Morgunblaðið - 15.03.1992, Síða 8

Morgunblaðið - 15.03.1992, Síða 8
8 C MOKGUNBLAPID WIANIMLÍFSSTRAUMAR gagfflwaw 15. MARZ 1992 \\H/Hvemigfara vín oglist saman? Flöskumiðar barónsins FYRIR skömmu var flöskumiði vína árgangsins 1989 frá Chát- eau Mouton Rothschiid kynntur á Berlinische Galerie Martin- Gropius-Bau í Berlín í Þýskalandi. Þessa atburðar er ávallt beðið með nokkurri eftirvæntingu þar sem á hveiju ári er feng- inn einn af þekktustu listamönnum samtimans til að skreyta miða þessa ótrúlega víns frá Médochluta Bordeaux-héraðsins. Að þessu sinni var það Þjóðverjinn Georg Baselitz sem hlaut þann heiður. sigurtákninu „V“ af því tilefni. Allar götur síðan (að árunum 1953 og 1977 undanskildum) hefur frægur listamaður fengið að spreyta sig á því að gera hvern árgang að einstöku listaverki, og þá ekki bara innihaldsins vegna. í fyrstu gekk baróninum treg- lega að fá listamenn til fylgis við hugmyndina en hann átti marga vini meðal listamanna sem féllust á að taka að sér þetta verkefni, s.s. þau Marie Laurencin, Carzou og Jean Cocteau. Þessi hugmynd barónsins náði svo endanlegri fótfestu árið 1955 er George Braque samþykkti að útbúa flö- skumiða fyrir Mouton. Meðal þeirra nafna sem síðan hafa skreytt flöskurnar má nefna: Salvador Dali, Masson, Villon, Mathieu, Miro, Chagall, Soulages og Hartung. Þá hafa einnig í einstaka tilvik- að var Philippe de Rothschild barón sem upphaflega fékk hugmyndina að því að blanda saman góðu víni og góðri list og bað hann Jean Carlu að hanna miða á fyrstu flöskurnar sem komu frá Mou- ton árið 1924. Baróninrr var nokkuð á undan samtíð sinni í þessum efnum og þótti hug- myndin einum of byltingarkennd í Frakklandi þriðja áratugarins. Það var því bið á því, allt fram til ársins 1945, að listamaður skreytti flö- skumiða Moutons á ný. Það ár lauk heimsstyijöldinni síðari óg fékk Philippe barón ungan listamann, Philippe Jull- ian, til að útbúa miða byggðan á eftir Steingrím Sigurgeirsson' - Ý i~ W; (\ C 1989 /(fltft' 4/ ‘trtt-//c tt t'/t’ //ft.s’t' t'/t /■(•tt/r///r.s /■/// (s/ff/rfj// CshúÍÆ >au \ouUm. v/othAcIuId 7) -O. jp A UILLAC I/Sttranntt d /nlippiru dt' ÍÁc»t(it>cttiCti. <> um verið notuð verk sem upphaf- lega voru ekki máluð fyrir flö- skumiðana. Þannig leyfði ekkja Kandinskys að notað yrði eitt- verka hans en hann lést árið 1944 og dóttir Pablos Picassos, Paloma, leyfði notkun verksins Bacchanale, sem um nokkurt skeið hafi verið í eigu vínsafns Moutons, á 1973 árganginn. Framan af voru það fyrst og fremst franskir listamenn sem fengnir voru til þessa verks en frá og með árinu 1974 leituðu aðstandendur Moutons í auknum mæli á önnur mið og fengu menn á borð við Warhol, Motherwell, Delvaux og Domoto til liðs við sig. Þóknun listamannanna er ekki greidd-í beinhörðum pening- um heldur fá þeir nokkra kassa frá Cháteau Mouton Rothschild af „sínum“ árgangi. Hafa þeir allir með tölu fallist á það skil- yrði. Á síðasta áratug var sett saman sýning á þeim verkum sem hönnuð höfðu verið fyrir Mouton og fór hún víða um heim á sex ára tímabili. Listamaður ársins 1989 fædd- ist árið 1938 í Deutschbaselitz í Saxlandi sem síðar varð hluti af Austur-Þýskalandi. Upphaflegt nafn hans var Hans Georg Kern en tvítugur tók hann sér nafn fæðingarborgar sinnar. Á árun- um 1958-1960 nam hann mynd- list fyrst í Austur-Berlín og síðar í Vestur-Berlín en þar gerðist hann nemandi Hann Trier. Base- litz hafði á árunum í Austur- Þýskalandi verið algjörlega úr tengslum við þá framúrstefnu sem var að ryðja sér til rúms í list á Vesturlöndum og hafði það mikil áhrif á hann þegar hann fyrir vestan kynntist verkum bandarískra listamanna á borð við De Kooning, Guston og Jack- son Pollock. Verk Baselitz vöktu fljótlega mikla athygli og hann varð fljót- lega einn af merkustu samtíma- listamönnum Þýskalands, ekki síst eftir að fyrsta „á hvolfi“-verk hans leit dagsins ljós árið 1969 en það bar nafnið Der Wald auf dem Kopfeða Skógurinn á hvolfi. Baselitz hefur farið í gegnum mörg þróunarstig á ferli sínum en verkum hans hefur stundum verið lýst sem „nánast óþolandi ofbeldi lita og forms“. Það þema