Morgunblaðið - 15.03.1992, Qupperneq 23
I
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK I
í FRÉTTUIU!
I XJO=i amM8MU#)
SUNNUDÁGUR 15. MARZ 1992
HLJÓMS VEITARSTJ ÓRN
Gunnsteinn Ólafsson
dæmdur til að leita fyrir sér í útlöndum
Anna Bjarnadóttir
GUNNSTEINN ÓLAFSSON lýk-
ur prófi í hljómsveitarstjórn frá
tónlistarháskólanum i Freiburg
í Þýskalandi í vor. Aðalprófverk-
efni hans var stjórn á flutningi
óperunnar Orfeus og Evridís eft-
ir Christoph Willibald Gluck á
tónlcikum í Freiburg 15. febr-
úar. Biönduð hljómsveit nem-
enda úr háskólanum og tónlistar-
háskólanum, Madrfgalkórinn í
Freiburg og þrír einsöngvarar
tóku þátt í flutningnum. Tónleik-
arnir voru haldnir í 700 manna
sal og voru svo vel sóttir að
margir þurftu frá að hverfa.
„Tónleikarnir gengu einstaklega
vel,“ sagði Gunnsteinn. „Áheyr-
endur hrifust af tónlistinni. Það
er heiður að hafa náð til þeirra."
Hlustendur fögnuðu flutningn-
um innilega og gagnrýnin í Bad-
ische Zeitung var jákvæð. Þar
er Gunnsteini hælt fyrir lipra og
örugga stjórn og sagt að það sé
athyglisvert hversu skýrum og
magnþrungnum tónlistarflutn-
ingi hann náði fram á köflum
hjá hljómlistarmönnunum.
Gunnsteini fannst ég nokkuð
nærgöngul þegar ég spurði
hvort það leyndist „showdirigent"
í honum. Við höfðum rætt um
hljómsveitarstjóra sem hafa náð
langt undanfarið og hann hélt því
fram að það væru svokallaðir
„showdirigentar11 sem næðu lengst.
Þeir höfðuðu til áheyrenda með líf-
legri framkomu á tónleikum og
væru reiðubúnir að taka þátt í aug-
lýsingastarfsemi plötufyrirtækja.
„Plötuútgáfa er gífurlegur iðnað-
ur,“ sagði hann. „Tónleikar eru
jafnvel haldnir til að hægt sé að
selja piötur og tónlistin hefur fjar-
lægst tónlistarsalinn.“ Hann fór að
ganga um gólf og talaði sig upp í
hita. „En það jafnast ekkert á við
hljómleika. Þá ræður augnablikið.
Það er ekki hægt að ná stemmning-
unni sem myndast á hljómleikum í
upptöku. Þar ræður tæknin. Á
hljómleikum losnar einhver spenna
úr böndum sem er erfitt að skil-
greina. Hljómsveitarstjórinn verður
að vera fijáls svo tónlistin njóti sín.
Ef hann er ekki frjáls þá blómgast
tónlistin ekki. Ég reyni að vera
ftjáls þegar ég stjórna,“ og hann
hreyfði handleggina tígulega. „Ég
reyni að njóta augnabliksins."
Gunnsteinn sagðist þrisvar hafa
byijað á nýjum verkefnum á núll
punkti og unnið. að þeim í fjögur
ár eða þangað til hann náði þeim
þroska sem honum fannst hann
geta með þeim. Hann tók við kór
Menntaskólans í Kópavogi 17 ára
gamall og kórinn óx og dafnaði
undir hans stjórn þangað til hann
fór til Ungveijalands 1983. Það var
lítið gert úr undirstöðunni sem hann
hafði úr Tónlistarskólanum í
Reykjavík þegar hann kom þangað
einn og mállaus. En hann stóðst
inntökupróf í tónlistarháskólann
eftir tveggja ára dvöl og er ánægð-
ur með menntunina sem hann hlaut
þar. Hann ætlaði að halda tón-
smíðanámi áfram vestan járntjalds
1987 en málin æxluðust svo að
hann lagði tónsmíðar á hilluna í
Fréiburg og einbeitti sér að hljóm-
sveitarstjórn.
