Morgunblaðið - 15.03.1992, Side 24

Morgunblaðið - 15.03.1992, Side 24
?.£ í 24 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 Minning: seei sílai/ .51 fl’ giqaj; Kristín Sólveig Sveinbjömsdóttír Fædd 17. mars 1941 Dáin 8. mars 1992 Slminn hringir og mér er tilkynnt sú sorgarfregn að hún Kristín sé látin. Svo óvænt vitjaði sá slyngi sláttumaður og hreif til sín eina af hinum fegurstu liljum vallarins. Stundaglasið tæmt. Þvílíkt reiðar- slag. Eftir stöndum við hnípin og hljóð. Kynni okkar hófust fyrir ellefu árum, þá er ég kom fyrst í ITC-sam- tökin, en Kvistardeildin var þá full- skipuð konum, er vildu þjálfa sig í félagsmálum, ræðumennsku og mannlegum samskiptum. Úr öllum þessum föngulega hópi skar sig ein úr fyrir fegurð, ljúf- mennsku og prúðmannlega fram- komu. Kristín fæddist á Snorrastöð- um á Snæfellsnesi, dóttir hjónanna Margrétar Jóhannesdóttur og Sveinbjörns Jónssonar, kennara og oddvita. Ólst hún upp við mikið ástríki á miklu menningarheimili. Kristín var fimmta i röð sjö systk- ina, en þau eru: Kristján hálfbróðir, skrifstofustjórií Reykjavík, Haukur, bóndi á Snorrastöðum, Snæfells- nesi, Friðjón, sparisjóðsstjóri í Borgarnesi, lést 1. september 1990, Jóhannes, framkvæmdastjóri í Reykjavík, Helga, afgreiðslustúlka í Borgamesi, Elísabet Jóna, leik- skólastjóri í Reykjavík. Kristín giftist Grétari Haralds- syni, markaðsstjóra, 9. apríl 1960. Þau eignuðust þrjú börn; Margréti, gifta Gunnari Halldórssyni, og eiga þau tvö böm, Jónu Björk, sambýlis- maður hennar er Andri Már Ingólfs- son og Sveinbjörn Snorra sem enn er í heimahúsum. Kristín starfaði utan heimilis hjá Gilbert úrsmiði og naut hún starfsins og samskipta við fólkið ríkulega og var einkar trú sínum vinnustað. Kristín var mjög virk í félagsskap ITC á íslandi, þau ár er hún var félagi. Árið 1981-1982 var Kristín forseti deildarinnar og stjórnaði henni farsællega. Mörg önnur verk- efni vom henni falin innan samtak- anna. Af öllum var hún virt og vin- sæl. Árið 1985 var Kristín útbreiðsl- ustjóri samtakanna og var þvílíku grettistaki lyft það árið að einar fimm deildir voru stofnaðar. Við hvert verk er hún tók að sér var hún heil og ósérhlífin og öll hennar vinna einkenndist af heilindum og vandvirkni. Ef einhver ágreiningur reis, mildaði hún hann með sinni eðlislægu réttsýni og ró. Allt fært til betri vegar öðrum til eftir- breytni. Kristin unni ljóðum og söng og gladdist með glöðum á góðra vina fundum. Eftir því sem árin liðu efldust kynni okkar svo aldrei bar skugga á. Eftir áratuga þálfun, ákvað hún að hætta í ITC-samtökunum. Henni var það erfið ákvörðun, sem lýsti trygglyndi hénnar. Henni fannst rétt að nýta þá þjálfun er hún hafði hlotið í samtökunum á öðrum góð- um vettvangi. Fyrir einu og hálfu ári lést Frið- jón bróðir hennar skyndilega. Var það henni mikið áfall er varð til þess að hún leitaði að innri kjarna tilverunnar. Fullviss um það að okkur væri ætlað að leysa ákveðin verkefni á þessu tilverusviði. Kynni mín við hana gerðu mig að ríkari Nú er Kristín útskrifuð úr Íífsins skóla, kölluð til annarra verkefna og þar bíða ástvinir hennar er á undan eru gengnir, vefja hana örm: um. Sár er söknuður fjölskyldu og vina en minnumst þessa: Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og hvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lifinu. (Óþekktur höf., Neistar frá sömu sól.) Nú er komið að kveðjustund og þakkir eru færðar fyrir samfylgd- ina. Eiginmanni, börnum, móður og systkinum hennar votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð veri minning Kristínar. Lisbet Bergsveinsdóttir. Kristín Sólveig Sveinbjörnsdóttir var lögð í faðm hjónanna