Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 A . . , .. .L. ■■ i. i-i , , ■ , . ... ■ VÍNARBRÉF Laumast inn í Vínaróperuna HVAÐ er að hægt að gera þegar komið er til Vínar? Margt, meðal annars að athuga hvað sé í óperunni um kvöldið. A brautar- stöðinni var mér sagt í óspurðum fréttum að Pavarotti ætti að syngja í Ríkisóperunni um kvöldið. Löngu uppselt og allt það, en þótt Vínarbúar séu skipulagðir fram í fing- urgóma átti eftir að koma á daginn að slungnir borgarbúar kunna ráð að koma sér inn. Vínarbúar eru vanir stöðugum stjömu- straumi yfir óperusviðið, en þeir taka samt við sér þegar Pavarotti kemur. Nú í mars söng hann á nokkrum sýningum á Ástar- drykk Donizettis, þar sem meðal annars er ein af uppáhaldsaríum söngvarans og aðdá- enda hans, „Una furtiva lacrima", sem á íslensku mætti útleggja sem „Eitt titrandi tár“. Það var bytjað að selja miða sunnudag- inn 1. mars kl. 7 að morgni, svo allir mættu eiga jafna möguleika á að verða sér út um miða, en það var fljótlega uppselt, nema í stæðin, sem ekki er selt í fyrr en samdægurs. Þeir era ófáir sem koma til borgarinnar til að nema söng, bæði til að sækja skól- anna hér og/eða stunda nám í einkatímum. Síðdegis daginn sem ég kom hitti ég nokkra söngnema, meðal annars einn sænskan. það kom þá upp úr kafinu að hann hafði einn biðraðarmiða aukalega fyrir Ástardrykkinn þá um kvöldið. Miðann hafði hann fengið með því að mæta í óperana kl. 6 sama morgun. Biðraðarmiðinn er ekki aðgöngum- iði, heldur miði í biðröðina til að kaupa miða. Því lægra sem númerið er, því meiri líkur era á að fá miða, en öraggt er það ekki. Miðinn sem kom í minn hlut var núm- er 254, svo ég átti öragglega inngangsmiða út á það. Við mæltum okkur mót við óperana kl. 17.30, því þá er opnað fyrir stæðabiðröðina, en væntanlegur förunautur minn í óperuna sagði þó að ég gæti komið aðeins seinna. Þá skyldi ég koma í röðina til sín, þó að það væri reyndar bannað, en það ætti samt að vera mögulegt. Hann gat ekki tekið biðr- aðarmiðann minn, því það er ekki hægt að kaupa fyrir aðra. Það væri of þægilegt og það er ekki ætlunin. Nú vildi ekki betur en svo að ég tafðist og kom ekki fyrr en um 18.30. Við endann á röðinni stóð lítill og alveg hnöttóttur vörð- ur, sem gætti þess að enginn færi fram fyrir. Ég sýndi honum miðann, en hann yppti öxlum og sagði að það væri löngu búið að afgreiða þetta númer og ég yrði að fara í röðina. hann bannaði mér að fara fram fyrir til að athuga hvort ég sæi sam- ferðarmann minn, því þá kæmi ég auðvitað ekki aftur. Honum varð ekki þokað. Karlinn bætti því við að miðamir yrðu brátt uppseld- ir, svo ég fengi ekki neitt. Ég beit á jaxlinn og vonaði það besta og fór að virða fyrir mér þá sem stóðu í kring- um mig. Mér entist ekki lengi tími til þess, því eftir nokkrar mínútur var kallað upp að allt væri uppselt. Hnöttótti karlinn brosti vorkunnsamlega um leið og hann stímdi inn. Röðin leystist upp, fólkið tíndist á brott. Við voram aðeins nokkur, sem löbbuðum inn í anddyrið og horfðum þrákelknislega í kringum okkur. Vonin var að einhver þyrfti skyndilega að losna við miðana sína. Framhjá mér streymdu pelsklæddar döm- ur á örmum dökkklæddra manna, mikið af miðaldra fólki en einnig heilmikið af ungu fólki, flest klætt á óaðfinnanlegan hátt og hélt á miðunum eftirsóttu eins og ekkert væri. Enginn var í söluhugleiðingum. Dýr- ustu miðarnir kosta rúmlega tíu þúsund ÍSK, stæðismiðarnir kosta um 100 ÍSK, svo allir geta fundið verð við hæfi. Ef einhver hefði viljað losna við dýran miða, hefði það reyndar ekki leyst úr vanda mínum. Mig langaði ógn og býsn inn, en ekki fyrir neitt afarverð. Skyndilega birtist sænski söngneminn ofan úr stiganum í fylgd tveggja vinkenna sinna. Ég sagði döpram rómi að því miður hefði ég komið of seint og ekkert hreppt. Þau hristu höfuðið og sögðu að það væri ekkert mál. Þau væra búin að taka frá stæði uppi, nú færa þau öll upp aftur og hann kæmi svo aftur með einn af miðunum, sem ég ætti svo að sýna. Ef ég yrði spurð, ætti ég að sagjast hafa þurft að kaupa filmu. Að því búnu hurfu þau upp stigann aftur. Ég þorði varla að trúa að þetta gæti verið svona einfalt, en söngneminn kom brátt aftur og nú með miðann góða. Þegar kom að stiganum brá mér illilega, því þar stóð þá hnöttótti karlinn, sem hafði séð að engan fékk ég miðann. Ég sýndi miðann bros- andi, en hann glotti um leið og hann leit á hann og spurði hvort ég hefði þá fengið miða eftir allt. Ég kvað já við og flýtti mér upp Þar með var ég kominn inn á langþráðan stað og það fyrir öldungis ekki neitt. En hvað þar tók við er efni í annað bréf... Sigrún Davíðsdóttir BJÖRGUN/92 SÝNING Á BJÖRGUNARBÚNADI + RAUÐI KROSS ÍSLANDS Sýningin er öllum opin á sunnudag frá kl. 11-18 og aðgangseyrir er enginn. Komíð og sjáið nýjustu björgunartækin auk annars búnaðar. LANDSBJÖRG Landssamband björgunarsveita Hildur Þórðardóttir Tónleikar í Norræna húsinu TÓNLISTARSKÓLINN í Reykja- vík heldur tónleika í Norræna húsinu mánudaginn 30. mars kl. 20.30. Á tónleikunum flytja Hildur Þórðardóttir flautuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari Sónötu nr. 2 í Es-dúr eftir J.S. Bach, Inngang og tilbrigði við „Trockne Blumen“ í E-dúr op. 160 eftir Schubert, Bergingu fyrir ein- leiksflautu eftir Atla Ingólfsson og Sónötu nr. 2 í D-dúr op. 94 eftir Prokofieff. Tónleikarnir eru síðari hluti ein- leikaraprófs Hildar frá skólanum og er aðgangur ókeypis. UTSOLUMARKAÐNUM A RAUÐARARSTIG 16 ENN lýkur \augardag^n OPÍÐ FRÁ KL. 13-18 MÁN.-FÖS. KL.10-13 LAU. 4. aprí\- Dæmi um verð: Blússur. ...kr. 900,00 - 1.900,00 Pils ....kr. 900,00 - 1.900,00 Kjólar ....kr. 2.900,00 - 4.900,00 - 6.900,00 Buxur ....kr. 900,00 - 2.400,00 Jakkar ....kr. 900,00 - 2.400,00 L^EI^JKtU N i ÚTSÖLUMARKAÐUR VERÐLISTANS Rauðárstíg 16, sími 623753

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.