Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MEIMNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 C 19 Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Todmobile Tónleikaplata í aðsigi. <C O EFTIR mögur ár hefur tónleika- plötuútgáfa tekið mikinn kipp og fyr- ir stuttu hélt Todmobile tónleika í Operunni sem voru hljóð- og myndritaðir. Operan var þétt- skipuð gestum og þóttu tónleikarnir heppnast afbragðs- vel. o E "o o Plata með lögum af tónleikunum er væntanleg með vor- inu, en einnig verða þar á fjögur ný hljóð- verslög, sem enn á eftir að taka upp. Ekki er ljóst hvort gefið verði út tón- leikamyndband, en slíkt er fátítt hér enn sem komið er. DÆGURTÓNLIST Hvad heldur lífinu í Kolrössum? Aréttumstað á réttum tíma KVENNASVEITIR eru ekki á hveiju strái, hvað þá kvennasveitir sem eru að gera eitthvað ferskt og skemmtilegt. Kolrassa krókríðandi vakti mikla at- hygli á nýliðnum Músíktilraunum, þegar sveitin komst léttilega í úrslit, þó ekki sé Ijóst þegar þetta er ritað hvemig henni reiddi af í úrslitunum sjálfum. Það skiptir þó ekki mestu, því Kolrössur liafa sannað að þær hafa alla burði til að ná langt og eiga eflaust eftir að gera það. eftir Arna Matthíosson Rolrassa er fjórar stúlk- ur úr Keflavík; Elísa M. Geirsdóttir söngkona og fiðluleikari, Birgitta M. Vil- bergsdóttir trommuleikari. Ester Ásgeirs- dóttir bassaleik- ari og Sigrún Eiríks- dóttir gít- arleikari. Þær segja sveitina hafa orðið til þegar þær eitt sinn sátu og létu sér leiðast. „Við ákváðum að stofna hljómsveit af því við vorum vissar um að það væri gaman að standa í svoleiðis saman, en ekki vegna þess að það væru svo fáar kvennasveitir í gangi eða eitthvað því líkt. Svo raðaðist það þannig að Birgitta kunni á tromm- ur frá því í fimmta bekk, Sigrún átti kassagítar sem manna hennar keypti í fyrrasum- ar, Elísa var með hár eins og Siggi Eybergs söngvari í Deep Jimi and the Zep Creams og þá var bara bassinn eftir sem Ester tók að sér.“ Elísa leikur líka á fiðlu sem ekki var með í upphafi, en kom snemma inní, „en við erum alls ekki að stæla Risaeðluna", flýta þær sér að bæta við. Þetta var í nóvember sl. en sveit- in kom þá fram í fyrsta sinn, þriggja daga gömul, í Félagsbíói og þá strax með eigin lög. „Við vorum strax ákveðnar í því sem við ætluðum að gera og þar á meðal að leika okkar eig- in lög.“ Þær stöliur segjast allar semja nútildags, en í upp- hafi hafi Elísa og Ester samið megnið. Allar setja þær saman textana, sem þær segja bland af rugli og pælingum. „Við reynum að vera ekki væmnar, ekk- ert „láttu mig vera“,“ segja þær og hlægja. „Textarnir eru einfaldir en það eru meiningar á bak við þá, okkar meiningar sem fáir fatta líklega, en það er ekkert ástarvæl. Segjum að þeir byggist á reynslu- heim kvenna," segja þær og kíma. Kolrössur hafa spilað fimmtán sinnum síðan í nóvember og alltaf kaup- laust, eins og jafnan þegar nýsveitir eiga í hlut, en allt þetta spilirí hafi skapað ýmis vandamál, því það taki tíma frá skólalærdómi. Það er þó engin þreyta í þeim; „þetta er það seni heldur í okkur lífinu, þetta er svo ótrúlega gaman“. Innblásturinn segja þær koma úr öllum áttum, enda hafi þær gaman af flest- allri tónlist; frá klassík uppí Fjórar Kolrössur Sigur að komast í úrslit. dauðarokk. „Dauðarokk þekkist ekki í Keflavik, en okkur frnnst þetta mjög skemmtileg tónlist, ógeðs- lega þung og annað en permanentþungarokk. Við myndum örugglega spila svona ef við gætum það og það kemur að því að við spilum dauðarokklag, Elísa er farin að