Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 ÖLDUGANGUR VIÐINGÓLFSGARÐ Heiður dómstólanna Frá Birni Sigurðssyni: Undanfama daga hefur verið nokkur umfjöllun í fjölmiðlum um svokallað „Þjóðlífsmál" (mál gegn aldraðri heiðurskonu, Ingibjörgu Einarsdóttur) og talsveiðar vandlætingar gætt í garð bæjarfógetaembættisins á Akureyri. 20. mars sl. birtist í Degi smá- athugasemd bæjarfógetans Elíasar I. Elíassonar um þetta mál. Sláandi lík athugasemd birtist í Morgunblað- inu 22. mars, svo lí.k að ekki skeik- aði stafkrók, og er sú undirrituð af fógegafulltrúanum Birni Rögnvalds- syni. Dregur hver dám af sínum sessunaut. í athugasemdum þessum kemur m.a. fram að fógetaembættið hafði veitt gerðarþola að eindreginni beiðni hans sjálfs þá einstöku þjón- ustu að annast framsendingu greiðslunnar sem það dæmdi hann til að greiða og mun það vera til marks um hvílíkt traust gerðarþoli ber til embættisins sem dæmdi liann að ósekju. En engu að síður eru menn að fárast yfír þessu í fjölmiðlum og þykir vont mál. Til þess að enginn skuggi falli nú á dómstóla landsins og málsmeðferð þeirra eftir reglum gildandi réttarfarslaga legg ég til að bæjarfógeti útskýri fyrir ólög- lærðum almenningi á alþýðlegu máli t.d. í Degi að stundum sé nauð- synlegt að fórna hagsmunum sak- lausra einstaklinga, jafnvel gegn betri vitund, vegna strangra forms- atriða kerfisins til þess að gerðar- beiðendur geti treyst því að dómstól- ar framfylgi með reisn laganna hljóðan til hins ýtrasta og láti ekki á sig fá þó fram komi smáatriði eins og að kröfur séu ekki á rökum reist- ar, enda snúist ekki málið um slíkt. Þannig séu að því er virðist ranglát- ir dómar réttmætari og „skuidarar" geti því glaðir unað dómi sínum og allt verður þetta hið besta mál. í veði er sem sagt heiður dómstól- anna og virðing þegnanna fyrir lög- um og rétti og ber því nauðsyn til að bæjarfógeti aflétti þeim veðbönd- um með því að gera hreint fyrir dyrum embættisins. BJÖRN SIGURÐSSON, Skólastíg 11, Akureyri. VELVAKANDI VISTHOLLIR ÍSSKÁPAR Viðar Komerup-Hansen: í dálkum Velvakanda fimmtudaginn 19. mars lýsir Jórunn Sörensen eftir „vistholl- um“ ísskáp. Bæði kælikerfi og einangrun kæliskápa inniheldur freon, sem skaðar ósonlagið, ef það sleppur út í andrúmsloftið. Undanfarin ár hefur mörgum kæliskápaframleiðendum tekist að minnka feronmagnið í ein- angruninni verulega, eða um allt að 50%. Um leið hafa sumir þeirra auglýst vöru sína sem „vistholla“, þótt talsvert vanti á að svo sé. Nú eru hins vegar komnir á markaðinn kæliskápar með nýrri gerð af kælivökva sem hefur engin skaðleg áhrif á umhverfið, og þá er komið að því að svara spurningu Jórunn- ar, „eru visthollir ísskápar til hér á landi?" GRAM-verksmiðjurnar í Dan- mörku framleiða nú tvær gerðir kæliskápa með þessum nýja skaðlausa kælivökva og ein- angrun, þar sem freonmagnið hefur verið minnkað um 50%. Að auki eru þessir skápar spar- neytnir á orku. SKRÚFJÁRN Boss rafhlöðuskrúfjárn tapaðist af bíl í grennd við miðbæ Reykjavíkur. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í Magnús í síma 22616. LÆÐA Fimm mánaða gömul læða, sem er kolsvört, tapaðist laugardag- inn 21. mars. Hún er með silfur- litaða ól með rauðu fóðri að inn- an en merking hefur hugsanlega máðst af. Hún gegnir nafninu Tara og er til heimilis að Greni- mel 48, kjallara , vinstri dyr. Vinsamlegast hringið í síma 624862 eða 43321 ef hún hefur einhvers -staðar komið fram. Fundalaun. GÓÐ GREIN Sigui'ður Már Helgason: Ég vil þakka Úlfi Ragnarssyni hjartanlega fyrir greinina Sann- dreymi sem birtist í Morgun- blaðinu þriðjudaginn 24. mars. Orð hans voru í tíma töluð og er ég sammála öllu sem hann segir í þessari grein. HÖGNI Gulur högni með hvítt trýni, hvíta bringu og hvítar lappir er í óskilum. Hann er um það bil fimm mánaða. Upplýsingar í síma 31089 eða hjá Kattavinafé- laginu. VESKI Dökkbrúnt veski með skilríkjum tapaðist fyrir nokkrum dögum. