Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 — - — " '' -H, Skelfist þá hugsun daglega að þurfa að lesa upphátt HANN féllst á að veita viðtal og segja frá reynslu sinni af lestrar- örðugleikum gegn því að koma fram nafnlaus, svo að við skulum kalla hann Gunnar. Mjög erfitt reyndist að finna einhvern fullorð- inn, sem átti við lestrarörðugleika að stríða, því þeir eru mjög naskir á að dylja það. Enn erfiðara' var að fá einhvern í viðtal, sem var tilbúinn að fjalla um reynslu sína. Fólki þótti málið of viðkvæmt eða eins og einn sagði: „Ef ég væri kominn yfir mestu erfiðleikana, þá væri ég ef til vill tilbúinn að tala — nafnlaust." Okkur sem eigum í litlum vandræðuin með lesturinn áttum okkur eflaust ekki á því hversu viðkvæmt málið er — ef til vill vegna þess að umræðan er orðin opinskárri um þessi mál núorðið. Hins vegar ólst þetta fólk, sem við leituðum til, upp við að það væru nánast bara heimskir krakkar sem gætu ekki lært að lesa. Ahveijum eiriasta degi skelf- ist ég þá hugsun að lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að lesa upphátt,“ segir Gunnar. „Ég veit að þetta er orðið að „fób- íu“ eða fælni, en ég ræð ekki við þetta. Undir álagi lýsir tilfinningin sér þannig, að ég svitna, mér verð- ur óglatt og það hringsnýst allt í kringum mig, ekki bara stafirnir sem ég þarf að lesa, heldur stólar og borð. Suma daga get ég lesið þokkalega, aðra daga þvælist allt fyrir mér.“ Hann talar rólega og brosir öðru hvoru. Bendir á það, sem blaðamaður hefur aldrei hug- leitt, að það sé ekki svo sjaldan sem fólk lendi í því að lesa upphátt. „Til dæmis á flestum námskeiðum þarf fólk að lesa eitthvað, annað- hvort eitthvað sem það hefur skrif- að niður eða að það skiptist á að lesa upphátt texta fyrir hópinn," segir hann. Veruleg fötlun Við sitjum heima hjá Gunnari, sem er rúmlega þrítugur og hann reynir að útskýra fyrir biaðamanni þetta vandamál. Ég veit ekki hvort ég á að tala um fötlun hjá þeim sem verst eru settir, er það of djúpt í árinni tekið? spyr ég. „Nei,“ svarar hann, „ég lít á þetta sem verulega fötlun. Það gera það eflaust ekki allir, því það gleymdist til dæmis á Ári fatlaðra að taka þennan hóp með í reikning- inn.“ Hann horfir hugsi út í loftið og segir: „Ég man hvað það var skrýtið einu sinni þegar ég heyrði þroskaheftan dreng Iesa reiprenn- andi úr bók sinni. Þá var ég orðinn fullorðinn og gat ekki leikið þetta eftir.“ Hann lítur á blaðamann og segir: „Að eiga erfitt með að lesa heftir mann mjög mikið í daglegu nútímalífi. Það eru lestraráreiti alls staðar, á ljósaskiltum og matseðl- um, svo dæmi séu tekin. Það er heldur ekki einfalt að leita í síma- skrá.“ — Hvenær fórst þú að veita því athygli að þú ættir erfitt með lest- ur? „Ætli það hafi ekki verið í kring- um 9 ára aldurinn sem ég fór að skammast mín fyrir að geta ekki lesið eins og hinir. Fór að heita mér því að um sumarið ætli ég ekkert að gera annað en lesa, sem ég gerði auðvitað aldrei. Á þeim tíma voru engin úrræði önnur en að senda okkur, sem gátum ekki lesið, til skólastjórans. Það var í mörg ár sem lestrarerf- iðleikar mínir voru síðasta hugsun mín á kvöldin og það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég vaknaði á morgnana. Ég man líka eftir því að hafa héyrt mömmu segja, að hún vildi leggja allt í sölurnar til þess að ég gæti fengið einhveija hjálp. En á þessum tíma voru sjálfsagt ekki nein úrræði ti),“ segir hann og bfos- ir afsakandi, eins og svo oft meðan á viðtali okkar stendur. Átti auðvelt með að læra Hann segist þó hafa uppgötvað fljótlega að hann væri ekki heimsk- ur, því hann hafi átt frekar auð- veít með að læra til dæmis þegar námsefnið var lesið fyrir hann. ,,En „Undir álagi lýsir til- finningin sér þannig, að ég svitna, mér veröur óglatt og þad hringsnýst allt i kringum mig, ekki bara stafirnir sem ég þarf að lesa, heldur stólar og borð. Suma daga get ég lesið þokkalega, aðra daga þvælist allt fyrir mér." ég gafst fljótlega upp og tíndi frek- ar fram bækur hjá eldri systkinum mínum og fyllti samviskusamlega út í eyðurnar, þannig að ég lærði í sjálfu sér ekki mikið.