sem Baselitz valdi fyrir flöskumiða ársins 1989 er táknrænt fyrir það ár: Múrinn eða Die Mauer. HUN A SER LÍFSVON FÁI HÚN LYF hÆIiNlSFIUEÐl/Hvemig dreifist krabbamein? MEINVÖRP Fimmta hvert bam seíri fæðist í þeim ríkjum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum nær ekki tólf mánaða aldri vegna skorts á algengurn lyfjum. Vel menntaðir læknar og hjúkrunarfólk eru hjálparvana. Rauði kross Islands safnar nú fé til þess að bjarga bömum sem eiga betra skilið en að deyja úr sjúkdómum sem auðvelt er að lækna. | Hjálparsjóður Rauða kross íslands minnir á | gíróseðlana sem liggja frammi í bönkum, sparisjóðum og á pósthúsum um allt Iand. Þitt framlag - hennar von! Rauði kross íslands Rauöarárstíg 18,105 Reykjavík, sími: 91-26722 GÓÐKYNJA æxli geta orðið stór og valdið óþægindum með því að þrýsta á líffæri í grenndinni, en þau ráðast ekki inn í grannvefi og dreifa sér ekki um líkamann eins og krabbamein og fleiri ill- kynja sjúkdómar eru vísir til að gera. egar æxli sáir sér losar það sig við frumur, sendir þær út í blóð- eða vessaæðar og þar tekur straumurinn við og ber þær langt eða skammt eftir atvikum. Ef sendi- fruma lendir í vessaæð nemur hún væntanlega staðar ,í næsta eitlahverfi. Hafi frumur komist inn í blóðæð berast þær eftir Þórarin til hjartans og það- Guðnoson an víðs vegar. Margar stöðvast í háræðaneti lungnanna, því að þang- að fer blóðið fyrst til að ná sér í nýtt súrefni í stað þess sem það lét af hendi rakna í hinum ýmsu líffær- um. En sumar æxlisfrumur smjúga gegnum lungnanetið og festast ekki fyrr en í því næsta sem getur verið hvar sem er — í beini, heila, húð eða lifur en þangað eiga frumur úr æxl- um meltingarfæra beina leið og greiða. Einungis örfáum þessara óvelkomnu ferðalanga tekst að reisa bú þar sem þá ber að landi, líklega einum af hveijum tug þúsunda; hinir farast á leiðinni eða lúta í lægra haldi fyrir heimavarnarliði. Franski kvennalæknirinn Joseph Récamier birti árið 1829 athuganir sínar á krabbameini og útbreiðslu þess um líkamann. Því fyrirbæri gaf hann grískættað heiti sem Sigurður Guðmundsson skólameistari á Akur- eyri þýddi með orðinu meinvarp. Á undan Récamier höfðu aðrir tekið eftir því að æxlismein leggja stund- um nágrennið undir sig eða setjast að í næsta eitlasvæði, en þeir höfðu jafnframt ályktað að æxli í fjarlæg- um líkamshluta væri sjálfstæður vöxtur. Récamier lýsti reynslu af krufningum til sönnunar máli sínu og hvernig æxli ryðjast inn í bláæð og hluti þeirra flyst til líffæra langt í burtu; tilgreindi sem dæmi mein- vörp í heilavef konu með krabbamein í bijósti. Eitt af viðfangsefnum þeirra fjöl- mörgu sem nú á dögum leitast við að ráða gátur krabbameina er spum- ingin: Hvernig fer æxlisfruma að því að festa sig í sessi þar sem hún nem- ur staðar langt frá sinni heima- byggð, hvort sem það er nú af því að hún strandar og kemst ekki lengra eða af einhveijum öðrum ástæðum? Ef til vill „kýs“ hún að setjast þarna að, líst vel á staðinn og finnst hann búsældarlegur. Hún límir sig fasta við innsta lag æðaveggjarins, þunna himnu sem kallast þel, og að því búnu hefst niðurrifið. Fruman gefur frá sér efni sem leysir upp lögin í veggnum hvert á fætur öðru og við það myndast hola sem hún treður totum sínum inn í (sjá mynd) og þær ryðja henni braut eins og krumlur sem krafsa og grafa göng uns hún kemst öll í gegn og hreiðrar um sig í vefnum fyrir utan æðina. Þá hefst frumuskipting og meinvarpshnútur er orðinn til. Þótt kynlegt mætti þykja haga eðlilegar frumur sér við ákveðnar aðstæður svipað og hér var lýst, þegar þær verða að gera innrás í aðra líkamsvefi og nægir að nefna tvennt: Frumur fylgjunnar ráðast inn í legvegginn til að koma á því trausta sambandi sem fósturþroskinn krefst; og þegar hvít blóðkom leggja til at- lögu við sýkla sem eru að fremja hervirki á vefjum líkamans verða þau að ryðjast út úr æðinni og komast þannig í návígi við óvininn. í þessum tveimur dæmum eru „góðar“ frumur að verki sem vinna skyldustörf og fara eftir settum reglum, en æxlis- fruman illkynjaða er vargur í véum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.