Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 15
Besta mynd ársins Óvissan grípur mann heljartök- um, strax í upphafi. Ætli það væri nokkuð óskynsamlegra að teygja sig eftir teningnum en ætla sér þá dul að ráða í hver fær aðalverðlaun- in - sæmdarheitið besta mynd árs- ins 1991! Þær geta hæglega unnið, allar fimm. Ef litið er fyrst á Lömb- in þagna, þá mynd sem við íslend- ingar þekkjum best, er gott að hafa hugfast að hún, og allir sem eru tilnefndir fyrir þátt sinn í þessari afbragðsmynd, á á brattan að sækja umfram aðra því hún var frumsýnd svo snemma árs. Það hefur marg sýnt sig að þær hafa ekki jafna möguleika á við keppinautana því það snjóar fljótt í sporin og yngri myndir eru mönnum einfaldlega ofar í huga. Mér er til efs að JFK hljóti nokkur stórverðlaun í ár til þess er hún alltof umdeild og póli- tísk. Líklegt er að niðurstaðan verði „farsælleg" málamiðluri qjns og oft áður. Beauty and the Beast (lesend ur eru beðnir velvirðingar á að til að forðast hugsanlegan misskilning nota ég frumheiti myndanna í þeim tilfellum sem íslensk nafngift hefur ekki verið ákveðin af dreifingaraðil- um), sem þá yrði fyrsta teiknimynd sögunnar til að vinna þessi eftirsótt- ustu verðlaun kvikmyndasögunnar. Eða hið tilfmningaríka drama, The Prince of Tides, sem byggð er á einni af metsölubókum síðari ára og Streisand á hug margra þar sem hún var sett útí kuldann sem leik- stjóri. Þá er Bugsy eftir, sem er ein rómaðasta mynd síðasta árs. Hún hefur það á móti sér að þykja nokk- uð ljót og mörgum þykir sem hér sé ímynd glæpamanns fegruð um of. En líkt og nafnið bendir til fjall- ar hún um Bugsy Siegel, þann fræga undirheimaforingja og þræl- menni sem hafði ekki meira fyrir mannsmorði en sjómaður að blóðga þann gula. En hann var heillandi á aðra lund, var einkar vinsæll í hinu ljúfa lífi Hollywood-borgar, gleð- skap stórstjamanna og stofnaði aukinheldur borgina Las Vegas. Mikil saga, og þetta er sú mynd sem hlýtur flestar tilnefningamar í ár. Þó það sé enginn stóri sannleik- ur þá gefur það vissa vísbendingu um stöðu myndarinnar. Og hinn bráðsnjalli Barry Levinson (Rain Man, Avalori), sem gert hefur hveija afbragðsmyndina á eftir annarri, leikstýrir einvala leikhópi. Ég veðja á að hún verði fyrir val- inu. Röðin mín verður því svona: Bugsy Beauty and the Beast The Prince of Tides JFK Lömbin þagna Besti leikstjóri ársins: Hér verður keppnin á milli Oliv- ers Stone og Barry Levinson og mun Levinson hafa betur. Demme gæti orðið leikstjóri ársins ef aka- demíumeðlimir hrista ögn upp í kollinum, sem verður að teljast fremur ólíklegt. Scott á lítinn mögu- leika fyrir sína ágætu en engan veginn framúrskarandi Thelmu & Louise, en John Singleton engan. Barry Levinson Oliver Stone Jonathan Demme Ridley Scott John Singleton Besti karlleikari ársins. Enn vandast málin. Fyrir margt löngu var ég búinn að fullyrða í þessu blaði að það væri ekkert rétt- læti til í kvikmyndaheiminum ef Hopkins hlyti ekki verðlaunin fyrir ógnvekjandi túlkun sína á mannæt- unni Hannibal Lecter, sem hann gerði jafnframt að heillandi persónu í þeirri mögnuðu spennumynd Lömbin þagna. En þá var ég hvorki búinn að sjá Robert De Niro í Víg- höfða né Robin Williams í Bilun í beinni.... Og það ku storma af prins- inum af Hollywood, sjálfum Warren Beatty, í titilhlutverkinu í hinni títt tilnefndu Bugsy og sú mynd virðist MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 C 15 —, ■■■■■ . . ..............— - ........... ........ .......................... ---------------------— Besta bandaríska kvikmynd ársins: Beauty and the Beast Bugsy JFK Lömbin þagna - The Silence of The Lambs The Prince of Tides Besta erlenda kvikmyndin: Börn náttúrunnar (ísland) Grunnskólinn (Tékkóslovakía) Miðjarðarhafið (Ítalía) Rauða ljóskerið (Hong Kong) Uxinn (Svíþjóð) Besti leikstjórinn: Jonathan Demme, Lömbin þagna Barry Levinson, Bugsy Ridley Scott, Thelma & Louise John Singleton, Boyz ’n the Hood Oliver Stone, JFK Besti karlleikarinn í aðalhlut- verki: Warren Beatty, Bugsy Robert De Niro, Víghöfði - Cape Fear Anthony Hopkins, Lömbin þagna Nick Nolte, The Prince of Tides Robin Williams, Bilun í beinni útsendingu - The Fisher King Besti kvenleikarinn I aðalhlut- verki: Geena Davis, Thelma & Louise Laura Dern, Léttiynda Rósa - Rambling Rose Jodie Foster, Lömbin þagna Bette Midler, For the Boys Susan Sarandon, Thelma & Lou- ise Besti karlleikari i aukahlut- verki: Tommy Lee Jones, JFK Harvey Keitel, Bugsy Ben Kingsley, Bugsy Michael Lerner, Barton Fink Jack Palance, Fjörkálfar - City Slickers Besti kvenieikarinn í aukahlut- verki: Diane Ladd, Léttlynda Rósa Juliette Lewis, Víghöfði Kate Nelligan, The Prinee of Tides Mercedes Ruehl, Bilun í beinni útsendingu Jessica Tandy, Steiktir grænir tómatar - Fried Green Tomatoes Besta frumsamda handritið: Lawrence Kasdan, Meg Kasdan, Miklagljúfur - Grand Canyon Callie Khouri, Thelma & Louise Richard Lagravenese, Bilun í beinni útsendingu James Toback, Bugsy John Singleton, The Boyz ’n the Hood Besta handrit byggt á áður birtu efni: Pat Conroy, Becky Johnston, The Prince of Tides Fannie Flagg, Carol Sobielski, Fried Green Tomatoes Agnieszka Holland, Evrópa, Evr- ópa Oliver Stone, Zachary Sklar, JFK Ted Tally, Lömbin þagna Besti kvikmyndatökustjórinn: Adrian Biddle, Thelma & Louise Allen Daviau, Bugsy Stephen Goldblatt, The Prince of Tides Adam Greenburg, Tortímandinn 2 - Terminator 2: Judgement day Robert Richardson, JFK Besti klipparinn: Conrad Buff, Mark Goldblatt, Ric- hard A. Harris, Tortímandinn 2 Gerry Hambling, The Commit- ments Joe Hutshing, Peitro Scalia, JFK Craig McKay, Lömbin þagna Thom Noble, Thelma & Louise Besta frumsamda tónlistin: George Fenton, Bilun í beinni út- sendingu Alan Menken, Beauty and the Beast Ennio Morricone, Bugsy James Newton Howard, The Prince of Tides John Williams, JFK Besta frumsamda tagið: Beauty and the Beast, Beauty and the Beast. Lag Álan Menken. Belle, Beauty and the Beast. Lag Alan Menken. Be Our Guest, Beauty and the Beast. Lag Alan Menken. (Everything I do) I do it for you, Hrói höttur, prins þjófanna - Rob- in Hood Prince of Thieves Lag: Michael Kamen. When You’re Alone, Krókur - Hook. Lag John Williams. Besti listræni stjórnandinn: Mel Bourne, Cindy Carr, Bilun í beinni útsendingu Norman Garwood, Garrett Lewis, Krókur Dennis Gassnes, Nancy Haigh, Barton Fink Dennis Gassner, Nancy Haigh, Bugsy Paul Sylbert, Caryl Heller, The Prince of Tides Besti búningahðnnuðurinn: Riehard Hornung, Barton Fink Corrine Jory, Madame Bovary Gruth Myers, Addams fjölskyldan - The Addams Family Anthony Powell, Krókur Alberf. Wolsky, Bugsy Bestu hljóðupptökurnar: Gary Summers, Randy Thom, Gary Rydstorm, Glenn Williams, Backdraft Terry Porter, Mel Metcalfe, David J. Hudson, Doc Kane, Beauty and the Beast Michael Minkler, Gregg Landa- ker, Tod A. Maitland, JFK Tom Fleishman, Christopher Newman, Lömbin þagná Tom Johnson, Gary Rydstorm, Gary Summers, Lee Orloff, Tor- tímandinn 2 Kvikmyndaflokkamir eru gjaman skilgreindir í þrjá hluta; aðalflokk, sem hýsir bestu myndir og leikara, millifiokk, en tilnefn- ingar í þessum tveim hópum eru tilgreindar hér að ofan. Síðan koma smáflokkarnir sem sleppt er hér. í þeirra hóp em t.d. hljóð- og sjónbrellur, förðun, stuttmynd- ir ofl. sem takmarkaður áhugi er fyrir. Tilnefningar á mynd: (Tvær eða fleiri) Bugsy ..................... 