Morgunblaðið - 15.03.1992, Side 40
Bögglapóstur
um allt lund
PÓSTUR OG SlMI
Landsbanki
íslands
MORGUNBLADID. ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMI 091100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1005 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTÍ 85
SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Dansskóli í Breiðholti:
Grimmd-
arfrost um
allt land
Ráðist með
hnúajámum
á starfsmann
HÓPUR ungmenna vopnaður
hnúajárnum ruddist inn í dans-
skóla í Breiðholti seint á föstu-
dagskvöld og veittist þar að
starfsmanni Dansskóla Heiðars
Ástvaldssonar í Drafnarfelli.
Hann var fluttur á slysadeild.
FVrr um daginn kom upp eldur í
ísbúð í sama húsi og dansskólinn er
í. Ekki er vitað um ástæður þess
að unglingarnir létu svo ófriðlega
en íjöirnennt lögreglulið dreif á stað-
inn. I Drafnarfelli er lögreglustöð
sem þjónar Breiðholtshverfunum og
fengu lögregluþjónar þar liðsauka
af aðalstöð til að kveða niður ólætin.
DREKKHLAÐINN A SUNDUNUM
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um kvótakerfið:
Almennmgshlutafélög ef
kvóti fer yfir ákveðið mark
Settar yrðu reglur um eignaraðild einstaklinga að slíkurn fyrirtækjum
ÞORSTEINN Pálsson sjávarút-
vegsráðherra sagði á ráðstefnu
um framtíð sjávarútvegs sem
nemendur Háskólans á Akureyri
stóðu fyrir í gær, að nauðsynlegt
geti verið að selja um það skýrar
reglur að fyrirtæki sem ráði afla-
heimildum yfir tilteknu marki
séu rekin sem opin almennings-
hlutafélög. í útvarpsfréttum í
gær var ennfremur haft eftir
ráðherranum að jafnframt yrðu
settar reglur um að einstaklingar
mættu ekki eiga of mikinn hluta
í þeim.
I ræðu sinni sagði Þorsteinn Páls-
30fi orðrétt: „Menn hafa haft af því
áhyggjur að aflamarkskerfið geti
leitt til þess að. eignarhald í sjávar-
útvegi færist í hendur færri manna
en áður og leiði þannig til óeðlilegr-
ar samþjöppunar valds í þjóðfélag-
inu. Það er vissulega ástæða til að
huga að atriðum eins og þessu. Ég
hef því nokkrum sinnum bent á að
nauðsynlegt geti verið að setja um
það skýrar reglur að fyrirtæki sem
ráði aflaheimildum yfír tilteknu
marki séu rekin sem opin almenn-
ingshlutafélög. Þá mætti einnig búa
þriðja þrep aflamarksheimilda
par sem kvaðir um dreifða eignar-
aðild yrðu gerðar. Með þessum
hætti má tryggja eðlilega eigna-
dreifingu og valddreifingu í sjávar-
útvegi."
Þorsteinn sagði ennfremur:
„Þjóðin á þessa auðlind. Og um það
verður ekki deilt að útveginum ber
að greiða í sameiginlega sjóði fólks-
ins í landinu þegar atvinnufyrir-
tækjunum hefur verið tryggð eðli-
leg arðsemi. Hvenær menn ná því
marki vitum við ekki en ég hef
bæði í gamni og alvöru sagt að
óumdeilt hljóti að vera að markinu
sé náð þegar útvegurinn hefur eign-
ast meirihluta í þjónustufyrirtækj-
um eins og Morgunblaðinu og Eim-
skip,“ sagði sjávarútvegsráðherra.
Þá vék Þorsteinn Pálsson að
framleiðniaukningu í sjávarútvegi.
„Fyrir þá sök starfa nú færri í at-
vinnugreininni en áður. Því er það
að einvörðungu 13 hundraðshlutar
þjóðarinnar vinna nú við sjávarút-
veg, atvinnugrein sem stendur und-
ir 80% af gjaldeyristekjum fyrir
vöruútflutning landsmanna.
Lýðskrumarar sem höfða til hinna
87 hundraðshluta þjóðarinnar tala
gjarnan með óvirðingu um fulltrúa
þröngra sérhagsmuna þegar for-
ystumenn sjávarútvegs hafa kvatt
sér hljóðs til þess að ræða um mál-
efni atvinnugreinarinnar. Vitaskuld
snúast öll þessi mál um hagsmuni.
