Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIVIDI SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 Hreinlífisheiti mitt hefur aldrei verið mér nein byrði... BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Rökum Gunnars Helga fyrir fullri aðild að EB mótmælt Frá Jóni Ármanni Héðinssyni: í MORGUNBLAÐINU 31. mars sl. er heilsíðu grein Gunnars Helga þar, sem hann reynir að sannfæra lesendur um ágæti þess að við fáum fuila aðild að EB sem fyrst. Ég ætla hér að taka nokkur atriði fyrir og biðja menn að hugleiða með- og mótrök. Gunnar Helgi segir: „Hugmynd- in um að íslendingar eigi að halda svo fast um fullveldi sitt — í merk- ingunni vörn gegn því sem útlent er — að þeir taki jafnvel áhættuna að einangra samfélag sitt frá ná- grönnum „sínum, er augljóslega tímaskekkja. Slíkar hugmyndir eru alls staðar á undanhaldi meðal þróaðra samfélaga.“ Þetta er furðuleg staðhæfing. Ekki er gerð nokkur frekari tilraun tii að sýna fram á hvaða lönd falla undir þetta. Það er varla von að G.H. reyni það. Aldrei í sögunni hafa fleiri þjóðir notið fullveldis en einmitt í dag. Er það vegna vanþroska leið- toga þeirra? Vilja þessar þjóðir ekki halda uppi menningu sinni með reisn og efla hana í samfélagi þjóðanna. Eftir því sem ég best veit er það gert um allan heim og mikið lagt af mörkum hjá fjölda þjóða. Einnig segir: „Að einangra sig frá þróuninni í Evrópu kemur með engu móti til greina.“ Hér er sama hugtakaruglið, að kalla EB löndin 12 alla Evrópu. Svo mikill er ákafinn að veija efnahagslega stefnu EB landanna, sem eru að hlaða múra utan um sig, að maður- inn sést ekki fyrir og ruglar öllu saman. Hann fullyrðir síðar, að nútímalegt samfélag okkar íslend- inga muni bókstaflega hrynja, ef við förum ekki umsvifalaust inn. Já, hvílík hugsjón hjá kennara við Háskóla Islands í dag. Svona von- leysishjal vænti ég að enginn ann- ar við HÍ geri sig sekan um. Ég hefí alltaf iitið svo á, að HI væri merkisberi sjálfstæðis og fuilveldis íslensku þjóðarinnar. G.H. segir að engin alvöru umræða hafi farið fram um aðildina að EB, og það sé skammsýni að tala um að aðild sé ekki á dagskrá. Ég bara vor- kenni Davíð Oddssyni og Jóni Bald- vini, þar sem þeir hafa ítrekað aftur og aftur að aðild að EB væri ekki á dagskrá. Ég sem hélt að báðir væru fjörgapar sem vildu landi sínu allt hið besta og stundum kannski um of kappsamir að fram- kvæma. Að kalla þá skammsýna vegna orða þeirra, er einum of langt gengið. G.H. spyr. „í hvaða aðstöðu ienda íslendingar með tímanum, ef þeir taka þátt í samlögunni í Evrópu án fullrar aðildar að EB?“ Hvað er samlögun Evrópu? Það er alls ekki skýrt. Hér kemur fram enn eitt hugtakið sem G.H. notar sitt á hvað: samvinna, sam- eining og samlögun. Bara að ekki endi í samförum. G.H. fullyrðir, að verði íslend- ingar utan við EB-löndin, sé engin sérstök ástæða fyrir hinar Evrópu- þjóðirnar að taka tillit ti! íslands. Hvílík ályktun. Allar þjóðir í Evr- ópu eiga samkvæmt þessu að níð- ast á Islendingum. Svei attan með svona skoðun. Ég efa ekki að við munum njóta sanngirni um alla Evrópu í framtíðinni sem hingað til. . Svona hótanir hafa ekki áhrif á einn eða neinn góðan íslending. Næst reynir G.H. að rökstyðja, að afar mikilvægt sé að við göngum inn til þess að hafa áhrif á mótun sjávarútvegsstefnu EB. Já, mikil er trúin á atkvæði okkar, kannski eitt á móti 96 eða minna vægi. Mér virðist með þessu, að G.H. geri sér enga grein fyrir hvernig þessum málum er háttað innan EB. Ef svo væri setti hann ekki þetta fram í fullri alvöru. Það er staðreynd, að sjávarútvegsmálin eru meira og minna í alvariegum hnút og gífurleg átök um stefn- una. Hér er tekist á um tugi millj- arða; hagsmuni þjóðanna. Ofveiði hefur verið stunduð á mörgum veiðisvæðum og þótt hundruðum skipa hafi verið lagt, er engin viðunandi lausn fundin á sjávarút- vegsmálunum innan EB. Kóróna fáráðleikans í grein G.H. er að ís- lenskir útgerðarmenn muni færa út kvíarnar og fjárfesta í útgerð erlendis. Þetta eru að mínu