æfa að rymja." Eins og áður sagði gekk sveitinni vel í Músíktilraun- um og komst örugglega í úi-slit. Þær segjast hafa heyrt þær raddir að það hafí verið vegna þess að þær væru stelpur, en ekki vegna tónlistarinnar, en einnig hafí þær heyrt að fólk hafí verið ánægt með að fá frávik frá öllu keyrslurokkinu. „Við vor- um á réttum stað á réttum tíma, það er búið að styðja svo vel við dauðarokkið að það er komið á skrið og nú er fólk að leita að ein- hveiju öðru. Svo kom það fram í DV að við hefðum verið með stuðningslið, en það voru þrír úr Keflavík sem komu til að styðja okkur!“ Kolrössur segjast þó ekki gera sér neinar vonir um að sigra; þær geti ekki æft vegna anna í skólanum og það séu það sterkar hljómsveitir í keppninni, en það sé sigur að komast í úrslit. Ef svo skyldi fara að sveitin kæmist á verð- launapali og ynni hljóð- verstíma segjast þær hafa úr nógu að moða og páska- fríið verði nýtt í að vinna úr hugmyndum. „Við eig- um átta lög sem eru tilbú- in, þó það séu ekki nema Ðmm til sex sem við spilum reglulega, en það er fullt af efni sem við þurfum að vinna úr.“ Hinn ís- lenski Þursaflokk- ur Sótt í ís- lenskan þjóðlaga- brunr, ÞETTA ár verður mikið um endurútgáfur, en í því flóði öllu eru plötur misvelkomnar. Með þeim sem beðið er eftir með hvað mestri eftirvæntingu eru plötur Hins ís- lenska Þursaflokks, og fyrsta plata sveitarinnar, sem ber nafn hennar, var endurútgefin fyrir skemstu. Þursaflokkurinn var fyrst og fremst sveit Egils Olafssonar, en auk hans voru í sveitinni Tómas Tómasson, Rúnar Vilbergsson, Ásgeir Óskarsson og Þórður Árna- son. Fyrsta plata Þursaflokks- ins kom út 1978, en Egill segist hafa ákveðið að hætta í Spilverki þjóð- anna það ár og fara að gera eitthvað nýtt. „Við vorum búin að vera saman í Spil- verkinu frá 1975 og raun- verulega mun lengur, og ég vildi prófa eitthvað annað. Ég hafði hugmyndir um það að sækja í íslenskan þjóðlagabrunn og niðurstað- an var Þursaflokkurinn.“ Egill segðist ánægður með plötuna og að hann telji margt vel gert á henni. „Ég hefði líklega gert margt öðruvísi í dag, en þetta var hörku band og það er margt vel spilað. Það var mikill metnaður í okkur og við fengumst við fátt annað. Þetta voru skemmtileg fjög- ur ár sem Þursarnir störf- uðu.“ Egill segir að platan hafi verið á skjön við það sem var á seyði í tónlist á þessum árum og reyndar hafi sveitin alltaf verið á skakk við það sem almennt var að gerast. Hvað sem því líður er ljóst að Þursaflokkurinn hlaut virðingu pönkkynslóðarinnar og fleiri og eimir eftir af því enn. MHOLLENSKA blús- rokksveitin A Girl Called Johnny, sem hefur nafn sitt af söngkonu sveitar- innar, Johnny, treður upp á Piilsinum næstkom- andi þriðjudag og mið- vikudag, en að auki held- ur sveitin tónleika annan í páskum. Sveitin leikur jöfnum höndum rokk, blús og blússkotið rokk. Fríða sársauki Upptökur framundan. FRÍÐA Á PULSINUM FRÍÐA sársauki er óvenjulegt nafn á óvenjulegri sveit sem nokkuð bar á í fyrravor og -sumar. Sú sveit er ekki dauð úr öllum æðum og heldur í kvöld tónleika í Púlsinum. Fríða sársauki er skipuð þeim Páli Ólafssyni og Guðmundi Höskuldssyni gítarleikurum, Friðriki Sturlusyni bassaleikara, Eðvard Vilhjálmssyni trommuleikara og Andra Erni Clausen söngvara. Sveitina skipuðu áður að auki tvær söngkonur, sem snúið hafa sér alfarið á söngnámi, og hljómborðs- leikari. Tónleikarnir á Púlsinum er þeir fyrstu í röð tónleika, en ætlunin er að hljóðrita tónleikana til út.gáfu síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.