Morgunblaðið - 15.03.1992, Síða 34

Morgunblaðið - 15.03.1992, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 16. MARZ 1992 HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN I AUSTURRIKI Það er engin ástæðatil aðörvænta - segirGunnar Andrésson, einnyngsti leikmaður landsliðsins, sem er með til- boð frá Alicante á Spáni. „Ég er ekki tilbúinn til að fara út og leika strax. Það er nægur tími til stefnu og ég þarf að öðlast meiri reynslu" „ÞAÐ SEM hefur glatt mig mest í vetur er að ég hef alveg slopp- ið við meiðsli og þess vegna getað haldið út á ákveðnum dampi. Fram til þessa hef ég verið mikill hrakfallabálkur og oft verið frá um tíma vegna meiðsla,11 sagði Gunnar Andrésson, einn af fram- tíðarleikmönnum landsliðsins íhandknattleik og sá leikmaður sem mun koma til með að leika stórt hlutverk á næstu árum sem leikstjórnandi. Gunnar, sem er fyrirliði 21 árs landsliðsins, er nú á förum með landsliðinu til Austurríkis, þar sem það tek- ur þátt í B-keppninni sem hefst á fimmtudaginn kemur. Eftir Sigmund Ó. Steinarsson Qunnar hefur tekið miklum framförum í vetur og er hann einn yngsti leikmaður landsliðsins, en hann er aftur á móti einn af eldri leikmönnum Fram- liðsins. „Það hefur komið mér til góða að ég lagði mikla áherslu á að auka styrk minn síðastliðið sumar. Það hefur skilað sér í auknum krafti og meiri ánægju í því sem ég hef ver- ið að fást við.“ Gunnar lék mjög vel með 21 árs landsliðinu í heimsmeistarakeppni 21 árs liða f Aþenu, þar sem hann var leikstjórnandi og besti leikmað- ur íslenska liðsins, sem hafnaði í fimmta sæti, en með smá heppni hefði litið getað leikið til úrslita gegn Júgóslövum. Eftir keppnina í Aþenu valdi Þorbergur Aðalsteins- son hann í landsliðshópinn og Gunn- ar lék sinn fyrsta landsleik gegn Rússum í vetur. „Auðvitað var það stórt skref fram á við að vera val- inn í landsliðið. Handknattleiks- menn er alltaf að læra og við það taka þeir eitt og eitt skref að settu marki. Mér hefur fundist réttur stígandi vera hjá mér allt frá því að 21 árs landsliðið tók þátt í sterku móti á Spáni í fyrra. Sá stutti tími sem ég hef verið með landsliðinu hefur verið mér dýrmætur og ég hef lært geysilega mikið. Það var stórkostlegt að fá tækifæri til að leika með Kristjáni Arasyni í mótinu í Austurríki á dögunum. Kristján er frábær leikmaður og leiðtogi sem nær því besta úr meðspilurum sín- um hvetju sinni. Það var mikill styrkur fyrir landsliðið þegar Krist- ján gaf kost á sér í B-keppnina.“ „Þýðir ekkert að örvænta“ Að undanförnu hefur sá orðróm- ur magnast að landsliðið sé ekki líklegt til að gera stóra hluti í Aust- urríki. Hvað segir Gunnar um þann orðróm? „Það hefur enga þýðingu að hlusta á hann, heldur láta hann eins og vind um eyru þjóta. Það er engin ástæða til að örvænta. Leik- menn íslenska liðsins hafa yfir getu og kunnáttu að ráða til að ná settu Með annan fótinnstyttri Varð það til að Gunnars Andrés- son valdi frekar handknattleikinn en knattspyrnuna? Gunnar Andrésson lék bæði með unglingalandsliðinu í knatt- spyrnu og handknattleik þegar hann var 16 ára og var þá aðeins spurning hvaða íþrótt hann myndi velja. „Gunnar var mjög efnilegur knattspyrnumaður og mikill markaskorari. Hann var metnaðarfullur og varð að velja á milii knattspymunnar og handknattleiksins. Ég var viss um að hann myndi ná langt i þeirri iþróttagrein sem hann myndi velja,“ sagði Láms Loftsson, sem þjálfaði Gunnar Andrésson i drengja- landsliðinu í knattspyrnu, en Gunnar lék sex drengjalandsleiki á Norðurlandamóti og í Evrópukeppni og skoraði eitt mark. „Það var mikil pressa á mér frá báðum hliðum, en ég ákvað að velja handknattleikinn. Fannst hann meira spennandi," sagði Gunn- ar, sem lagði knattspymuskóna á hilluna á seinna ári sinu í 2. flokki, en hann hafði átt við þráláta verki að striða í baki og nára. „Ég hafði farið til margra lækna, sem fundu ekki út hvað angraði mig. Mér var sagt að ég þyldi knattspyrnuna verr en handknattleik og var ráðlagt að hvíla mig á knattspyrnunni. Það var svo Siguijón Sigurðsson, læknir landsliðsins t knattspyrnu, sem sá hvað var að. Hann sá að annar fótleggurinn var styttri og lét mig fá innlegg í annan skóinn. Þar sem fóturinn var tveimur sentimetrum styttri tók það um eitt og hálft ár að rétta skekkjuna af. Það getur vel verið að þetta hafi átt stóran þátt t að ég valdi handknaltleikinn frekar en knattspyrnuna," sagði Gunnar. Andrésson í leik með Fram. marki. Persónulega tel ég að ís- lenska liðið eigi að klára dæmið léttilega í Austurríki. Við verðum að hafa það hugfast að taka einn leik fyrir í einu, en ekki að hugsa of mikið um heildarrammann eða eitt ákveðið sæti. Við verðum að leika okkar leiki eins og við getum best - og gefa allt sem við eigum í hvern leik frá upphafi til enda. Þannig gekk það í B-keppninni t Frakklandi og góður andi innan landsliðsins á aftur að geta borið ávöxt.