönnu
handan móðunnar miklu af undan-
gengnum ástvinum hennar, en
styrkur okkar sem eftir lifum hlýtur
að felast í björtum minningum um
góða og hjartahlýja konu. Sú minn-
ing mun ylja okkur til æviloka.
Elsku Bjössi, Sigrún, Engilhart
og Þór. Sorg ykkar og missi er
ekki hægt að lækna með orðum,
það eitt mun tíminn gera.
Minningin um góða konu sem
Jóhanna var, kon'u sem alltaf var
tilbúin að hjálpa öðrum. Við á Tóm-
asarhaganum kveðjum Jóhönnu
með miklum söknuði. Fari hún í
friði.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir.
„Með þökk fyrir skínandi sumarsól
samvistar þinnar ..."
(EHK)
Þakklát er ég að vinkona mín,
Jóhanna, gat kvatt þennan heim
með reisn, það hefði ekki átt við
hana að verða öðrum háð, þvílíkur
kvenskörungur, sem hún var.
Ekki átti ég von á því, þegar við
tengdadóttir mín vorum hjá henni
tveimur dögum áður en hún dó, að
það væri okkar kveðjustund, við
sem röbbuðum saman um fermingu
elsta barnabarnbarns hennar og
nöfnu. Ætlaði hún svo sannarlega
að komast í ferminguna, en enginn
ræður sínum næturstað.
Það var mikill lærdómur að hafa
átt þessa vinkonu, sem með miklum
krafti og vilja komst yfir veikindi
sín, fyrst 1981 og svo 1985, þegar
hún gat ekki talað, gengið né skrif-
að, en upp komst hún og þvílík gleði
þegar hún komst til beija og gat
fært hjartalækni sínum aðalbláber.
í nokkra mánuði skrifaði hún upp
úr ljóðabókum til að þjálfa sig í
skrift, og það tókst. Já, dugleg var
hún Jóhanna.
Við hjónin upplifðum þá gleði að
farar tvisvar sinnum með þeim
hjónum á þeirra heimaslóðir, í Mjóa-
ijörð. Það var gaman að vera í beij-
alandi Jóhönnu og þvílík ber; og
hún eins og stormsveipur upp allar
brekkur, enda hennar brekkur og
hendurnar voru eins og mylluvæng-
ir svo fljót var hún að tína. Þá var
farið heim að Hofi, sópað og þrifið,
skipt um gluggatjöld, svo allt liti
vel út þegar ferðamaðurinn kíkti á
glugga eða kom inn um dyrnar, sem
voru öllum opnar, enda sáum við
það í gestabókinni að margir hefðu
litið inn.
En þá var eftir að keyra upp á
hið fagra Hérað, þar sem við dvöld-
um í sumarhúsi, berin hreinsuð og
sultað í hvelli. Ekki var slegið slöku
við, keyrt út að Unaósi til að hitta
frænkuna þar og fá þau hjónin með
í bíltúr um Hérað.
Já, það var góð sögustund að
vera með þessu elskulega frænd-
fólki á þeirra forfeðra slóð.
Með virðingu kveðjum við vin-
konu okkar og óskum henni bless-
unar.
Inga, Tóta og Jón.
Kær bernskuvinkona er látin. Við
fráfall Jóhönnu Svendsen er brost-
inn strengur í brjóstum okkar vin-
kvenna hennar, sem á þriðja og
fjórða áratugnum slitum barns-
skónum samtímis henni austur á
Norðfirði. Þó að langt sé um liðið
er sá tími svo ótrúlega ofarlega í
minninu.
Við áttum allar heima úti á Nesi.
Jóhanna bjó á Haugsstöðum, þar
bjuggu einnig systurnar Lilla og
Sigga (Ingibjörg og Sigríður) Jó-
hannsdætur, við systumar Svein-
björg og Ingibjörg í Stjörnu og
Didda Inga (Auður Ingvarsdóttir) í
Pálmahúsinu. Þarna lékum við okk-
ur saman frá blautu barnsbeini og
höfðum nóg fyrir stafni allan ársins
hring. í barna- og unglingaskóla
áttum við samleið, svo þau bönd
sem þarna bundust urðu býsna
sterk. Við fundum það oft í sam-
tölum síðar á ævinni hversu mikinn
þátt við höfðum raunverulega tekið
í kjörum hverrar annarrar, þó að
við kynnum ekki að koma orðum
að því þá.
