Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 6
seei SHAM gi auoAaav[MU8 ciiGAjaviuoflOM 3_______________________________________________________________________________ 6 C OS-r.f i .... .................MORQUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ I&&B Afferö treggja íslenskra fjaliamanna áHontBIanc ÉGER Hæsti tindur Evrópu, Mont Blanc. VÆTTUR ... lirV IIVAI) Vll/I l»í ? eftir Ólaf Öm Haraldsson Stórbrotin er lýsing Byrons á Mont Blanc, fjallsjötninum, mesta fjalli Norðurálfu, í ljóðinu Manfreð, þar sem vættur fjallsins ávarpar söguhetjuna, Manfreð. Er vafasamt að fundin verði önn- ur eins lýsing á fjalli. Matthías Jochumsson þýddi Manfreð á ís- lensku. Matthías var afburðaþýð- andi og margir telja þessa hans snjöllustu og sjálfur segir hann í ævisögu sinni að aldrei hafi ís- lensk tunga leikið svo á vörum sinum sem þá. Þar er síður en svo að siakað sé á, heldur er jafn- vel hert á hnútunum og munu þó flestir telja að Byron Breta- tröll hafí riðið þá ærið fast. Mont Blanc er fjallanna hilmir hár, sem hefír um aldir og ár setið hamrastóli í, og hans skikkja er ský og hans skrúðdjásn er skínandi snjár, en bjarka kranz, það er beltið hans, og bjargskriða í mund hans er, en í því hún hrynur með hvínandi dyn, hún hættir og gepir mér. Hinn úrsvaii skriðjökull unir ei kyr, en ekur fram dag sem nótt, þar er ég, sem ljæ honum lop eða byr svo líði fram hægt eða skjótt; ég er fjallsins vættur, helg og há, mér hneigir hver steinbrú, og fyrir mér ppa björgin blá og bifast - en hvað vilt þú? Haraldur skömmu áður en lagt var í síðasta áfangann. Tindurinn gnæfir yfir í baksýn. Það er miðdimm nótt, stillt og frostið um 17 stig. Ég er nýkominn á fætur og geng út úr Gouter-skál- anum, 3.817 metrum yfir sjávar- máli aðeins fjögur skref frá dyrun- um og ég stend á bjargbrúninni og horfi fram af. Rúmum 2.500 metr- um fyrir neðan mig sefur franski fjallabærinn Chamonix. Götuljós þorpanna tindra þama niðri í dimm- um dalnum eins og stjörnuþyrping- ar sem speglast í myrku vatni. Og víst gæti þetta verið spegilmynd því að þegar upp er litið hvelfist yfir alskrýddur stjörnuhiminn. Tungl er á lofti og varpar daufri skímu á skriðjökla og ljósa granít- veggi tindanna allt umhverfis. Og einhvers staðar þarna uppi í dimm- Feðgar í fjallgöngu, Haraldur (t.v.) og Ólafur Örn. unni, 1.000 metmm ofar, er jökul- skalli Mont Blanc. Það er í nótt sem ég ætla upp til fundar við hann í birtingu morguns. Lokaáfangi eftir langan undirbúning. Þó að ég sjái hann ekki veit ég að hann bíður þama upp í myrkrinu, mikilúðlegur og ögrandi, og fjallsins vættur spyr mig, fjallamann ofan af íslandi: „Hvað vilt þú?“ Við þessari spurn- ingu á fjallamaðurinn sennilega aldrei auðskilið svar en ég vonaði að hér fyndi ég þó svar sem væri mér einhvers virði. Og hér erum við staddir feðgar, greinarhöfundur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.