Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 C 5 YEISLAN VEGLEG GJÖF FERMINGARBÖRNIN Ingi Þór Emilsson og Þóra Haraldsdótt- ir í Grafarvogssókn í Reykjavík telja að gjafirnar eigi stóran þátt í því að börn ákveða að fermast, að minnsta kosti í upp- hafi. Síðan sé það undir fermingarfræðslunni komið hvort sá hugsunarháttur breytist. Fyrst ákvað ég að láta ferma mig út af gjöfunum, en eftir að ég hafði verið í Skálholti við fermingarundibúning sl. haust breyttist það og ég ákvað að ganga í kristið samfélag," segir Ingi Þór. „Einnig hefur það haft mikið að segja að ég hef verið töluvert í kringum prestinn, að- stoðað fyrir messur, og hef því orðið fyrir áhrifum frá honum.“ Þóra segist oft hafa verið í kristilegum sumarbúðum og viti því nokkurn veginn að hveiju hún gangi. „Annars býst ég við að flest okkar láti ferma sig út af gjöfun- hjá frænda mínum sem fermdist fyrir tveimur árum og hefur aldr- ei notað fermingarfötin sín aftur. Ég veit ekki hvort ég fer á ljós- myndastofu, en frændi minn ætlar að taka veisluna upp á mynd- band.“ Ingi Þór og Þóra vita ekki livort þau fá gjafir frá foreldrum sínum og segir Ingi Þór að veislan ein sé vegleg gjöf. „Við erum undir svo miklum þrýstingi í sambandi við gjafir,“ segir Þóra, og Ingi Þór telur að það hljóti einungis að vera á færi mjög efnaðs fólks að gefa börnum sínum hljómflutn- Morgunblaðið/Kristján G. Arngrímsson Fermingarbörnin Þóra Haraldsdóttir og Ingi Þór Emilsson. um, en þó held ég að krakkar hugsi meira um tilgang lífsins eftir að hafa fengið fermingar- fræðslu." Hjá báðum fermingarbörnun- um verður haldin veisla til að fagna áfanganum og segir Þóra að fermingardagur hafi ætíð verið stór dagur hjá ffölskyldu hennar. „Fjölskyldan er stór og það koma um 80 manns í veisluna sem verð- ur haldin heima. Allir hafa boðist til að hjálpa, frændi minn sem er kokkur ætlar að hjálpa mömmu með matinn og amma ætlar að baka kransakökuna. Mamma og frænka mín sauma á mig kjólinn, og svo á ég frænku sem er hár- greiðslukona og frænda sem er ljósmyndari þannig að kannski verður sá liður ekki dýr.“ Ingi Þór segir að 40 manns komi í veisluna sína sem einnig verður haldin heima. „Fyrst ætl- uðum við bara að hafa 20 manna veislu en svo fjölgaðþ gestunum eftir því sem á leið. Ég held að maturinn kosti um 50 þúsund krónur. Ég keypti mér rúskinn- sjakka og skó á góðu verði í jan- úar, þetta tvennt var rándýrt fyr- ir jól en lækkaði um helming eft- ir áramót. Buxur og annað fæ ég ingstæki eða sambærilega gjöf. Annað mál sé þegar rnargir ætt- ingjar slá saman í svo dýra gjöf. „Okkur þykir eðlilegt að fólk gefi gjafir á bilinu frá þijú til fimm þúsund. Við yrðum mjög hissa ef við fengjum tíu þúsund krónur frá einhverjum og sjálf mundum við ekki gefa svo háa fjárhæð," segja þau. Þau segjást vera nokkuð ánægð með fræðsluna og tveggja daga ferð í Skálholt, en Ingi Þór segist þó vita um marga sem voru óánægðir því maturinn hafi verið vondur. „Krakkarnir sögðu að hamborgararnir hefðu skriðið sökum aldurs." Þóra segir að sinn hópur hafi verið ánægður með matinn, en hins vegar hafi þeim fundist þetta allt of strembið. „Námsefni sem er trúarlegs eðlis er miklu þyngra en annað, og því verður að fara hægar í það.“ Þegar þau eru spurð hvort þau telji að betra sé að fermast aðeins eldri, álítur Ingi Þór að trú sín muni ekki breytast þótt hann eld- ist. Þóru finnst það vel koma til greina að færa aldurinn ofar, þá séu þau orðin þroskaðri og skilji betur hvað sé að gerast. verður komist er fjöldi gesta bæði á Norðurlöndum og í Þýskalandi oftast á bilinu 10 til 30 manns. Veislur eru bæði haldnar heima og á veitingastöðum og gjöfum mjög stillt í hóf. Auglýsingar um tilvaldar fermingargjafir þekkjast varla og ekki þykir nauðsynlegt að láta mynda sig í stúdíói í tilefni dags- ins. Svo virðist sem tilstandið sé rninna eftir því sent trúin er nteiri. BOÐSKAPURINN Tilstandið í kringum íslenskar fermingar verður meira með ári