Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 7
MQRGliXBi^DH) WIAMMLÍFSSTRAUWIAR suwwipwijr ,29, MARZ 1992 ÁFANGASTAÐIR / Afhvetju er Glasgow svona vinsœlt Upp úr kolarykinu rís hin græna Glasgow IGRINÞÁTTUM uni árabil hefur mátt sjá landann koma heim, hlaðinn pökkum og pinklum. Auðvitað úr innkaupaferð til Glasgow! „Af hverju eru íslendingar svona ríkir,“ spyija Skotar? Eðlileg spurning hjá hinum sparsama Skota sem horfir í forundrun á kaupgetu landans! Mér ve/st tunga uin tönn. I júní segja þeir að ný víkingainnrás hitti Skotland. I stað örva og axa konii friðsöm vikingaþjóð. Nú á að brjóta ísinn milli Skota og íslendinga með íslenskri menningarviku. Iskoskum fjölmiðlum er mikill barlómur. Um 250 þúsund manns eru að missa vinnuna þessa dagana, líkt og öll íslenska þjóðin. Um miðjan febrúar hafa jafnmörg hús skipt um ______-___-..rlTim. eigendur og á öllu síðasta ári, bankar og lánardrottnar yfirtaka húseignir. Nú eru 2,6 milljónir atvinnuleysingja í Bretlandi.- „Erfitt að fá Skota til að breyta um lífsstíl," segir eftir Oddnýju Sv. Björgvins hin skoska Tessa, „eru svo fastir í hefðbundnum atvinnuvegum, segja að pabbi sinn, afi og langafi hafi verið fiskimenn eða skipasmiðir, af hveiju þeir eigi að breyta til? Og fólkið situr í sama þorpi, vill fá vinnu þar, en ekki flytjast búferlum þangað sem vinnu er að fá.“ Já, atvinnuhættir breytast oft hraðar en svo, að fólk geti fylgst með. Glasgow er ekki lengur sama iðnaðarborgin. Hún er að rísa upp úr kolarykinu, líkt og Öskubuska úr eldstónni. „Líttu á fallegu húsin okk- ar,“ segir Linda, leiðsögukonan mín. 1901! Koiaborg- in er óðum að breytast í merka menningarborg sem tekur á móti 3 milljónum ferðamanna ár- íega, á móti 700 þúsund áður. „Við erum rétt að byija,“ segir Linda. „Allar þessar ljótu blokkir eiga að hverfa. í staðinn eiga að rísa lítil einbýlis- hús. íbúðar- hverfin eiga að líkjast smáþorp- um með litlum búðum og veitingahúsum. Við stefnum að fegurra mannlífi með því að láta fólkinu líða betur!“ „Veistu," segir Linda, „söfn í Glasgow má leigja undir samkvæmi á kvöldin! Söfn eiga að tengja nútíð við fortíð. Skólinn sá arna varð að safni 1974 þegar bygging hraðbraut- ar þrengdi íbúum á brott.“ - Eru krakkar að hoppa í parís við innganginn? Nei, aðeins vax- myndir barna sem léku hér áður. Höll fólksins. „Við vissum ekki, að borgin geymdi svona falleg hús, fyrr en kolasótið var sandblásið af.“ Já, fyrir 10 árum var hafist handa við að hreinsa kolsvarta Glasgow. Og menn fóru að sjá einstæða feg- urð í húsum sem áður voru lítils metin. Machintosh-húsið og „síðasta testofan" eru nú áfangastaðir ferða- mannsins og „Listahús“ er að rísa, bygg/ á teikningum Machintosh frá .X C 7 --------------------------1---4------ Og börn eru steypt í vax á göngum, í skólastofum. Eins og skólinn sé ennþá fullur af börnum. En út úr einni kennslustofu ganga ekki vax- myndir heldur lifandi börn í skóla- búningum frá aldamótum! - Er enn- þá kennt hér? „Já, andrúmsloftið er svo_ tilvalið fyrir sögukennslu." Á Viktoríutímanum krítuðu