“ Strákarnir eiga ad klára dæmið - segir Hilmar Björnsson, fyrrum landsliðsþjálfari í handknattleik að er ekkert sem segir að við eigum ekki að vera í tveimur fyrstu sætunum í B-keppninni í Austurríki," segir Hilmar Björnsson, fyrrum landsliðsþjálfari, sem stjórn- aði tslenska liðinu í tveimur B-keppn- um - 1981 í Frakklandi og 1983 í Hollandi. „Grunnurinn í okkar liði er skipaður leikmönnum úr tveimur stðustu heimsmeistarakeppnum 21 árs landsliða, þar sem ísland hefur verið I fimmta sæti t bæði skiptin. Þá eru margir gamalreyndir leik- menn í hópnum þannig að forsendur til að klára verfefnið t Austurríki eru til staðar hvað leikmenn snertir. Það er aðeins spurningin um það að leik- mennirnir taki málin föstum tökum og klári dærnið," sagði Hilmar. Þær raddir hafa verið á lofti upp á sfðkastið að mótherjar Islendinga síðustu daga hafi ekki verið nægilega sterkir. Hvað segir Hilmar um það? „Ég hef heyrt það svo oft t gegnum árin að það skipti einhverju máli við hverja sé leikið. Ef leikið hefur verið gegn sterkum þjóðum og tapað þremur leikjum t röð, sögðu menn: „Hvers vegna vorum við að leika gegn sterkum þjóðum og tapa þann- ig að leikmennirnir hafa misst sjálfs- traustið?“ Og þegar er leikið gegn þjóðum sem eru í aðeins lakari gæða- flokki en við er sagt. að það hafi enga þýðingu að leika gegn lélegum þjóðum. Ég hef aldrei fundið út hvaða þjóðir hefðu þá hentað okkur best. Það fer eftir árangrinum í leikjunum hvernig litið er á málið. Þessar umræður aru oftast til- finningalegt kjaftæði, sem skiptir nákvæmlega engu máli. Það skiptir engu máli hvort landsliðið vinni tíu leiki fyrir B-keppni, eða tapar tíu leikjum. Það sem skiptir máli eru þessar sextíu mínútur í hveijum leik í B-keppninni. Það getur eingöngu skemmt fyrir ef menn ætla að vera að tuða um það fram og til baka við hverja var verið að keppa fyrir keppnina. Málið snýst einfaldlega um það að snúa sér að verkefninu sem fram- undan er af fullum krafti. Líta á hvern leik fyrir sig eins og hand- knattleik eins og hann er og vera ekki að flækja málið meira. Kunnátt- an er fyrir hendi og menn verða að nýta sér hana til að klára dæmið." „Ekkert sem verður nýtt fyrir okkur" ísland leikur fyrst gegn Hollandi og hafa margir rætt um að Hollend- ingar verði erfiðir. íslendingar hafa oft leikið gegn Hollendingum í B- keppni og unnið þá léttilega. Sér Hilmar einhveijar breytingar þar á? „Nei, Hollendingar hafa ekkert breyst. Allar þær þjóðir sem við kom- um til með að leika gegn ! Austur- ríki eru ekki með eins öflugt ungling- astarf og við. íslenska 21 árs landsliðið hefur verið fremra þeim öllum og flestar þeirra hafa ekki átt lið í HM 21 árs liða. Þjóðirnar hafa ekki eignast toppspilara undanfarin ár. Það er ekkert sem verður nýtt fyrir okkur og það á ekkeit að koma okkur á óvart. Þjóðirnar tefla fram sömu leikmönnum og undanfarin ár og það eru engar stórhetjur í landsliðum þeirra. Þetta verður bara handknattleikur og hann fer fram á vellinum þegar flautað er til leiks. Þá er spurning um dagsform og samstöðu innan liðs- ins. Það getur alltaf komið bakslag en það er til að herða liðið en ekki til að draga liðið niður í eitthvað neikvætt," sagði Hilmar, sem sagði að það væri ekki í hlutverki íslend- inga að vera hræddir. „Norðmenn, Danir og Pólvetjar eiga ekki að vera neinar stórar hindranir. Ef svo yerð- ur hafa þeir eflst rosalega á stuttum tíma. Það eru þeir sem eiga að vera hræddir við Islendinga. Auðvitað getur komið fyrir að tslenska liðið tapi, en það á ekki að skapa ein- hveija minnimáttarkennd fyrirfram. íslendingar eiga að bera höfuðið hátt þegar þeir mæta í Austurríki," sagði Hilmar Björnsson. Hilmar Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.