mati slíkir hugarórar, að ekki tekur því að eyða orðum að þessu. G.H. ætti að staldra við t.d. á Norður-írlandi, Skotlandi eða Galicíu. Vegna umræðu í fjölmiðl- um, á Alþingi og manna á meðal virðist mér vel tímabært að ríkis- stjórnin, gefi samning EB-Iand- anna út og dreifði um allt land. Rómarsáttmálinn og nú Maastric- ht-samþykktin, ef staðfest verður, er í raun stjórnarskrá EB-land- anna. Eftir lestur geta menn svo velt vöngum yfir hvað felst í fullri aðild að EB. Ég bið menn að hafa hugfast að rugla ekki saman orð- um, samvinna, sameining eða bandalag Vestur-Evrópu, sem nú virðist vera orðið markmið, fari Maastrict-samþykktin í gegn hjá öllum þjóðunum innan EB í dag eða 12 löndum. JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON Birkigrund 59 Kópavogi Yndislegnr staður Frá Ólöfu Ragnheiði Jónsdóttur: ÉG VAR með vinkonu minn í viku á Manor house, sem staðsett í Torguay sem er sunnarlega á Eng- landi. Þetta er gamall kastali sem stendur uppi á hæð í yndislegu umhverfi. Það er stutt í góðar verslanir og bari. Frá hótelinu er mjög fallegt útsýni yfir höfn og sjó. Mig langar til að vekja at- hygli á þessum yndislega stað og skila innilegu þakklæti tii allra á Manor house. ÓLÖF RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR Sogavegi 109 Reykjavík Víkverji skrifar egar orðrómur komst á kreik um að senda ætti 40 manns á umhverfisráðstefnuna í Rio blö- skraði mörgum það bruðl. Létu menn óspart til sín heyra bæði í blöðum og útvarpi. Skiljanlegt er að talan 40 hafi verið gripin á lofti þar sem umhverfisráðuneytið hafði pantað far fyrir þann fjölda. Um- hverfisráðherra upplýsti síðar að aldrei hefði verið ætlunin að senda svo marga á kostnaði ríkisins, ein- ungis 10-15. Reynist sú taia rétt hefur þó í upphafi verið reiknað með fleirum samkvæmt því sem deildarstjóri í umhverfisráðuneyt- inu lætur hafa eftir sér á prenti. Segir hann að vegna þeirrar nei- kvæðu umræðu, sem verið- hefur um þetta mál hafi margir hætt við ferðina. xxx Islendingum er brýnt að láta rödd sína heyrast þegar umhverfis- mál eru annars vegar, en með til- liti til þess að gengið hefur verið — eða verður — frá nær öllum sam- þykktum, sem gerðar verða á ráð- stefnunni, á undirbúningsfundum, er engin nauðsyn á mörgum fulltrú- um og við hæfi að stilla tölu þeirra í hóf. Þó að aldrei hafi staðið til að senda 40 fulltrúa verður ekki hjá því komist að sá grunur læðist að mönnum að hin „neikvæða“ umræða hafi dregið úr íjöldanum, eins og deildarstjóri umhverfisráðu- neytisins staðfestir. Ekki hefði verið óeðlilegt að nokkur umræða hefði farið fram hér heima um þau helstu mál, sem fjallað hefur verið um á undirbún- ingsfundunum — og þær samþykkt- ir sem gerðar verða á Rio-ráðstefn- unni. En svo hefur ekki verið eins og umhverfisráðherra benti rétti- lega á í umræðum á Alþingi — heldur aðeins karpað um fulltrúa- Qöldann. Skopleg hlið þessa máls er þegar Alþýðubandalagsmenn kröfðust þess að fulltrúar alþingis á ráð- stefnunni yrðu fimm, einn frá hvcrj- um þingflokki, en ekki tveir eins og ákveðið hefur verið. Þegar bent var á að með því væru þeir að krefj- ast þess að fulltrúum yrði fjölgað brugðust málsvarar þeirra hinir verstu við og töldu það hina mestu firru — þeir væru aðeins að krefj- ast þess að þeirra fulltrúi færi — það gæti þá einhver annar setið heima. xxx Nú. fer dymbilvikan í hönd. Ymsir hafa velt því fyrir sér hvaðan það orð sé komið, og nú er mun algengara að tala um páska- vikuna, en það er í raun vikan sem hefst með páskum. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er dymbil- vika „efsta vika, vikan, er hefst á pálmasunnudag og endar laugar- dag fyrir páska“, en þá var settur dymbill, það er kólfur, í kirkju- klukkur. Margir nýta sér það frí, sem er tengt páskahelginni og bregða sér af bæ. Víkveiji minnist Gullfoss- ferðanna til ísafjarðar hér á árum áður með söknuði — en ekkert far- þegaskip er nú lengur í eigu eyþjóð- arinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.