Morgunblaðið - 15.03.1992, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992
39
Þróun textavarpsins
er í höndum notenda
Geir Magnússon hefur starfað við textavarpið frá upphafi og
Anna Hreinsdóttir hóf störf skömmu síðar. Rúmlega 200 síður
með ýmsum upplýsingum eru sendar út daglega.
Skjámynd dagbókar textavarpsins.
Fréttayfirlitið og
úrslit í íþróttum
er vinsælasta
efnið í textavarpi
Sjónvarpsins enn
sem komið er
í TEXTAVARPI Sjónvarpsins
eru sífellt að bætast við upplýs-
ingar og munu milli 220 og 230
síður vera sendar út daglega.
Nýlega var byijað að senda út
Dagbók sem inniheldur ýmiss
konar upplýsingar um opnun-
artíma opinberra staða, neyð-
arsíma og fleiri slíkar upplýs-
ingar. Auk þess er hægt að fá
upplýsingar fram í tímann um
flóð, fjöru og sólargang miðað
við ýmsa staði á landinu. Sam-
kvæmt upplýsingum Geirs
Magnússonar og Önnu Hinriks-
dóttur, starfsmanna texta-
varpsins, var gerð könnun í
október sl. þar sem fram kom
að tæpiega 18% landsmanna
gátu notfært sér textavarpið,
65% höfðu ekki búnað til þess
í tækjum sínum og 17% vissu
ekki hvort þeir hefðu mögu-
leika á að ná þessum upplýsing-
um.
„Til þess að geta notfært sér
textavarpið," sagði Geir, „verður
að vera móttökubúnaður í sjón-
varpstækinu. Þessi búnaður var
ekki fyrir hendi í gömlu tækjun-
um, en flestir söluaðilar bjóða nú
slík tæki.“ Hann bendir á að
margir hafi keypt sér nýtt sjón-
varpstæki, þegar farið var að
hefja litaútsendingar og því sé
komið að því að fólk fari að end-
urnýja hjá sér tækin. „Við viljum
benda fólki á að kanna hvort slík-
ur búnaður sé fyrir hendi og hvort
hann geti tekið við íslenskum stöf-
um. Eins og eflaust margir muna
voru þeir byijunarörðugleikar í
sambandi við móttöku textavarps-
ins að tækin gátu ekki numið ís-
lensku stafina. Hins vegar hafa
flestir innflytjendur sjónvarpa
gert ráðstafanir til að hægt sé
að fá textavarpið óbrenglað. Það
er aðeins einn stafur núna sem
sjónvarpið getur ekki framkallað
ogþað er ý, en í staðinn birtist y.“
I textavarpinu greiða viðkom-
andi aðilar ekki fyrir að fá birtar
upplýsingar. Aftur á móti er
stefnt að því í framtíðinni að fast-
eignaauglýsingar, bíó, lukkusíður
og fleiri slíkar auglýsingar standi
að einhveiju leyti straum af texta-
varpinu.
Fréttayfirlitið og úrslit í
leikjum mikið notað
í textavarpinu er meðal annars
að finna upplýsingar um gengi
gjaldmiðla, dráttarvexti, vísitölur,
ýmislegt varðandi heyrnarlausa,
s.s opnunartíma skrifstofu, dag-
skrá félagsins og fleira. Einnig
er hægt að fletta upp á hvaða
myndlistarsýningar eru í gangi,
dagatal þessa mánaðar og næsta
á eftir og þannig má lengi telja.
Aðspurð hvort þau haldi að
þessi þjónusta sé almennt notuð,
svara þau að fólk virðist vera að
byija að læra á textavarpið. „Ég
held að margir noti til dæmis
fréttayfírlitið ef það missir af
kvöldfréttunum," sagði Anna.
„Fréttimar em uppfærðar tvisvar
á dag eftir hádegis- og kvöldfrétt-
ir og er þá stuðst bæði við útvarp
og sjónvarp. Við birtum yfirleitt
úrslit í íþróttum hér innanlands
og þær upplýsingar era einnig
mikið notaðar. Þá birtum við einn-
ig úrslit enska, ítalska og þýska
fótboltans og NBA-körfuboltans.