“ Aðspurður hvort hann hafi verið talinn vandræðaunglingur svarar hann því ákveðið neitandi. „Ég var alltaf fullgildur félagi í vinahópn- um. Það sem ég held að hafi bjarg- að mér var að ég var í félagsstarfi unglinga. Þar fékk ég þau tæki- færi sem ég þurfti og staðfestingu á því að ég væri ekki vitlaus. Þar fékk ég að reyna með mér með krökkum sem voru í menntaskóla og fékk það sjálfstraust sem til þurfti." Eftir að hafa rétt skriðið á gagn- afræðaprófi fór Gunnar í fornám, sem var undirbúningur fyrir menntaskólanám. „Þá sá ég að ef ég gæfi mig að náminu þá gæti ég læjt. Ég fór síðan í mennta- skóla, en það gekk ekki, aðallega vegna tungumálanna. Það fór allur Tíminn í að reyna að læra ensku. Á þeim tíma hefði ég aldrei viður- kennt fyrir kennurunum að ég gæti ekki lesið því ennþá var litið á þá sem gátu ekki lesið sem ein- hveija heimskingja. Ég talaði þó við námsráðgjafa, sem benti mér að fara í jóga eða hugleiðslu. Ég reyndi það en áttaði mig fljótlega að það héngi ekki saman við lestrarerfiðleikana. “ Eftir að hafa hætt á fyrstu önn í menntaskóla ferðaðist Gunnar víða um heiminn, vann um stundar- sakir erlendis og Iærði tungumál. „Flestir halda að ég sé mikill mála- maður, því ég get talað ýmis mál,“ segir hann, „en ég get ekki skrifað þau.“ Leitaði til sálfræðings Eftir að hann kom heim hefur hann unnið ýmsa þá vinnu, sem. lestrarerfiðleikar hafa ekki skipt máli. Ekki var hann þó búinn að gefast upp á að leita sér hjálpar, fór meðal annars til sálfræðings, sem Gunnari fannst ekki skiljg í hverju erfiðleikarnir fólust og virt- ist undrast að hann gæti talað rétt. Hann fór einnig í dáleiðslu hjá geðlækni. „Ég veit auðvitað ekki hversu mikil áhrif dáleiðslan hafði. Við töluðum einnig saman, því það blundaði alltaf í mér þessi efi, hvort ég væri svona vitlaus, þrátt fyrir að ég vissi innst inni að það væii ekki ástæðan. Alla vega fór ég í öldungadeildina í kjölfar þessarar dáleiðslu. Áður hafði ég séð hækling frá Kennaraháskólanum um lestrarerf- iðleika og hafði samband við sér- fræðing þar. Hún bauð mér að koma og sagði mér reyndar seinna að þegar ég hringdi, hélt hún að það væri verið að gera grín. Jafn- vel hún virtist ekki trúa því að fólk leitaði sér aðstoðar. Ég hef verið heppin því ég hef fengið mikla hjálp en það á ég næst- um bara að þakka frekju foreldra minna. Ég bið ykkur foreldrar, ekki gefast upp. Þið getið ekki gefið börnum ykkar betri gjöf en að þau fái hjálp. Þau verða þakklát fyrir það einhvern daginn. Jú, ég fékk hjálp í íslensku. Hvað með leikfimina? Hefur stafblinda ekki áhrif á hreyfigetu? Ég man eftir því að hafa grátið mig í svefn kvöld- inu áður en ég átti að fara í leikfimi. í 9 ár leið ég en þegar ég byijaði í menntaskóla var ég búin að brynja mig. Ég stend í markinu og öskra: „Hver var það sem lét sér detta í hug að setja mig stafblinda mann- eskjuna í mark?“ Nemi á þriðja ári í menntaskólu. En einn strákur í mínum bekk vill ekki fara í sérkennslu í lestri því hann er svo hræddur um að krakkarnir stríði sér ef liann fer úr tíma. Þetta finnst mér svolítið skrýtið hjá honum því ég bæti mig alltaf svolítið með hverju árinu sem líður þó ég nái bara alls ekki ennþá muninum ábogp. Af hverju eru öll þessi orð með þessurn stöfum í málinu? Ég heyri varla muninn nema þegar ég blæs þessum hljóðum út úr mér. Hvað ætli krakkarnir lialdi um mig í stafsetningartíma núna í 12 ára bekk þegar þeir sjá mig hálfpartinn spýta í liöndina á mér til þess að fá á hreint hvort stafinn ég á að skrifa. 