Margrétar Jóhannesdóttur og Sveinbjörns Jónssonar sem gjöf lífsins. Fyrir áttu þau Kristján, Hauk, Friðjón og Jó- hannes og síðar bættust við Helga og Elísabet. Stína Veiga kleif þroskastigann í faðmi foreldra, föðurbróður og systkina að Snorrastöðum í Kol- beinsstaðahreppi. Bemskuárin voru henni veganesti út í lífið sem aldrei brást. Að þeim slepptuni settist hún í Húsmæðraskóla Reykjavíkur haustið 1958. Þann vetur voru örlög hennar ráðin, hún hitti sinn lífsföru- naut, Grétar Haraldsson. Þau stilltu saman lífsstrengi sína og lífið laut þeim í gjöfum, í Margréti, Jónu Björk og einkasyninum Sveinbirni Snorra; síðar tengdasonunum Gunnari Hall- dórssyni og Andra Má Ingólfssyni og gimsteinunum Grétari Halldóri og Salome. í Húsmæðraskóla Reykjavíkur settust þetta sama haust fleiri til' náms og þroska, með fangið fullt af vonum og gleði. Þennan vetur var sáð þeim vináttufræjum sem hlúð hefur verið að og kjarninn myndaði saumaklúbb. Skólasystur voru þenn- an vetur tæplega ljörutíu, víðs vegar að af landinu. Þær syrgja nú allar sína skólasystur. Stína Veiga bar af með glæsileik, vorilm á vanga, frásagnargleði og meðferð hins íslenska máls, sem var ægifagurt af hennar vörum. Og hún steig sporin létt sem hind. Stína Veiga var sú, sem við ákváðum strax að yrði tákn eilífrar æsku. Hún hafði allt til að bera sem sérhver kona óskar sér, en öfundaraugum var hún aldrei litin í okkar hópi, heldur dáð og elskuð. Saumaklúbburinn hefur eignast þær dýrmætustu perlur í minning- anna sjóð, sem aldrei týnast, gnægt- arbrunn, sem við sækjum í styrk í gleði og sorg. í Húsmæðraskóla Reykjavíkur lærðum við að hugsa vel um makann. Því hlutverki höfum við verið trúar. Þess vegna eru mak- ar okkar sem bræður og við systur, sem berum byrðar hvers annars. Slíkt er kærleiksþelið okkar í milli. Gildi þess verður ei með orðum tjáð. Fyrsti hlekkur saumaklúbbskeðj- unnar er fluttur á æðra svið og þess vegna er keðjan sterkari eftir en t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, ELÍN SIGURBERGSDÓTTIR, Spóahólum 16, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 1. mars. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. mars kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag íslands. Hans A. Þorsteinsson, Sigurbergur Hansson, Kolbrún Kjartansdóttir, Valdís Hansdóttir, Sveinjón I. Ragnarsson, Þorsteinn Hansson, Halla Hjálmarsdóttir, Óskar Hansson, Elís Hansson, Fanney Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, bróðir, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR EINARSSON frá ísafirði, Sólvallagötu 21, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 17. mars kl. 13.30. Jóhanna Sigurðardóttir, Stefanía Einarsdóttir, Bjarni Garðarsson, Ásdis Símonardóttir, Einar Oddur Garðarsson, Guðbjörg Helgadóttir, Hjördís Garðarsdóttir, Héðinn Stefánsson, Hrefna Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HERMANNS GUÐMUNDSSONAR. Guðrún R. Erlendsdóttir, Baldvin Hermannsson, Elsa Jónsdóttir, Auður Hermannsdóttir, Anders Englund, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR SIGURJÓNSSON, Austurbrún 37A, Reykjavík, sem andaðist 9. mars sl. verður jarðsunginn frá Áskirkju, þriðju- daginn 17. mars kl. 15.00. Vilborg Jónsdóttir, Jón Kristján Sigurðsson, Árdís Sigurjónsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, Steinþóra Sigurðardóttir, Svanur Kristinsson og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, JÓHANNA ELÍSA SVENDSEN, Löngubrekku 29, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. mars kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Slysavarnafélag íslands. Björn Jónsson, Sigrún Svendsen, Engelhart