Við höfum orðið vör við mikinn
áhuga á NBA-boltanum.“
Geir segir að í framtíðinni sé
stefnt að því að vera með upplýs-
ingar um komu- og brottfarartíma
flugvéla, en nú sé einungis að
finna áætlanir innanlandsflugs,
feija og strætisvagna í Reykjavík
og Kópavogi. „Um síðustu helgi
hófum við að birta upplýsingar
um færð á vegum. Þetta eru fjór-
ar leiðir sem eru uppfærðar á eins
til tveggja tíma fresti eftir upplýs-
ingum frá Vegagerðinni. Vonandi
verður textavarpið mjög fljótlega
beintengt gagnabanka Vegagerð-
arinnar, þannig að þá verður um
samtímauppfærslu að ræða á báð-
um stöðum ásamt því að fleiri
leiðir bætast við.
í nánustu framtíð munum við
halda áfram að bæta inn upplýs-
ingum í dagbókina, en því næst
erum við með hugmyndir að ein-
hvers konar unglinga- og barna-
síðum. Þar væri hægt að birta
dagskrá félagsmiðstöðva, alls
kyns þrautir og heilabrot, kross-
gátu þar sem leitað er að földum
orðum og skrýtlur sem krakkarn-
ir gætu sent inn. Við tökum gjarn-
an við alls kyns uppástungum, því
þróunin er að hluta til í höndum
notendanna," sagði Anna Hreins-
dóttir.
9.00 Stundargaman. umsjon Punður Sigurðar-
dóttir.
10.00 Við vinnuna með Guðmundi Benediktssyni.
12.00 Fréttir og réttir. Jón Asgeirsson og Þuríður
Sigurðardóttir.
13.00 Við vinnuna. Guðmundur Benediktsson.
14.00 Svœðisútvarp. Umsjón Eria Fríðgeirsdóttir.
15.00 i katfi með Ólafi Þórðarsyni. Kl. 15.15.
Stjömuspeki með Gunnlaugi Guðmundssyni.
16.00 Á utleið. Erla Friðgeirsdóttir.
11.00 íslendingafélagið. Umsjón Jón Ásgeirsson.
19.00 Lunga unga fólksins. Umsjón Jóhannes Krist-
jánsson og Böðvar Bergsson.
21.00 Undir yfirborðinu.
22.00 Blár mánudagur. Umsjón PéturTyrfingsson.
STJARNAN
FM 102,2
7.00 Morgunþáttur. Erlingur og Óskar.
9.00 Jódís Konréðsdóttir.
13.00 Ásgeir Páll.
17.00 Ólafur Haukur
19.05 Ævintýraferð i Odyssey.
19.35 Vinsældalisti, 20 efstu sætin.
20.35 Richard Perinchief prédikar.
21.05 Vinsældalistinn ... framhald.
22.05 Fræðsluþáttur um fjölskylduna. Umsjón: dr.
James Dobson.
24-00 Dagskrárlok.
Bænastund kl. 9.30, 13.30, 17.30, 22,45 og
23.50. Bænalínan s. 675320.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Morgunutvarp Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson
og Guðrún Þóra og Steinunn ráðagóða. Fréttir
kl. 7.00 og 8.00. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30.
9.00 Anna Björk Birgisdóttir. Hlustendalina er
671111. Mannamál kl. 10 og 11, fréttapakki i
umsjón Steingrims Ólafssonar og Eiriks Jónsson-
' ar. Kvikmyndapistill kl. 11.30 í umsjón Páls Ósk-
ars Hjálmtýssonar. Fréttir kl. 9.00 og 12.00.
13.00 Sigurður Ragnarsson. íþróttafréttir kl. 13.00.
Mannamál kl. 14.
16.00 Reykjavík siðdegis. HallgrimurThorsteinsson
og SteingrimurÓlafsson. Mannamál kl. 16. Frétt-
ir kl. 17 og 18.
18.05 Landsíminn. Bjarni Dagur Jónsson.
19.00 Flóamarkaður Bylgjunnar. Simi 671111,
myndriti 680064.
