Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 C 29 Vonsviknir kjósendur Frá Þórði E. Halldórssyni: VIÐ, sem stóðum að því með at- kvæðum okkar við síðustu Alþingis- kosningar að losa þjóðina við þá hörmungarstjórn, er þá hafði setið um skeið, gerðum það í skjóli þeirra loforða er okkur voru gefin af fram- bjóðendum stjórnarandstæðinga. Ekki síst hvöttu okkur loforðin um breytt útvarpslög, þar sem tekið yrði fullt tillit til frelsis og lýðræð- is. Einokun Ríkisútvarpsins er enn- þá í fullu gildi og ekki að sjá að á því verði nokkur breyting á næst- unni. Það er með öllu ólíðandi að fólk hafi ekki valfrelsi til afnota fjölmiðla. Er það lýðræði að til þess að hægt sé að njóta efnis Stöðvar 2 þurfi notendur þeirrar stöðvar að greiða fullt afnotagjald til Ríkisút- varpsins hvort sem þeir hlusta eða horfa á þær stöðvar eða ekki. End- anlega er ekki annað að sjá en slökkt hafi verið á vonum okkar til breytinga þegar ráðinn var til Ríkis- útvarpsins sá útvarpsstjóri sem nýsestur er í þann stól. Ég tel mig tala fyrir mikinn meirihluta þjóðar- innar þegar ég af heilum hug harma þá ráðstöfun. Ég hef hér fyrir framan mig grein úr Morgunblaðinu frá 20. febrúar sl. eftir útvarpsstjóra. Þar upphefur hann harmagrát mikinn undan háði, níði og rógi sem vissar persónur hafi beitt hann, auk þess sem hann lýsir því yfir að til engra breytinga komi „á meðan ég heid um nokkurn þráð þar á bæ“. Útvarpsstjóri segir: „Á gamlárs- kvöld flutti ég afspyrnu langa og þó einkum innantóma ræðu. — Til samanburðar gátu menn tekið hinn sparorða snilling Pál Magnússon. Hann var búinn með áramótaræð- una sína áður en ég hafði lokið við að súpa úr einum kaffibolla. Þreytu- legt stuttarastagl Páls um Ríkisút- varpsins aðskiljanlegu ónáttúru var Frá Guðrúnu Sólveigu Grétarsdóttur: í SAMBANDI við umræðuna um vegalaus börn, sem verið hefur að undanförnu, langar mig til að vekja athygli á góðum árangri sem náðst hefur á Torfastöðum. Þar var stúlka á mínum vegum í rúmlega tvö ár og var hún að útskrifast í vor. Hún hafði verið á Dalbraut og á Ung- lingaheimili ríkisins án þess að mik- ill árangur næðist. Þessi stúlka hafði orðið illa úti, lent í óreglu og var orðin mjög illa farin. En það gengur kraftaverki næst hversu mikið henni fór fram að Torfastöð- um og í dag er hún alheilbrigð stúlka. Ég er mjög ánægð með þann áhuga sem vaknað hefur á vanda- málum vegalausra barna og söfnun- ina sem fram fór fyrir skömmu. svo létt á metum að ég renndi því niður með síðasta sopanum og gleymdi umsvifalaust.“ Þarna nýtur hrokinn og minni- máttartilfinningin sín að fullu. Síðar í greininni talar klerkurinn um róg- bera og mannorðsmorðingja. Hann segir Pál Magnússon hafa bent sér á einn slíkan, Eddu Andrésdóttur. Hans niðurlagsorð í greininni eru þessi: „Eddu Andrésdóttur óska ég einskis, hvorki ills né góðs.