Þetta voru kreppu- og atvinnu-
leysistímar, ekki síður en nú, en við
vorum allar svo lánsamar að eiga
duglega og vinnusama foreldra svo
okkur skorti aldrei neitt, en nægju-
semin og nýtnin var þá ólík því sem
nú er. Jóhann er önnur í röð þess-
ara bernskuvinkvenna, sem fellur
frá, en Sigríður Jóhannsdóttir
Zoéga lést eftir erfið veikindi í nóv-
ember 1988.
Jóhanna fæddist á Norðfirði 9.
janúar 1921. Foreldrar hennar voru
hin elskulegu hjón Þórunn Einars-
dóttir frá Hofi í Mjóafirði, dáin
1970, og Engelhart Svendsen, vél-
smiður, ættaður frá Tönsberg í
Noregi, dáinn 1949. Jóhanna taldi
sig því vera Norðfirðing, Mjófirðing
og Norðmann. Hún hafði alla tíð
mikið og gott samband við föður-
fólk sitt í Noregi. Þau Þórunn og
Engelhart eignuðust fjögur börn og
var Jóhanna elst þeirra; tvær dætur
misstu þau á fyrsta ári, en yngstur
var Engelhart, fæddur 1938. Auk
þess áttu þau eina kjördóttur, Sig-
rúnu, f. 1930, en hana tóku þau
aðeins mánaðar gamla.
Engelhart rak vélsmiðju á Norð-
firði í mörg ár, en árið 1937 flutt-
ist fjölskyldan til Hesteyrar, þar
sem Engelhart varð forstjóri fyrir
síldarverksmiðjum Kveldúlfs í 6 ár.
Austfirðirnir toguðu þau aftur til
sín og árið 1943 fluttu þau aftur
austur, settust að á Hofi í Mjóa-
firði, ráku þar búskap í nokkur ár,
jafnframt því sem Engelhart stund-
aði iðn sína.
Jóhanna stundaði nám við Hús-
mæðraskólann á Hallormsstað vet-
urna 1938-39 og 1939-40. Þarna
naut sín meðfæddur myndarskapur
hennar og þarna hlaut hún m.a.
•þann undirbúning, sem gerði hana
að þeirri fyrirmyndar húsmóður
sem hún var._ Auk þess lærði hún
kjólasaum á ísafirði á Vestfjarðar-
árum fjölskyldunnar og vann um
tírna _við saumaskap.
Á ísafirði kynntist Jóhanna eftir-
lifandi eiginmanni sínum, Birni S.
Jónssyni múrara, f. 1920, og gengu
þau í hjónaband árið 1946. Fyrstu
árin voru þau búsett á Hofi í Mjóa-
firði, en eftir lát Engelharts fluttist
öll íjölskyidan hingað suður. Til að
byija með bjuggu þau í Kópavogi,
en síðar gerðist Þórunn húsvörður
á Laugaveginum þar sem verslunin
Markaðurinn var og sáu þær mæðg-
ur, Þórunn og Jóhanna, um ræst-
ingu þar. Á þessum árum byggði
Björn með eigin höndum hið góða
hús þeirra að Löngubrekku 29 í
Kópavogi, þar sem heimili þeirra
hefur staðið frá 1964.
Jóhann og Björn eignuðust tvo
syni, Engelhart, f. 1947; hann er
bifvélavirki og hefur árum saman
látið sér annt um Slysavarnafélag
íslands og unnið þar mikið og gott
starf. Kona hans er Helga Haralds-
dóttir, dætur þeirra eru Jóhanna
Elísa og Eva Osk. Yngri sonurinn
er Þór, f. 1961, hann er tölvufræð-
ingur hjá Reiknistofu bankanna.
Kona Þórs er Ása Halldórsdóttir
og þeirra börn eru Hrafnhildur
Birna og Björn Jóhann.
Heimili Jóhönnu og Björns var
afar fallegt og heimilislegt; við skíð-
logandi arininn hjá þeim áttu marg-
ir notalega stund og betri veitingar
hafa óvíða verið fram bornar, enda
Jóhanna snillingur á því sviði. Árum
saman gekk Jóhanna um beina í
alls konar veislum úti í bæ og sagð-
ist hún mikið hafa lært af þeim
ágætu konum, sem hún kynntist í
þeim störfum.
Hjónaband Jóhönnu og Björns
var mjög gott, þau báru traust og
virðingu hvort fyrir öðru og bættu
hvort annað upp. Þessi gustmikla
dugnaðarkona, sem virtist geta
gert allt í einu, og þessi hægláti,
rólegi maður, sem mér fannst taka
eitt fyrir í einu og ljúka því vel og
vandlega.