19.19 Fréttir.
20.00 Kristófer Helgason.
23.00 Kvöldsögur. Umsjón Eirikur Jónsson.
24.00 Nætutvaktin.
EFFEMM
FM 95,7
7.00 i morgunsárið. Sverrir Hreiðarsson.
9.00 Morgunþáttur. Ágúst Héðinsson.
12.00 Hádegisfréttir.
12.10 Valdís Gunnarsdóttir, Tónlist og getraunir.
15.00 ivar Guðmundsson. Stafaruglið.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Gullsafnið. Ragnar Bjarnason.
19.00 Halldór Backman. Kvöldmatartónlistin.
22.00 Ragnar Már Vilhjálmsson.
1.05 Haraldur Jóhannsson.
5.00 Náttfari.
HUÓÐBYLGJAN
Akureyri
FM 101,8
17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson. Tekið á móti
óskalögum og afmæliskveðjum í síma 2771 1.
Fréttirfrá fréttastofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl, 18.00.
SÓLIN
FM 100,6-
7.00 Jóna De Grud og.Haraldur Kristjánsson.
10.00 Bjartur dagur.
12.00 Karl Lúðvíksson.
16.00 Síðdegislestin.
19.00 Hvað er að gerast?
21.00 Hallgrimur Kristinsson.
ÚTRÁS
FM 97,7
16.00 Iðnskólinn i Reykjavik.
18.00 FB.
20.00 Kvennaskólinn.
22.00 Úr iðrum. Urnsjón Halldór Harðarson, Kristján
Eggertsson og Kristján Guy Burgess.
1.00 Dagskráriok.
Gárur
eftir Elínu Pálmadóttur
Feimnis-
málið fískur
Hafið þið póstkort? Jú, þarna
voru þau á mörgum statíf-
um. Ekkert smáræðis úrval: lit-
fagrar myndir af sól, ttjám, hest-
um, fossum, hverum, húsinu sem
Reagan og Gorbatsjov hittust í
meðan þeir voru og hétu...Ætti
ekki að vera mikill vandi að velja.
En - þarna var ekkert kort brúk-
legt. Ekkert til að senda vini í
útlöndum með þakklæti fyrir
ómetanlegan greiéa. Sú kveðja
átti nefnilega að minna á fisk,
helst þorsk. Ef ekki þá bara ís-
lenskt fiskiþorp, báta að veiða,
fiskimenn, konur í físki, kveðja
frá fískveiðilandinu íslandi. Eftir
að hafa snúið öllum statívunum
í marga hringi var ekki um að
villast. Hann
Paul Adam verð-
ur að fá kort með
sel. Það kemst
næst því að
minna á fisk. Sel-
urinn étur fisk.
Þessum ágæta
viðtakanda þakk-
arkortsins hafði
runnið svo til
rilja að undir-
stöðurit Du Rins
frá 1935 um físk-
veiðar franskra
flandrara við ís-
land í 300 ár,
Historique de la Peche Dunkerqu-
oise a la Morue, væri ekki til í
þessu landi þorskveiðanna að
hann lét taka afrit af þessum
tveimur bindum upp á 600-700
síður hvort og sendi undirritaðri
að gjöf. Hafði frétt að vesalingur
minn hefði þurft að sitja löngum
stundum í frönskum söfnum til
að lesa bækumár og skrifa upp
úr þeim, þar sem þær eru svo
fágætar orðnar að ekki mátti
taka afrit. Mikið af upplaginu
hefur líklega horfið í stríðinu
þegar 80% af Dunkirqueborg var
eyðilögð. Paul Adam er hagfræð-
ingur, sjálfur frá Dunkirque, og
var lengi yfírmaður fiski- og
landbúnaðardeildar OECD, svo
ekkert virtist meira viðeigandi
en senda honum þakkarkort með
mynd af íslenskum fískveiðum
eða físki. Þessi sami hagfræðing-
ur hafði sagt í erindi fyrir margt
löngu að ein ástæðan fyrir því
að tókst fyrr á öldinni að gera
norðurströnd Frakklands að
þessum eftirsótta ferðamanna-
stað hafí einmitt verið fiskimenn-
irnir og bátarnir í litlu bæjunum,
sem fyrstu baðstranda- og
sumarleyfisgestirnir sendu af
rómantískar myndir út um allt.