12 ára stúlka ígrunnskóla. Stafsetningarörðugleikar munu alltaf fylgja mér. Þó svo ég hafi náð þessu stafsetningarprófi í 2. bekk er ég ekki laus. Núna er ég í auka- tímum í stafsetningu í skólanum. Enn sömu æfingarnar. Það var ekki fyrr en í menntaskóla sem ég sagði kennurunum mínum frá vandamál- um mínum og það hefur reynst mjög vel. Kennarar hafa í flestum tilfellum tekið á þessum málum með skilningi. Ég veit að það er til fólk sem berst fyrir því að auðvelda krökkum eins og mér námið og það þykir mér mjög gott. En þetta varð mér ekki ljóst fyrr en ég var komin í menntaskóla. Þess vegna finnst mér að þetta mál verði að kynna betur. Eg var mjög heppin bæði með fjölskyldu og að ég hafði hæfileika til að læra og því er ég nú í þriðja bekk í menntaskóla. En hvað um alla hina sem hafa ekki verið eins heppnir og ég? Ég kann þó að minnsta kosti að lesa. Nemi íþriðja bekk ímenntaskóla. Lestrarmiðstöð tekur til starfa næsta haust LESTRARSERDEILD hefur ekki verið starfandi frá árinu 1990, en næsta haust verður breyting þar á, því þá mun taka til starfa Lestrarmiðstöð, sem verður til húsa í lausri stofu á lóð Kennaraháskóla íslands. Lestrarmiðstöðinni er ætlað að veita þjónustu börnum, ungl- ingum og fullorðnum víðs veg- ar af landinu sem eiga við sér- tæka lestrarörðugleika að stríða. í húsinu á einnig að verða aðstaða til rannsókna á læsi og lestrarkennslu. Aárunum 1981-90 var starfrækt deild í Fellaskóla á vegum fræðsluumdæm- is Reykjavíkur sem fékk heitið Lestrarsérdeild. Þar var þeim börnum úr Reykjavíkurskól- um sem ekki höfðu ofðið læs í hverfisskólum sínum kennt að lesa, þrátt fyrir mikla sérkennslu og þótt þau væru með greind, heyrn og sjón í góðu lagi að mati sálfræð- inga og lækna. Kennarar voru tveir en þörf bama í grunnskólum borg- arinnar fyrir aðstoð á þessu sviði reyndist mun meiri en hægt var að sinna. Fræðsluskrifstofa, ráðu- neyti og sálfræðideildir fengu að auki oft fyrirspurnir um hvort og hvar væri hægt að fá lestraraðstoð fyrir nemendur í framhaldsskólum og fullorðna. Var þá fátt um svör. Það var því ljóst að mikil þöif var á stofnun sem sinnt gæti Iestrar- kennslu fólks á öllum aldri til við- bótar þeirri sem fyrir var í Fella- skóla. Árið 1989 hófst fræðslustjóri, Áslaug Brynjólfsdóttir, handa við að finna slíkri stofnun heppilegan stað. Einnig sótti Fræðsluskrifstof- an um fé til Svæðisstjórnar Reykjavíkur um málefni fatlaðra til kaupa á tækjum og húsbúnaði fyrir slíka deild. Áslaugu fannst tilvalið að þessi stofnun væri tengd Kennaraháskóla íslands. Með því móti væri mögulegt að miðla kenn- aranemum þekkingu á sértækum lestrarerfiðleikum, þannig að þeir gætu áttað sig á vandamálinu og sent börn í greiningu. Rannveig Lund, aðstoðarskóla- stjóri Æfingaskólans og fyn-ver- andi stai'fsmaður lestrarsérdeildar- innar, segir að fjárveiting hafi þó aðeins verið veitt fyrir einum starfsmanni. „Það hefur verið mik- ið spurt um hvenær starfsemin hefjist vegna nemenda í gi'unnskól- um borgarinnar og því er ljóst að kennslukraftur þessa eina stai'fs- manns verður eins og dropi í hafi miðað við þörfina, þar sem lestars- érdeild í Fellaskóla starfar ekki lengui'." Hún segist einnig vita að mikil þörf sé fyrir þjónustu við nemend- ur framhaldsskólans. „í fyrra þeg- ar við álitum að stutt væri í að Lestrarmiðstöðin tæki til starfa fékk ég úthlutað tíu tímum á viku frá menntamálaráðuneytinu til að meta lestur og stafsetningu fram- haidsskólanema og gefa ráð í framhaldi af því. Þeir nemendur sem vísað var til mín voru margir hæglæsir, læsir á létta texta í daglegu máli en ekki nægilega læsir á þunga texta, Þeir áttu erfitt með að fjalla um framandi efni. í erlendum rnálum birtist aftur gamla vandamálið með að túlka stafi og stafasambönd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.