Jóhanna og Björn ferðuðust tölu-
vert, fóru m.a. alloft til Noregs. Á
sjötugsafmæli Jóhönnu, 9. janúar
1991, voru þau á Kanaríeyjum, hún
sleppti því samt ekki að halda stór-
veislu fyrir vinkonur sínar þegar
heim kom. Flestar ferðir þeirra voru
þó austur í Mjóafjörð, þar stóð
gamla húsið þeirra lengi og þar tíndi
Jóhanna berin í sultuna og saftina,
sem hún dreifði í allar áttir.
Jóhanna var glæsileg og glaðleg
kona, alltaf hress í anda og sópaði
að henni. Lífskrafturinn og dugnað-
urinn virtist takmarkalaus og mun
hún oft hafa misboðið heilsu sinni,
sem undanfarin ár fór hnignandi.
Árið 1981 fékk hún fyrsta hjartaá-
fallið og 1985 bættist heilablæðing
við, náði hún sér ótrúlega vel aftur
og 9. janúar sl., á afmælisdegi
hennar, var ekki að sjá á móttökun-
um að þar hefði veik manneskja
staðið að undirbúningnum. Andlát
hennar kom okkur því öllum að
óvöium.
Ég minntist stundum á það við
þessar bernskuvinkonur mínar, að
við færum allar saman austur á
Norðfjörð og leituðum uppi bernsk-
uleikvelli okkar, sem að sjálfsögðu
hafa breyst og meira og minna
horfið. Nú yrði Jóhanna ekki í þeirri
ferð, en á nýjum brautum hennar
óskum við henni velfarnaðar.
Einlægð samúð okkar vinkvenn-
anna og fjölskyldna eiga þau Björn,
synir og fjölskyldur þeirra, Engel-
hart bróðir Jóhönnu og fjölskylda
hans og síðast en ekki síst fóstur-
systirin Sigrún, en henni virtist mér
Jóhanna vilja vera allt í senn, móð-
ir, systir og besta vinkona. Guð
styrki ykkur í sárri sorg.
Ég minnist kærrar vinkonu með
þökk og virðingu.
Ingibjörg Jónsdóttir.
Þegar vinir kveðja stendur tíminn
kyrr um stund en hugurinn reikar
til baka, yfir farinn veg.
Pabbi var búinn að segja mér
margt um hana, stelpuna að aust-
an. Svo kom hún í bæinn eitt vorið
með pabba sínum. Hún var alveg
eins og pabbi hafði lýst henni, hress
og kát, björt yfirlitum, með þykkar
ljósar fléttur langt niður á bak. Þau
feðgin voru á leið til Noregs, á slóð-
ir feðra okkar beggja, að heim-
sækja ættingja og vini.
Stelpan að austan var Jóhanna
Svendsen. Síðan þetta var eru liðin
54 ár vináttu og tryggðar og minn-
ingasjóðurinn orðinn æði stór. Á
milli foreldra okkar var einlæg vin-
átta og margar ógleymanlegar sam-
verustundir átum við vestur á Hest-
eyri og austur í Mjóafirði. í þá góðu
gömlu daga ríkti gleði og kátína
þótt oft væri þröngt setinn bekkur-
inn og deila þyrfti lífsbjörginni. En
sumrin voru löng og björt og fram-
tíð yngri kynslóðarinnar óskráð
blað.
Svo kom Björn inn í líf Jóhönnu
og Rolf inn í mitt líf. Jóhanna og
Bjössi, sem varla er hægt að nefna
nema í sama orðinu, fluttu suður
og bjuggu sér heimili hér. Ný kyn-
slóð óx úr grasi. Á heimili þeirra
bjó einnig Þórunn móðir Jóhönnu,
á meðan henni entist aldur, og þar
hefur ennfremur Sigrún, fóstur-
systir Jóhönnu, átt sitt trygga skjól
og athvarf alla tíð. Fyrstu árin voru
húsakynni Jóhönnu og Bjössa ekki
alltaf stór eða plássið mikið en þó
var þar allt stórt í sniðum. Vinátta
og hjálpsemi, rausn og höfðings-
skapur var og er í fyrirrúmi á þeim
bæ.
Hugurinn dvelur við ótal minn-
ingar frá heimili þeirra. Þar nutu
hæfileikar Jóhönnu sín best og
þangað var ávallt gott að koma.
Hjartahlýja húsráðenda í Löngu-
brekku 29 var engu minni en ylur-
inn frá arineldinum í stofunni
þeirra.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti fyrir ómælda vináttu
og hjálpsemi við mig og fjölskyldu
mína.