10 JFK ........................ 8 ThePrinceofTides ........... 7 Lömbinþagna ................ 7 Beauty and the Beast ....... 6 Tortímandinn 2 ............. 6 Theima & Louise ............ 6 Bilun í beinni útsendingu .. 5 Krókur ..................... 5 Eldhugar -Backdraft wl 3 BartonFink ............... 3 Boyz’n the Hood ........... 2 Víghöfði ................... 2 Steiktirgrænirtómatar ..... 2 Léttlynda Rósa ............. 2 StarTrekVI ................. 2 (Þetta eru jafnmargar myndir og i fyrra, en alls hlutu 34 myndir tilnefningar í ár.) Tilnefningar á dreifingaraðila: Tri-Star ................. 26 Columbia ................... 9 WamerBros .................. 9 Orion ...................... 7 Universal .................. 7 BueanaVista ................ 6 MGM ........................ 6 20th Century Fox ........... 6 Paramount ................. 3 SevenArts .................. 2 Eins og sjá má gaf litli risinn Tri-Star, sem reyndar er hluti Sony Pictures, eins og móðurskip- ið Columbia, risaveldum kvik- myndaiðnaðarins langt nef í ár. Öll hin sögufrægu kvikmyndaver fengu ámóta margar tilnefningar. einna helst hafa þá burði að geta sópað til sín verðlaunum, en slíkar em tilhneigingar Óskars. De Niro er ægilegur í Víghöfða, en hlutverk- ið er vissulega nokkuð einhliða. Hlutverk Williams er vanþakklátt þrátt fyrir listatúlkun og þá er Nolte eftir. Fyrir utan það að hafa löngum verið „minn maður“, hefur hann aldrei átt annað eins stórár og 1991. Lék afbragðsvel í tveimur feykivinsælum myndum og er því ofariega í huga akademíunnar. Að óséðri The Prince of Tides ætla ég engu að síður að „tippa“ á þennan stórkostlega leikara sem notið hefur mikillar hylli hérlendis síðan á ár- dögum sjónvarps og þáttanna Gæfa og gjörvileiki. En hjálpi oss nú allir heilagir, hér getur allt gerst, en ég ætla að standa við orð mín! Anthony Hopkins Nick Nolte Warren Beatty Robert De Niro Robin Williams Besti kvenleikari ársins: Við urðum vitni að frábærri frammistöðu bandarískra leik- kvenna á árinu sem var að líða. Þær Sarandon og Davis fóru létt með að bera uppi félaga- og vega- myndina Thelmu og Louise, eins og þar væru á ferðinni þeir Gibson og Glover. Jodie Foster var skín- andi góð í Lömbin þagna og Laura Dern sýndi heillandi blöndu af synd og sakleysi í Léttlyndu Rósu. Og Midler hefur fengið góða dóma í For the Boys, en myndin kolféll hinsvegar og Hollywood er ekki hrifin af töpurum. Þó ég sé mikill aðdáandi Susan Sarandon ætla ég mér samt að taka áhættuna með Dern, það verður vonandi þess virði! Laura Dern Susan Sarandon Geena Davis Jodie Foster Bette Midler Besti karlleikari í aukahlutverki: Ekki er þessi flokkur síður tví- sýnni en aðrir. Það er helst að hægt sé að líta á tilnefningu Pal- ance, gamla B-mynda leikarans, sem örlítið grín, engu að síður brandara sem er eins gott að taka alvarlega. Heiðurinn, ekki má hann gleymast og Óskar karlinn gefur kvikmyndagerðarmönnum eitt af fáum árlegum tækifærum til að klappa hver öðrum á bakið ... Lerner var afbragðsgóður í jafn- vel enn betri mynd, Barton Fink, en hún er flestum gleymd, Því mið- ur. Sigurstranglegur er Tommy Lee Jones og þeir Harvey Keitel og snillingurinn Ben Kingsley, báðir í Bugsy. Réttast væri að láta kylfu ráða kasti en ég ætla að vera bjart- sýnn og setja ágætisleikarann Lern- er efstan. Michael Lerner Ben Kingsley Tommy Lee Jones Harvey