Björnsson, Helga Haraldsdóttir, Þór Björnsson, Ása Halldórsdóttir Engelhart Svendsen, Jónína Valdimarsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og dóttir, KRISTÍN SÓLVEIG SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Lálandi 23, Reykjavík, sem lést 8. mars sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 16. mars kl. 13.30. Grétar Haraldsson, Margrét Grétarsdóttir, Gunnar Halldórsson, Jóna Björk Grétarsdóttir, Andri Már Ingólfsson, Sveinbjörn Snorri Grétarsson, barnabörn, Margrét Jóhannesdóttir. áður. Lífsganga Stínu Veigu hér á jörð var á þann veg að margt mætti skrifa, sem sumt er þeirrar gerðar að geymast best með þeim, sem það upplifir. Og þannig viljum við hafa það þessi vinahópur. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirra yfir sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega óháð því sem kemur í æsku sinnar tignu fegurð lifir. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í guilnu augnabliki. ( Erfiljóð/Tómas Guðmundsson) Þakklæti er okkur öllum efst í huga er við kveðjum Stínu Veigu um stundarsakir, ekki aðeins okkur saumaklúbbssystrunum, heldur einnig mökum og fjölskyldum okk-. ar. Svo stór var faðmur Stínu Veigu, að við komumst öll þar fyrir. Innilegar samúðarkveðjur sendum við vini okkar Grétari, börnum, barnabörnum, tengdasonum, móður, tengdamóður, systkinum og öðrum ástvinum Saumaklúbbssystui' og makar. Hin hlýju bros er það sem Guð oss gefur gjöfin er í hendi sérhvers manns hið sterka afl er sigrað heiminn hefur þín hlýju bros á vegi kærleikans (Guðrún V. Gísladóttir) Þessar ljóðlínur koma upp í hug- ann þegar Kristínar Sólveigar Svein- björnsdóttur er minnst. Það voru þungbærar fréttir er okkur félögum hennar bárust síðastliðinn sunnudag er okkur var tilkynnt andlát hennar. Það var þann 12. desember 1989, á jólafundi Kiwanisklúbbsins Hörpu, að allflestar okkar litum Kristínu augum fyrsta sinn. Á þeim fundi flutti hún okkur jólahugvekju um jól bernsku sinnar vestur á Snæfells- nesi. Hugvekja hennar yljaði okkur um hjartarætur. Hún var svo hlý og hugljúf að jólin komu til okkar. Aðeins mánuði síðar gekk Kristín til liðs við okkur. Það var mikill feng- ur og styrkur að fá þessa mætu konu í klúbbinn. Fljótlega eftir að hún kom í okkar raðir kom í ljós, að þar fór kona með mikla forystu- hæfileika og var hún fengin til stjórnunarstarfa. Hún var valin sem kjörforseti klúbbsins starfsárið 1990-1991, og var forseti hans er hún lést. Embætti forseta krefst mikils, ekki bara að stjórna heldur að umgangast fjöldann allan af fólki og tókst Kristínu það mjög vel. Hún var jákvæð og tók á hlutunum með hlýju og velvild, hún vildi engum manni illt. Kristín bar þann þokka að allir sáu að þar fór kona sem var ekki bara sameiningartákn okkar, hún var stolt okkar og prýði og geislandi bros hennar yljaði öllum. Hún um- vafði alla hlýju og kærleika og bar hag okkar og klúbbsins ávallt fyrir bijósti. Kristín hafði mikla reynslu af félagsstörfum sem hún miðlaði okk- ur óreyndari af mikilli elju og prúð- mennsku. Hún tók þátt í starfmu af alhug og var ætíð boðin og búin til hjálpar öllum innan klúbbsins. Hennar störf einkenndust af sam- viskusemi og trúmennsku og var hún, þessi glæsilega kona, verðugur fulltrúi Kiwanishreyfingarinnar. Við munum um ókomna framtíð ekki aðeins sakna forseta, heldur félaga og vinar. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til allra ástvina hennar og biðjum góðan Guð að gefa þeim styrk. Nú ertu leidd mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna fri, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unun og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.