Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 ~ þá og einu veiðitakmarkanirnar hafa verið veiðigeta þessa flota, sem engar takmarkanir virðir. I fyrra töldu töldu kanadísk yfirvöld að útlendingar hefðu tekið um 47.000 tonn af þorski á nefinu og halanum. Það kann að virðast fremur lítið, en það er meira en úthafsfioti Kanada tók það ár og nærri jafn- mikið og tekið var á heimaslóðinni. Með tilliti til þess er þetta mikið magn og í ljósi stöðu þorskstofnsins og algjörs þorskveiðibanns utan lögsögunnar, er þetta gífurlegt magn. Þá gerir það enn verra, að útlendingarnir taka þorskinn að mestu yfir hrygningartímann, þeg- ar fiskurinn er að þétta sig. Því er skaðinn enn meiri en magnið gefur tilefni til að ætla. Norðurhluti lög- Mismunandi vaxtarhraði þorsks eftir veiðisvæðum Veiöisvæði 5árafiskur 8árafiskur 12árafiskur VtðLabradorströnd fe^pgpgs?,6k9 ^ te^1*1k9 Við austurströnd ^^M^o.skg ®^^^^1-8k9 Nýfundnalands 1,4 kg A sunnanverðum GrandBank 4 V V s. v v >•" : v. s; ..... -> V- * V ^ ** Leslie Harris sögunnar er að verða auðn og þar er hrygning í lágmarki eða engin. Líklega er nefið og halinn einu stað- irnir á landgrunni okkar nú, þar sem hryging á sér stað svo nokkru nemi. MIÐ LÍTT ÁFRAM Á ALÞJÓÐAVETTVANGI Okkur virðist því miður miða lítt áfram á alþjóðavettvangi við að stöðva þessar veiðar EB-skipanna. Þær leiðir, sem reyndar hafa verið, virðast ekki hafa skilað athygli og okkur virðst ekki hafa tekizt að vekja athygli umheimsins nægilega vel á þeirri rányrkju sem stunduð er utan lögsögu okkar. Það er úr vöndu að ráð og þó íslendingum hafi tekizt að vinna þorskstríð sitt gegn Bretum með klippum og föst- um skotum, er óvíst að sú leið sé okkur fær. Ég á erfitt með að ímynda mér að kanadísk stjórnvöld grípi til svo harkalegra aðgerða. Saga Kanada á alþjóðavettvangi einkennist af gæzku, ekki hörku eða ákveðni. í ljósi þess er meðal annars ólíklegt að ríkisstjórn Kanada meti sjávarútveginn og stöðu hans svo mikil að vert sé að heíja mikil átök á alþjóðavettvangi. Hvað ísland varðaði á sínum tíma, var staðan öll önnur, enda skilar sjávarútvegur ykkar um 80% út- flutningstekna þjóðarinnar, en hé_r í Kanada er hlutfallið aðeins 1%. Á íslandi er fiskurinn allt, á Ný-- fundnalandi er fiskurinn allt, en í Kanada skiptir hann litlu máli. Því snýst málið líklega um það, hvort sjómenn geti beitt stjórnvöld svo miklum þrýstingi að þau grípi til harðari aðgerða en til þessa. Alla- vega lætur alríkisstjórnin á sér skilj- ast að hér sé um alvarlegt mál að ræða, en það er þó örugglega langt í að við sjáum kanadíska sjóherinn verja þorskinn okkar. LANGVARANDI ÞORSKVEIÐIBANN ÚTHAFSFLOTANUM ERFITT Vandamálið er, að meðan rán- yrkjan á sér stað, getum við lítið, sem ekkert gert heima fyrir til að bæta stöðuna. Við höfum stöðvað þorskveiðar úthafsflotans hvað varðar norðurslóðarþorskinn. Ég veit ekki hvað gerist á næstu miss- erum. Langvarandi þorskveiðibann úthafsflotans verður útgerðinni af- ar erfitt. Við höfum orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru, hvert frystihúsið á fætur öðru hættir starfsemi og þetta á ekki aðeins við um þorskinn. Flatfiskstofnarnir eru einnig ofveiddir og flatfisk- frystihúsunum hefur iíka verið lok- að og þar eiga EB-skipin líka stóra sök, einkum Spánveijar. Þeir taka um þessar mundir töluvert af lófa- stórri lúðu á Halanum og það er ekki síður alvariegt. Líklega verðum við bara að loka öllu og segja fisk- verkafólk og sjómenn til sveitar eða biðja fólkið að flytjast á brott. Það er hins vegar ekki um auðugan garð að gresja á kanadíska atvinnu- markaðnum enda efnahagsástand bágborið. Hefði þessi staða komið upp fyrir 10 árum eða svo, hefði verið héðan stöðugur fólkstraumur, enda næga atvinnu að fá í öðrum ríkjurn Kanada. Því situr fiskverka- fólk og sjómenn auðum höndum og fylgist með útlendingum veiða fisk- inn, sem þeir fá ekki að taka. Það er erfið staða svo ekki sé meira sagt.