Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 ísal'oldarhúsið stendur enn við Austurstræti. Enn á ný í Isafoldarhúsinu DÖNSK-ísiensk orðabók sem kemur út I haust er sú sjötta í röð- inni. Siík bók kom fyrst út í Kaupmannahöfn árið 1819 og var eftir Gunnlaug Oddsson; „Orðabók sem inniheldur flest, fágæt, framandi og vandskilin orð er verða fyrir í dönskum bókum.“ Konráð Gíslason var höfundur næstu dansk-íslenskrar orðabók- ar, sem út kom 1851. Arið 1896 gaf Björn Jónsson í Isafold út „Ný danska orðabók með íslenzkum þýðingum", eftir Jónas Jónas- son frá Hrafnagili. Freysteinn Gunnarsson samdi næstu orðabók, sem út kom 1926, og árið 1957 kom út endurskoðuð útgáfa henn- ar, sem Agúst Sigurðsson og Ole Widding höfðu unnið ásamt Freysteini. Starfsfólk dansk-íslenskrai- orðabókar ísfoldar hefur aðsetur í sama húsi og hýsti ísafoldar- prentsmiðju Björns Jónssonar frá lokum síðustu aldar og fram und- ir miðja þessa öld. Hús þetta sem er við Austurstræti var byggt 1886 en 9 árum áður hafði Björn stofnað ísafoldarprentsmiðju. Björn var einn helsti stjórnmála- maður landsins á þessum tíma og varð ráðherra árið 1909. Sama ár seldi hann syni_ sínúm, Ólafi, prentsmiðjuna en Ólafur stóð að stofnun Morgunblaðsins árið 1913. Hafði blaðið aðsetur í hús- inu og síðar viðbyggingu þess fram á sjötta áratuginp. skilar henni til prentunar. „Þetta hefur verið mikil nákvæmnisvinna og því þarf töluvert átak til að segja verkinu lokið. Það er mjög erfitt að láta orðabókina frá sér, því manni finnst ævinlega að eitt- hvað megi betur fara. Og auðvitað vonum við að ekki líði of mörg ár þar til bókin verður endurskoðuð,“ ségir Ingibjörg.» Ljóst ér að dönsk-íslensk orða- bók verður heljarinnar doðrantur, um 1.100 síður, og vinnan nú felst ekki síst í því að gera hana sem meðfærilegsta og ekki of stóra. En hvernig getur forlag á borð við ísafold fjármagnað slíka bók? Leó E. Löve, útgefandi, segir bók- ina vissulega dýra, kostnaður við hana sé ekki fjarri 60 milljónum. „Áhættan við þessa útgáfu er hins vegar ekki mikil, því bókin er góð. Við gerðum okkur lengi vel vonir um að þegar seld hefðu verið 6.000 eintök á tæpar 10.000 kr. út úr búð stæði útgáfan undir sér. Nú bendir allt til þess að selja verði fleiri eintök. Vonandi tekst okkur þó að halda verði bókarinnar und- ir 10.000 króna markinu. Það fer algerlega eftir því hvort við fáum frekari styrki til útgáfunnar," seg- ir Leó. Frá því að vinnan við orðabók- ina hófst hefur verið sótt um ýmsa styrki til útgáfunnar, bæði hér- lendis og í Danmörku. Alls nema þeir um 10 milljónum, sem nýta á til að lækka verð bókarinnar. „Þessu verkefni hefur verið sýndur ótrúlega lítill sómi af íslands hálfu. Við höfum ítrekað sótt um styrk til fjárlaganefndar Alþingis- en ekki fengið. Á sama tíma er veitt um 3 milljónum í gerð fransk- íslenskrar orðabókar. Eina ís- lenska styrkveitingin til okkar voru ein kennaralaun, sem Ragn- hildur Helgadóttir, þáverandi menntamálaráðherra, veitti til að greiða hluta af launum ritstjóra í 3 ‘A ár. Sá styrkur var felldur nið- ur og þrátt, fyrir ítrekaða beiðni hefur hann ekki verið veittur á ný. Danir hafa hins vegar sýnt þessu verkefni töluverðan áhuga og þar hefur Carlsberg-sjóðurinn verið raúsnarlegastur. Þegar Dan- ir sjá verkefni sem þeim líst vel á leggja þeir sig frarn um að veita því brautargengi. íslendingar eru algjör andstæða þeirra, Þjóðarbók- hlaðan er ef til viil skýrasta dæm- ið um það,“ segir Leó. ísafold hefur gefið út orðabæk- ur í hartnær 100 ár en fimmtán ár eru nú liðin frá því síðasta