Ég kveð elskulega vinkonu og
bið öllum öðrum ástvinum Jóhönnu
Guðs blessunar.
Sossen.
Fyrir nokkru frétti ég að Jóhanna
frændkona mín hefði veikst og væri
komin á sjúkrahús. Litlu seinna fór
ég til fundar við hana. Hækkandi
sól braust fram úr skýjarofi og það
var bjart yflr stuttri samverustund
okkar sem varð hin síðasta.
Jóhanna Sigurðardóttir, amma
Jóhönnu Svendsen, og Stefanía
móðir mín voru systur. Misskipt var
með systrunum að því leyti að ég
var einbirni, en börn móðursystur
minnar urðu sextán. Maður hennar
var Einar Árnason og bjuggu á
Hofi í Mjóafirði.
Elsta barn þeirra Hofshjóna var
Þórunn, móðir Jóhönnu Svendsen,
og var hún elsta barnabarnið. Mað-
ur Þórunnar var Engelhart Svend-
sen vélameistari, sonur Carls
Svendsens, vélameistara á hvalveið-
istöðvum Ellefsens, og Katharine
konu hans.
Þessi fjölskylda bast vináttubönd-
um við foreldra mína og föðurfólk.
Og Engelhart dvaldist heima á
Brekku nokkur ár eftir að Norð-
menn hurfu frá Mjóafirði, þar til
hann gekk að eiga Þórunni Éinars-
dóttur, frændsystur mína, 30. mars
1920. Á þeim misserum leit ég fyrst
dagsins ljós og man til mín á hnjám
Engelharts sem var barngóður mað-
ur.
Þannig atvikaðist það að við Jó-
hanna Svendsen tengdumst böndum
frændsemi og vináttu til beggja
handa. Og við höfum átt samleið
alla tíð, samgangur með heimilum
foreldra okkar og okkar sjálfra var
mikill eftir því sem kringumstæður
leyfðu hveiju sinni, því stundum var
nú vík milli vina.
Foreldrar Jóhönnu áttu í fyrstu
heimili á Hofi, en settust að á Norð-
firði 1923. Þar sleit hún barnsskón-
um, ólst upp hjá foreldrum sínum
ásamt Sigrúnu fóstursystur- sem
kom tii þeirra komabarn.
Þegar Jóhanna var sextán ára
fluttist hún með foreldrum sínum
og Sigrúnu vestur á fírði þar sem
faðir hennar réðst yfirvélstjóri við
síldarverksmiðju Kveldúlfs á Hest-
eyri. Þar dvaldist fjölskyldan næstu
árin og þar fæddist hjónunum sonur
31. júlí 1938. Hann heitir Engil-
hart, vélstjóri í Mosfellsbæ, kvæntur
Jónínu Valdimarsdóttur og eiga þau
fjögur börn. Á þessum misserum
var Jóhanna í Húsmæðraskólanum
á Hallormsstað og tók próf þaðan
1940, en hafði áður numið við Gagn-
fræðaskólann í Neskaupstað.
Engelhart og Þórunn fluttu aust-
ur á ný ásamt börnum sínum sum-
arið 1943 og settust þá að á Hofi.
Þar ráku þau nokkurn búskap, og
Engelhart vann mikið út í frá við
sérgrein sína og skyld störf.
Næst er þess að geta að Jóhanna
hafði kynnst ungum manni vestra,
Birni Jónssyni, múrara á ísafirði.
Hann fluttist nú einnig austur og
gengu þau Jóhanna í hjónaband 28.
desember 1946. Björn er raunar
austfirskrar ættar á báða bóga og
voru þau hjónin skyld að þriðja og
fjórða.
í fyrstu bjuggu ungu hjónin á
Hofi ásamt foreldrum Jóhönnu. En
Engelhart faðir hennar lést 7. októ-
ber 1949, varð bráðkvaddur. Björn
vann mikið að~ múrverki í næstu
sveitum þau árin. Ámi, bróðir Þór-
unnar, var þá heima og sinnti bú-
störfum ásámt kvenfólkinu.
Björn og Jóhanna breyttu til 1955
og fluttu suður. í fyrstu bjuggu þau
í leiguhúsnæði í Kópavogi og í
Reykjavík. Björn vann kappsamlega
að iðn sinni, eftirsóttur fyrir marga
hluta sakir. Jóhanna vann einnig
nokkuð úti, einkum við framleiðslu-
störf í veislum og boðum. Eigin
húsbygging var undirbúin í Kópa-
vogi og síðan var hafist handa.
Verkið tók dijúgan tíma, því þau