En á hagsmuni hverra hefur verið
hallað? Því þarf að svara með rökum
en ekki tilfinningum. Ef menn hefðu
ekki annað við að styðjast en áróð-
ursskrif Morgunblaðsins væri nær-
tækast að ætla að sjávarútvegurinn
hefði um langan tíma verið afæta
á hinum sem stunda þjónustustörfin
í þjóðfélaginu.“
GRIMMDARFROST var um allt
land í gærmorgun og fyrrinótt.
Klukkan 9 í gærmorgun var
frostið víða 12-16 stig við strend-
ur landsins og enn meira í inn-
sveitum, til dæmis 18 stig á
Grímsstöðum á Fjöllum og Egils-
stöðum og 24 stig á Hveravöllum.
í Reykjavík var 13 stiga frost í
gærmorgun. Svalt var alla vik-
una en hitaveitustjóri segir að
álag á kerfi Hitaveitu Reykjavík-
ur hafi ekki verið jafn mikið og
við hefði mátt búast.
Markús Á. Einarsson veðurfræð-
ingur sagði í gærmorgun að dagur-
inn væri einn kaldasti ef ekki kald-
asti dagur vetrarins.
Gunnar Kristinsson hitaveitu-
stjóri sagði að álag á kerfi Hitaveit-
unnar væri full lítið miðað við hita-
stig og hefði verið svo alla vikuna.
Taldi hann að sólin væri farin að
hafa sín áhrif og lítill vindur. Sagði
Gunnar að rekstur veitunnar hefði
gengið vel þessa daga, engin vand-
ræði hefðu skapast. Hins vegar
hefði hann orðið fyrir smávonbrigð-
um í gærmorgun með hvað lítið
seldist af vatni, hann hefði átt von
á meira álagi í þessu mikla frosti.
Verðmæti loðnuafurðanna
gæti orðið 5,5 milljarðar
Hilmir SU aflahæsta loðnuskipid
LOÐNUKVÓTI íslenskra skipa er 751 þúsund tonn á yfirstand-
andi vertíð. Úr þessu magni væri hægt að framleiða um 127.500
tonn af nyöli og um 60 þúsund tonn af Iýsi, miðað við að fituinni-
hald loðnunnar sé að meðaltali 8% á vertíðinni en það er nú kom-
ið niður í 6%. Verðmæti loðnuafurða héðan gæti því orðið 5,5
milljarðar króna á þessari vertíð, þar af rúmir 4,3 milijarðar
fyrir mjöl og tæpir 1,2 milljarðar fyrir lýsi. Nú fást 320-325
sterlingspund, eða 33.200-33.700 krónur, fyrir tonnið af mjöli
og 330 Bandaríkjadalir, eða 19.400 krónur, fyrir tonnið af lýsi.
Hráefnisverð loðnu hérlendis er 3.400-3.800 krónur fyrir tonnið.
Nú eru allar geymslur hér að
fyllast af mjöli, að sögn Jóns 01-
afssonar, framkvæmdastjóra Fé-
lags íslenskra fiskimjölsframleið-
enda.
Á hádegi á föstudag var Hilm-
ir SU aflahæsta loðnuskipið á
vertíðinni með 24.113 tonn. Börkur
NK var hins vegar með 22.836 tonn
en Hólmaborg SU 21.564 tonn og
Helga II RE 20.133 tonn. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
eru þau skip, sem hafa fengið mest-
an loðnukvóta úthlutaðan á þessari
vertíð Hilmir SU með 32.886 tonn,
Björg Jónsdóttir ÞH 27.769 tonn,
Örn KE 26.926 tonn, Helga II RE
26.731 tonn, Sunnuberg GK 23.038
tonn, Háberg GK 21.297 tonn,
Harpa RE 21.230 tonn, Keflvíking-
ur KE 20.714 tonn og Hólmaborg
SU 20.654 tonn.
Börkur NK hefur hins vegar
fengið mestan loðnukvóta frá öðr-
um skipum, eða 15.953 tonn, en
Víkingur AK hefur fengið 13.161
tonn frá öðrum skipum, Höfrung-
ur AK 12.981 tonn, Hólmaborg
SU 7.584 tonn, Hákon ÞH 6.065
tonn en Sigurður RE og
Guðmundur VE 6.020 tonn. 23
skip hafa fengið loðnukvóta frá
öðrum skipum á vertíðinni en
loðnukvóti hefur verið færður af
12 skipum. Af Ásborgu EA hefur
verið fært 13.161 tonn, Beiti NK
14.753 tonn Pétri Jónssyni RE
14.420 tonn, Jóni Finnssyni RE
13.161 tonn, Rauðsey AK 12.981
tonn og Heimaey VE 12.679 tonn.