orða- bókin kom út. Leó segir aðra bók ekki vera á döfinni fyrr en útgáfan hefur losað sig undan þeim skuld- bindingum sem hún hefur tekið á sig vegna bókarinnar á síðustu átta árum. „Svona stórt verkefni setur vissulega sinn svip á rekstur- inn þar sem veita þarf fjármagni í það allan tímann án þess að ein einasta króna skili sér fyrr en bókin kemur út,“ segir Leó. Og ætlunin er ekki aðeins að út komi orðabók, því ísafold stefnir einnig að útgáfu efnisins á tölvudiskling- um. Flestar orðabóka ísafoldar eru svokölluð höfundai'verk og að því leyti frábrugðnar þeirri sem nú kemur út. Erling Erlingsson, út- gáfustjóri, segir að það að hafa marga höfunda að orðabók, vera þau vinnubrögð sem koma skuli. „Erlendar bókaútgáfur réðu okkur frá því að fá höfunda til að skrifa orðabækur þar sem höfundarrétt- armál gerðust sífellt flóknari og vandmeðfarnari, ekki síst með, til- liti til breytinga á orðabókum. Þá teljum við að fólk, sem er séi'stak- lega ráðið til að semja orðábók, vinni betra og heilsteyptara verk en þeir sem eru að slíku í stopulum frístundum.“ Stjórn NEMA f.v. Magnús Jónsson, Aðalsteinn Steinþórsson, Sigrún Brynjólfsdóttir, Ásbjörn Björnsson, Ólöf Pálsdóttir, Kristín Steins- dóttir, Bergþóra Einarsdóttir og Inga Sólnes, formaður. Vorfagnaður NEMA1992 HINN árlegi vorfagnaður Nem- endasambands Menntaskólans á Akureyri verður haldinn á Hótel Borg fimmtudaginn 30. apríl kl. 19.30. Ræðumaður kvöldsins verður Stefán Vilhjálmsson frá Brekku, matvælafræðingur _og skáld (stúd. ’68) og veislustjóri Áslaug Brynjólfs- dóttir fræðlustjóri og 40 ára júbíl- ant. Hljómsveit Ingimars Eydal leik- ur fyrir dansi. Megintilgangur NEMA er að við- halda tengslum milli fyrrverandi nemenda MA. Þá hafa Jubileum- árgangar fjölmennt á vorfagnaðinn til að hiLa upp fyrir hátíðarhöldin í kringum 17. júní á Akureyri. Miðar verða seldir í anddyri Hótel Borgar í Pósthússtræti dagana 27., 28. og 29. apríl. Pantanir í síma eru einungist fyrir fólk búsett úti á landi. HÖTELCONSULT SHCC COLLEGES SWITZERLAND SVISSNESKT HOTELSTJORNUNARNAM SEM LYKUR MEÐ PROFSKIRTEINI INSTITUT HOTEUER „CESAR RITZ“ (Loke Genevol SWISS HOSPITALITYINSTITUTE, Washington Ct.USA NAM A HASK0LASTIGI (B.Scl ALÞJÓÐLEGUR HÁSKÓLI í HÓTELSTJÓRNUN Brig, Sviss (sameiginlegt prógram með hóskólanum í Massachusetts, USA) VIÐ UTSKRIFT A OFANGREINDU NAMSKEIÐIER HÆGT AÐ HALDA AFRAM 0GNA MASTERGRÁÐU. Til aó fó frekari upplýsingar vinsamlegast hafió samband viðu - HOTELCONSULT SHCC COLLEGES, ADMISSIONS OFFICE CH -1897 LE BOUVERET - SWITZERLAND Tel.: 41+25-81 30 51, Fax : 41+25-81 36 50 BÚNAÐARBANKl ÍSLANDS NÁMSC LÍNAN Á Umsóknarfresturum námsstyrki Námsmannalínunnar ertil 1. maf. Veittir veröa 8 styrkir hver að upphæö 150 þúsund krónur. Styrkirnir skiptast þannig: * Fjórir útskriftarstyrkirtil nema viö Háskóla íslands sem skiptast þannig: a) Heilbrigðisgreinar. b) Verkfræði, raunvísindi. c) Lögtræði, viðskiptafræði og hagfræði. d) Félagsvísindi, guðfræði og heimspeki. * Tveir námsstyrkir til námsmanna erlendis. * Tveir útskriftarstyrkir til nema á háskólastigi/ sérskólanema. Umsóknareyðublöð eru til afhendingar í öllum útibúun Búnaðarbanka íslands. Einungis aðilar í Námsmannalínunni eiga rétt á að sækja um þessa styrki. Umsóknum skal skilað fyrir 1. maí til BÚNAÐARBANKA ÍSLANDS Markaðsdeild Austurstræti 5 155 Reykjavík. C 15 SIEMENS Sjónvarps- myndavélar Hljómtœkja- samstœöur Ferðaviötœki / Útvarpsvekjarar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Ritstjómarsíminn er69 11 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.