hvetju og eru oft haldnar rándýrar veislur og keyptar rokdýrar gjaftr þótt menn eigi vart ofan í sig að éta. Ef mikil trú og lítið tilstand helst í hendur erlendis má spytja sig á hvaða vegi íslenska trúin sé þá stödd? En íslendingar þurfa að sjálf- sögðu að vera sér á báti í þeim efnum sem öðrum. Yfirgengilegar veislur og gjafir haldast í hendur við betri fermingarundirbúning. Fyrir tuttugu árum eða svo lærðu fermingarbörn vers og ritningar- greinar utanað sem þau gleymdu gjarnan daginn eftir fermingu, en nú virðist vera farið dýpra í saum- ana, þau kunna að lesa og leita í biblíunni og vinna að verkefnum sem snerta boðskapinn. Sr. Vigfús Þór var með ferming- arbörn úr Grafarvogssókn í tvo daga í Skálholti og segir að sá tími hafi verið rnjög ntikilvægur. „í Skál- holti var margt. á dagskrá, verk- efnavinna, söngur og umræður, og farið í helgileiki. Að lokinni dvöl þar í tvo daga var get'ð leynileg skoðanakönnun og börnin spurð hvað þeim þótti best við undirbún- inginn og dvölina. Kom þá í ljós, að minnisstæðust var þeim farar-- blessunin og helgistundin í Skál- holtsdómkirkju. Trúarþörf barna og unglinga er mjög mikil og ég veit að þarna voru mat'gir sem fundu leiðsögn. Einnig sá ég að unglingar sem eiga erfitt eru einmana og í leit að skjóli áttu þarna góðar stundir. En því miður eru fleiri vegalausir en þess- ir þijátíu sem getið er opinberlega." Menn hafa spurt sig hvort það sé ef til vill æskilegra að ferma börn þegar þau eru orðin eldri og þroskaðri, en Sr. Vigfús þór segist ekki vera hlynntur því. „Boðskapur kristinnar trúar er kærleikur, fyrir- gefning og heilbrigt líf, og það er ekkert óeðlilegt þótt kirkjan vilji móta unglinginn þegar hann er á þessum opna og viðkvæma aldri. Og að sjálfsögðu gerir kirkjan allt sem hún getur til að breiða út boð- skapinn." Sennilega vilja flestir foreldrar hafa börn sín í kristnum söfnuði, en ef það á að kosta andvökur, fjár- útlát og skuldir, gætu tvær gtímur farið að renna á menn. Konut' og karlar hafa gifst til fjár, en svo virðist sem allt íslenska þjóðfélagið sé að ferma til fjár. Alltaf verða þeir fleiri sem græða á þessari trú- arlegu athöfn, og með hvetjum degi ganga menn harðar fram í að ná sér í aura út á fermingar. Og rukk- arar bíða í löngum röðum því ætíð borgar einhver brúsann steinþegj- andi og hljóðalaust. í þessu tilviki foreldrar. Við vcitum þér: •k Þitt eigid eðlilega hár sem vexþað sem þú títt cftir ólifað. ★ Okeypis ráðgjöf lijá okkur eða heima hjá þér. ★ Frumkvœmt af fœrustu lœknum hjá einni elstu og virtustu einkastofnun í Evrópu. Hringið á kvöldin eðu um helgur, SÍMI 91-678030 eða skrifið til: Skanhár Klapparberg 25,111 Reykjavík Öllum þeim sem heiðruðu mig á sjötugsaf- mœli mínu með nœrveru sinni og minntust mín á annan hátt, sendi ég alúðarþakkir og bið alla vel að lifa. Viggó E. Maack. / viKna namskeio netst 22. april. AFRÓ er góö hreyfing sem eykur orku og þol. Fjörugir tímar viö ólgandi bumbuslátt Arlexs og Rockers. Kennari: Nanette Nelms. KRAm HÚ5ie SKÓLAFÓLK: Náib upp orku í próflestrinum. 1S% afsláttur fyrir skólafólk. tnnritun hafin í símum 1S103 og 17860. Vorferð um Mið-Evrópu Landssamband aldraðra í samstarfi við Flugleiðir efnirtil 15 daga skoðunarferð- ar um Mið-Evrópu 21. maí til 5. júní 1992. Fararstjóri verður Sveinn Sæmundsson fyrrv. blaðafulltrúi Flugleiða og ferðast verður með íslenskum bílstjóra sem starfar í Þýskalandi. Flogið verður til Amsterdam og ekið aðeins 3 til 4 tíma á dag um Hamborg, Berlín, Munchen, Vín o.fl. borga og síðan flogið heim frá Vinarborg 5. júní. Ferðin kostar 99.000 kr. Innifalið er: flug, akstur, hótel, 2 í herbergi, morgunverður og kvöldverður. Ferðin er eftirsótt og þarf því að panta sem fyrst og ekki síðar en 1. maí hjá næsta ferðafulltrúa eða beint hjá Land- sambandi aldraðra í síma 621899 eða hjá Flugleiðum á Hótel Esju í Reykjavík. Landsamband aldraðra og Flugleiðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.