“ Ja, himneskur er þinn boðskapur, heil- agi faðir. Eitt finnst mér vanta í grein klerksins. Hann getur hvergi um Qölmiðla-diploma sína. Sumir, (sennilega rógberarnir) eru að halda því fram að klerkurinn hafi aldrei nálægt neinum fjölmiðlum komið. Auðvitað viðurkennir klerkurinn að hafa fengið á sig talsvert háð, bæði hjá gríniðjunni, Sigmund og Dag- fara. Ég held að það sé mjög sjald- gæft að menn verði fyrir slíkri áreitni án þess að hafa nokkuð til þess unnið. Tilefnin sem til þess hafa gefist virðast á hinn veginn hafa verið ærin. Á því ætti klerkur- inn_ að átta sig. Ég mundi halda að nýr útvarps- Ég vil hvetja til þess að t.d. gamlar kirkjujarðir verði nýttar og þar.reist meðferðarheimili fyrir vegalaus börn. Slík meðferðarheimili eiga ekki aðeins að vera í Reykjavík, það er þýðingarmikið að þau séu úti á landi því þá komast börnin út úr sínu gamla umhverfi hér í bænum en þar liggur oft rót vandans. Áð lokum vil ég aftur vekja at- hygli á þeitn góða árangri sem náðst hefur á Torfastöðum. Þar er rekið heimili fyrir börnin sem ekki er með stofnunarsniði. Væri ekki rétt að verðandi starfsfólk meðferðarheim- ila fyrir vegalaus börn kynnti sér starfsemina á Torfastöðum áður en það tekur til starfa á þessum vett- vangi? GUÐRÚN SÓLVEIG GRÉTARSDÓTTIR, Engimel 13, Garðabæ. stjóri hefði öðru þarfara að sinna en kvarta undan háði og annarri áreitni. Það eru ótal verkefni fram- undan hjá nýjum útvarpsstjóra ef hann ræður við starf sitt. Hann ætti að bytja á því að litgreina stofnunina, ekki hvað síst Stefaníu (rás 2). Þá rás á að leggja niður umsvifalaust, því hún þjónar engum tilgangi öðrum en þeim að vera einkastöð Stefáns Jóns Hafstein, kostuð af fé almennings. Hvað með textavarpið? Hveijum á það að koma að gagni. Þar eru engar upplýsingar sem ekki er hægt að lesa í blöðum og fá vlða án neinnar fyrirhafnar. Þetta fá útvarpsnotendur að greiða án þess að fá nokkuð í staðinn. Það væri forvitnilegt að vita hvað hafi vakað fyrir menntamálaráð- herra með ráðningunni í stöðu út- varpsstjóra. Var það kannske hug- myndin að auka kirkjuleg áhrif meðal útvarps/sjónvarpsnotenda? Ekkert bendir þó til að það takist ef tekið er mið af orðskrúði klerks- ins í grein hans frá 20. febrúar sl. Það hvarflar óþægilega að manni að þarna hafi verið um einhver hrossakaup að ræða. Það má ekki gleyma því að útvarpsstjóri hefur nú þegar unnið afrek í breytingum í stofnuninni. Hann lætur draga ríkisfánann að húni þegar útvarps- ráði þóknast að mæta til fundar. Hvers vegna ekki rauðan dregil og hringingu kirkjuklukkna borgarinn- ar til að boða athöfnina með glæsi- brag?. ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON, Sólheimum 25, Reykjavík. Orð ráðherra eiga ekki við um Landakot Frá Viðari Hjartarsyjii: í svari heilbrigðisráðherra við fyrir- spurn á Alþingi 9. apríl, um kostn- að vegna námsferða lækna, kom m.a. fram að læknar héldu fullum launum I námsferðum. Þetta er EKKI rétt hvað varðar sérfræðinga á Landakotsspítala, enda byggist launakerfi þeirra á greiðslum fyrir einstök læknisverk og eru þeir því án launa í fyrrnefndum ferðum. VIÐAR HJARTARSON, . ritari Læknaráðs - Landakotsspítala, Reykjavík. LEIÐRÉTTINGAR Fermingar í dag í blaðinu í gær misritaðist nafn pilts sem fermast á í Seljakirkju kl. 10.30 í dag. Hann heitir Þor- steinn Mar Gunnlaugsson en ekki Þorsteinn Már. Hann á heima í Leiðhömrum 17. Þá hefur fallið niður nafn ferm- ingarbarnsins Erlu Hlynsdóttur, Skeggjagötu 1, sem fermist I Há- teigskirkju í dag kl. 13.30. Eins hefur fallið niður nafn Ingibjargar Einarsdóttur, Seljugerði 5, sem fermist I dag kl. 141 Grensáskirkju. Einar Órn Reynisson, Kapla- hrauni 19, Hafnarfirði, verður fermdur í dag í Hafnarfjarðarkirkju kl. 10.30. Nafn hans misritaðist í blaðinu í gær. VELVAKANDI SILFUR- ARMBAND KOMIÐ var með silfurarmband á Morgunblaðið sem fannst I Leifsstöð 22. mars sl. og er það merkt írisi Hruhd. Eigandinn getur vitjað þess hjá símastúlk- um Morgunblaðsins I Aðal- stræti. KÖTTUR HVÍTUR köttur tapaðist í lok mars frá Drápuhlíð. