Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. APRIL 1992 Á fimmtu Norrænu kvikmyndahá- tíðinni sem nýlega var haldin í Rou- en í Frakklandi voru sýndar um 80 nýjar og gamlar myndir frá Norður- löndum og Eystrasaltslöndum Á hátíðinni var lögð sérstök áhersla á kvikmyndir frá íslandi með yfirliti sem náði allt frá Höddu Pöddu frá 1923 og átta mynda úrvali frá kvik- myndavorinu hér fram til 1988 Marie Bonnevie, sem leikur í Hvíta víkingnum, er þarna í nýrri mynd, norsku ævintýri fyrir börn, Hvíta konungsbirninum. eftir Elínu Pólmadóttur „ÞEGAR ég tek þátt í kvik- myndahátíð lít ég á það sem tæki- færi til að uppgötva. Ég segi við sjálfa mig að eina leiðin til að vera í dómnefnd sé ekki til að dæma myndirnar heldur til þess að uppgötva og hugsanlega að stuðla að því að mynd, sem hríf- ur mig meira en hinar, verði séð, henni dreift og hún umtöluð. A því þurfa kvikmyndir svo mjög að halda ... Ég kem ekki að þessu verki til að segja að þessi eða hin myndin sé ekki góð, heldur raunverulega í von um að finna eina mynd eða fleiri sem gleðja mitt hjarta,“ sagði Suzanne Schiffman, einn þekktasti þátt- takandinn í fimm manna dóm- nefndinni á Norrænu kvik- myndahátíðinni í Rouen í Frakk- landi í mars. Hún hefur unnið að kvikmyndagerð í áratugi með hinum frægu Godard og Rivette og var í lokin einn dyggasti sam- starfsmaður Truffauts. En speg- ill dómnefnda á það til að svara allt öðru en búist er við um hver sé mynda best og fegurst, eins og við Islendingar höfum horft upp á að undanförnu, bæði við Óskarsverðlaunin í Los Angeles, þar sem Börn náttúrunnar töld- ust hafa góða möguleika en sú ítalska með minnsta meðbyrinn hlaut hnossið, og á Norrænu kvikmyndahátíðinni í Rouen þótti hún svo sjálfsögð sem besta myndin að fimm sjónvarpsstöðv- ar og blöð biðu eftir Friðriki Þór til að hafa viðtölin við hann tilbú- in. En úrskurður Suzanne Schiff- man og fjögurra félaga hennar var: „Den store badedag" eftir Stellan Olsson frá Danmörku. Líklega af því að þau bjuggust við að Óskarinn biði Barna nátt- úrunnar og vildu vekja athygli á annarri mynd. En áhorfendur annars vegar og kvikmyndahúsa- eigendur hins vegar létu ekki slíkt hafa áhrif og dæmdu ís- lensku myndina þá bestu. í Rouen: Stellan Skarsgard, besti karlleikarinn, í hlutverki Wallenbergs, Stellan Olsson, höfundur verð- launamyndarinnar „Den store badedag", Sigríður Hagalín Ieikkona og Friðrik Þór Friðriksson, höfund- ur Barna náttúrunnar, sem hlaut verðlaun kvikmyndagesta og verðlaun kvikmyndahúsaeigenda. Danski kvikmyndagerðarmaður- inn Henning Carlsen, sem m.a. gerði Sult og er nú að kvikmynda eftir bók Vonneguts, „Jail Bird“, í Los Angeles. Finninn Aki Kauri- smaki hefur gert. nýja mynd eftir sögunni um La Boheme. Hér eru Skáldið og List- málarinn, en allir leikararnir eru franskir. endur fyrir löngu hér heima. Ágúst Guðmundsson sat fyrir svörum um íslenska kvikmyndalist í fyrirlestra- sal FNAC-bókabúðanna og eftir að myndir hans, Gísla saga og Land og synir, voru sýndar. Ég tek undir ummæli sænsk- danska kvikmyndagerðarmannsins Stellans Olssons, að Rouen-hátíðin skipti mjög miklu máli fyrir norræn- ar kvikmyndir, því þær vilji drukkna á