“ Hefur verið farið að tillögum fiskifræðinga um hámarkskvóta. Hafa viðvaranir þeirra verið virtar? „Það var ekki fyrr en um 1987, sem við fórum að átta okkur á því að upphaflegt mat á stofnstærð norðurslóðarþorsksins, hefði verið rangt og því hefði lengi verið veitt of mikið. Þnn tíma voru ákvarðanir stjórnvalda um kvóta í samræmi við tillögur fiskifræðinga. Frá árinu 1988 verður sú breyting á, að kvót- ar eru ákveðnir meiri, en fiskifræð- ingar leggja til, en í ljósi rangs stofnstærðarmats töldu þeir nauð- synlegt að draga verulega úr veið- inni. 1988 lögðu vísindamenn til að kvótinn á norðurslóðaþorski yrði aðeins 120.000 tonn, en árið áður hafði kvótinn verið 266.000 tonn. Stjórnvöld treystu sér ekki til að skera veiðarnar niður í meira en 235.000 tonn. Árið eftir var kvótinn færður niður í 199.000 og loks í 190.000. í fyrra var kvótinn 185.000 tonn, en nú hefur endur- skoðuð úthlutun verið færð niður í 120.000 tonn. Það hefur sem sagt tekið 6 ár að færa kvótann niður í það, sem fiskifræðingar töldu nauð- syníegt 1988, en nú eru 120.000 tonn allt of mikið. Hefði kvótinn verið færður niður strax 1988, hefði það getað breytt miklu. Það hefði verið betra að taka á sig atvinnu- leysið og efnahagslega áfallið þá, því aðrir atvinnuvegir og önnur ríki innan Kanada hefðu þá getað tekið við fólkinu og þá hefði væntanlega verið hægt að ná stofninum fyiT Hrygningar- og veiðistofn þorsks á norðurslóð við austurströnd Kanada 1.200 þús. tonn 1.000- Hrygningarstofn ’80 ’81 ’82 ’83 '84 ’85 ’86 ’87 '88 ’89 ’90 ’91 ’92 upp en ella. Þá er það í raun stærsta spurningin: Höfum við gengið svo nálægt stofninum, að hann nái sér aldrei á strik á ný? ÝSUSTOFNINN LAGÐUR í RÚST Þetta er í fyrsta sinn í sögunni, sem við stöndum frammi fyrir vanda af þessu tagi hvað varðar þorskinn. Við höfum hins vegar ýmislegt á samvizkunni. Fyrir 30 árum gengu ýsuveiðar hér einstak- lega vel. Stofninn var stór og gaf vel af sér, en með gegndarlausri rányrkju rústuðum við stofninn, reyndar með aðstoð Rússa, Pól- veija, Austur-Þjóðvaija, Spánveija og Portúgala. Við gengum svo gjör- samlega frá stofninum að hann hefur aldrei náð sér upp á ný. MIKIÐ VEITT í GILDRUR Norðurslóðar þorskurinn er stærsti og mikilvægast þorskk- stofninn við Kanada og fyrir Ný- fundnaland ræður staða hans úrslit- um. Öll austurströnd landsins, La- brador og hluti Nova Scotia reiða sig á norðurslóðarþorskinn. Líklega hafa um 12.000 sjómenn í fullu starfi lifibrauð sitt af þessum þorski, 12.000 sjómenn í hlutastarfi og nærri 24.000 fiskverkamenn. Iiann nemur um 70% af öllum þorskveiðum Nýfundnalands og þar skiptir þorskurinn mestu. Úthafs- veiðarnar eru að öllu jöfnu stundað- ar allt árið, þorskveiðar mest yfir vetrarmánuðina og á hrygningar- tímanum, og flatfiskveiðar á öðrum árs tímum. Um sumarið heldur þorskurinn sig á grynnra vatni og er þá tekinn af smærri bátum á línu, í net á færi og í gildrur. Um vetur- inn nýtur fólkið, sem reiðir sig á heimslóðina, atvinnuleysisbóta, en að öðru leyti snýst vinna þess um að dytta að bátum, veiðarfærum og vinnslustöðvum. Állir, sem vinna meira en 10 vikur samfleytt, eiga rétt á atvinnuleysisbótum í 42 vik- ur. Skorti upp á það, að 10 vikna markinu sé náð, er af opinberri hálfu farið út í einhverjar fram- kvæmdir á viðkomandi stöðum, svo sem að laga