„Það myndaðist strax mjög gott
og náið 'samband á milli mín og
Peters Baberkoffs, kennarans míns
í hljómsveitarstjórn," sagði Gunn-
steinn. „Og það rann upp fyrir mér
að það á betur við mig að standa
og stjóma tónlistarflutningi en að
semja eigin tónlist." Hann tók við
Freiburger Kammerensemble,
hljómsveitinni sem hann stjórnaði á
próftónleikunum, 1989. Hún var þá
ekkert til að státa sig af en sveit-
inni hefur vaxið fiskur um hiygg
og nú leika 40 manns í henni. „Eg
hef sjálfur lært óhemju mikið af
Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir
„Heimur hþ'ómlistarinnar miðast ekki við suðvesturhorn íslands svo
ég mun fyrst í stað leita fyrir mér annars staðar,“ sagði Gunnsteinn
Ólafsson sem lýkur prófi í hljómsveitarstjórn frá tónlistarháskólanum
í Freiburg í vor.
starfinu með henni,“ sagði Gunn-
steinn. „Léleg hljómsveit þarf meiri
stuðning en góð hljómsveit. Ég lét
hana spila mikið af verkum eftir
Haydn. Hann mótaði sinfóníuna
sem tónverk og besta leiðin til að
ala upp hljómsveit er að fást við
verk eftir hann.“
Gunnsteinn ætlar að halda áfram
með hljómsveitina fram á vor og
sjá hvað setur. „Ég stend enn einu
sinni á núllpunkti,“ sagði hann.
„Heimur hljómlistarinnar miðast
ekki við suð-vesturhorn íslands svo
ég mun fyrst í stað leita fyrir mér
annars staðar. Sinfóníuhljómsveit
íslands hefur slitið barnsskónum
og maður getur ekki vænst þess
að fá að taka út þroska hjá henni.
Hún getur ekki gert alla sem hafa
lokið prófi úti í heimi að aðalhljóm-
sveitarstjórum. Þeir sem fara í þetta
nám eru því næstum dæmdir til að
búa í útlöndum og reyna að komast
þar áfram. í Þýskalandi tíðkast að
ungir hljómsveitarstjórar starfi í
óperuhúsum og spili undir á píanó
á æfingum. Þannig öðlast hljóm-
sveitarstjórinn mikilvæga reynslu.
Þessi leið hefur því miður ekki ver-
ið farin hjá íslensku óperunni. Það
er enginn fæddur stjórnandi en með
því að leyfa ungum stjórnendum
að leika undir á æfíngum þá gæti
Óperan alið upp nýja stjórnendur.
- Ég mun sækja um störf við leik-
hús og óperur í Evrópu og taka því
sem býðst. Nú er mest undir því
komið að vera réttur maður á rétt-
um stað.“
kuÍÚhmbúw 51866
Gengi mars ’92
A®
ÞVOTTAVELAR
UPPÞVOTTAVÉLAR
KÆLI- 0G FRYSTISKÁPAR
20 þvottakerfi td. sparnaðarkerfi, hrað-
kerfi, ullarkerfi o.s.frv. - Tromla úr ryð-
fríu stáli - Taka inn heitt og kalt vatn.
Hæð 85 cm - Breidd 59.5 cm
Dýpt 56.3cm.
Gerð 7822 - Verð 56.772 stgr.
12 m. matarstell - 3 þvottakerfi
Hæð 85 cm - Breidd 60 cm
Dýpt 60 cm.
Gerð 8326 - 232 lítra - Verð 51.267 stgr.
Hæð 134,9 cm - Breidd 55 cm
Dýpt 60 cm.
Gerð 9535 - 4.5 kg - Verð 65.313 stgr.
Tveir vinduhraðar: 500 og 1000 snún.
Gerð 9525 - 4.5 kg - Verð 55.196 stgr.
Tveir vinduhraðar: 500 og 800 snún.
Gerð 7800 - Sllm Line - Verð 56.772 stgr.
7 m. matarstell - 3 þvottakerfi
Hæð 85 cm - Breidd 45 cm
Dýpt 60 cm.
Gerð 8342 - 288 lítra - Verð 54.626 stgr.
Hæð 159 cm - Breidd 55 cm
Dýpt 60 cm.
HEKIA
LAUGAVEG1174
S 695500/695550