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 25769. GLERAUGU GLERAUGU með vínrauðri umgerð í rauðu hulstri töpuðust mánudaginn 6. apríl. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 672968. ELDHÚS- HNÍFUR ELDHÚSHNÍFUR með hvítu skafti tapaðist 7. apríl fyrir utan Hallgrímskirkju eða á planinu við Teigasund 2. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 73237. Vegalaus börn Hjá ANDRESI Dönsku sumarbuxurnar komnar, allar stærðir. Verð kr. 4.400-4.900. Flauelsbuxuríúrvali. Verð frá kr. 1.580-5.600. Gallabuxur margar gerðir. Verð frá kr. 1.790. Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. Póstkröfuþjónusta. ANDRÉS, FATAVAL Hestamenn -yfirhafnir í úrvali. Verð frá kr. 4.980-19.800. Stakar buxur í úrvali. Verð frá kr. 1.000-3.700. Andrés - Fataval, Höfðabakka 9c, sími 673755. (Opið frá kl. 13-17.30 mánud.-föstud.) Viðgerðardagar hjá Bílanausti Guðjón Jónatansson (Viðgerðarlínan Fíás 2) leiðbeinir og svarar spurningum fólks um bílaviðgerðir, í verslun Bílanausts, mánudag, þriðjudag og miðvikudag (13. - 15. apríl). frákl. 16 til 18. Verðlaunasamkeppni í samvinnu við Samtök móðurmálskennara efnir Námsgagnastofnun til verðlaunasam- keppni um handrit að lestrarefni handa nem- endum í 8.-10. bekk grunnskóla. Tilgangurinn með samkeppninni er sá að afla efnis til útgáfu lítilla hefta, sem reynst gætu heppileg til lestrar og umfjöllunar í móðurmálstímum á unglingastigi. Efnið sem leitað er eftir er einkum: ★ Frumsamdar smásögur. ★ Þýddar smásögur. ★ Almennt efni (frásagnir, fróðleiksþættir, greinar o.fl.). Veitt verða þrenn 50.000 kr. verðlaun fyrir þau hand- rit sem dómnefnd metur verðlaunahæf. Ekki eru sett nein ákveðin skilyrði fyrir innihaldi efnis önnur en þau að efnið taki mið af tilfinningalegum forsend- um unglinga jafnt sem ytri astæðum þeirra. Efnið þarf að höfða vel til unglinga og vera til þess fallið að örva þá til lestrar. Námsgagnastofnun öðlast rétt til að gefa út þau hand- rit sem valin verða til verðlauna. Ennfremur er gert ráð fyrir að gerðir verði útgáfusamningar um önnur handrit ef þau þykja góð. Efnið sem valið verður er fyrirhugað að gefa út með hagkvæmum hætti í litlum heftum (48 bls.). Handrit skulu vera greinilega vélrituð eða tölvuprentuð og mega ekki verða lengri en 20 A4-síður. Handritum verði skilað til Námsgagnastofnunar í síðasta lagi 1. ágúst nk. Höfundar merki handrit sín með dulnefni, en láti rétt nafn og heimilisfang fylgja með í lokuðu umslagi. Dóm- nefnd mun fara yfir allt efnið og skila áliti eigi síðar en 1. okt. nk. Utanáskrift: Námsgagnastofnun Verðlaunasamkeppni Pósthólf 5192 125 Reykjavík Nánari upplýsingar gefur Árni Árnason hjá Námsgagna- stofnun í síma 28088.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.