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Einar Hjörleifsson í sírna 678214. Fundarlaun. - Hugleiðing um björg- unarmál Frá Þóru Júlíusdóttur: Ef hugleiddar eru undankomuleiðir sjómanna á höfum úti, rekst maður á ótrúlegustu hluti. Tökum t.d. stýr- ishúsin, sem mörg hver eru bara með einni hurð t.d. stjórnborðsmeg- in, báturinn leggst á þá hlið og menn verða að forða sér út um glugga, sem í flestum tilfellum eru of litlir. Ég hef verið að reyna að vekja athygli á þessu máli allt frá því að mb. Bergþór fórst og með honum einn maður. Éurðin skorðaðist og hann komst ekki út um gluggann, af því að gluggarnir voru hreinlega of litlir. Hurð getur skorðast bæði af sjó eða höggi." Ég vil endilega láta lögleiðafelli- hlera í öll stýrishús sem opna má með 1 -2 handtökum, eða hlera sem tveir gluggar og póstur falla út. Það eru oft bara örfáar mínútur sem skilja á milli lífs og dauða og menn eiga ekki að þurfa að lokast inni. Þeir verða að eiga greiða leið út, eins og t.d. í flugvélum. Það eru settir brunastigar í hús og hótel, en svo finnst manni þessu sjálf- sagða máli seint sinnt. í guðanna bænum- takið fljótt á þessu, menn eiga ekki að þurfa að leita að út- gönguleiðum, þær eiga að vera jafn sjálfsagðar og vélin í bátnum er, að vísu er nú farið að setja stærri glugga í ný stýrishús, en hvað með öll þau gömlu? Lögleiðið fellihlera í öll stýrishús, svo þeir verði í öllum bátum, bíðið ekki eftir að fleiri mannslíf týnist. Það eru náttúrulega fleiri mál um borð í bátum sem taka þarf á, t.d. neyðaruppgangar úr lestum, vélarrúmum og káetum sem víða er í ólestri. ÞÓRA JÚLÍUSDÓTTIR Brekkubyggð 33, Garðabæ C 33 H amraverk hf. SÝIXIIIUG Sýnum stórglæsilegt Fiva Sól 52 fm heilsárs sumar- hús, fullbúið, í dag og næstu daga. Skútahrauni 9, Hafnarfirði, s. 91-53755. RÝMINGARSALA AF LAGER ALLT AÐ 80%AFSLÁTTUR # BORÐPLÖTUR AF SÝNINGARELDHÚSUM # HURÐIR Á ELDHÚSINNRÉTTINGU # FATASKÁPAHURÐIR # SPEGLAIIURÐIR FYRIR FATASKÁPA # BAÐINNRÉTTING MEÐ VASKI # STAKIR SKÁPAR # STIGASÝNISHORN # VIFTUHÁFUR Á VEGG # VIITUHÁFUR FRÍTTHANGANDI # AÐ AUKI -15% VERÐLÆKKUN Á NOKKRUM GERÐUM PROFIL EININGARELDHÚSA. Skaðvaldur Frá Halldóri Bjórnssyni: Með loðdýrarækt barst það hroða- lega aðskotadýr íslenskrar náttúru, minkurinn. Ég held að minkurinn sé búinn að leggja und- ir sig hvert annes og margar smá- eyjar í kringum landið. Og er hann einn helsti ógnvaldur fuglalífs hér á landi. Hef ég grun um að hann sé langt kominn með að útrýma mörgum fuglategundum ef hann er ekki búinn að því. Stuttu eftir að minkurinn slapp laus minnkaði veiði í góðum silungsám ef hún hvarf ekki. Og kæmi mér ekki á óvart að hann legðist á laxinn líka. Skepna þessi er með ólíkindum grimm og hörð af sér. Ekki veit ég hvort hann drepur sauðfé, en ábyggilega eru lömbin í hættu. Hann ræðst ekki að fyrra bragði á menn heldur óttast þá. Þó kæmi mér ekki á óvart að einhver slys eig eftir að hljótast af honum. Mér finnst að það ætti að skera upp herör gegn þessum skaðvaldi ís- lenskrar náttúru. Mér kæmi ekki á óvart að villiminkurinn skipti hundruðum þúsunda hér á landi. Ég frétti af því að hugvitsmaður hefði smíðað gildru til að veiða minkinn í. Og náð mörgum. En það þarf vfst ekki mikið hugvit til að smíða gildrur. Held ég að það veitti ekki af því að hver sveitabær hefði nokkrar minkagildrur. Og hugsa ég að það kæmi ekki að sök að hækka verðlaun fyrir að drepa minkinn. Þar að auki ætti að vera hægt að drepa hann í gildrunum án þess að mikið sæist á skinninu. Og held ég að ef kennt væri með fræðslumyndum í sjónvarpinu hvernig verka ætti skinnin myndi opnast gróðavænlegur atvinnuveg- ur. HALLDÓR BJÖRNSSON, Langholtsvegi 124, Reykjavík. - Veist þú, að við búum öll yfir stórkostleg- um eiginleikum til að lækna okkur sjálf. - Veist þú, að með því að nýta okkur þennan eigin- leika, þá getum við einnig hjálpað öðrum. - Vilt þú nýta þér þessa eiginleika? - Reikinámskeið er ein af mörgum leiðum til þess. Námskeið í Reykjavík: 4.-5. apríl helgarnámskeið 1. stig. 21.-23. apríl kvöldnámskeið 1. stig. 27.-29. apríl kvöldnámskeið 2. stig Upplýsingar og skráning í síma 627712, Nýaldarsam- tökin, og 33934, Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Námskeið á Akureyri: 7.-9. maí kvöldnámskeið 2. stig. 9.-10. maí helgarnámskeið 1. stig. Upplýsingar og skráning hjá Jóhönnu, sími 96-21762 og Guðrúnu, sími 91-33934. Endurhæfingarnámskeið í reiki Fyrir 1. stigs nemendur fimmtudaginn 2. apríl kl. 20.00. Fyrir 2. stigs nemendur, föstudaginn 3. apríl kl. 20.00. Mætið í Sigtún 9, Lyons sal á 2. hæð. Verð kr. 1.500,- Allir 1. og 2. stigs nemendur velkomnir. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. ........... ..........................— /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.