stóru alþjóðlegu hátíðunum, en þarna opnist þeim markaðurinn í Frakklandi og áfram á meginland- inu. Sjálfur taldi hann mestu skipta fyrir verðlaunamynd sína að fá slíka dreifingu. Friðrik Þór sagði mér aftur á móti kvöldið fyrir úrslitin að peningaverðlaun yrðu honum meira virði, vegna þess að Óskars- verðlaunin opnuðu honum hvort eð er allar gáttir til dreifingar. Börn . náttúrunnar vakti eins og alls stað- ar aðdáun og fékk mikla aðsókn. Og þegar að verðlaunaafhendingu kom höfðu kvikmyndahúsagestir valið hana bestu myndina með at- kvæðagreiðslu þeirra sem séð höfðu tíu myndir. Svo og félag kvik- myndahúsaeigenda, og fylgir því sýning á myndinni í 30 völdum kvikniyndahúsum í 20 borgum í Norður-Frakklandi. Slíkt mat þeirra sem sækja kvikmyndahúsin hlýtur að lofa góðu um aðsókn í framtíð- inni og munar um slíkan aðgang að dreifingu eftir að Óskarinn rann úr greipum. Friðrik Þór og Sigríður Hagalín veittu þessum tvennum verðlaunum móttöku. Og það voru þau sem Stöð 3 sýndi með fréttinni í franska sjónvarpinu af kvik- myndahátíðinni. Meira en hægt var að segja þegar Óskarinn var veittur og varla var minnst á ítölsku verð- launamyndina í frönskum fjölmiðl- um. • Fimm af þeim tíu kvikmyndum sem kepptu hlutu verðlaun, og komu þrenn verðlaun í hlut íslensku myndanna tveggja. Auk Barna náttúrunnar hafði ungt kvikmynda- fólk úr framhaldsskólum með kvik- myndabrautir valið Iiyð eftir Lárus Ými Óskarsson bestu myndina, þrátt fyrir gallaða franska þýðingu og tæknigalla í stafsetningu. Og er það ekki lítið afrek. Lárus Ýmir Óskarsson sat fyrir svörum eftir Það er mikið ævintýri að lenda inni í hringiðu slíkra hátíða. Á fimmtu Norrænu kvik- myndahátíðinni sem efnt er til í Rouen, þar sem sýndar eru um 80 nýjar og gamlar myndir frá Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum, 3.8 þúsund manns sækja kvikmyndahúsin fimm frá kl. 10 á morgnana og fram á kvöld og 6.000 skólabörnum eru að auki kynntar nokkrar myndir, svo sem í skugga hrafnsins eftir Hrafn Gunnlaugsson, fær maður býsna gott yfirlit yfir norræna kvikmynda- gerð. Getur borið saman. Það var einstakt tækifæri, svo lítt sem við fylgjumst þar með. Og satt að segja verður maður alveg forviða á því hve vel þessi unga listgrein á ís- landi stendur. Fyrir utan keppnis- myndirnar tíu var lögð sérstök áhersla á ísland á þessari hátíð með yfirliti sem náði allt frá Höddu Pöddu frá árinu 1923 og átta mynda úrvali frá kvikmyndavorinu hér fram til 1988. Að auki var skotið inn á undan Skyttunum stuttmynd- inni Vestmannaeyjum eftir Sólveigu Anspach, en íslenski fulltrúinn í stuttmyndaflokki með einni mynd frá hverju Norðurlanda var Ókunn dufl eftir Sibba Aðalsteinsson. Is- landi voru gerð veruleg skil í blöðum og margir höfðu orð á hve þessi eða hin íslenska kvikmyndin væri góð. Féllu einhvern tíma slík orð um þær flestar. Er t.d. ekki merkilegt að Hadda Padda, sem Guðmundur Kamban gerði sjálfur ásamt Gunn- ari Hansen í Danmörku fyrir 70 árum, skuli enn vekja aðdáun kvik- myndaáhugafólks. Eintakið af myndinni með hinni frægu Clöru Pontoppitan i aðalhlutverki hlýtur að vera betra en þegar ég sá hana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.