Keitel Jack Palance Besti kvenleikari í aukahlutverki: Ef ég mætti ráða væri valið auð- velt í þessum flokki því það er sjald- an sem maður hefur séð lítt þekkta, unga leikkonu sýna slíka afbragð- stúlkun á tjaldinu og Juliette Lewis í Víghöfða. Hún skellti sér sam- stundis í hóp með þeim Winonu Ryder og Emely Lloyd. Mercedes Ruehl er einnig mjög minnisstæð í Bilun í beinni...; þær stöllur skyggja á hina keppinautana. Juliette Lewis Mercedes Ruehl Diane Ladd Jessica Tandy Kate Nelligan Besta frumsamda handritið: Hér munu þeir bítast, sá frægi James Toback, sem er höfundur Bugsy, og LaGravenese, sem samdi hið frísklega og frumlega handrit Bilun í beinni... Og ef ég á að vera sjálfum mér samkvæmur hlýt ég að standa með þeim síðarnefnda. Annars geta Kasdan-hjónin sett strik í reikninginn. Richard LaGravenese James Toback Lawrence og Meg Kasdan Callie Khouri John Singleton Besta handritið byggt á áður birtu efni: í þessum flokki er að finna einu tilnefningu kvikmyndar sem ekki er gerð í Bandaríkjunum utan Bestu erlendu myndanna. Það er handrit hinnar lofuðu myndar Agnieszku Hollands, Evrópa, Evrópa, sem hinn pólskættaði kvikmyndagerðarmað- ur leikstýrði ennfremur. Og Þjóð- veijar gugnuðu á að veita brautar- gengi sem þeirra framlag til keppn- innar í ár um bestu erlendu mynd ársins. Steiktir, grænir tómatar hefur vakið geysiathygli og miklar vinsældir af mynd með eingöngu rosknum konum að vera. Handritið er byggt á þekktu verðlaunahand- riti svo það verður ekki gengið svo glatt framhjá því. En Stone verður hér skeinuhættur. Oliver Stone, Zachary Klar Fannie Flagg, Carol Sobieski Pat Conroy, Becky Johnston Agnieszka HoIIand Ted Tilly Besti kvikmyndatökustjórinn: Hér fara tómir snillingar að venju. Ætli akademíunni sé stætt á öðru en láta JFK fá örfá verðlaun í milliflokknum, það gæti hæglega gerst hér því kvikmyndataka Ric- hardsons er einn besti þáttur mynd- arinnar. Sömuleiðis heillandi, litrík taka Biddles sem gerði Thelmu & Louise að veislu fyrir augað. The Prince of Tides þykir ljóðræn og fögur mynd og Goldblatt er enginn aukvisi frekar en Daviau sem vann til Óskarsverðlauna fyrir ógleyman- legar tökur í myndinni Mississippi Burning og Greenburg átti sinn þátt í sláandi útliti vinsælustu myndar síðastliðins árs, Tortímand- ans 2. Ég tel að Richardson sé vel að þeim kominn, sjónarmun fremri Biddle! Robert Richardson Adrian Biddle Allen Daviau Adam Greenburg Stephen Goldblatt Besti klippari ársins Hér fer harðskeytt lið valin- kunnra fagmanna en þeir Hutshing og Scalia. eru óneitanlega sigur- stranglegir, einkum þar sem þeir, af einhveijum óskiljanlegum ástæð- um, þurfa ekki að etja kappi við Thelmu Schoonmaker sem á stóran þátt í þeim kynngiáhrifum sem Víg- höfði hefur á áhorfandann. Og erf- itt er að ganga framhjá fag- mennsku félaganna sem sniðu til Tortímandann 2. Og svo er það hann McKay með Lömbin þagna! Joe Hutshing, Pietro Scalia Conrad Buff, Mark Goldblatt, Richard A. Harris Craig McKay Thom Noble Gerry Hambling Þá eru öll meginverðlaunin upp- talin en líklegt er að Beauty and the Beast komi við sögu tónlistar- innarog verði með bæði besta la%- ið og kvikmyndatónlistina í ár, Tor- tímandinn 2 státi af besta hljóði og hljóðbrellum, þeir Dennis Gassner og Nancy Haigh fái Óskarinn fyrir listræna stjórn og eftirminnileg svið í Barton Fink og búningar Ruth Myers voru það besta við Addams fjölskylduna. Þá verður ekki meira lagt til málanna að sinni og það skýrt tek- ið fram að birtingin er án ábyrgð- ar! Vonandi vinna þeir bestu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.