nem- endur á steintöflur og þá skrifaði mamman: „Ég mótmæli að Mary sé látin fækka fötum í leikfimi!" Gas- grímur á borði hvers nemanda þegar heimsstyijöldin geisaði og loftvarn- arbyrgi. Og matreiðslukennslustofa sýnir uppskriftir frá 1903 með karríi vegna tengsla við Indland. Glasgow var fljótt með heimsborgarabrag! Fáir synir hafa gefið fæðingarbæ sínum aðra eins gjöf og skipamiðlar- inn Burrell sem sigldi um heimsins höf og flutti heim þúsundir verð- mætra listmuna. Burrell-safnið vildi ég heimsækja aftur, einnig nýju Hljómleikahöllina sem tekur. yfir 2.000 manns í sæti og er með þeini stærstu í heimi. Hljómburðurinn þar er frábær. Já, Glasgow geymir notaleg veit- ingahús, þægilegan miðbæ til að versla í og einstæð söfn. Áhugaverð- ast er þó að skynja hvað borgaryfir- völd hafa glöggt auga fyrir um- hverfi og bættu mannlífi. Við gætum sannarlega lært af þeim. W ___ VISINDI / Hvemig urdu vetrarbrautir til? Nýr skilningur ágömlu vandamáli Iárdaga var alheimsrúmið fyllt strúktúrlausum og samleitum lofttegundum, aðallega vetni. Með tímanum mynduðust úr vétninu efn- isklumpar, sem þéttust fyrir tilstuðl- an aðdráttarkrafts- ins og urðu uppi- staða framtíðar. stjarna, vetrar- brauta og vetrar- brautakerfa. Hvernig þetta gerðist nákvæm- lega er ekki vitað, en sú tiigáta sem að undanförnu hefur notið mestra vinsælda á nú, vegna framkomu nýrra gagna, undir högg að sækja. Sumir fræðimenn ganga svo langt að fuilyrða að upprunafræðin hafi undanfarin tíu ár eytt tíma í að eltast við rangar hug- myndir. Stóra spui-ningin er sú hvort myndun efniss- trúktúra hafi gerst „uppá við“ þannig að smærri strúktúrar hafi myndast fyrst og síðan sameinast í stærri efniskerfi eða „niðurá við“ þar sem minni efnisklumpar hafa myndast við klofnun stærri áður- myndaðra strúktúra. Nið- urstöður nýlegra athugana bandarískra stjarnfræðinga bæta stoðum í niðurá við tilgátuna sem hingað til hefur staðið höllum fæti gagnvart uppá við tilgátunni. Vísindamennirnir höfðu beint mælitækjum sínum að vetrarbraut;- inni „0902+34“ en hún er fjarlægust ailra þekktra vetrarbrauta sem senda frá sér útvarpsbylgjur. Ætlun þeirra var að gera athuganir á litrófi vetnis- jóna, sem mikið er af í þessari sem og öðnim vetrarbrautum. Eins og svo oft í vísindum fundu vísindamennirn- ir annað en það sem þeir voru að leita að og innan skamms voru þeir . farnir að glíma við allt önnur verk- efni. Það fyrsta sem kom vísindamönn- unum að óvart var mikið magn óhlað- ins vetnis sem dreifðist framan við vetrarbrautina. Ljósið sem vetrar- brautin sendir frá sér þarf að ferð- ast í gegnum þessa miklu vetnis- þoku. Þar verður það fyrir gleypni sem ákvarðast af samsetningu og ástandi, svo sem hraðadreifingu, efn- isþokunnar. Þeir komust iljótlega að því að vetnisþokan var ekki einungis framan við vetrarbrautina heldur dreifðist hún yfir gífurlega umfangs- mikið svæði, sem virtist teygjast í boga umhverfis vetrarbrautina. Þeim til enn meiri undrunar kom í Ijós að vetnisþokan gleypti ekki einungis ljós frá vetrarbrautinni heldur sendi hún frá sér eigið ljós. Nánari athugun gagna leiddi í ljós að þvermál vetnisþokunnar er u.