Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 C 5 Þessi sérfræðingur gerði grund- vallarpróf á mér og sannfærði mig um að þetta væri bara spuming um tækni sem ég þyrfti að ná. Ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af námi, ég gæti lært það sem ég ætlaði mér. Mér fannst auðvitað léttir að heyra það. Ég var samt ekki nógu þolinmóður, fannst ég ekki standa mig nógu vel og skammaðist mín gagnvart kennar- anuln fyrir frammistöðuna, af því að hún hafði gert mér þann greiða að taka mig til reynslu, þannig að ég jgafst upp. Eg var þó alltaf með mikla minnimáttarkennd yfir því að hafa ekki lokið námi og fór þess vegna í öldungadeild. Námsráðgjafinn þar ráðlagði mér að tala við kennarana og útskýra vandamálið fyrir þeim, sem ég gerði, þannig að á meðan ég var í skólanum var ég var aldr- ei látinn lesa upphátt." Gunnar segir að nú líði honum allt öðruvísi en fyrir áratug, bæði fari honum alltaf fram í lestri og einnig sé umræðan orðin opnari. „Ég hef samt sem áður engan áhuga á að segja öllum frá þessu, því þetta er ennþá viðkvæmt. Ég á erfitt með að sætta mig við þessa erfiðleika og finnast þeir óneitan- lega verulegur galli á persónu minni, en ég reyni að bægja þeirri hugsun frá mér, því það er hún sem hefur fjötrað mig. Ef ég hefði bara vaðið áfram þá væri ég ekki í sömu stöðu í dag. Ég hefði auðvitað átt að hafa hugrekki til þess að viður- kenna lestrarerfiðleikana fyrr.“ Þegar við kveðjumst er augljóst að hann ætlar ekki að láta deigan síga og _er tilbúinn til að berjast áfram. „Ég held að lestrarerfiðleik- ar fólks séu ákaflega misjafnir og að margir séu miklu verr staddir en ég og þeir þurfa að fá aðstoð. Það vantar tilfinnanlega einhvern stað sem fólk getur leitað til. Fólk á því lestrarstigi sem ég er, getur lært það sem það ætlar sér,“ segir hann. „Það þarf bara að gefa sér tíu sinnum lengri tíma en fiestir og fara aðrar leiðir, en það er und- ir hveijum manni komið, hvernig hann vinnur á erfiðleikunum. Ég ætla mér að fara í háskólann, ég kem ekki til með að lesa neina doðranta heldur verða þetta spurn- ingar um glósur og einhverja tækni.“ með réttum hljóðum eins og gerð- ist þegar þeir voru að læra að lesa móðuiTnálið.“ Að sögn Rannveigar koma hljóðbækur í bóklegum fögum nemendum að gagni. Það sé t.d. mögúlegt fyrir þann sem eigi erf- itt með lestur að hafa gaman af Njálu og ná árangri á bókmennta- prófi með því að hlusta á hana á snældu. „Það má því segja að Blindrabókasafnið sé lífsbjörg þeirra nemenda í framhaldsskólum sem erfitt eiga með lestur.“ Rannveig segir að nemendur geti einnig nýtt hljóðbækurnar til lestrarþjálfunar. „Það fer engum fram í lestri nema með því að lesa,“ segir hún og bendir á að þjónustan við nemendurna hafi einnig falist í því að gefa þeim ráð til að auka lestrarhæfnina. „Allir þessir ungl- ingar höfðu fallið á stafsetningu og sumir oft á sama stafsetningar- áfanganum. í stafsetningu eru ein- kenni lestrarörðugleikanna lífseig- ust, þótt þau séu ekki lengur til staðar í lestri. Mér finnst um- hugsunarvert á tímum tölva og leiðréttingarforrita hvort gera þurfi svona miklar kröfur til allra varðandi stafsetningarkunnáttu. Það eru ákveðin störf í þjóðfélag- inu þar sem fólk verður að búa yfir þessari kunnáttu, en í mörgum störfum reynir lítið á réttritun. Þess vegna finnst mér álitamál, hvort gera þurfti stafsetningu að þessum þröskuldi, ef vel gengur að öðru leyti í náminu.“ Þau voru með Hlutaveltu fyrir nokkru og árangurinn var glæsileg- ur. Söfnuðust 3.433 krónur sem afhent hefir verið Hjálparsjóði Rauða krossins. Þau heita Kristín Birna, Rebekka, Tinna, Rut og Björn Þór. Þessar stúlkur heita Anna Svava Sólmundardóttir og Guðbjörg Anna Guðbjörnsdóttir. Þær héldu hlutaveltu nýlega og söfnuðu 1600 krón- um sem þær hafa afhent hjálparsjóði RKÍ. Skemm tilegar ogfrœðandi ferðir með skemm tilegum ogfróðum fararstjórum... Munchen ^bur9 J Búdapest Þórir Guðmundsson, fréttamaður. ■ 11 Um hjarta Evrópu 4. -18. júlí með Þóri Guðmundssyni. Töfrar Mið-Evrópu eru miklir og gefst hér einstakt tækifæri til að dvelja á mörgum fegurstu stöðunum á þessum slóðum. Löndin sem farið verður um eru Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Austurríki og Þýskaland. Fararstjóri verður Þórir Guðmundsson íréttamaður. Hann er þaulkunnugur á þessum slóðum og dvaldist m.a. í Prag um það leyti sem járntjaldið var að falla. Verð með hálfu fæði: 137.100 kr. Við bætast skattar og gjöld 2.850 kr. Sigurður A. Magnússon, rithöfúndur. % r; íl M Um perlur Grikklands 26. maí - 16. júní með Sigurði A. Magnússyni. Við endurtökum hina ógleymanlegu ferð um Grikkland þar sem fortíð og nútíð blandast á einkar heillandi hátt. Undanfarna rúma þrjá áratugi heíur Sigurður A. Magnússon rithöfundur leiðbeint þúsundum ferðamanna um sögufrægar slóðir Grikklands. Hann hyggst nú binda enda á þann þátt í lífsferli sínum með einstæðri hópferð um Grikkland þvert og endilangt með bílum, flugi og ferjum! Verð með fæði: 192.600 kr. Við bætast skattar og gjöld 2.850 kr. /hi'endSi ! « Sami/iimiilepúiPLanilsjfn Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Símbréf 96 - 2 40 87 IjK, ^JÉ Muái SémmI)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.