Þótt fiskimennirnir væru á fjar-
lægum miðum gátu baðstranda-
gestirnir a.m.k. horft á gömlu
sjómennina og bátana. En frá
íslandi verður að nægja selakort.
Ekkert kort af fiskveiðum.
Ætli fiskur sé annars feimnis-
mál á íslandi? Einu sinni var
haft fyrir satt að lífið á þessari
eyju væri saltfiskur, nú kannski
frosinn fiskur. Tekjur sjávarút-
vegs era víst 80% í vöraútflutn-
ingi landsins. Við erum bara ekk-
ert að flíka því. Lítum á hinn
nýja miðil kvikmyndirnar. Varla
verður sagt að fískur og líf í fiski
hafi fram að þessu stáðið hjarta
kvikmyndagerðarfólks sérlega
nærri. Hin ágæta mynd Ásdísar
Thoroddsen um hana Inguló og
verbúðarlífið við saltan sjó, sem
nú er komin út á 12. kvikmynda-
vorinu á Islandi, er sú eina sem
ég man eftir síðan Svíar voru að
filma pena Sölku Völku hér suður
með sjó fyrir 40 áram, utan
skemmtilega grínmyndin hans
Þráins úr Eyjum. Draugar virð-
ast standa íslensku hjarta kvik-
myndafólks nær. Líklega okkur
öllum.
í hvaða mæli vilja íslendingar
annars lifa á og vinna í fiski, ef
þeir mega velja? Er það óska-
starfið? Ekki laust við að umræð-
an falli stundum í þá veru að það
sé neyðarúrræði. Talað um að
konur flytji á suðvesturhomið af
því að þær vilji ekki vinna í fiski
og enga aðra vinnu að hafa
heima. Efnt til þinga og funda
til að finna eitthvað annað. Haft
fyrir satt að sjómannslífið sé
svoddan eymdartilvera að um-
buna þurfi sjómönnum, þeim sem
þræða á krókana, líta eftir smíð-
um fiskiskipa eða bara rannsaka
fiskistofna með skattaafslætti
o.s.fi’v. Líklega er bara ekkert
vinsælt að vera í físki. Vantar
um 2.000 manns upp á innlendan
vinnukraft í það. Um leið er
kvartað undan þvi að frystitogar-
ar taki þessa vinnu og ekki má
nefna að færa saman vinnuna
með minnkandi afla og láta færri
skip landa honum á færri stöðum.
Það eru þrátt fyrir allt mannrétt-
indi að fískvinna standi til boða
hvar sem er og hvenær sem er.
Með minnkandi atvinnu kemur
væntanlega í ljós í hve ríkum
mæli fólk sættir sig í raun við
að lifa á fiskvinnu. Og hvar fólk
vill vinna hana. Vinnukraftur á
íslandi var áður ávallt færanleg-
ur, menn sóttu í verið og í kaupa-
vinnu. Nú hefur verið tekin sú
opinbera afstaða með lögum og
reglugerðum að enginn eigi að
þurfa að sækja vinnu annað en
hann óskar. Gagnvart atvinnu-
leysisbótum er fólki gert að flytja
sig milli starfa eftir nokkurn
tíma, fáist ekki óskastarfið. En
það þarf ekki að taka vinnu ann-
ars staðar og flytja sig um set.
Þetta er nú stefnan í landinu.
Er þetta fyrsta skrefið? Að vita
hvar og hvemig fólkið vill vinna?
Kannski er tækifærið einmitt nú
til þess að gera könnun á hvar
fólk vill vinna í fiski og hafa til
hliðsjónar þegar upp rennur sú
stund að fækka verður skipum
og fiskvinnsluhúsum í landinu ef
fiskarnir eru ekki lengur til skipt-
anna í svo marga staði. Er það
ekki eins góður grandvöllur og
hvað annað, að fólkið í landinu
fái sjálft að ráða lífi sínu? Er
ekki vinnan fyrir manninn betri
kostur en maðurinn fyrir vinn-
una?
Quo vadis? þótti einu sinni
gott spakmæli. Hvert eram við
annars að fara? Hver velur veg-
inn á krossgötunum? Veit það
nokkur?