hafnargarðinn, þannig að öllum er sköpuð 10 vikna vinna. Allir starfandi menn greiða í at- vinnuleysis sjóðinn, þegar þeir hafa vinnu. Féð er svo ávaxtað og greitt út til atvinnulausra og nemur það um 60% af tekjum viðkomandi en á því er þó ákveðið hámark. Miðað við venjulegt atvinnuleysi, 6 til 7% gengur þetta upp, en nú er atvinnu- leysi um 10%. Því kemur minna inn og meira fer út og hætt er við að fé fari að skorta. Þetta er þarfur og góður sjóður, en á honum er sá hængur að allir eiga rétt á bótum, verði þeir án atvinnu í einhvern tíma. Þannig getur sjómaður, sem hefur haft mjög góðar tekjur, kannski í 10 mánuði, tekjur sem duga honum mjög vel, engu að síð- ur fengið bætur án þess að þurfa það. DREIFBYLIÐ I HÆTTU Ég tel að dreifbýlið hér lifi það ekki af, að ganga misserum saman á atvinnuleysisbótum. Yngra fóllkið flytur allt burt og eldra fólki, ýmist deyr eða flytur inn á elliheimili. Merki þessa eru þegar farin að sjást og einhver samdráttur er hvort eð er nauðsynlegur. Væri meiri áherzla lögð á veiðar á heimaslóð- inni, væri hægt að hægja á þessari þróun og í raun hefur útgerð smærri báta stöðugt sótt lengra út með betri bátum og aukinni tækni, en bátar mega ekki vera lengri en 65 fet (um 20 metrar) til að fá að stunda veiðar á grunnsævinu. Ég tel að slíkar veiðar eigi framtíð fyr- ir sér, en gildruveiðarnar dragist saman. Ég tel að vel útbúinn floti smærri báta, gæti tekið það, en hæfilegt má teljast af norðurslóðar- þorskinum. Þessir bátar gætu verið á sjó megnið af árinu og jafnað þannig framboðið. BREYTTAR AÐSTÆÐUR Ástæða þess að farið var út í byggingu togaranna og úthafsveið- arnar, var á sínum tíma sú, að nauðsynlegt væri að geta boðið upp á jafnt flæði af fiski til vinnslu og á markaðina allt árið. Smærri bát- arnir geta nú séð um það. Að hluta til er þrýstingurinn á þorskinn kom- inn til vegna mikillar fjárfestingar í togaraflotanum. Það þarf mikið af fiski til að útgerðin borgi sig. Sé aðeins talað um 250.000 til 300.000 tonn á ári getur bátaflotinn sennilega náð því. Því þarf ekki, að mínu mati, að eyðileggja fram- tíð hinna smáu sjávarþorpa. Það er sjálfsagt hægt að gera þetta á hinn veginn líka, taka fiskinn á stóru togurunum og vinna hann í fáum tæknivæddum frystihúsum. Þá er úti um þorpin. Það er ekki hægt að fara báðar leiðir. Staðan er slæm eins og er og framtíðin sömuleiðis, rætist ekkert úr. Við vitum ekki hve stór árgangurinn 1991 er. Kannski hefur hann kom- izt vel af stað og því bjartara fram- unda, en hveiju sem fram vindur, verðum að við að gæta þess að ganga ekki of nálægt fiskistofn- unum, þá leggjum við þjóðfélagið í rúst,“ segir Leslie Harris. Námskeið f stjórn áfengisneyslu Viltu draga úr áfengisneyslu þinni, hætta drykkju tíma- bundið og/eða takast á við neikvæðar afleiðingar áfengis- notkunar? Námskeið í stjórn áfengisneyslu verður haldið í april - maí. Upplýsingar og skráning í símum 611359 og 675583 kl. 20-21 og síma 688160 kl. 15-17. Auður R. Gunnarsdóttir, sálfræðingur. Ævar Árnason, sálfræðingur. NÁMSICEIÐ í SJÁLFSRÆICT - Virkara líf - Betri árangur - Meiri gleði Leiðbeinandi: Guðrún G. Bergmann. Lærum m.a. að vinna með: □ Jákvæði í eigin lífi. □ Hverju hægt er að breyta. □ Tjáningu. □ Eigin eðlisþættir efldir. □ Setning markmiða og aðferðir til að ná þeim. Helgarnámskeið 4. og 5. apríl frá kl. 10—17 báða dagana ! sal Nýaldarsamtakanna, Laugavegi 66. Námskeiðsgjald kr. 6.000.-. Öll námsgögn innifalin, svo og snælda með slökun og hugleiðslum. EURO og VISA greiðslukortaþjónusta. NÝALDARSAMTÖKIN Laugavegi 66, 3. hæð, sími 627712

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.