þ.b. þijár milljónir ljósára, heildarmass- inn af stærðargráðunni tíubilljónir (10l:l) sólmassa og tvístrunarhraðinn nálægt 180 kíiómetrum á sekúndu. Það er gagnlegt að bera þetta saman við stærstu efnisstrúktúra alheimsr- úmsins, sem eru saman fallnar þyrp- ingar vetrarbrauta. Coma-þyrpingin, til að mynda, telur meir en 1.000 vetrarbrautir, er sex milljónir ljósára í þvermál og hefur efnismagn sem jafngildir 1.000 billjónum (1015) sólmassa. Af þessu efnismagni eru u.þ.b. 60 billjónir sólmassa í vetnis- formi. Uppá við kenningin gerir ráð fyrir stigrænni myndun efnisklumpa sem með tímanum slær saman og mynda vetrarbrautir og vetrarbrautakerfi. Stöðugur samruni efnis mundi leiða til framleiðslu röntgen-geisla og stuðla að samfelldri jónun nálægs vetnis. Hvorki röntgen-geislar né verulegt. magn vetnisjóna hafa greinst í vetnisþokunni og því er ekki útilokað að hún hafi myndast á þann hátt sem niðurá við kenningin segir fyrir um. Helsta framlag til þróunar niðurá við kenningarinnar kom frá hópi sov- éskra vísindamanna á áttunda ára- tugnum. Samkvæmt útreikningum þeirra gat mikið magn vetnis hrann- ast saman á tiltöluiega skömmdm tíma og myndað strúktúra sem líkj- ast upprúllaðri og sveigðri pönnu- köku. Upphaflega hefur vetnið í pönnukökunni líkjega innihaldið jónir sem mynduðust við snara samþjöpp- un vetnisins. Með tímanum tapar pönnukakan orku við útgeislun sem gerir jónunum mögulegt að samein- ast rafeindum og mynda óhlaðnar vetniseindir. Slagurinn á milli tilgátanna tveggja heldur áfram, en pönnu- kakan sem nú hefur fundist er vissu- lega búbót fyrir niðurá við kenning- una. eftir Sverri Olafsson Nýlegar rannsóknir geta varpað nýju ljósi á spurninguna um upphaf vetrarbrauta. Morgunverðarfundur fimmtudag 2. apríl nk. k!. 8.00 á Holiday Inn, Hvammi STAÐA VIÐSKIPTAFRÆÐINGA 0G HAGFRÆÐINGA Á ATVINNUNIARKAÐINUM, HVER VERÐUR HÚN ÁRIÐ 2000? Framsögumen verða: Hjálmar Kjartansson, nemi í viðskipta- og hagfræðideild H.í. Þórir Einarsson,. prófessor í viðskipta- og hagfræðideild H.Í. Þórir Þorvarðarson, ráðningarstjóri Hagvangs hf. Félagsmenn og aðrír áhugamenn um efnið eru hvattir til að mæta. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA r BENIDORM NJOTTU VORSINS A SPANI 4RA VIKNA FERÐ 30. APRÍL TIL28.MAÍ ÁFRÁBÆRU VERÐI. 2 í íbúð á LEVANTE CLUB kr. 54.900,- pr. mann. ÖRFÁ SÆTI LAUS í 3JAVIKNAFERÐ 28. MAÍ Gisting: LEVANTE CLUB/TORPA 6 í íbúð - verð kr. 54.500,- pr. mann. 5 í íbíð - verð kr. 57.500,- pr. mann. 4 í íbúð - verð kr. 62.700,- pr. mann. 3 í íbúð - verð kr. 67.700,- pr. mann. 2 í íbúð - verð kr. 78.800,- pr. mann. 1 I E 1 E i Innifalið: Flug, gisting, ferðirtil og frá flugvelli á Spáni, íslenskfararstjórn. Ekki innifalið: Flugvallarskattur og gjöld alls kr. 3.450,- pr. fullorðinn og 2.225,- pr. barn. Verð miðað við gengi 8. janúar 1992. 5% staðgreiðsluafsláttur. ferðaskri fstofa REYKJAVÍKUR AÐALSTRÆTI 16 101 REYKJAVÍK sími 621490.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.